Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 3
vsp MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 3 Átján myndir seldust Átján myndir seldust fyrstu sýningarhelgi Braga Ásgeirssonar á Kjar- valsstödum. Fjöldi manns var við opnun sýningarinnar á laugardaginn og á myndinni óskar Einar Stefánsson Braga til hamingju með sýning- una. Á milli þeirra stendur móðir listamannsins, Karolína Sveinsdóttir. Uppsögn bókagerðarmanna á Iaunalið í kjarasamningi óheimil? Stefna vinnuveitenda þing- fest í félagsdómi í dag DEILA vinnuveitenda og bókagerðarmanna um hugsanlega vanheimild bókagerö- armanna til uppsagnar á launalið kjarasamnings verður tekin fyrir í dag hjá félagsdómi, en þangað stefndu vinnuveitendur málinu. Samkvæmt upplýsingum Ólafs St. leggja fram greinargerðir sínar, en Sigurðssonar, forseta félagsdóms, síðan færi málflutningur fram. Ekki verður málið þingfest klukkan 17.00 vildi hann spá um hvenær dómur og yrði áframhald málsins með félli. venjubundnum hætti. Aðilar myndu Prentráðstefna Félags íslenska prentiðnaðarins 40—50 þátttakend- ur víðsvegar að af landinu og einnig frá Noregi FÉLAG íslenska prentiðnaðarins gengst um þessar mundir fyrir prentráðstefnu, í samvinnu við Norske Sivilingeniöres Forening og Morgunblaðið. Ráðstefnan hófst í gær og mun henni Ijúka síðdegis i dag. Báða dagana eru flutt fjölmörg erindi um nýjungar í prentiðnaði. Félag íslenska prentiðnaðarins hefur fengið sérfræðinga frá Nor- egi til að fjalla um það sem efst er á baugi í prentiðnaðinum og einn- ig það sem framundan er. Á ráð- stefnunni flytur einn íslendingur framsöguerindi, Örn Jóhannsson, skrifstofustjóri Morgunblaðsins, og ræðir hann um blaðaprentun, pökkun og dreifingu. Ráðstefnunni lýkur í dag klukk- an 17, að afloknum pallborðsum- ræðum þar sem þátttakendurnir fá tækifæri til að ræða við fyrir- lesara um þróun í prentiðnaðin- um. Ráðstefnugestir eru á milli 40 og 50, einkum forsvarsmenn prentsmiðja hér á landi, bæði úr Reykjavík og utan af landi, en auk þess sækja ráðstefnuna 10 Norð- menn sem hingað eru komnir gagngert til þess. Tveir af forsvarsmönnum ráðstefnunnar, Geir Andersen, Verdens Gang, í ræðustóli og Örn Jóhannsson, Morgunblaðinu, og einn frummælandi, Hans Faye Schöll frá norska fyrirtækinu SIM-X. Nokkrir þátttakendur á prentráðstefnu Félags íslenska prentiðnaðarins sem nú stendur yfir í Reykjavík. MorgunblaAið/KEE Satt að segjja, heyrir&i eld<ert óvenjulegt wPhilips hljómtaelgum! fhnnig á það líka að veta Hljómtæki eiga að skila nákvæmlega því sem er á hljómplötu eða kassettu og því sem kemur úr útvarpinu. Engu skal bætt við og engu sleppt. Þannig er það einmitt hjá Philips. Philips hefur ávallt verið í fararbroddi í hljómtækjaframleiðslu og með því að hagnýtasérfullkomnustutæknisemvöleráhefurþeimtekistaðframleiðahljómtæki sem uppfylla kröfur hinna vandlátustu. SPHILIPS / Philips hlustarðu á tónlist en ekki á tækin sjálf! Hafóu samband, vió erum sveigjanlegir i samningum. heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.