Morgunblaðið - 28.09.1982, Page 12

Morgunblaðið - 28.09.1982, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 Tónlist Jón Asgeirsson FIMMTU tónleikar UNM tón- listarhátíðarinnar voru haldnir í Neskirkju sl. miðvikudag. Flutt voru fimm kammerverk. Fyrsta verkið, Tríó fyrir tvö klarinett og víbrafón, eftir Anders Brödsgárd, er byggt á „25 um- myndunum stefs", og fyrir John Frandsen Rolf Wallin Kammertónleikar í Neskirkju bragðið er það nokkuð of langt. Einstaka þættir þess voru fal- legir, þar sem heyra mátti bæði skemmtilega stefjun og blæ- brigði. String Song, eftir John Frandsen, var annað verkið á efnisskránni. String Song er strengjakvartett og sveiflast verkið á milli hefðbundinna lag- gerðar og hljóma og nútíma tóntækni. Verkið er vel unnið og á köflum mjög skemmtilegt. Is- lenska framlagið á þessum tón- leikum var verk er höfundurinn, Hilmar Þórðarson, kallar Húm. Verkið er samið fyrir óbó, fagott og selló og er ljóst í formi, að nokkru tónalt og mátti heyra í því ýmsar gamlar stefvinnsluað- ferðir, eins og t.d. þrástefjun. Eftir hlé voru flutt tvö verk undir stjórn Guðmundar Em- ilssonar, en hann hefur æst með sér ungt fólk í að stofna íslenska hljómsveit, sem hiklaust má telja einhver ánægjulegustu tíð- indi í annars mjög viðburðaríku tónlistarlífi okkar Islendinga undanfarið. Tuttugu og fimm manna alislensk hljómsveit ungmenna lék þriggja þátta verk fyrir kammersveit og messó- sópranrödd, eftir Anders Nord- entoft. Verkið er þétt unnið og áheyrilegt en ekki sérlega til- þrifamikið. Söngkonan Bolette Bruno Hansen átti erfitt með að halda í við hljómsveitina. Síðasta verkið á tónleikunum, Impromptu, eftir Rolf Wallin, var besta verkið á tónleikum þessum, kraftmikið, leikrænt og skemmtilegt verk. Söngkonurn- ar þrjár, Kirsten Bjerga, Tor- gunn Birkeland og Ninni Ritzau, fluttu texta verksins af öryggi en áttu þungan róður gegn sterkum hljómi blásturshljóðfæranna og slagverksins og mætti að ósekju láta kvennakór syngja verkið. Flytjendur, sem voru yfir fjöru- tíu, áttu sinn þátt í að gera tón- leikana skemmtilega, en fráleitt að hægt sé að fjalla um hvern og einn, svo að nægja verður einnig hverjum og einum það sem öll- um er ætlað. Raftónleikar Líklega er eins ástatt um raf- tónlist og kammertónlist, að fáir hafa öðlast þann þroska í hlust- un, að finna sig í þessari einu raunverulegu tónnýjung 20. ald- arinnar. Þetta var áberandi á raftónleikum UNM í Norræna húsinu, því þar mættu nær að- eins erlendir gestir, svo að ætla má, að ungir íslenskir tónsmiðir séu ekki ýkja áhugasamir fyrir gerð raftónlistar. Raftónlist er í raun og veru eina nýjungin, sem 20. öldin getur státað af á sviði tónsköpunar og því er spáð, að þegar tekst að smíða rafhljóð- gerfil, sem nota má sem hljóð- færi, þ.e. til að flytja tónverk á hljómleikapalli, verði í rauninni hægt að tala um upphaf raftón- listar. Þátttaka flytjenda í sí- felldri sköpun tónverka á tón- leikum er veigamikill þáttur í lifandi tengslum við hlustendur. Endanleg gerð raftónverks, sem á löngum tíma er raðað á tón- band, hefur af mörgum verið tal- in dauð gerð stirnaðrar tækni, list fyrir vélmenni, sem líklega verða þeir einu, er munu lifa af ragnarrök atómaldarinnar. Und- an því verður ekki vikist, að raf- tónlist, sem nú er á tilraunastigi, geti sem best verið sá frjóangi er af muni spretta glæsileg tón- sköpun, tónsköpun sem trúlega enginn getur gert sér í hugar- lund hvernig verði. Á raftónleik- um UNM voru flutt þrjú rafverk, fyrst Tapestry II, eftir William Brunson. Verkið er mjög skemmtilega unnið, fullt upp með músik, fjölferli (kontra- punkt) hugmynda og laust við þolprófunartiltektir á hlustend- um. Annað verkið var Tape Piece nr. 1, eftir Anders Hillborg. Verkið er eins konar leikur með tilbúna yfirtóna, hægferðugt og blæþokkalegt verk. Síðasta verkið var Slutfor- bannelser, eftir Rolf Enström. Verkið er langt og stórt í sniðum en á köflum langdregið. Margt í verkinu minnti á véla-hljóðheim, sem vel má túlka sem ögrun vélamenningar nútímans við mannlíf, er á í vök að verjast, eins og t.d. síðasti þátturinn, er má túlka sem þórdunur þeirra ragnarraka, er við öll berum til dulinn ótta. Slutfarbannelser er leikrænt og á köflum sterkt verk. Kammertónleikar í Hamrahlíð Þegar litið er yfir sögu tónsmíð- innar á 20. öldinni og einnig með hiiðsjón af þekkingu tónlistar- manna á frumstæðri tónlist og klassiskri tónlist utan marka þeirra sem kallast Vesturlönd, virðast meginmarkmið allrar tónsköpunar vera leitin að frum- leikanum. Þörfin fyrir að vera frumlegur getur af sér óttann við að verða ófrumlegur og með svipu ófrumleikans yfir höfði sér, þorir enginn að andæfa en allir láta reka undan straumi hugmynda- fræði og kenninga, er veitir ekki aðra ánægju en vissu og öryggi samhygðarinnar. Þessi samhygð listskapenda er grunnur þeirrar einangrunar sem háþróuð list borgarsamfélags nútímans býr við og vítahringurinn lokast í fyrirlitningu listamanna á ófrumlegri list og því fólki, er ekki kann að meta það sem fag- menn kalla góða list. Framþróun hugmyndanna er nauðsynleg, hún er hlutmengi í endurnýjun list- málsins, hversu fráleit sem hug- myndin kann að virðast við fyrstu upplifun. Lauri Nykopp flutti á tónleikum UNM, sl. föstu- dag, frumsamið tónverk, er hann skilgreinir sem grafiskt verk og fyigdi efnisskránni teikning er hann segir að sé rituð gerð verks- ins. Þessi hugmynd, að leika tón- Rituð gerð á grafisku tónverki eftir Lauri Nykopp verk eftir teikningu er mjög göm- ul, svo Nykopp er þarna ófrum- legur í hæsta máta og það sem verra er, að tónverkið er líka harla lítilfjörleg og ófrumleg hugsmíð, sem flutt var þó af tölu- verðri tækni. Tónieikarnir hófust með verki eftir Yngve Sletlholm, er hann nefnir Magma, ritað fyrir píanó og var flutt vel af Kristian Evensen. Það var þokki yfir verkinu og leikið með ýmsar skemmtilegar hugmyndir. Kaija Saariaho átti þarna verk er hún kallar Im traume og er ritað fyrir cello og píanó. Verkið er í liefð- bundnum „módernisma" þar er mikið um glissando, bank á hljóðfærin, „arpeggió effekta" á píanóið, leikið fyrir neðan „stól- inn“ á cellóinu, slegið á strengi píanósins með bók og stappað á pedal píanósins, allt gamlar lummur, sem þó voru ekki óskemmtilega framreiddar á köflum. Þrjú verk eftir íslensk tónskáld voru flutt á tónleikun- um. Eftir Atla Ingólfsson flutti J.K.Cheung Fung, Prelúdíu fyrir gítar. Atli er tvítugur og á eftir að ganga í gegnum svipugöng skólalærdóms á sviði tónsmíði og þá verður hægt að taka hann á beinið. Sama má segja um sex- hent píanóverk, eftir Helga Pét- ursson, jafnaldra Atla, er hann nefnir Klasa. Verkið er einfaldur temaleikur, þar sem leikið er með hljómklasa, fimmtóna tónstiga og síslegnar nótur. Allt mjög greinilegt og á köflum áheyrilegt. Síðasta verk tónleikanna var svo Brunnu beggja kinna björt ljós, eftir Guðmund Hafsteinsson, sem er viðamikið og vel unnið tón- verk. Undirritaður hefur áður fjallað um verkið, en einhvern veginn var sú hugmynd nærstödd að flutningur Óskars Ingólfsson- ar, Noru Kornblueh og Snorra Sigfúss Birgissonar hafi að þessu sinni ekki verið eins vel heppnað- ur og áður. UNM-hátíð í Reykjavík: Hljómsveitartónleik- ar í Háskólabíói Tónlist Jón Þórarinsson Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit ís- lands, stjórnandi Guðmundur Em- ilsson. Einleikari Roger ('arlsson. Efnisskrá: Edward Reichel (Danmörk): Con- figurations. Karin Rehnquist (Svíþjóð): Strák. Áskell Másson: Konsertþáttur fyrir litla trommu og hljómsveit. Hans Gefors (Danmörk): Slits. Esa-Pekka Salonen (Finnland): Giro. Jan Sandström (Svíþjóð): Éra. Það mun mega segja, að öll þau verk, sem hér voru flutt, séu athyglisverð hvert með sínum hætti, og a.m.k. sum þeirra bera höfundum sínum, sem eru á aldr- inum 24—30 ára, hið bezta vitni. Hinsvegar virtust sum þeirra í lengsta lagi, og hefði siagkraftur þeirra óefað orðið meiri, ef form- ið hefði verið knappara. Tónleik- arnir í heild hefðu líka tvímæla- laust orðið áhrifameiri, hefðu þeir verið styttri. Það er tak- mörkum háð, hversu miklu af al- geru nýmeti, sumu nokkuð tor- meltu, áheyrandinn getur tekið við í einu, án þess að eftirtekt slævist og áhugi dofni. Hitt er vorkunnarmál, þótt hátíðartón- leikar af þessu tagi verði langir, því að ungum tónskáldum liggur margt á hjarta, og mörgu þarf að koma að á slíkri hátíð, þar sem kynna skal vaxtarbroddinn í tónsköpun fimm þjóða. Verk Edwards Reichel var hæfilegur upptaktur þessara tónleika, stutt, skýrt og skil- merkilegt. Verkin eftir Karin Rehnquist og Esa-Pekka Salonen voru meiri í sniðum og að inni; haldi, einkum hið síðarnefnda. í verki Hans Gefors bar það til nýlundu, að tveimur hópum blás- ara var stillt upp frammi í sal, og blasti þessi nýskipan við áheyr- endum, þegar inn var komið eftir hlé. Sú eftirvænting, sem þetta kann að hafa vakið, snerist upp í vonbrigði, því að verkið reyndist vera langdregið og efnisrýrt. Verk Jans Sandström var hins vegar áhrifamikið og kunnáttu- samlega unnið. En eftirminni- legast verður mér frá þessum tónleikum verk Áskels Mássonar. Efnismeðferðin var hnitmiðuð og markviss, og Roger Carlsson lék einleikinn á litlu trommuna af slíkri snilld, að þessi ambátt í hljómsveitinni tók það forystu- hlutverk, sem henni var ætlað, með mikilli reisn og sýndi á sér margar óvæntar hliðar. Guðmundur Emilsson stjórn- aði tónleikunum af miklum myndugleik, og varð ekki annað heyrt en að öll þessi verk, svo ólík sem þau eru, fengju hina beztu meðferð, þrátt fyrir naum- an æfingatíma. UNM-hátíð í Reykjavík: Kammertónleikar á Kjarvalsstöðum Tónlist Jón Þórarinsson Þetta voru þriðju tónleikarnir af tíu, sem haldnir eru á átta dögum á þessari miklu hátíð ungra norrænna tónskálda (Ung nordisk musik festival), og voru hér flutt sjö verk jafnmargra höfunda frá öllum Norðurlönd- um, meðal þeirra tvö íslenzk: Strengjakvartett eftir Hauk Tómasson og „In æternum“ fyrir flautu og píanó eftir Mist Þor- kelsdóttur. Líklega er varla jafn „spenn- andi“ að vera ungt tónskáld nú á dögum og var fyrir svo sem 20 árum, meðan enn var hægt að koma áheyrendum á óvart og jafnvel hneyksla suma með ým- iss konar óvæntum og óvenju- legum uppátækjum. Ef marka má þessa tónleika, virðist þörfin fyrir þetta líka hafa rénað, jafn- framt því sem erfiðara hefur orð- ið að fullnægja henni. Hér voru engir tilburðir hafðir til að koma áheyrendum hastarlega á óvart. Enginn kippir ser upp við það lengur, þó að píanóleikari skríði hálfur inn í hljóðfæri sitt og fitli við strengina milliliðalaust í stað þess að leika á nótnaborðið með venjulegum hætti, né heldur þótt strengjaleikari berji í belginn á hljóðfæri sínu í stað þess að strjúka strengina. Þetta hefur verið gert of oft til þess að það veki sérstaka athygli eða nokkur óvenjuleg viðbrögð. Enda létu þessir ungu höfundar sér yfir- leitt nægja að tjá sig með nokkuð hefðbundnum eða a.m.k. marg- reyndum aðferðum, og varð ekki annað heyrt en að þeir nálguðust viðfangsefni sín af fyllstu alvöru og einlægni. Engu að síður voru verk þeirra mjög fjölbreytileg og mörg hver ágætlega áheyrileg. Á það ekki sízt við um íslenzku verkin tvö, sem áður voru nefnd. Af öðrum viðfangsefnum þóttu mér áhugaverðust íburðarmikið píanóverk eftir Jouni Kaipainen (Finnland), pg verk eftir Niels Rosing-Schow (Danmörk) og Sid- ney Friedman (Svíþjóð). Gítar- verk eftir Glenn Erik Haugland (Noregur) virtist hversdagslegt í þessu samhengi og strengja- kvartett eftir Olli Koskelin (Finnland) var fremur þurrleg, en annars vafalaust vönduð tónsmíð. Flytjendur voru þarna fleiri en hér verði talið, allt ungt fólk, en ákaflega vel verki farið á sínu sviði. Tónleikahald að Kjarvalsstöð- um er mikilvægur þáttur í því merka menningarstarfi, sem þar fer fram, og dregur sjálfsagt líka marga að öðrum þáttum þeirrar starfsemi. Þessir tónleikar voru mjög fjölsóttir eins og vænta mátti, þegar nokkuð á annað hundrað erlendra gesta, sem hér er á UNM-hátíðinni, bætist við þann trygga hóp áheyrenda, sem jafnan sækir tónleika af þessu tagi hér í Reykjavík. Við slík tækifæri verður til- finnanlegt, að ekki skuli vera betur búið að tónleikahaldi að Kjarvalsstöðum en raun ber vitni. Þar vantar einkum hreyf- anlega palla, sem nota mætti fyrir tónleikasvið. Ný stjórn Kjarvalsstaða ætti að taka það mál til vinsamlegrar athugunar og úrlausnar hið fyrsta. Þannig mundu margir ánægjulegir Kjarvalsstaðatónleikar verða enn ánægjulegri, bæði fyrir flytj- endur og áheyrendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.