Morgunblaðið - 28.09.1982, Side 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982
+
Móöir okkar,
GUDRUN ÁGÚSTA JÚLÍUSDÓTTIR ELLINGSEN
frá Keflavík,
er látin. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Steinunn Ólafsdóttir,
Einar G. Ólafsson.
Maöurinn minn. + JÓN GUDMUNDSSON
fró Hafnarfiröi,
lézt í Hrafnistu Reykjavík 26. september. Jaröarförin auglýst
siöar. Sigríöur Guömundsdóttir og aörir vandamenn.
+
Eiginkona mín,
ODDGERÐUR ODDGEIRSDÓTTIR,
Stórholti 24, Reykjavík,
andaöist í Landspítalanum 25. september.
Ólafur Vilhjálmsson.
+
Sonur okkar og bróöir,
EIRÍKUR VALBERG,
Kambsvegi 34,
andaöist sunnudaginn 26. september.
Guöný og Samúel Valberg,
Aóalbjörg Valberg,
Lárus Valberg,
Kristmundur Valberg,
Ingibjörg Valberg.
+
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
KARÍTAS GUOMUNDSDÓTTIR,
andaöist i Borgarspítalanum 22. þ.m. Jaröarförin fer fram frá
Dómkirkjunni i Reykjavík, fimmtudaginn 30. þ.m. kl. 10.30.
Benta Briem, Valgarö Briem,
Guðný Schrader, William Schrader,
Sfeingrímur Jónsson, Molly Clark Jónsson,
Kristín Sólveig Jónsdóttir, Ólafur örn Arnarson,
og barnabörn.
+
Utför
SOLVEIGAR MAGNÚSDÓTTUR
ritara í Sendiráöi fslands í Brlissel,
fer fram frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 29. september kl. 14.30.
Ragnheióur Þóróardóttir, Magnús Hjálmarsson,
Halldóra Magnúsdótfir,
Lára Magnúsdóttir,
Þóröur Magnússon,
Grímur Jónsson,
Egíll Arnaldur Ásgeirsson.
+
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma,
GUDBJÓRG VETURLIOADÓTTIR
frá fsafirói,
til heimilis aö Hafnargötu 47, Keflavík, veröur jarösungin frá Kefla-
víkurkirkju, þriöjudaginn 28. september kl. 14.00.
Magnús Guónason,
Jón Ólafur Jónsson, Sigurbjörg Gunnarsdóttir,
Finnur Magnússon, Valgerður Karlsdóttir,
Guórún Magnúsdóttir, Einar Jónatansson,
og barnabörn.
+
Útför sonar okkar og bróöur,
ÞORGEIRS ÞÓRÐARSONAR
Staóarselí 3,
sem lést af slysförum 20. september, fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 30. september kl. 15.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Barna-
spítala Hringsins.
Inga M. Árnadóttir, Þóröur Þorgeirsson,
Árni Þóröarson, Inga Jytte Þóröardóttir.
Minning:
Guðbjörg Ágústa
Veturliðadóttir
Fædd 27. ágúst 1918
Dáin 20. september 1982
I dag verður til moldar borin í
Keflavík, tengdamóðir mín, Guð-
björg Veturliðadóttir. Guðbjörg
andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur,
fyrir aldur fram, tæpu ári eftir að
ljóst var, að hún var haldin þeim
sjúkdómi, sem læknavísindin hafa
enn ekki fundið neitt svar við.
Guðbjörg fæddist í Súðavík 27.
ágúst 1918, dóttir hjónanna Guð-
rúnar Jónsdóttur og Veturliða
Asgeirssonar sjómanns. Guðbjörg
var næst yngst níu systkina. Að-
eins fimm ára gömul missti hún
föður sinn af slysförum. Eins og
tíðast var í þá daga hjá efnalitlu
fólki þýddi fráfall föður óhjá-
kvæmilega, að fjölskyldan tvístr-
aðist. Guðbjörg fylgdi móður
sinni, ein systkinanna. Fyrst að
Hlíðarhúsum í Alftafirði, þar sem
móðir hennar réð sig í hús-
mennsku og síðar að Hlíð i Súða-
vík.
Á fimmtánda aldursári sínu
réði Guðbjörg sig i vist, fyrst á
ísafirði, en þaðan lá leiðin í
Pálsbæ á Seitjarnarnesi, þar sem
Guðbjörg vann um tíma á heimili
Sigurðar Péturssonar skipstjóra á
Gullfossi.
Guðbjörg snéri síðan til ísa-
fjarðar aftur, þar sem hún hitti
unnusta sinn Jón Ólaf Júlíussonar
sjómann. Þau opinberuðu trúlofun
sína árið 1940.1 desember sama ár
fæddist þeim sonur. En drengur-
inn var aðeins tveggja mánaða
gamall, er faðirinn fór í sjóferð þá
er hann kom aldrei úr aftur. Son-
urinn var skírður Jón Ólafur eftir
föður sínum og starfar nu sem
bankafulltrúi í Utvegsbankanum í
Keflavík.
Guðbjörg kvæntist síðan eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Magn-
úsi Guðnasyni vélstjóra frá Selja-
landi i Álftafirði, 5. desember
1942. Þau stofnuðu heimili á ísa-
firði, þar sem þau bjuggu allt til
ársins 1971, að þau fluttu til
Keflavíkur. Guðbjörgu og Magn-
úsi varð þriggja barna auðið. Elst-
ur var Sigurður Magnús, er lést af
slysförum árið 1974 við eggjatöku
í Hælavíkurbjargi, einn fræknasti
fyglingur sem menn muna. Þá
Finnur Veturliði, kaupmaður í
húsgagnaversluninni Hreiðrinu í
Kópavogi og Guðrún Bjarnveig,
tónlistarkennari í Bolungarvík.
Öll þau ár sem Guðbjörg og
Magnús bjuggu á ísafirði, stund-(
aði Magnús sjómennsku. Það kom
því að mestu í hlut Guðbjargar að
stjórna heimilinu. Auk þess vann
Guðbjörg flest árin eitthvað utan
heimilisins, ýmist í fiskvinnu eða
við ræstingu og aðra heimilis-
hjálp. Vinnusemin var henni í blóð
borin. Frá barnæsku varð hún að
vinna hörðum höndum, henni féll
aldrei verk úr hendi.
Guðbjörg var í eðli sínu lífsglöð
kona, þrátt fyrir hið mikla and-
streymi sem hún mátti þola á
lífsleiðinni. Hún hafði gaman af
að blanda geði við fólk og gladdist
vel með glöðum. Hún hafði yndi af
að taka á móti gestum og naut sín
vel í húsmóðurhlutverkinu, þegar
stofan var full af fólki.
Barnabörnin hændust mjög að
Guðbjörgu, enda var hún einstök
amma. Þolinmæði hennar var
stundum með eindæmum við
börnin. Þó var hún föst fyrir ef
farið var út fyrir þau takmörk er
hún sett.i leikium beirra.
Guðbjörg var alla tíð mjög
heilsuhraust og kenndi sér einskis
meins, þar til fyrir tæpu ári síðan
að hún var flutt í skyndi á sjúkra-
hús, þar sem framkvæmd var
skurðaðgerð og illkynja æxli fjar-
lægt. Um tíma var talið að aðgerð-
in hefði heppnast fullkomlega. En
+
Faöir okkar,
gIsli eiríksson,
Laugavegi 4,
lézt í Hrafnlstu sunnudaglnn 26. september.
Kriatín Gísladóttir,
Gylfi Gíslaaon.
+
Móöir okkar,
MARSELIA JÓNSDÓTTIR,
Njálsgötu 86, Reykjavík,
veröur jarösungin, miövikudaginn 29. september trá Fossvogs-
kapellu kl. 13.30.
Drífa Seiwell,
Jóna Einarsdóttir.
+
Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
SIGURDAR HALLDÓRSSONAR,
Hávallagötu 33,
fer fram frá Fríkirkjunni i Reykjavík, fimmtudaginn 30. september
kl. 15.00.
Kristín Þorláksdóttir,
Arnfríður Síguröardóttir, Roger P. Burke,
Ásgeir Sigurósson, Marín Pétursdóttir,
Erna Siguröardóttir, Halldór Þ. Sigurösson,
Kristín Huld Siguröardóttir,
og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi,
GUDMUNDUR HRAUNDAL,
Drápuhliö 30, Reykjavik,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 28.
september, kl. 13.30. Jarösett verður aö Lágafelli.
Ingibjörg Skaftadóttir,
Helga Hraundal, Hinrik H. Friöbertsson
og barnabörn.
við rannsókn í apríl sl. kom annað
í ljós og var þá vitað að hverju
stefndi, aðeins var spurning um
tíma.
Nú þegar æfidagur Guðbjargár
er allur ríkir sár söknuður í hug-
um eiginmanns, barna, tengda-
barna og annarra ættingja og
vina. En minningin lifir. Það er
björt minning og hrein. Við óskum
henni guðs blessunar í nýjum
heimkynnum.
Kinar Jónatansson.
Haustið hefur gengið í garð með
sínum mildu litum, náttúran öll
undirbýr sig fyrir veturinn, við
horfum á blómin hverfa eitt af
öðru. Lauf trjánna skipta um lit
en falla svo eitt af öðru til jarðar,
þar til trén standa nakin eftir.
Allt þetta er svo eðlilegt á að
horfa, og við vitum að allt vaknar
að nýju með vorinu og blómstrar
aftur.
Okkur mannfólkinu ætti því að
skiljast að það sama gildir um
okkur, það haustar fyrr í lífi eins
fremur en annars, en dauðinn
kemur okkur yfirleitt alltaf á
óvart, þó hann sé það eina sem
allir verða að hlíta fyrr eða
seinna.
í dag kveðjum við góða vinkonu
og frænku sem sárt er að horfa á
eftir yfir móðuna miklu. Það er
kannski ótrúlegt í öllu því kyn-
slóðabilstali sem í dag heyrist, að
kona sem tengist lífi manns allt
frá því maður fæðist, í gegnum
bernsku- og skólaárin, síðan eftir
að maður sjálfur eignast sína eig-
in fjölskyldu og jafnvel sín eigin
barnabörn, þá var hún alltaf
Gugga frænka, aldurslaus og
óumbreytanleg. Kona sem hægt
var að leita til hvort sem um var
að ræða skólabarnið úr frímínút-
um til að fá kökubita, eða ungling-
inn eða fjölskylduföðurinn, með
marga litla stráka sem þurftu
pössun af og til í lengri eða
skemmri tíma, hvort sem var
vegna veikinda eða að okkur for-
eldrum þeirra fannst við þurfa á
upplyftingu að halda. Alltaf var
skilningur fyrir hendi og aldrei
var svarað öðruvísi en jákvætt, og
vorum við þó ekki þau einu sem
báöum hana um slíkan greiða.
Ekki voru það eingöngu börn og
ungt fólk sem naut góðs af þessu,
því amma, Guðrún Jónsdóttir,
dvaldi hjá henni sín síðustu ár í
góðu yfirlæti.
Með þessum fátæklegu orðum
ætlum við hjónin ekki að skrifa
langa minningargrein heldur að-
eins að reyna að sýna þakklæti
okkar og okkar barna til Guggu
fyrir tryggð hennar og vináttu í
gegnum árin, hvort sem var á ísa-
firði eða hér fyrir sunnan. Við
biðjum algóðan Guð að styrkja
manninn hennar, börn, tengda-
börn og barnabörn í þeirri sorg er
nú sækir þau heim með fráfalli og
undangengnum erfiðum veikind-
um hennar, en vonum að minning-
in um glaðværu, góðu konuna lifi
sem lengst í hugum okkar allra.
Gunnar og Erla
Lokaö í dag
kl. 2—4
vegna jarðarfarar Sigrún-
ar Guðbjarnadóttur.
Málarinn hf.,
Grensásvegi 11.