Morgunblaðið - 28.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982
19
Öflug sprenging
Kldtungur teygja sig til himins og svartir reykjarmekkirnir byrgja sýn,
eftir að öflug sprenging varð i vöruhúsi brezku járnbrautanna við Hall
Street i Salford, sem er skammt fyrir utan Manchester i Englandi, á
laugardagskvöld. Svo öflug varð sprcngingin að rúður brotnuðu í húsum
í nærliggjandi götum, og varð að flytja 700 manns á brott frá heimilum
sínum af þeim sökum. Vöruhúsið brann til grunna, en þar voru m.a.
geymd cldfimar og skaðvænlegar efnablöndur.
Lodnustríd vid Svalbarða:
EBE skerst í deilu
Dana og Norðmanna
Osló. 27. seplember. Al*.
VON bráðar mun fiskveiAinefnd
Efnahagsbandalagsins eiga við-
ræður við dönsk stjórnvöld um
hinar umdeildu loðnuveiðar Dana
við Svalbarða. Viðræðurnar fara
fram vegna þrýstings frá Norð-
mönnum, sem krefjast þess að
Danir hætti þessum veiðum.
Dalai Lama í
Evrópuferð
Kómabori;. 27. september. Al*.
DALAI Lama, andlegur leiðtogi
rúmlega sex milljóna Tíbeta,
kom í dag til Rómaborgar, sem
er fyrsti viðkomustaður hans í
ferð hans til ýmissa Evrópuríkja.
Eftir komuna til Leonardo
da Vinci-flugvallar var Dalai
Lama ekið til ráðhúSs Róma-
borgar þar sem hann hitti Ugo
Vetere borgarstjóra, en hann
er kommúnisti.
Dalai Lama
Á morgun, þriðjudag, heldur
Dalai Lama til Bareelona, en
þaðan fer hann svo til Frakk-
lands og Vestur-Þýzkalands
áður en hann snýr aftur til
þriggja daga heimsóknar til
Rómaborgar, þar sem hann
mun m.a. eiga viðræður við Jó-
hannes Pál páfa annan.
Dalai Lama hefur tvisvar
gengið á fund páfa, fyrst 30.
september 1973, þegar hann
ræddi við Pál páfa fimmta, og
9. október 1980, þegar hann
átti fund með Jóhannesi Páli
öðrum.
Dalai Lama er leiðtogi tíb-
ezkrar útlagastjórnar, sem
hefur aðsetur í Indlandi. Kín-
verjar lögðu Tíbet undir sig á
sjötta áratugnum.
Gífurleg reiði er í Noregi
vegna loðnuveiða Dana við
Svalbarða, en Danir hafa haft
mótmæli norsku stjórnarinnar
við veiðunum að engu. Dönsk
skip hafa stundað Ioðnuveiðar á
friðunarsvæði við Svalbarða frá
því í ágúst.
Þegar engu tauti var komið
við dönsku stjórnina sneru
Norðmenn sér til Efnahags-
bandalags Evrópu og hótuðu að
fresta viðræðum um nýja fisk-
veiðisamninga, ef bandalagið
skærist ekki í leikinn.
Þessa stundina eru engir
danskir bátar við Svalbarða,
þeir eru á leið til hafnar með
aflann. Norðmenn hafa neitað
dönsku bátunum að landa afla
sínum í Noregi. Óljóst er hvort
skipin halda aftur til Svalbarða.
íranir vilja
ekki sættir
Nikosíu, 27. s<‘ptember. Al'.
ÍRAKAR og franir létu um helgina
fallbyssuskothríðina dynja á stöðv-
um hvorra annarra við Shatt-AI-
Arab-sund og í írönskum borgum
var víða efnt til fjöldafunda i tilefni
af því, að tvö ár eru liðin frá upphafi
stríðsins milli þjóðanna.
Saddam Hussein, forseti íraks,
sagði á fundi með breskum blaða-
mönnum sl. sunnudag, að stríðið
stæði á milli „upplýsingarinnar og
miöaldamyrkursins". Hann sagði,
að klerkarnir í íran notuðu trúna
sem átyllu fyrir útþenslustefnu
sinni og skefjalausri kúgun ólíkt
því, sem væri með íraka, sem
bæru virðingu fyrir lífinu og
trúnni. Sama dag lýsti Hussein
Musavi, forsætisráðherra írana,
yfir því, að stjórn hans myndi
hafna nýrri tilraun múhameðstrú-
arríkja til að koma á sáttum milli
þjóðanna.
Víða var efnt til fjöldafunda í
íran á sunnudag vegna þess að tvö
ár eru liðin frá byrjun stríðsins og
í fréttum írönsku fréttastofunnar
sagði, að þúsundir írakskra
stríðsfanga hefðu tekið þátt í þeim
og hrópað niður stjórnina í Bagd-
að. Einnig var sagt, að Musavi
hefði gengið á fund Khomeinis til
að skýra honum frá efnahags-
ástandinu í landinu, sem er orðið
afar bágborið af völdum styrjald-
arinnar og upplausnarinnar í
landinu.
Styrkið og fegrið líkamann
Dömur og herrar
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 4. október. Leikfimi fyrir konur á
öllum aldri. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandí — ásamt megrandi æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Sértímar fyrir
eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum.
Vigtun — mæling — sturtur — gufuböö — kaffi og hinir vinsælu sólarí-
umlampar.
Innritun og upplýsingar alla virka daga frá
kl. 13—22 í síma 83295.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.
_ 710krónur*
og pú getur ekið Golf
einsogþig lystirí
heilansólarhring!
Við bjóðum bílana okkar til leigu á sérstöku
haustverði þar sem ótakmarkaður akstur er
innifalinn. Trygging er einnig innifalin í
verðinu og sjálfsábyrgð er engin!
Þetta er því kostaboð, sem sjálfsagt er að
athuga nánar. Hvemig væri t.d. að bjóða
fjölskyldunni að skoða haustlitina á Þing-
völlum eða í helgartúr norður í land. Eða
kannski sjálfum sér og félögunum í gæsa-
leiðangur! Svo er þetta líka upplagt tækifæri
fyrir þá sem ætla að láta yfirfara einkabílinn á
verkstæði fyrir veturinn og geta ekki verið
bíllausir á meðan.
Hringdu í Bílaleigu Flugleiða í síma 21190 eða
21188. Það er líka sérstakt haustverð á
Mitsubishi jeppunum.
*Tímabundið tilboðsverð.
Söluskattur er meira að segja innifalinn
í.verðinu!
FLUGLEIÐIR
Gott tólk hjá traustu tétagi