Morgunblaðið - 28.09.1982, Side 38

Morgunblaðið - 28.09.1982, Side 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 ... þá vitum vid þmð ... Og áfram plægdi bíllinn í hrauninu. Ljóímyndir Eirikur Eiríksson. í þessari stellingu stöðvaðist Datsun Húsvíkinganna Jóns Haraldssonar og Ólafs Sigurðssonar, en þeir héldu ótrauðir áfram eftir að bíllinn var kominn á réttan kjöl. Nýliðar sigruðu í Sprett-ralli á Reykjanesi ÞAD var mikil barátia ■ »preu-i«a. inu, sem fram fór á Keykjanesi á laugardaginn. Sigurvegarar urðu Þorvaldur Jensson og Kristján Bernburg á Ksrort 1600. í öðru sæti urðu Birgir Bragason og Magnús Arnarsson á Skoda 130 RS, aðeins fimm sekúndum á eftir sigurvegur- unum. I*ó munurinn á milli fyrsta og annars sætis væri lítill, þá var hann enn minni á milli þess annars og þriðja. Jóhann Hlöðversson og Ingv- ar Oskarsson lentu í þriðja sæti á Escort 2000, aðeins þremur sekúnd- um á eflir Birgi og Magnúsi. Alls hófu 12 keppendur Sprett- railið og tókst einum bílnum að ljúka keppni á fyrstu 500 metrun- um, Fiat tveggja nýliða enda- stakkst út fyrir veg eftir að hafa slegið afturendanum utan í klett. Má segja að þar hafi verið stutt gaman. Félagarnir Hafsteinn Hauksson og Birgir V. Halldórs- son á Escort RS 2000 voru óheppn- ir í byrjun. A fyrstu leiðinni af fjórum ráku þeir sig í takka, sem setti lélegri bensíndælu bílsins í gang. Urðu þeir að aka í fyrsta gír um 13 km leið áður er „bilunin" uppgötvaðist. Töpuðu þeir þar dýrmætum mínútum og þar með Sigurvegararnir í Sprett-rallinu, Þorvaldur Jenssen og Kristinn Bernburg óku Escort 1600. LjÓ8in. Gunnlau|pir. hugsanlegum sigri. Þeir gáfust þó ekki upp og á leiðunum sem eftir voru settu þeir hraðamet, voru langt á undan keppinautunum, en náðu ekki að vinna upp tímatapið. Slógu þeir m.a. gömlu hraðameti Ómars Ragnarssonar auðveldlega við. í Sprett-rallinu ók Rally- cross-kappinn Jón S. Halldórsson BMW, sem tapaði einum gír á hverri sérleið af þeim þremur fyrstu. Tókst honum að skrönglast í mark í fyrsta gír á síðustu leið- inni. Jóhann Hlöðversson tapaði af öðru sætinu undir lokin þegar gírkassinn í Escort hans brotnaði, rann bíll hans síðustu metrana í mark. Nægði það Birgi Bragasyni á Skoda RS til að hreppa annað sætið. Að sögn sigurvegarans, Þorvalds, var keppnin mjög skemmtileg, en það hefði sannar- lega komið honum á óvart að hann skyldi sigra. Var þetta hans fyrsta keppni, aðstoðarökumaðurinn, Kristinn Bernburg, var einnig ný- liði. Taldi Þorvaldur sig vanta meiri æfingu og yfirvegun til þess að standa jafnfætis þeim köppum er fremstir eru í rallakstri, í fram- tíðinni. — GR. Bolungarvík: Eldur í aðveitustöð Kolungarvík, 27. Neptember. (Jm klukkan 12.20 á laugardag kom upp eldur i aðveitustöð Orkubús Vestfjarða. Húsið sem aðveitustöðin er i, er stálgrindar- hús, sem stendur hér rétt utan við bæinn. í húsinu er verkstæði Orkubús Vestfjarða, lager og raf- stöð, en það var einmitt í rafstöð- inni, sem eldurinn kom upp. í rafstöðinni eru þrjár dísilvélar, sem keyrðar eru sem varaafl og er hver vél 1200 kílóvött. Fréttaritari ræddi við Jón E. Guðfinnsson, staðarfulltrúa Orkubús Vestfjarða í gær og honum sagðist svo frá: „Ég fór þarna fram eftir rétt fyrir há- degi til eftirlits og mælaálesturs. Ég varð aldrei var við neitt með- an ég var inni í rafstöðinni. Þó var ég að lesa af mælum þarna rétt við hljóðkúta vélanna, þar sem eldurinn kom upp. éftirliti mínu tók ég eftir því, að dæla sem dælir vatni upp í kæliturn gekk stöðugt og fór ég því að að- gæta flotrofa á vatnstank fyrir ofan húsið. Þá sá ég hvar eldur logaði út með pústi vélanna, út úr kæliviftu, sem er rétt þar við. Þetta virðist hafa blossað nokk- uð snögglega upp, því að þegar ég kom í húsið aftur, var kominn allnokkur reykur. Ég stöðvaði vélarnar strax og tæmdi síðan slökkvitæki á eldinn og sá þá að ég réð ekkert við þetta og hringdi í slökkviliðið. Það liðu ekki nema ca. 7—8 mínútur, þar til slökkviliðið kom og gengu þeir rösklega fram í baráttunni Unnið að slökkvistörfum. Ljósm Mbl. Gunnar Hallsson. við eldinn. Það fóru strax 5—6 reykkafarar inn í húsið og gátu komist beint að eldinum. Þetta var að mínu mati, það sem skipti sköpum um það, hversu vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Slökkviliðið kom frá ísafirði og var á það kallað til öryggis, en þeir komu um það leyti sem slökkvistarfi var að ljúka. En það var hægt að hleypa rafm- agni á bæinn aftur um klukkan þrjú.“ Jón sagði, að það væri búið að gera lauslega könnun á skemmd- um, en þær eru allnokkrar á hús- inu, sérstaklega á þaki. Sperr- urnar eru ónýtar að hluta til yfir rafstöðvarhúsinu, en skemmdir á aflrofum og stjórnskápum eru ekki alveg fullkannaðar ennþá, en ljóst er að þær eru einhverjar. Sjálf aðveitustöðin virðist hafa sloppið og einnig vélarnar. Því ætti ekki að verða um skort á rafmagni að ræða, að öðru leyti en því, að við höfum ekkert vara- afl á meðan á viðgerð stendur. Hversu lengi það verður er ekki hægt að segja um fyrr en eftir eina til tvær vikur, þegar búið verður að gera nánari könnun á tjóninu. „Nákvæm rannsókn á elds- upptökum hefur náttúrlega ekki farið fram,“ sagði Jón, „en líkur benda til þess að kviknað hafi í út frá púströrum vélanna, að þar hafi orðið um einhvern óeðli- legan hita að ræða, sem orsakað hafi íkveikju í einangrun." Gunnar Úr myndinni „Tvisvar sinnum kona“. Nýja bló: Tvisvar sinnum kona NÝJA bíó frumsýnir í dag banda- rísku kvikmyndina Tvisvar sinnum kona, sem á frummálinu heitir „Twice a Woman“. Framleiðandi og leikstjóri er George Sluizer. I leikskrá segir kvikmyndahúsið að myndin fjalli um mjög náið sam- band tveggja kvenna og óvæntum viðbrögðum eiginmanns annarrar. í aðalhlutverkunum eru Bibi Anderson, Anthony Perkins og Sandra Dumas. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára aldurs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.