Morgunblaðið - 28.09.1982, Qupperneq 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982
rteiiAAftn
„Ainnna, cf pá keyptir (?br- sk’eHiriöSru,
ydCtum \Ji& notafe samcno!"
Með
morgimkaffinu
Þart gctur veriA að þú sért ekki
ánægð með það sem ég geri hér á
heimili ykkar, en það er þó mér að
þakka að maðurinn þinn er heima
á kvölrlin!
HÖGNI HREKKVfSI
y/ KETTlRMife B iPJA (JM VMSÖ6N.'"
„Ilvers konar bæjarfélag er Selfoss eiginlega, ef þeir sem dæmdir eru til fangelsisvistar fyrir afbrot í öðrum bæjum
landsins, geta gengið þar um sem frjálsir menn jafnt í skólunum sem og annars staðar? Myndu ekki dómar yfir
afbrotamönnum breytast, þannig að þeir yrðu bara dæmdir til þess að flytjast austur að Selfossi?"
Skólanám fanga á Selfossi:
Fer fram á að fyllsta ör-
yggis sé gætt í hvívetna
Sclfyssingur skrifar.
Hér á Selfossi hafa að undan-
förnu farið fram allmiklar umræð-
ur manna á milli um skólagöngu
fanga af Vinnuhælinu á Litla-
Hrauni í Fjölbrautaskólanum á
Selfossi. Hófst þetta reyndar á síð-
astliðnum vetri, þegar það fór að
kvisast út manna á millí, að í skól-
anum væru refsifangar af Litla-
Hrauni, sem hefðu fengið þunga
dóma og gengju þeir um eftirlits-
laust á meðal unglinganna. Voru nú
fæstir sem vildu trúa því að þetta
væri staðreynd, en þegar Ijóst varð
að svo væri urðu flestir furðu lostn-
ir. Varð þetta ekki almennt ljóst,
fyrr en skóla var um það bil að
Ijúka. Var því lítið aðhafst í málinu
þá. Nú í byrjun skólaárs voru menn
hins vegar betur á verði og viti
menn, þegar skólinn hófst voru þar
komnir fangarnir, sem hófu skóla-
göngu í fyrra. Að því er ég best veit
allir dæmdir fyrir hlutdeild að
morðmáli.
Eru menn eitthvað hissa þótt
Selfyssingar fari nú að gera
athugasemdir við þetta? Hverjir
taka ákvarðanir um að þetta skuli
leyft? Eru þeir tilbúnir til þess að
taka afleiðingunum sem af þessu
geta hlotist? Hversu mörg ár
myndu líða þangað til allir dæmdir
fangar á Litla-Hrauni myndu
ganga lausir á Selfossi frá kl. 8.00 á
morgnana til kl. 16.00 á daginn, ef
þetta fordæmi hefði verið látið
óátalið? Hvers vegna þyrfti heilan
her fangavarða til þess að gæta
þeirra hinn hluta sólarhringsins,
þegar þeir ættu að vera að læra
heima og hvíla sig fyrir næsta
skóladag, sem þeir yrðu innan um
Selfyssinga og börn þeirra?
Hvers skonar bæjarfélag er Sel-
foss eiginlega, ef þeir sem dæmdir
eru til fangelsisvistar fyrir afbrot í
öðrum bæjum landins, geta gengið
þar um sem frjálsir menn jafnt í
skólunum sem og annars staðar?
Myndu ekki dómar yfir afbrota-
mönnum breytast, þannig að þeir
yrðu bara dæmdir til þess að flytj-
ast austur að Selfossi? Myndu ekki
foreldrar á Selfossi verða
hamingjusamir, þegar dæturnar
færu að bjóða heim með sér skóla-
bræðrunum, sem biðu eftir skóla-
bílnum af Litla-Hrauni? Þessar og
fjölmargar fleiri spurningar hafa
leitað á margan Selfyssinginn und-
anfariö.
Ég átti tal við einn skólanefnd-
armann Fjölbrautaskólans, rétt eft-
ir að skólinn hófst og hafði hann þá
ekki hugmynd um tilvist fanganna í
skólanum í vetur og sagði að það
hefði ekki komið til umræðu í
skólanefndinni. Ég hef líka heyrt
haft eftir manni, sem á sæti í fang-
elsisstjórn Litla-Hrauns, að honum
hafi verið ókunnugt um þetta líka.
Þá vaknar sú spurning hverjir hafi
vald til þess að taka slíkar ákvarð-
anir án samráðs við stjórnir stofn-
ananna? Rektor skólans, fangelsis-
stjórinn og margir nemendur hafa
lokið upp einum munni um það, að
framkoma fanganna í skólanum
hafi verið til fyrirmyndar. Það dreg
ég ekkert í efa, því þeir hafa allt að
vinna í þessu máli, en ég vil benda
á, að sú músin sem læðist getur ver-
ið hættulegust þegar færi gefst og
hún stekkur. En hvenær yrði það?
Nú hafa þessir menn verið látnir
hætta að ganga frjálsir um meðal
unglinganna, en þess í stað munu
þeir eiga að hefja nám í svokallaðri
öldungadeild, þ.e. í fullorðins-
fræðslu. Er sagt að þeir eigi að vera
þar í umsjá fangavarða. Þetta tel ég
vissulega vera spor í rétta átt, en
samt sem áður hlýtur þetta að telj-
ast varasamt þegar um svona menn
er að ræða. Því hvers vegna þurfa
að vera járngrindur fyrir gluggum
og dyrum fangelsisins, auk mann-
heldrar girðingar, ef ekkert slíkt
þarf í skólanum, þar sem ég dreg í
efa að verði þó nema einn fanga-
vörður? Við sem ekki erum sátt við
þessa tilhögun, höfum ekkert á
móti því að þeir sem eru í fangelsi
hafi möguleika á aukinni skóla-
fræðslu. Sú fræðsla hlýtur hins
vegar að þurfa að fara fram innan
veggja fangelsisins. Vísir að því var
kominn upp á vegum Iðnskólans á
Selfossi, en það leið víst undir lok
þegar Fjölbrautaskólinn tók við
hlutverki hans.
Ég tel að ég mæli fyrir munn
margra, þegar ég fer fram á að
þessu verði breytt í þá veru að
fyllsta öryggis sé gætt í hvívetna.
Að endingu fer ég fram á að þetta
verði birt undir dulnefni vegna
þeirra aðila er hlut eiga að máli, en
ég tel þá geta verið það varasama
að nafnleynd sé nauðsyn.
Með fyrirfram þökk fyrir birting-
una.“
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum
um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef
þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og
frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa
ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimil-
isföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að
höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda
blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn
hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.