Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 Umræður utan dagskrár á Alþingi um vaxtahækkanir Seðlabankans: Ráðherrar deila um lagaheimild bankans „K(j er ekki sáttur viö vaxtahækkun Seðlabanka, hvorki að efni né formi," sagði Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra í umræöu utan dagskrár i Sam- einuöu þingi í gær, er hann og fleiri ráðherrar svöruðu fvrirspurnum um vaxtamál frá Matthíasi Á. Mathiesen (S). Seðlabankinn hefði tekið sina ákvörðun áður en ráðherranefnd, sem fjallaði um þessi mál, hafði lokið störf- um. „En ég vefengi ekki lagalegan rétt bankastjórnarinnar til ákvörðun- artökunnar." Þá sagðist fjármálaráð- herra ekki reiðubúinn til að svara fyrirspurn um það, hvort hækka ætti afurðalán í samræmi við tillögur bankaráös Seðlabankans. „Ég vil láta endurskoða öll gildandi lög um pen- ingamál,“ sagði Svavar Gestsson félagsmálaráðherra, „og breyta laga- ákvæðum sem varða rétt Seðlabanka til að ákvarða vexti. Vonandi kemur stjórnarfrumvarp um þetta efni áður en langir tímar líða.“ Svavar taldi þó mesta hættuna stafa af hinum nýju útlánareglum Seðlabankans. Steingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra sagði vaxta- ákvörðunina þýða 200 m. kr. útgjöld fyrir sjávarútveginn, og geta hugs- anlega leitt til stöðvunar hjá ýms- um fyrirtækjum. Ekki hefði verið tekið tillit til þessa útgjaldaauka við síðustu fiskverðsákvörðun. Hann taldi og rétt að endurskoða nú þegar útreikningsreglur lánskjaravísitöl- unnar. Þá sagði Steingrímur að bankastjórnin hefði ákvarðað Símamynd Mbl.: KOK Stimpillinn sem brotnaði og olli biluninni í togaranum Sólberg, en það er ein af orsökum þess að frystihúsin á Olafsfirði sjá fram á hráefnisskort. Það eru þeir Einar Ámundason og Kristinn Jónsson, nemar í vélvirkjun í Vélsmiðju Olafs- fjarðar, sem halda á stimplinum. --------------- Renna þarf fleiri stoð- um undir atvinnulífíð Olafsnrði, I. nóvember. Frá lljálmari Jóns- syni, blaðamanni Mbl. EINS og komið hefur fram í fréttum er atvinnuástand á Olafsfirði nokkuð ískyggilegt, þar sem tveir togarar af þremur, sem séð hafa staðnum fyrir hráefni, eru stopp. Annar vegna þess að hann er í síipp og hinn vegna vélarbilunar. Af þessum sökum hefur Hrað- frystistöð Ólafsfjarðar séð sig til- neydda til að segja upp 50 konum, sem unnið hafa í frystihúsi fyrirtæk- isins. Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar hefur sagt upp 60 til 65 manns. — segir Björn Þór Ólafsson, formaður atvinnumálanefnd- ar ÓlafsfjarÖar Atvinnumálanefnd Ólafsfjarðar fundaði í dag vegna þessa máls með fulltrúum útgerðar, fisk- vinnslu og verkalýðs. Björn Þór Ólafsson er formaður nefndarinn- ar og að fundi hennar loknum náði Morgunblaðið tali af honum. Björn Þór sagði, að á fundinum hefði komið fram að atvinnu- Sjálfstæðisflokkurinn í Rvík: Undirbúningur fyrir prófkjör að hefjast UNDIRBÚNINGUR fyrir prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar er hefjast, en prófkjörið fer fram 28. og 29. nóv- ember nk. Blaðamaður Mbl. ræddi í gær við nokkra þeirra sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir fram- bjóðendur í prófkjörinu í Reykja- vík, núverandi kjörnir þingmenn flokksins eru þar undanskildir. Þeir sem gáfu jáyrði sitt aðspurðir um hvort þeir ætluðu að bjóða sig fram voru eftirtaldir, í stafrófs- röð: Esther Guðmundsdóttir, Bessí Jóhannsdóttir, Björg Ein- arsdóttir, Elín Pálmadóttir, Geir Haarde, Guðmundur H. Garðars- son, Jón Magnússon, Jónas Bjarnason og Jónas Elíasson. Aðeins einn sagði: „Nei, ekki að þessu sinni," en það var Björn Þórhallsson. Gunnar Thoroddsen í prófkjör Sjálfstæöisflokksins? Svara þeirri spurningu áður en langt um líður „ÉG MUN svara þeirri spurningu áður en langt um líður, en ekki í dag,“ sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurð- ur hvort hann hygðist gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins sem fram fer 28. og 29. nóv- ember næstkomandi. Að öðru leyti vildi forsætisráðherra ekki tjá sig um málið. afurðalánavexti, án samþykkis rík- isstjórnar, en til þess hefði það ekki lagaheimild. Myndi hann taka þetta atriði upp í ríkisstjórn á morgun, þ.e. í dag. Tómas Árnason bankamálaráð- herra sagði ekkert leyndarmál, að tregða ihefði ríkt í ríkisstjórninni gegn vaxtahækkun, sem væri skýr- ingin á því hve langur tími hefði farið í málið hjá stjórnvöldum, en ákvörðun um vaxtahækkun hafi verið tekin í framhaldi af bókun hans á ríkisstjórnarfundi. Matthías A. Mathiesen (S) bar fram fyrirspurnir til þriggja ráð- herra, sem frá er greint á þingsíðu Mbl. í dag. Hann vakti athygli á því, að formaður Framsóknarflokksins ástandið væri ekki eins slæmt og búið væri að lýsa og væri það leitt að þetta ónákvæmar tölur skyldu hafa komið í fjölmiðlum. Nú væru 10 manns á atvinnuleysisskrá á Ólafsfirði, en frá og með næstkom- andi miðvikudegi hefði fólki verið sagt upp í báðum hraðfrystihúsun- um. Hins vegar yrðu þeir 60 til 65, sem sagt væri upp hjá Hraðfrysti- húsi Magnúsar Gamalíelssonar, kallaðir aftur til vinnu á mánudag eða þriðjudag í næstu viku, þegar togari félagsins kæmi af veiðum. í salthúsi félagsins hefði og yrði engum sagt upp. Hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hafði staðið til viðgerð á vinnslusal og hefði hún verið fyrirhuguð með- an togari félagsins, Ólafur bekkur, væri í slipp, þannig að þar hefði orðið um eitthvert stopp að ræða. Þar yrði þó um verulegt atvinnu- leysi að ræða um tíma. Það sem setti strik í reikninginn væri að þriðji togarinn, sem gerður er út frá Ólafsfirði, Sólberg, hefði bilað, en viðgerð stæði yfir og er fyrir- hugað, að hann komist á veiðar um aðra helgi. „Við viljum gjarnan koma því á framfæri að atvinna á Ólafsfirði hefur verið mjög mikil það sem af er árinu,“ sagði Björn Þór. „Og þetta sýnir okkur bezt hvað togaraútgerð er mikilvæg fyrir byggðarlagið."' - Aðspurður um hvort hráefnis- öflun annars staðar frá hefði verið könnuð, sagði Björn Þór, að for- ráðamenn fiskvinnslunnar hefðu athugað það og væru engar líkur á að það tækist. Þá var Björn Þór einnig spurður um hvort atvinnumálanefnd hefði ákveðið einhverjar aðgerðir á fundi sínum. „Það er lítið, sem við getum gert eins og málið stendur í dag, það verður að ráðast hvernig fer, en þetta sýnir okkur að atvinnulíf byggðarlagsins er mjög einhæft og að það verður að reyna að renna fleiri stoðum undir það,“ sagði Björn Þór Ólafsson að lok- Prófkjör í Norður- landi vestra KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Noröurlandskjör- dæmi vestra hefur ákveðið að fram fari prófkjör um frambjóð- endur flokksins í kjördæminu til næstu alþingiskosninga. Er að því stefnt að prófkjörið fari fram dagana 27.—30. nóvember nk. Framboð til prófkjörs skal hafa borizt formanni kjör- dæmisráðsins, Stefáni H. Jónssyni, Kagaðarhóli, eða formanni kjörnefndar, séra Gunnari Gíslasyni, Glaumbæ, fyrir 9. nóvember nk. Prófkjörið fer fram eftir reglum, sem miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins hefur ákveðið. Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir skráðir félagsmenn sjálfstæðisfélaganna í kjör- dæminu, frá 16 ára aldri, og þeir aðrir, sem skrá sig á kjör- skrá fyrir lok annars kjördags af fjórum. talaði hér gegn vaxtahækkun, en varaformaðurinn væri jafnframt formaður Seðlabankaráðs og ritari flokksins bankaráðherra. Halldór Ásgrímsson formaður bankaráðs Seðlabankans sagði í við- tali við Mbl. í gærkvöldi að banka- stjórn Seðlabankans ákvæði vexti af inn- og útlánum að höfðu samráði við ríkisstjórn og bankaráð. Hins vegar væri ágreiningur um túlkun laga hvað varðar afurða- og rekstr- arlán atvinnuveganna. Hann sagði að bankastjórn Seðlabankans hefði túlkað það þannig allt frá setningu laganna 1979, að hér væri eigöngu átt við þau afurðalán sem greiddir væru af vextir til Seðlabankans. Halldór sagði það sitt mat að lög- gjöfin varðandi þetta þyrfti að vera skýrari. Hann sagði aðspurður í lok- in að vaxtahækkanirnar hefðu verið ákveðnar með vitneskju bankaráðs Seðlabankans. Ekki tókst að ná sambandi við Jó- hannes Nordal seðlabankastjóra varðandi mál þetta í gær. Um 300 kg pen- ingaskáp stolið með 250 þús- und krónum í PENINGASKÁP, með ávísunum og reiðufé er nam um 250 þúsund krón- um, var stolið úr benzínstöð Esso við Stórahjalla 2 i Kópavogi i fyrrinótt. Þjófarnir brutust inn í benzínstöðina og höfðu peningaskápinn á brott með sér. Það hefur ckki verið neitt áhlaupaverk, því skápurinn vegur um 300 kiló. Af andvirðinu voru um 126 þús- und k'rónur í peningum og ávísanir fyrir 127 þúsund krónur. Rannsókn- arlögregla ríkisins vinnur að rann- sókn málsins. Tveir 12 og 13 ára gamlir drengir voru staðnir að verki við innbrot í verzlunina Flórída á Hverfisgötu aðfaranótt laugardagsins. ísland með 8 vinn- inga eftir 3 umferðir Frá Margeiri l*étur8Hyni, í Luzern í Sviss. ÍSLENZKA sveitin á ólympíuskákmót- inu hefur hlotið 8 vinninga af 12 mögu- legum eftir þrjár umferðir, en mótið hófst á laugardag. í 1. umferð á laug- ardag vann fsland öruggan sigur yfir Kýpur, 4—0. Guðmundur Sigurjóns- son, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson unnu allir skákir í 2. umferð tefldu íslendingar við Albani og lyktaði viðureign þjóð- anna með jafntefli, 2—2. Margeir vann, Helgi og Jón gerðu jafntefli en Jóhann Hjartarson tapaði. 1 3. um- ferð mætti íslenzka sveitin þeirri skosku, og tókst íslendingum að ná jafntefli eftir að hafa lengst af átt undir högg að sækja. Þrjár skákir fóru í bið, en Ingi R. Jóhannsson gerði jafntefli. Guðmundur Sigurjónsson tapaði fyrir McNab, Margeir gerði jafntefli við Swanson, en Jóni L. tókst að snúa á andstæð- ing sinn og sigra eftir að hafa átt í vök að verjast. Júgóslavar eru nú í efsta sæti með 10 vinninga eftir 3 umferðir, en V-Þýzkalandi fylgir fast í kjölfarið með 9'Æ vinning og 1 biðskák. Bandaríkjamenn hafa 9 vinninga og 2 biðskákir, Svíar 9 og 1 biðskák og Sovétmenn eru hálfum vinningi á undan íslenzku sveitinni, með 8‘/4 vinning og 2 biðskákir. íslenzka kvennasveitin hefur 4 vinninga og eina biðskák að loknum 3 umferðum, Guðlaug Þorsteinsdótt- ir er með heldur verri stöðu í bið- skák gegn finnskri stúlku. Mótsblað Jóhanns Þóris Jónssonar hefur mælst vel fyrir og hafa 2 tölu- blöð komið út. „Svisslendingar voru erfiðir viðfangs og stóðu ekki að öllu leyti við gefin fyrirheit, en við lögð- um dag við nótt og tókst að gefa út mótsblaðið á réttum tírna," sagði Jó- hann Þórir. Stjórn og stjórnarand- staða til funda 1 dag VIÐRÆÐUR ráöherranefndar ríkis- stjórnarinnar við formenn stjórnar- andstöðuflokkanna halda áfram i dag. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið boðaður á fund ráðherranefndar- innar kl. 17 og Kjartan Jóhanns- son, formaður Alþýðuflokksins, síðar. í ráðherranefndinni eiga sæti Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra, Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, og Svavar Gestsson formaður, Alþýðubandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.