Morgunblaðið - 28.09.1982, Qupperneq 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982
íþróttaþing ÍSÍ:
Heildarkostnaður
við rekstur íþrótta-
hreyfingarinnar
70 milljónir króna
• Fulltrúar á íþróttaþingi ÍSÍ. Myndin var tekin að Kjarvalaatöðum eftir hádegiaveróarboó borg-
aratjórnar Reykjavíkur.
• Frá aetningu íþróttaþings ÍSÍ. Sveinn Björnason forseti ÍSÍ í ræðustól. aðrir á myndinni eru framkvæmda-
stjórar ÍSÍ þeir (f.v.) Björn Vilmundarson og Hermann Guðmundsson. Stjórnarmenn Alfreð Þorsteinsson,
Jón Ármann Héðinsson, Þóröur Þorkelsson og Hannes Sigurðsson og Gísli Halldórsson heiðursforseti ÍSÍ.
56. íþróttaþing ÍSÍ var haldið 4.
og 5. september í Reykjavík. Um
130 fulltrúar sóttu þingið víösveg-
ar að af landínu. Meðal gesta viö
þingsetninguna voru Gísli Hall-
dórsson, heiðursforseti ÍSÍ, Al-
bert Guðmundsson, forseti borg-
arstjórnar Reykjavíkur, Reynir
Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins,
og Árni Guðmundsson, skóla-
stjóri íþróttakennaraskóla ís-
lands.
iþróttaþing var sett af Sveini
Björnssyni, forseta ÍSÍ, og í upphafi
ræðu sinnar minntist hann starfa
Þorsteins Einarssonar, fyrrv.
íþróttafulltrúa ríkisins, en hann lét
af störfum á sl. ári. Fór Sveinn
miklum viðurkenningaroröum um
störf Þorsteins að uppbyggingu
íþróttamannvirkja og að íþrótta-
málum yfirleitt. Síðan bauö Sveinn
sérstaklega velkominn hinn ný-
skipaða íþróttafulltrúa ríkisins,
Reyni G. Karlsson. Sveinn minntist
síðan látinna forystumanna
iþróttahreyfingarinnar, sem látist
höföu frá síðasta íþróttaþingi.
í setningarræðu Sveins Björns-
sonar, forseta ÍSÍ, kom m.a. fram,
að á árinu 1981 voru iökendur
iþrótta innan íþróttahreyfingarinn-
ar rúmlega 77.000 og viö ýmiss
konar leiðbeinendastörf 5.400
manns. Þá gat hann þess, aö á
þessu ári mætti gera ráð fyrir aö
heildarkostnaöur við rekstur
íþróttahreyfingarinnar yrði nærri
70 milljónum króna. Ræddi hann
síðan um gildi íþrótta, líkamsrækt-
ar og útivistar og nauösyn þess aö
glæöa betur áhuga almennings á
slíku.
Þingforsetar voru kjörnir Sveinn
Jónsson, Reykjavík, og Freyr
Bjarnason, Húsavik, en þingritari
Hreggviður Jónsson, Reykjavík.
Framkvæmdastjórn ÍSI lagöi
fram vandaöa ársskýrslu, þar sem
getið er flestra mála er komiö hafa
til afgreiöslu stjórnarinnar frá 28.
júní 1980 til 15. ágúst 1982. Þá
lagöi stjórnin fram endurskoðaöa
reikninga fyrir árin 1980 og 1981.
Mörg mál lágu fyrir íþróttaþingi
og geröar voru ýmsar ályktanir og
samþykktir og verður hér getiö
þeirra helstu:
I.Samþykkt voru strangarl
ákvæöi um eftirlit meö notkun
örvandi lyfja og aö kynna betur
þær reglur sem gilda um þessi
efni.
2. Þingið fagnaði því, aö nú eru
hafnar framkvæmdir við ný
íþróttamannvirki viö íþrótta-
kennaraskólann aö Laugar-
vatni og færöi Alþingi sérstak-
ar þakkir fyrir. Skoraöi þingið á
fjárveitinganefnd Alþingis aö
samþykkja aö byggja fyrirhug-
aö íþróttahús í fullri stærð í
einum áfanga.
3. íþróttaþing hvatti til áfram-
haldandi uppbyggingar
fræðslustarfs á vegum íþrótta-
hreyfingarinnar innan marka
þess skipulags sem mótaö hef-
ur veriö á undanförnum árum.
4. Þingið skoraöi á sambandsaö-
ila aö vanda útfyllingu á
kennslu- og ársskýrslum.
5. Þingiö þakkaöi íþróttanefnd
ríkisins og íþróttafulltrúa auk-
inn styrk til íþróttahreyfingar-
innar vegna íþróttakennslu. Þá
þakkaöi þingiö velvilja bæja-
og sveitastjórna. Jafnframt
skoraði þingið á ríkisstjórn og
fjárveitinganefnd aö hækka
verulega styrk til íþróttasam-
bands íslands á fjárlögum
1983.
6. íþróttaþing skoraöi á öll aöild-
arfélög ÍSÍ að auka sem mest
hlutdeild sína í sölu á get-
raunamiöum til þess aö auka
tekjur sínar og efla með því
iþróttastarfsemina í landinu.
7. iþróttaþing fagnaöi auknum
áhuga almennings á líkams-
rækt og útiveru og skoraöi á öll
ungmenna- og íþróttafélög aö
beita sér fyrir auknu kynn-
ingarstarfi og fræöslu um al-
menningsíþróttir. Þá beindi
þingið þeim tilmælum til
sveitastjórna aö greiða fyrir
slíku starfi meö því að veita
meiri fé til uppbyggingar
íþróttamannvirkja.
8. iþróttaþing skorar á fjármála-
ráðherra og nefnd þá, sem
unniö hefur aö endurskoöun
tollalaga, aö fella niöur tolla af
íþróttavörum.
9. Iþróttaþing samþykkti þá til-
lögu framkvæmdastjórnar aö
félagsgjöld væru ekki lægri en
svo að þau yrðu umtalsveröur
þáttur í fjáröflun félaganna.
10. iþróttaþing samþykkti aö fela
framkvæmdastjórn ÍSi aö
skipa 3ja—5 manna nefnd er
kanni ítarlega hvernig nota
megi tölvu í þágu íþróttahreyf-
ingarinnar.
11. íþróttaþing beindi þeim tilmæl-
um til Noröurlandaráös aö
auknu fé verði variö til íþrótta-
legra samskipta innan Noröur-
landanna, annars sé hætta á
aö leitaö veröi til annarra landa
í þessum efnum.
12. íþróttaþing skoraöi á sam-
bandsaðila ÍSí aö vinna af alefli
gegn áfengis- og tóbaksneyslu
og styöja þau félagasamtök
sem hafa aö markmiöi og berj-
ast gegn slíku.
Fjárhagsáætlun íþróttasam-
bandsins var til umræöu á íþrótta-
þingi og um hana fjallað af fjár-
hagsnefnd þingsins. Var hún sam-
þykkt eins og framkvæmdastjórnin
lagöi hana fyrir þingiö. Niöurstööu-
tölur fyrir áriö 1983 eru kr.
7.287.000,-
í stjórn ÍSI til næstu tveggja ára
voru einróma kjörnir: Sveinn
Björnsson, forseti, Hannes Þ. Sig-
urðsson, Alfreö Þorsteinsson,
Þóröur Þorkelsson og Jón Ármann
Héðinsson.
Á meðan íþróttaþing stóð yfir
þáöu þingfulltrúar boð mennta-
málaráöherra og borgarstjórnar
Reykjavíkur.
í kvöldveröarboöi, sem fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ hélt i lok þings-
ins voru tvær konur, þær Sigríöur
Lúthersdóttir og Svana Jörgens-
dóttir, heiöraðar meö gullmerki
iSÍ. Báöar hafa þær unniö mikið
starf fyrir íþróttahreyfinguna, bæði
sem þátttakendur í íþróttum og
síöar tekiö aö sér margvísleg trún-
aöarstörf.
Verðlaunamyndir
Iþróttiru er skemmtilegt viðfangsefni fyrir Ijósmyndara. Hér má sjá
fjórar myndir sem allar hafa fengið verðlaun í Ijósmyndasamkeppni.
Þær eru hvor annarri skemmtilegri og allar eru þær teknar á hárréttu
augnabliki eins og sjá má.