Morgunblaðið - 28.09.1982, Page 1
* r
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
214. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJÍJDAGIJR 28. SEPTEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Stjórn Begins:
Rannsóknarnefnd
vegna fjöldamorð-
anna skipud í dag?
Tel Aviv, Beirúl, 27. september. Al*.
ÍSRAELSKA sjónvarpið sagði frá
því í kvöld, að allir ráðherrar í
stjórn Menachem Begins væru
reiðuhúnir að styðja þá ráðstöfun
að fram færi skilyrðislaus réttar-
rannsókn á fjöldamorðunum á l’al-
estinumönnum í Beirút á dögunum.
Þegar leitað var álits Begins á mál-
inu vildu aðstoðarmenn hans ekki
staðfesta að sjónvarpsfréttin ætti
við rök að styðjast, en sögðust þó
ekki verða hissa þótt tillaga um
skipun rannsóknarnefndar yrði
samþykkt á ríkisstjórnarfundi í Tel
Aviv á morgun. Haft er eftir
ónafngreindum aðstoðarmanni
Begins, að forsætisráðherrann væri
kominn á þá skoðun að það hefði
óheppileg áhrif á orðstír ísraels-
manna að neita að láta fara fram
slíka rannsókn.
Franskt og ítalskt herlið tók
sér í dag stöðu í Sabra og Chat-
illa, palestínsku flóttamannabúð-
unum í Beirút, þar sem fjölda-
morðin áttu sér stað um daginn.
Bandaríska gæzluliðið mun ekki
koma til borgarinnar fyrr en
Israelar eru farnir til síns heima,
að því er skýrt var frá í Hvíta
húsinu í dag, en ísraelska her-
stjórnin segir, að á morgun verði
ísraelskt herlið farið frá V-Beirút
en síðan geti tekið nokkra daga
Bretland:
Irafár vegna
rannsókna á
„glasafóstrum“
Lundúnum, 27. september. AP.
SAMTÖK lækna í Bretlandi hafa
beint því til félaga sinna að taka
ekki þátt í rannsóknum á til-
raunaglasafóstrum, en Robert
Edwards, ásamt Patrick Steptoe,
fann upp aðferð til að frjóvga egg
konu utan líkamans og koma því
síðan fyrir i leginu, lýsti því yfir á
læknaráðstefnu í gær, að hann
hefði gert tilraunir á meira en
tólf tilraunaglasafóstrum, sem
gengið hefðu af þegar valin
höfðu verið frjóvguð egg og þeim
komið fyrir í móðurlífum. Yfirlýs-
ing Edwards hefur valdið mikl-
um ýfingum í Bretiandi og hafa
margir orðið til þess að fordæma
þetta athæfi harðlega.
Talsmaður læknasamtak-
anna segir lækna hafa miklar
efasemdir um siðferðilegt
réttmæti rannsókna af þessu
tagi, þar sem frjóvgað egg
„kunni að hafa möguleika á að
þroskast í mannveru". Ekki
hefur tekizt að fá álit Steptoes
á þessu máli, en þeir Roberts
reka í sameiningu „frjósem-
isstöð" þar sem egg eru frjóvg-
uð í tilraunaglösum og síðan
látin aftur í líkama móðurinn-
ar. Síðan fyyrsta „glasabarn-
ið“, Louise Brown, leit dagsins
ljós fyrir fjórum árum hafa
fimmtíu glasabörn fæðzt, þar
af tvennir tvíburar.
að flytja allt ísraelskt herlið úr
austurhluta borgarinnar. ísra-
elska herstjórnin lýsti því yfir í
kvöld að á sunnudagskvöld hefði
komið til skotbardaga milli ísra-
ela og Palestínumanna í A-Líb-
anon og hefðu Palestínumenn átt
upptökin.
Til mikilla mótmælaaðgerða
vegna fjöldamorðanna kom í
ísrael um helgina, en í gær var
Yom Kippur, sá dagur sem Gyð-
ingar hafa hvað mesta helgi á.
Sjá nánar á bls. 18.
Leiðtogar Frjálsra demókrata í Ilessen, Klaus-Jiirgen Hoffie og Ekkehard Gries þegar úrslitin urðu Ijós á sunnu-
dagskvöld, en flokkur þeirra hlaut aðeins 3,1% atkvæða og engan mann kjörinn, þar sem 5% lágmarksfylgi er
nauðsynlegt til að fá fulltrúa á ríkisþingið, þar sem 52 eiga sæti. Al’-simamynd.
Óvíst um kjör Kohls
í kanslaraembættið
Frjálsir demókratar bíða afhroð í Hessen
Jafnaðarmenn bættu mjög stöðu sína
Bonn, 27. septembur. AP.
EFTIR úrslit kosninganna í
Hessen um helgina, þar sem
jafnaðarmenn fengu mun
meira fylgi en ætlað var, eru
miklar efasemdir um að hinni
íhaldssömu stjórnarandstöðu
takist að fella Helmut Schmidt
kanslara og fá Helmut Kohl
leiðtoga kristilegra demókrata
kjörinn í hans stað. Þrátt fyrir
breyttar forsendur ætlar stjórn-
arandstaðan að halda sinu
striki, en atkvæðagreiðslan fer
fram nk. föstudag. Helmut
Kohl staðfesti þetta í dag en
lýsti því jafnframt yfir að van-
trauststillaga yrði því aðeins
borin upp ef hann gerði sér
„ákveðnar vonir um meiri-
hlutastuðning við hana“ þegar
á hólminn væri komið.
Talið er að persónulegar
vinsældir Schmidts kanslara
hafi riðið baggamuninn þegar
kjósendur komu að kjörborð-
inu í fylkiskosningunum í
Hessen, en þar fengu jafnað-
armenn 42,8% atkvæða. Úrslit
kosninganna eru mikið áfall
fyrir kristilega demókrata sem
ekki náðu hreinum meirihluta
enda þótt þeir séu enn stærsti
flokkurinn, en frjálsir demó-
kratar hlutu þó enn verri út-
reið þar sem þeir fengu engan
mann kjörinn.
Helmut Schmidt kanslari
lýsti því yfir þegar kosninga-
úrslitin lágu fyrir að nýjar
kosningar væru eftir sem áður
nauðsynlegar til að leysa
stjórnarkreppuna sem upp
kom fyrir tíu dögum þegar
frjálsir demókratar hættu
stuðningi við samsteypustjórn
Schmidts.
Samanlagður liðsstyrkur
hægri flokkanna á sambands-
þinginu í Bonn er 226 atkvæði
en til þess að Helmut Kohl fái
samþykkta vantrauststillög-
una á Schmidt þarf 249 at-
kvæði. í liði frjálsra demó-
krata er mikill ágreiningur um
umsvif leiðtoga flokksins,
Hans-Dietrich Genschers, og
telja stjórnmálaskýrendur
ólíklegt að nægilega margir
þingmenn úr flokki hans og
hægri flokkanna fáist til að
greiða vantrauststillögunni at-
kvæði úr því sem komið er.
Sjá nánar á bls. 18.
Ágreiningur í Kína um af-
stöðu til Sovétríkjanna?
Peking, 27. septembi^r. AI*.
SVO VIRÐIST sem ágreiningur sé
á æöstu stööum í Peking um af-
stöðu til Sovétstjórnarinnar og
bætta sambúö þjóðanna, en könn-
unarviöræður um leiðir til að bæta
samkomulagið eiga að fara fram í
Peking i byrjun næsta mánaðar.
I samtölum við utanríkisráð-
herra Japans, Suzuki, í Peking í
dag sagði Zhao Ziyang forsæt-
isráðherra Kína að stjórn hans
hefði áhuga á að samskipti þjóð-
anna gætu orðið með eðlilegum
hætti en Huang Hua utanríkis-
ráðherra sagði hins vegar að
Kínverjar teldu ástæðu til að
ganga harðar fram í því en
hingað til að stemma stigu við
árásargirni Sovétmanna. Mundu
Kínverjar leggja það til á næsta
Allsherjarþingi SÞ að krafizt
yrði tafarlauss brottflutnings
sovézka hersins frá Afganistan,
um leið og mótmælt yrði hersetu
Víetnama í Kampútseu þar sem
sovézkur herafli væri bakhjarl
hernámsliðsins.
Fundur Verkamannaflokksins í Blackpool:
Troskyistar út í kuldann
Blackpool, 27. september. AP.
75% FULLTRÍJA á ársfundi Verka-
mannaflokksins brczka samþykktu í
dag, að banna starfsemi Trotskyista
innan vébanda flokksins. Er talið að
reiðilestur flokksleiðtogans, Michael
Foot, um „öfgasinna lengst til
vinstri" rétt áður en atkvæðagreiðsl-
an fór fram hafi ráðið úrslitum um
þessa eindregnu afstöðu flokks-
manna. Foot og fylgismenn hans gera
sér vonir um að með því að losa sig
við hinn harðsnúna hóp takist flokkn-
um að bæta stöðu sina gagnvart
íhaldsflokknum í þingkosningum,
sem ætla má að haldnar verði á
næsta ári. Ýmisleg teikn eru þó á lofti
um að innbyrðis átökum i Verka-
mannaflokknum sé hvergi nærri lok-
iö.
Andstaða af hálfu hinna róttæku
afla í flokknum gegn tillögunni um
bannfæringu Trotskyista var hörð
og einn málsvari þeirra, Tom
Sawyer, spáði vaxandi sundur-
þykkju og síðan beinum klofningi
og blóðbaði, eins og hann orðaði
það. Tony Benn dró taum vinstri
manna í þessum átökum og hvatti
flokksfélög, sem styðja þá, að láta
samþykkt fundarins sem vind um
eyru þjóta.
Á ársfundinum hefur orðið vart
allmikilla efasemda um að Verka-
mannaflokknum takist að sigra
íhaldsflokkinn í þeim kosningum
sem búist er við að Thatcher for-
sætisráðherra boði til áður en kjör-
tímabilið er á enda. í setningar-
ræðu sinni lét formaður flokksins,
Dame Judith Hart, svo um mælt að
tapaði Verkamannaflokkurinn
kosningunum mætti við því búast
að hann yrði utan stjórnar næstu
tíu ár. Á dagskrá ársfundarins á
þriðjudag er kosning í fram-
kvæmdanefnd Verkamannaflokks-
ins, en sú nefnd er valdamesta
stofnun innan hans.