Morgunblaðið - 28.09.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982
17-
Norsk öryggis- og tæknistofnun:
Námskeið til kynn-
ingar starfseminni
HÉR Á landi eru um þessar mundir
staddir tveir af forstjórum norsku
öryggis- og tæknistofnunarinnar,
Det norske Veritas, Ivar Foss, for-
stjóri Noregs- og íslandsdeildar
fyrirtækisins, og Björn Pedersen,
forstjóri Norður-Noregs-svæðis. Þeir
áttu nýlega fund með blaðamönnum
þar sem þeir, ásamt Agnari Erlings-
syni, verkfræðingi, forstöðumanni
skrifstofu fyrirtækisins á fslandi,
kynntu tilefni heimsóknarinnar og
fyrirtækið almennt.
Tilefni heimsóknar þeirra er
eins dags ráðstefna, sem Det
norske Veritas heldur í Reykjavík
25. september til kynningar starf-
v\ri l'ransti
(>iKÁnuimlss< »i
f
L
Agrip af janlfræcVi
4tl lilN < f<; {{ j | |Cj J j J j | }
Agrip af
jarðfræði
Islands
— eftir Ara Trausta Guð-
mundsson, jarðfræðing
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hef-
ur gefið út bókina Ágrip af jarðfræði
íslands eftir Ara Trausta Guðmunds-
son, jarðfræðing. Bókinni er ætlaö að
vera kennslubók i jarðfræði i
framhaldsskóla, en um leið getur hún
verið almenningi handhægt fræðslurit.
í bókinni eru tugir Ijósmynda og skýr-
ingateikninga.
I Ágrip af jarðfræði íslands er
fjallað um nýjustu hugmyndir og
rannsóknir í íslenskri jarðfræði.
Landreks- eða plötukenningin hefur
opnað ótal nýja vegu í jarðfræðinni
og ekki hvað síst á Islandi sem gegn-
ir lykilhlutverki í nútíma jarðvísind-
um.
Helstu kaflar bókarinnar eru:
Jarðsaga, Jarðvirkni, Eldvirkni,
Jarðhiti, Landrek — plötukenningin,
Landmótun: Frost og jöklar, Ágrip
af jarðsögu.
Höfundur segir m.a. í inngangs-
orðum bókarinnar: „Jarðfræðin er
viðamikil vísindagrein. Þróun hennr
er hröð, kenningar eru staðfestar, en
öðrum er hafnað. Nú hin síðustu ár
hefur plötukenningin (framhald
landrekskenningarinnar) sett mörk
sín æ víðar á helstu þætti fræði-
greinarinnar. Ég hef því valið efnis-
tök með þá kenningu sem undir-
stöðu. Ekki má samt skilja það sem
svo, að plötukenningin ein sé lykill-
inn að jarðfræði íslands. Enn síður
má halda að plötukenningin hafi
hlotið staðfestingu sem sönn og al-
gild vísindi. Hitt er þó einsýnt að
plötukenningin er gott leiðarljós í
jarðfræðinni, ekki hvað síst hér á
landi.
í stuttu máli sagt: í bókinni er efni
sem útskýrir jarðfræði og íslenska
jarðsögu með hliðsjón af nýjustu at-
riðunum í jarðfræðinni, án þess að
um Stórasannleik sé að ræða.“
Ágrip af jarðfræði íslands fæst
bæði innbundin og í kiljuformi. Bók-
in er að öllu leyti unnin í Prent-
smiðjunni Hólum, nema myndamót
vegna kápu, þau eru unnin hjá
Myndamótum hf.
semi sinnar og málefnum tengd-
um henni.
Det norske Veritas er sjálfstæð
stofnun sem vinnur að öryggis- og
tæknimálum til sjós og lands.
Veritas var stofnað í Osló árið
1864, þá af skipaeigendum og
tryggingafélögum, og starfaði
upprunalega einvörðungu sem
skipaflokkunarfélag, þ.e. að örygg-
ismálum skipa, og hefur þessi
starfsemi aukist jafnt og þétt,
jafnframt því sem hún hefur orðið
alþjóðlegri. Fyrirtækið er eitt af
fimm stærstu flokkunarfélögum
heims. Jafnframt aukningu á
ofangreindri starfsemi, hefur
starfsemi fyrirtækisins aukist
mikið á öðrum sviðum. Þar ber
hæst öryggismál við olíuvinnslu á
hafsbotni. Einnig er Veritas fram-
arlega á mörgum sviðum rann-
sókna og tölvuvinnslu. Stofnunin
Forystumenn norsku öryggis- og tæknistofnunarinnar Det norske Veritas á
fundi með blaðamönnum, þar sem þeir kynntu starfsemi fyrirtækisins. F.v.:
Agnar Erlingsson, forstöðumaður skrifstofunnar í Reykjavík, Ivar Foss,
forstjóri, og Björn Pedersen, forstjóri. MorgunbiaðíA/ kbb
hefur um 3000 starfsmenn í vinnu
um allan heim. Skrifstofur og
vinnustaðir eru á 280 stöðum í
meira en 100 löndum.
Det norske Veritas hefur starf- ■
að á íslandi í rúma hálfa öld, en
fyrir þremur árum var sett á lagg-
irnar föst skrifstofa í Reykjavík
og veitir Agnar Erlingsson verk-
fræðingur henni forstöðu. Fastir
starfsmenn hérlendis eru þrír en
auk þess vinna nokkrir íslend-
ingar hjá fyrirtækinu erlendis.
Einn þeirra er Guðmundur Sigur-
þórsson, verkfræðingur. Hann er
yfirmaður allrar starfsemi Veri-
tas í Ameríku, með aðsetur í
Houston, Texas.
Starfsemi Veritas hérlendis er
aðallega í sambandi við skipa-
smíðar og viðhald skipa. Meira en
helmingur allra íslenskra skipa,
sem eru í flokkunarfélagi, eru í
flokki hjá Veritas. Öll skip stærri
en 150 brúttó-rúmlestir sem smíð-
uð eru á Islandi um þessar mund-
ir, eru smíðuð samkvæmt reglum
fyrirtækisins.
Forráðamenn Det norske Veri-
tas sögðu að þáttur stofnunarinn-
ar hérlendis gæti orðið allnokkur
á öðrum sviðum starfseminnar,
eins og í öðrum löndum. Þar er
m.a. átt við öryggismál í sambandi
við olíuvinnslu á hafsbotni, tækni-
aðstoð og eftirlit með framleiðslu
véla og tækja fyrir raforkufram-
leiðslu og iðnaðarfyrirtæki fyrir
orkufrekan iðnað, almennt gæða-
eftirlit og ráðgjöf í því sambandi,
sem og ráðgjöf og aðstoð á sviðum
öryggismála sem eru í höndum
hins opinbera.