Morgunblaðið - 28.09.1982, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.09.1982, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 37 Minning: Qunnur Sœdís Olafsdóttir Margt var skrafað og margs er að minnast. Ógleymanlegar voru vís- indalegar rannsóknir hans með hlustpípu og blóðþrýstimæli á nemendum og starfsliði skólans ár hvert, síðasta kennsludag fyrir jól, þegar Iesin hafði verið jólasaga og borðað döðlubrauð, sem frú Ingi- björg hafði bakað og sent. Mikið gæfuspor steig Guðmund- ur þegar hann gekk að eiga eftir- lifandi eiginkonu sína, Ingibjörgu Skaftadóttur, sem reyndist hon- umn hjálparheila í blíðu og stríðu. Eignuðust þau eina dóttur, Helgu, gifta Hinrik Friðbertssyni, út- varpsvirkja. Taldi Guðmundur hana sendingu frá Guði á réttum tíma. Barnabörnin eru nú orðin tvö og voru þau augasteinar afa síns. Hin síðari ár las Guðmundur geysimikið sálarfræði, læknis- fræði, guðfræði og allt sem þrosk- að gat. Hjónin Guðmund og Ingibjörgu var ógleymanlegt að heimsækja. Alltaf rauk frú Ingibjörg til og bakaði vöfflur eða pönnukökur, þeytti rjóma, fyllti borðið í stássstofunni kökum og þar var uppdekkað fínasta postulíni. Guðmundur var vinur vina sinna. Sem dæmi um það get ég ekki stillt mig um að geta þess, þegar dóttir hans kom með böggul að gjöf á tannlækningastofu mína fyrir 2 árum, þegar Guðmundi hefur fundist undirritaður streit- ast um of. Gjöfin var bókin Hjart- að og gæsla þess, „með kveðju, your old friend" Guðm. Hraundal, en einmitt hjartasjúkdómur varð Guðmundi að aldurtila. Um leið og ég kveð mikilsvirtan vin vil ég votta eftirlifandi að- standendum dýpstu samúð mína. Tómas Á. Einarsson Þeir hafa verið bjartir og kyrrir septemberdagarnir. Einn þessara fögru daga dó Guðmundur Hraundal, sem við fylgjum hinzta spölinn í dag. Starfsferill Guðmundar var orð- inn langur og gifturíkur. Hann var einn af frumherjunum. Var kenn- ari við tannlæknadeild Háskólans allt frá stofnun hennar til dánar- dægurs. Á þessum fyrstu árum deildarinnar hvíldi öll klínisk og teknísk kennsla á herðum þriggja fræðara, þeirra Jóns Sigtryggs- sonar, Jóhanns Finnssonar og Guðmundar Hraundal. Nú þætti þetta þunnskipað kennaralið við tannlæknaskóla, en þar fór ein- valalið og það gerði gæfumuninn. Guðmundur nam tannsmíðar á unglingsárum og eftir stúdents- próf fór hann vestur um haf og lauk þar framhaldsnámi. Var hann okkar fyrsti tannlæknir. Tannlæknadeildinni var mikill fengur að því að ráða Guðmund til starfa. Á síðari árum kenndi hann nær einvörðungu formfræði, bæði bóklega og verklega, en sú öndveg- isgrein höfðaði sterkt til lista- mannslundar Guðmundar. Samskipti Guðmundar við nem- endur voru um margt frjálslegri en þá tíðkaðist í æðri skólum, ekki ólík og í nútíma skólahaldi. Nem- endur báru til hans hlýhug og virtu fyrir hæfni hans og dreng- lyndi. Með Guðmundi og mörgum okkar nemenda tókst vinátta sem hélst æ síðan og margt ævintýrið og skólagrínið er tengt minning- unni um þennan ljúfa mann. Guðmundur Hraundal var mað- ur fríður sýnum. Lund hans var viðkvæm. Hann var ljóðelskur og sönglagasmiður. Góður hlustandi og íhugull, hafði næmt skopskyn, var formfastur og skemmtilega sérvitur. Guðmundur Hraundal var vel kvæntur. Kona hans, Ingi- björg Skaftadóttir, var stoð hans og stytta og einstök húsmóðir. Marga góða stund höfum við átt á heimili þeirra hjóna og Helgu dóttur þeirra sem var augasteinn föður síns. Og margur baunadisk- urinn og bringukollurinn hvarf þar ofan í soltinn stúdentsmaga. Og tíðum var skeggrætt í Drápu- hlíð 30 um lífsins gátur og orgelið festulega troðið þegar lögin hans Guðmundar voru kirjuð. Nú er kvaddur gamall lærifaðir samkennari og vinur. Við kona mín vottum Ingibjörgu og Helgu og fjölskyldu þeirra dýpstu samúð okkar. Þorgrímur Jónsson Fædd 23. febrúar 1965 Dáin 21. september 1982 Kveðja frá vinkonum I dag kveðjum við elskulega vinkonu okkar, Sædísi, sem lést af völdum meiðsla er hún hlaut í bílslysi. Það er erfitt að sætta sig við að svo ung, kát og glaðleg stúlka full af lífsorku skuli svo skyndilega verið tekin burt af sjónarsviðinu. Við kynntumst Sædísi fyrir nokkrum árum á bæ einum í Rangárvallasýslu þar sem hún kom til að gæta barna yfir sumar- tímann. Það var sama hvað bját- aði á, alltaf var hún með bros á vör. Hvar sem hún kom var sem allt fylltist ljóma, Sædís var ætíð sem skært ljós í stórum vinahópi. Það að yfirstíga þessa sorg verður erfitt og viljum við votta foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum og vinum hennar, okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í hinni miklu sorg sinni. Fanney Björk og Inga Valgerður „llví íolnar jurtin fríii og fellir hlóm svo skjótt? Hví sveipar barnió blíóa svo brátt hin dimma nótt? Hví veróur von og yndi svo varpaó nióur' í grör? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? Já, sefist sorg og tregi, þér saknendur vió gröf, því týnd er yóur eigi hin yndislega gjöf: llún hvarf frá synd og heimi til himins — fagnió þvi, — svo hana (>uó þar geymi og gefi fegri’ á ný.“ (B.H. frá Laufási) Þegar síminn hringdi að morgni 21. sept. og mér sagt að elskuleg vinkona mín Sædis hafi látist af völdum meiðsla sinna eftir um- ferðarslys, var mér óskiljanlegt hvernig hægt er að taka héðan svo unga og lífsglaða stúlku í blóma lífsins, en vegir Guðs eru órann- sakanlegir og trúi ég því að hún hafi verið kölluð til æðri starfa. Margar eru minningarnar sem koma upp í huga mér við svo skyndilegt fráfall góðrar vinkonu, og munu þær geymdar í mínu hjarta sem dýrmætur sjóður. Lífið virtist leikur einn hjá henni því ekki vantaði góða skapið og smit- aði það svo sannarlega út frá sér. Hún var dugleg og ósérhlífin og hefur það ekki verið nein tilviljun að hún valdi þjónsstarfið, en hún lærði til þjóns á Hótel Sögu. Til að vera góður þjónn þarf að vera kurteis en það var einmitt oft tal- að um það á mínu heimili, hve hún var kurteis og með fallega fram- komu, aldrei gleymdi hún að heilsa, kveðja eða þakka fyrir sig og eru það eflaust áhrif frá henn- ar yndislega heimili en þangað var ávallt gott að koma. Þegar nú er komið að kveðjustund vil ég þakka fyrir þau ár sem ég fékk að eiga með henni. Missirinn er mikill og söknuðurinn sár. Vil ég biðja Guð að blessa foreldra hennar, systkini og aðra ástvini og styrkja þá í þeirra miklu sorg. Guð blessi mína vinkonu og láti sitt eilífa ljós lýsa henni. Hvíli hún í friði. Ingunn SVAR MITT eftir Billy Graham Sorpritin Ég er í hópi foreldra, sem hafa miklar áhyggjur af því flóði klámrita, sem beint er til unglinga. Einn morguninn lyfti ég koddanum í rúmi drengsins mins, hann er 16 ára gamall. Þar var bók með myndum af afbrigðilegum kynmökum. IVfér féll allur ketill í eld. Samt halda sumir því fram, að klámið sé alvcg meinlaust. Hver er yðar skoðun? Ég ræði oft við unglinga. Þeir hafa sumir sagt mér, að þeir hafi orðið fyrir svo mikilli ertingu af klúrum bókum, að þeir fóru á fætur um miðjar næt- ur til að leita uppi fólk til kynmaka. Kínverjar segja, að mynd hafi jafnmikil áhrif og þúsund orð. Ég tel, að myndir, teikningar og rit, sem eru gerð til þess að örva kynhvöt ungs fólks, séu syndsamleg og leiði yfir menn dóm Guðs. Guð veit, að æskumenn búa yfir hvötum, sem þeir geta ráðið við sjálfir, ef teiknarar og skriffinnar, sem sækjast ekki eftir öðru en að græða, eru ekki að æsa þessar hvatir. Maður nokkur skrifaði nýlega í dagblað: „Hvar eru læknisfræðilegar sannanir fyrir því, að lýsingar á kynmökum veki óheilbrigða girnd? Hví skyldi fólk á öllum aldri ekki fá að skoða og lesa klám?“ Ég spyr: Hvers vegna ætti það að gera það? Það ríkir kynæði á meðal okkar. Þess vegna er verið að reyna að eyðileggja hinar gömlu siðgæðisreglur. Menn vilja „nýtt siðgæði" og leyfi til kynmaka eftir óskum hvers og eins. Ef ekki er stungið við fótum, sundrar þetta hjónabandinu og fjölskyldunni — og það táknar endalok siðmenningarinnar. COMBhCAMP Haustverðið komið kr. 27.000.- Haustsending af Combi Camp er nú komin á ein- staklega hagstæöu veröi. Hreint ótrúlegt. Takmarkaö magn til afgreiðslu strax. Benco Bolholti 4 sími 91-21945 — 91-84077. SKÓLARNIR BYRJA... AF ÞVÍ TILEFNI BJÓÐUM VID SVEFNBEKK Á KR 1.985 SKRIFBORÐ Á KR 1.526

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.