Morgunblaðið - 28.09.1982, Page 18

Morgunblaðið - 28.09.1982, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 ________________________________________________ Næturárásir á Rússa í Kabúl Njju Ik'lhí, 27. M'pU'rulHT. Al*. SOVÉSKIK hcrmenn hafa aftur tek- íð upp eftirlitsferAir um Kahúl, höf- uAh«ri> Afganistans, art næturlagi vegna aukinna umsvifa afganskra ska-ruliöa aö undanförnu, aö þvi er afganskir flóttamenn segja. 1 síöustu viku réðust skæruliðar á ný fjölbýlishús, sem eingöngu eru ætluð Sovétmönnum í borg- inni, og hörðust við öryggissveitir stjórnarinnar í nokkrar klukku- stundir. Þeir hafa einnig ráðið lögum og lofum í sumum hverfum á nóttunni og eyðilagt rafstöðvar og önnur mannvirki. Haft er eftir sömu heimildum, að skæruliðar hafi náð bænum Maroof, skammt frá landamærunum við Pakistan, á sitt vald og gert dirfskufulla árás á eitt úthverfi Kandahar, stærstu borgar í Afganistan. Moskva: Shcharansky í hungurverkfall Tíu milljónir marka, um 60 milljónir isl, kr., kostuðu veggspjöldin, sem vestur-þýsku stjórnmálaflokkarnir notuðu í kosningabaráttunni í Hessen. Hér er skilti frá kristilegum demókrötum þar sem þeir skora á fólk að taka höndum saman við þá um nýja tíma. Kosningarnar í Hessen: Persónulegur sigur fyrir Helmut Schmidt Moskvu, 27. M'pU'tnhiT. Al*. SOVÉSKI andófsmaðurinn Anatoly Shcharansky, sem nú situr í fangelsi, hóf í gær, sunnudag, hungurverkfall til að mótmada því, að sovésk yfir- völd hafa lagt hald á öll bréf, sem hann hefur skrifað ástvinum sínum síðustu tíu mánuðina. Þessar fréttir voru í dag hafðar eftir móður hans, Ida Milgrom. Móðir Shcharanskys sagði á fundi með erlendum fréttamönn- um í Moskvu, að yfirvöldin bæru því við, að sonur hennar notaði dulmál í bréfum sínum og lýsti í þeim ástandinu í sovéskum fang- elsum. Hún kvaðst hafa spurst nýlega fyrir um líðan sonar síns en aðeins fengið þau svör, að hann væri lifandi, annað ekki. Á fundin- Tel Aviv, 27. M'ptombtT. AP. TALH) er að 350 þúsund manns hafi komið saman í miðborg Tel Aviv á laugardagskvöld til að láta í Ijós andúð á fjöldamorðunum i Beirút. Jafnframt kröfðust fundarmenn að Menachem Begin forsætisráðherra og Ariel Sharon varnarmálaráðherra segðu af sér vegna meintrar hlut- deildar Israela í morðunum. Aldrei hefur jafn fjölmennur mótmæla- fundur verið haldin í ísrael. Jafnframt kröfðust fundarmenn að sett yrði á laggirnar hlutlaus nefnd til að rannsaka meintan þátt stjórnarinnar og hersins í um var einnig Yelena Bonner, eig- inkona nóbelsverðlaunahafans Andrei Sakharovs, sem nú er í út- legð í borginni Gorky. Hún las þar upp áskorun um stuðning við Shcharansky, sem maður hennar hafði sent Mitterrand Frakk- landsforseta 4. janúar sl. Shcharansky var dæmdur í 13 ára fangelsi árið 1978 og gefið að sök að hafa njósnað fyrir Banda- ríkjamenn. Hann var fyrst hafður í nauðungarvinnubúðum í Ural- fjöllum en seinna fluttur í fangelsi fyrir venjulega afbrotamenn. Móðir hans sá hann síðast í janúar sl. og sagði þá, að hann hefði verið illa á sig kominn eftir sex mánaða einangrun og minnkaðan matar- skammt. fjöldamorðunum. Shimon Peres leiðtogi stjórnarandstöðunnar hélt hvassyrta ræðu á fundinum og var óspar á skeyti í garð Beg- ins. „Aldrei áður hafa jafn hörmu- legar ákvarðanir vakið jafn mikla reiði, sorg og vantraust meðal borgaranna," sagði Perez. Hann sagði að Begin hefði ekki svo mik- ið sem „stautað út úr sér sorgar- orði“, vegna morðanna og hann hefði látið hjá líða að fordæma morðingjana. Bonn, 27. Ncptcmber. Al*. VESTUR-ÞÝSKIR jafnaðar- menn, sem börðust undir kjör- orðinu „Helmut Schmidt áfram kanslari", eru sigri hrósandi eft- ir kosningarnar í Hessen sl. sunnudag. Að vísu fengu þeir í ræðunni beindi Perez orðum sínum til Begins og spurði hvers vegna forsætisráðherrann lýsti fjöldamorðunum sem náttúru- hamförum í stað þess að kalla þau ólán, sem væri afleiðing stefnu stjórnarinnar. Fjöldafundurinn var hápunkt- urinn á nær daglegum mótmælum í Israel í heila viku, þar sem þess hefur jafnan verið krafist að Beg- in og Sharon segðu af sér, en sagt er að þeim síðarnefnda hafi láðst að taka til hendi og koma í veg fyrir fjöldamorðin. heldur minna fylgi en í síðustu kosningum, 1978, en miklu meira en þeim hafði verið spáð. Auk þess gerðu þeir að engu draum kristilegra demókrata um meirihluta á fylkisþinginu og frjálsir demókratar, sem felldu stjórn Schmidts fyrir tíu dögum, fengu engan mann kjörinn. Þeirra sæti á þinginu taka nú umhverfisverndarmenn, sem fengu 8% atkvæða og eru í oddaaðstöðu. Jafnaðarmenn fengu 42,8% atkvæða, 44,3% 1978, en hafði verið spáð 30-35% nokkru áður en stjórnin féll. Kristilegir demókratar fengu 45,6%, 46% 1978, en þeir höfðu gert sér góð- ar vonir um hreinan meirihluta. Umhverfisverndarmenn fengu 8% og hafa nú oddaaðstöðu á þingi vegna þess að frjálsir demókratar fengu engan mann á þing í fylkinu. Þeir fengu 6,6% 1978 en aðeins 3,1% nú, en þurftu 5% til að fá mann. Leiðtogar kristilegra og frjálsra demókrata höfðu lýst því yfir fyrir kosningarnar í Hessen, að þeir ætluðu að taka höndum saman um stjórn fylk- isins að þeim loknum og að þeir myndu líta á kosningaúrslitin sem svar við þeirri spurningu hvort þeir ættu einnig að sam- einast um stjórnina í Bonn. Þetta svar hafa þeir nú fengið og geta ekki lesið annað úr því en neitun. Forystumaður kristilegra demókrata í Hessen, Alfred Dregger, sem fjórum sinnum hefur reynt að leiða flokkinn til sigurs þar, sagði eftir kosn- ingarnar, að þær væru „ósigur fyrir kristilega demókrata í fylkinu, í öllu landinu og mig persónulega". Hann kvaðst mundu segja af sér sem formað- ur 1 dag, mánudag, og að flokk- urinn yrði að taka til endurskoð- unar baráttuaðferðir sínar. Schmidt og aðrir leiðtogar jafn- aðarmanna segja hins vegar, að nú sé ljóst, að almenningur í landinu vilji nýjar kosningar strax. Mikill klofningur er nú innan Frjálsa demókrataflokksins og ekki endanlega ljóst hvort nægi- lega margir þingmenn hans muni styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar nk. föstu- dag. Leiðtogar hans telja sig þó ekki eiga annarra kosta völ, úr því sem komið er, enda gæfist þeim þá nokkur tími til að lappa upp á flokkinn. Fjölmennasti mótmælafundur í sögu Israels: Afeagnar Begins og Sharons krafist Frá mótmælafundinum í Tel Aviv á laugardagskvöld. — Talið er að um 350 þúsund manns hafi safnast saman á torgi í miðborg Tel Aviv til að láta í Ijós andúð sína á fjöldamorðunum í Beirút. Mannfjöldinn krafðist einnig afsagnar Begins forsætisráðherra og Sharons varnarmálaráðherra. simamvnd Ai*. Gylliboði dansks banka mótmælt í Færeyjum hórshbfn, Færeyjum, 27. september. Frá fréttaritara Mbl, Jógvan Arge. DANSKUR banki, Jóski bankinn, bauðst nú nýlega til að ávaxta fær- eyskt sparifé með betri vöxtum en tíökast hefur í Færeyjum og hefur þetta valdið gífurlegu uppnámi með- al forráðamanna lánastofnana í Fær- eyjum, landsfeðranna og fjölmiðla. Færeysku bankarnir tveir, Sjó- vinnubankinn og Færeyjabanki, hafa beðið Jóska bankann um að vera ekki að skipta sér af fær- eysku sparifé, enda sé það ekki í þágu færeyskra sparifjáreigenda. Sömu skilaboðum hefur verið komið á framfæri við Þjóðbank- ann danska og bankaeftirlitið þar í landi. Jóski bankinn bauð færeyskum sparifjáreigendum 12% vexti, sem er allmiklum hærra en gerist í Færeyjum þar sem innlánsvextir af óbundnu fé eru 4% en allt að 12% af fé, sem er bundið í þrjá mánuði eða meira. Hér er þó ekki allt sem sýnist segja forráðamenn færeyskra lánastofnana; Færey- ingur, sem á fé í erlendum banka, verður að greiða um helming vaxt- anna í skatt, en aðeins um 'Æ % ef hann ávaxtar það heima. Færeyskum stjórnmálamönnum og forráðamönnum lánastofnana var samt sem áður brugðið við til- boð Jóska bankans. Fjárflótti til Danmerkur gæti valdið atvinnu- vegunum miklum erfiðleikum og neytt færeysku bankana til að taka upp sömu vaxtapólitík og í Danmörku. Þeir trúa því hins veg- ar og treysta, að Færeyingar sýni þegnskap og haldi áfram að ávaxta sitt fé í sínum eigin bönk- um, allri þjóðinni til hagsbóta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.