Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 15 merkingu og er þá tilgangurinn augljós. Akafinn í Guðbergi verður, er hér er komið, svo mikill, að honum sortnar um sjónir og ber á mig ósannindi í ábataskyni — breytir jafnvel laufablöðum í blóm(!). Hér fer Guðbergur út fyrir öll siðræn mörk i skrifum sínum í getspeki sinni. Hef ég næg vitni að því, að ég sagði satt og rétt frá — fólk sem fylgdist með tilorðningu myndanna. Hér hef ég ekkert að fela og getur Guðbergur sann- færst með því að líta inn á vinnu- stofu mína og bera saman litbrigði jarðar við hrynjandi mynda minna. Ekki lætur Guðbergur hér stað- ar numið heldur ræðst hann á ís- lenzkar konur, sem hann segir að falli fyrir meintu auglýsinga- skrumi. „Ekki hrífast þær af mál- verkunum heldur af sinni „eigin tilfinningu fyrir því, hvað eigi að vera fallegt og passa í stofu". Af þessu stafar það að íslenzkar stof- ur eru kraðakskenndár. Þar ægir öllu saman i einhvers konar glundurslegri eggjun. Litadýrðin er upp um alla veggi og ekki fimmaura virði." Hér verð ég að játa virðingu mína fyrir íslenzkum konum er virðast hafa tekið upp merki Ragnars í Smára um kaup á myndverkum samkvæmt eigin til- finningum — en ekki niðursoðnum útlenzkum áróðri né áróðri sértrú- arhópa í listinni er haldnir eru ofurást á sjálfum sér. Það er staðreynd, að íslenzkar konur á öllum aldri kaupa meira af myndverkum en karlmenn og einmitt vegna þess „að þær eru veikar fyrir myndum", líkt og ein konan orðaði það svo fallega. Karlmenn hafa stórum oftar fjár- festingarsjónarmið í huga er þeir festa sér myndir — kaupa nöfnin. Það er einnig oftar, að karlmenn fái konur ofan af því að kaupa myndir en hitt, einkum ef tilfinn- ing á að ráða umfram kalda og hagræna skynsemi. Þá má benda á, að það voru íslenzkar konur er sáu til þess með handavinnu sinni, að myndræni þráðurinnn frá mið- öldum slitnaði aldrei, jafnvel ekki á mestu niðurlægingartímum í sögu íslenzku þjóðarinnar. Ég sé því ástæðu til að taka ofan fyrir íslenzkum konum allra alda og hvet þær eindregið, að kaupa áfram myndir samkvæmt sinni eigin tilfinningu, samfara því, að þær reyni að þroska kennd- ir sínar til myndrænna atriða. Tel ástæðu til að vísa hér til þess er Steingrímur Thorsteinsson orti eitt sinn um gagnrýni og upp kom í huga mér við lestur pistils Guðbergs Bergssonar: llaufradu lofí og laxti þykt, l.júgóu — ok gerðu betur: KalsaAu mæli, mynt og vigt, Minna ei dugað getur. Sýning frá Akureyri Um þessa helgi lýkur sýningu sjö myndlistarmanna frá Akur- eyri er lagt hafa undir sig vestri sal Kjarvalsstaða. Jafnan er það nokkur viðburður er þeir norðan- menn gista höfuðborgina enda mun sýningin hafa gengið að von- um á heildina litið. Sjálfsagt er að vekja hér athygli á fyrirtækinu og hvetja sem flesta að gera sér ferð á Kjarvalsstaði um helgina — þar er margt að gerast og tvær sýn- ingar kveðja um helgina svo sem fram kemur í þessu skrifi. í þessu sambandi væri næsta fróðlegt ef gerð væri úttekt á því sem er að gerast í myndlist í hverjum lands- fjórðungi fyrir sig en láta þó höf- uðborgarsvæðið eiga sig. Vonandi sýna þeir félagar, ásamt fleiri norðanmönnum, reglulega hér fyrir sunnan í fram- tíðinni. Félagsþroskinn er fyrir öllu. — Veri þeir jafnan velkomn- ir. „í fjórum línum“ Síðara bindi vísna- safnsins komið út SETTBERG hefur gefið út síðara bindi visna og Ijóðasafnsins „í fjór- um línum“ en fyrra bindið kom út haustið 1980. Eins og heiti bókarinner ber með sér eru hér ljóð og vísur sem eiga það sameiginlegt að vera fjór- ar ljóðlínur. „Stakan, bæði venju- leg og dýrt kveðin, er fyrirferðar- mest i þessu síðara bindi sem hinu fyrra,“ segir í frétt frá útgefanda. „Hér er flestum mannlegum til- finningum einhver skil gerð og oftast er gerð grein fyrir aðdrag- anda og tilurð vísnanna." Efnisins er aflað með ýmsum hætti og í þessu síðara bindi eru höfundar um 200 víðsvegar af landinu, en visurnar eru um 800 talsins. Skrá yfir upphaf erind- anna og höfunda er að finna í bók- arlok. Þess má geta að aðfaravísa bók- arinnar er eftir Björn Leví Gests- son: llugann yngir, að ég ber á.st á hringhendunni. Ilún óþvinguð þykir mér þa*g og slyng í munni. Þetta síðara bindi bókarinnar „í fjórum línum", sem nú er nýút- komið, er 206 blaðsíður, en Auð- unn Bragi Sveinsson, skólastjóri, safnaði og valdi ljóðin og vísurnar. Reykvíkingafélagið: Framhalds- aðalfundur á fimmtudaginn í SUMAR er leið var haldinn fundur í Reykvíkingafélaginu. Hljótt hafði þá verið um félagið um árabil. — Á fundinum kom fram vilji fundarmanna til að rífa félagið upp úr þessari lægð og blása í það nýju lífi, m.a. með að opna það fólki á öllum aldri og án tillits til aldurs eða árafjölda bú- setu í bænum. Var ákveðið að boða til fundar — framhaldsaðalfundar þegar nefnd, sem kosin var á fund- inum til að undirbúa þann fund og nauðsynlegar lagabreytingar væri tilbúin að skila af sér störfum. Hefur þessi nefnd nú lokið þeim og hefur undirbúningsnefndin boðað til framhaldsaðalfundr á Hótel Borg nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Að fundarstörfum lokn- um með tilheyrandi umræðum varðandi tilgang og starfsemi Reykvíkingafélagsins verður sýnd kvikmynd tekin hér í Reykjavík fyrir 27 árum af Osvald Knudsen kvikmyndatökumanni. Er þess vænst að eldri sem yngri Reykvík- ingar, sem áhuga hafa á að félagið rísi úr öskustónni fjölmenni á Borgina á fimmtudagskvöldið. KOMDU OG REYNSLUGAKKTU NÝJU K-BUXURNAR FRÁ KÓRONA, ÞÆR ERU FÁAN- LEGAR í FLANNEL-FLAUELS-OG TWILL VEFNAÐI. BANKASTRÆTl 7 • AÐALSTRÆTU Ný efnisblanda ull+terylene+lycra Auglýst eftir framboðum til prðfkjörs Prófkjör um val frambjóöenda á lista Sjálfstæöisflokksins viö næstu alþingiskosningar í Reykjavík, fer fram dagana 28. og 29. nóvember nk. Val frambjóöenda fer fram meö tvennum hætti: 1. Framboö, sem 20 flokksbundnir einstaklingar (þ.e. meölimir sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík) standa aö. 2. Samkvæmt tilnefningu kjörnefndar. Hér meö er auglýst eftir framboöum til prófkjörs sbr. 1. liö aö ofan. Skal framboö vera bundið viö flokksbundinn einstakling, sem kjör- gengur veröur í Reykjavík 1. janúar 1983, og skulu 20 flokksbundnir sjálfstæöismenn, búsettir í Reykjavík, standa aö hverju framboöi. Skriflegt samþykki frambjóöenda fylgi framboöi. Enginn flokksmaöur getur staöiö aö fleiri en 2 framboöum. Framboöum þessum ber aö skila til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Full- trúaráös sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síöar en kl. 17.00 mánudaginn 8. nóvember nk. Yfirkjörstjórn Sjálfstædisflokksins í Reykjavík. 5TOFA KRISTÍNAR HF 7 190

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.