Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 13 Viltu grennast, viltu styrkjast, viltu verða brún(n), viltu slappa af? Nú er bara aö drífa sig af staö, eins og þú hefur lengi ætlaö þér — aöstaöan er í Aþolló. Æfingatæki eru af fullkomnustu gerö Sólböö eru hreinleg og fljótvirk Tilsögn er byggö á langri reynslu í baöherbergjum eru gufubaö, vatnsnuddpottur, nuddbelti, nuddkefli, vigt og hárþurrka Húsakynni eru björt og vistleg í setustofu er boðið upp á kaffi og svaladrykki Þú nærö árangri í Apolló. APOLLé tP LÍUlIKfiKT Brautarholti 4, sími 22224. Opnunartímar í nóvember Konur: Karlar: Þri. 12—21 Mán. 12—21 Fim. 12—21. Mið. 12—21. Lau. 10—15. Fös. 12—21. Sun. 14—18. Sun 10—14. Línusvæði út af Húnaflóa Á FÖSTUDAG gaf sjávarútvegsráðu- neytið út reglugerð um sérstakt línu- svæði út af Húnaflóa. Samkvæmt reglugerð þessari eru allar togveiðar bannaðar á tímabilinu 5. nóvember til 15. mars á svæði, sem markast af línu dreginni úr punkti 66°25’0 N, 21°36’7 V um punkta 66°44’5 N, 21o12’0 V og 66°45’5 N, 20°58’0 V í punkt 66°19’0 N og 20°45’5 V. Að sunnan markast svæðið af línu sem dregin er í 12 sjómílna fjar- lægð frá viðmiðunarlínu. Bók um öldrun — og tímarit í undirbúningi l>ÓRIR S. Guöbergsson hefur samið og gefið út bók, sem nefnist: „Þegar ég eldist — vernd, virkni, velliðan." í fréttatilkynningu frá höfundi segir m.a.: „Þegar ég eldist er fræðslu- og upplýsingarit um líkamlegar og félagslegar breytingar sem mæta okkur á efri árum. Ritið er fyrst og fremst skrifað fyrir almenning, ekki einungis lífeyrisþega heldur ekki síður fyrir verðandi lífeyris- þega, starfsfólk í öldrunarþjón- ustu, aðstandendur aldinna og alla þá sem hafa áhuga á þessum málaflokki." Og ennfremur: „Helstu þættir sem teknir eru fyrir í ritinu eru: Eðlilegar breyt- ingar í liðum og líffærakerfum, hollusta, næring og hreyfing, slys í heimahúsum, búskipti og arfur, aldraðir og atvinna, um dauða, sorg og áfall og almenn þjónusta við aldraða. I bókarlok segir höfundur frá undirbúningi tilraunaútgáfu á tímariti um málefni aldraðra og segir hann að fyrsta tölublað eigi að koma út í byrjun næsta árs og gert sé ráð fyrir því að tímaritið komi út 4 til 6 sinnum á ári. Bókaútgáfan Salt: Erindi um kristi- lega siðfræði VIÐHORF og vandi er heiti á safni crinda um kristilega siðfræði er bókaútgáfan Salt hefur nýveriö gefid út. Voru erindi þessi flutt á ráðstefn- unni Líf í trú í mars 1981, en að henni stóðu nokkur kristileg félög er starfa innan þjóðkirkjunnar. Erindin eru sex að tölu og eru höfundar þeirra sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sr. Gísli Jónasson, Gunnar J. Gunnarsson guðfræð- ingur, sr. Karl Sigurbjörnsson, Kristín Sverrisdóttir kennari og Sigurður Pálsson námsstjóri. I fréttatilkynningu útgefanda segir m.a.: „Kristin siðgæðisviðun eiga e.t.v. í vök að verjast á auk þess sem kristnir menn standa oft frammi fyrir nýjum og áður óþekktum vanda á ýmsum sviðum. Er það von þeirra er að ráðstefn- unni standa og útgáfu bókarinnar að hún geti orðið mönnum til hjálpar við að átta sig á þessum vanda og takast alvarlega á við hann.“ Setningu og umbrot annaðist Prentstofan Blik hf. og prentun og bókband Prentverk Akraness hf. 20% AUKA AFSLÁTTUR Plötuútsalan okkar er ennþá í fullum gangi og parþúsund plötur eftir. En viö erum aö leggja hljómplötudeildina niður og ætlum því að selja þær allar. Við höfum aukið afsláttinn um 20% til viðbótar, sem þýðir t.d. að plata sem kostaði 299 kr. kostar nú 159 kr. og margar plötur eru komnar á „sértilboðsverð" eins og t.d. Police á 99 kr.! Úrvalið er ennþá meiriháttar: ABBA - allar Kiss - flestar Gunnar Þórðarson .......................Himinn og jörð Rod Stewart .........................Tonight l’m yours Huey Lewis ................................Picture this 10 cc ..................................Ten out of 10 Genesis .....................................Abacab Jona Lewie .......................... Hearts skips beat Loverboy .................................. Get lucky Vmsir ...................................Skallapopp Fræbbblarnir ...............Poppþéttar melodiur í rokkþéttu Quarterflash ..........................Quarterflash O-M.D.............................. Architecture & Morality Ýmsir .................................. Okkar á milli Þrumuvagninn ......................... Þrumuvagninn The Human League ..............................Dare Daryl Hall & John Oates ........... Private Eyes Örvar Kristjánsson ....................Sunnanvindur Joan Jett ..............................| love rokk'n roll Erna Eva Erna .......................... Manstu eftir því The fun boy three ............................. FB3 The Nolans ................................Portrait Á hverju kvöldi ................... Björgvin Halldórsson Change .................................... Miracles Donovan ...........................Love is only feeling Cheetah ........................... Rock and Roll Woman Girl ...................................Wasted youth Blondie ...................................The Hunter Man at work .........................Business as usual Áhöfnin á Halastjörnunni ............... Úr Kuldanum Journey .....................................Escape Classix Nouveaux .............. ........... La Verité heimilistæki hf. SÆTÚNI8- 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.