Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 37 Gísli Konráðsson Hnífsdal — Minning Fæddur 27. september 1903 Dáinn 24. september 1982 Það telst varla til stórtíðinda þótt aldurhniginn og útslitinn al- múga maður falli í valinn. Þó er það ætíð svo, að fyrir okkur sem eftir lifum vekur það okkur til um- hugsunar um gengin spor hins framliðna, sem lætur eftir sig vissa persónugjörð og það ívaf sem lífið skóp í ljósi minninganna. Gísli fæddist í Flatey á Breiða- firði og voru foreldrar hans hjónin Konráð Konráðsson, ættaður úr Stykkishólmi, og Jóhanna Þórð- ardóttir, Barðstrendingur að ætt. Misseris gömlum var Gísla komið í fóstur hjá þeim hjónum Guðrúnu Guðmundsdóttur og Brynjólfi Bjarnasyni bónda á Litlanesi í Múlasveit, Barðastrandarsýslu. Þar ólst Gísli upp til 12 ára aldurs að fóstra hans dó og heimilið leystist upp. Þá varð hann að hasla við að vinna fyrir sér. Ungl- ingsárin og lengi frameftir flækt- ist hann milli heimila norðan Breiðafjarðar, var horaður og klæðlítill að hans eigin sögn í skrifuðum minningum, ritað hans eigin hendi. Á þessum sífelldu vistaskiptum vandist Gísli öllum venjulegum störfum til lands og sjávar. Betur átti við hann land- vinna heldur en sjómennska. Einna best undi hann sér í Skálmardal hjá Guðmundi Einarssyni, var þar nokkur ár og eignaðist sínar fyrstu kindur, sem hann lét sér annt um, því fjárhirðir var hann ágætur. Á þessum árum réðst Gísli nokkrum sinnum að vetrar- lagi til fylgdar með hinum nafn- togaða landpósti, Sumarliða Guð- mundssyni frá Borg í Reykhóla- sveit, sem hafði póstferðir frá Bæ í Kríksfirði til Patreksfjarðar og Bíldudals. Var það slæm leið yfir Þingmannaheiði sæluhús- lausa. Gísla þótti gaman að minn- ast þessara ferða, það var líka til- breyting að kynnast slíkum kappa sem Sumarliði var. Fyrst kom Gísli í ísafjarðardjúp er hann réðst til kaupavinnu að Múla í ísafirði og síðar að Lauga- bóli. Á vetrum var hann fjárhirðir á Firði í Múlalsveit, alls 7 vetur hjá Þórði Jónssyni og Bergljótu Einarsdóttur. Þangað réðst hann fyrst sem unglingur í 2 ár að til- hlutan fóstra síns. Á Laugabóli kynntist Gísli konu sinni, Sigurborgu Bjarnadóttur. Hún er ættuð frá Skagaströnd við Margrjet Kjerulf — Minningarorð Fædd 20. febrúar 1905 Dáin 30. september 1982 Hún elsku amma okkar er dáin. Okkur systur setti hljóðar þegar okkur barst þessi harmafregn. Það var svo erfitt að trúa því að hún amma væri farin í burtu frá okkur. Við höfðum allar heimsótt hana aðeins nokkrum dögum áður og þá hafði ekkert virst óvenjulegt við heilsufar hennar. En svo var allt í einu klippt á lífsþráð hennar. Mikið söknum við hennar þegar við heimsækjum hann afa. Amma andaðist eftir aðeins 2ja daga legu á Landspítalanum þ. 30. septem- ber 1982. Hún fæddist í Brekkugerði í Fljótsdal og ólst þar upp. Hún var dóttir Jörgens heitins Kjerulfs og konu hans, Elísabetar Jónsdóttur, sem dó í hárri elli fyrir nokkrum árum. Amma var komin af Jörgen lækni Kjerulf á Brekku í Fljóts- dal, sem kom hingað til lands um 1820, ungur læknir frá Hafnar- háskóla, og gekk að eiga unga ekkju, Arnbjörgu Bjarnardóttur úr Gönguskörðum. Jörgen læknir var föðurbróðir Hálfdáns Kjer- ulfs, tónskáldsins norska. Jörgen Kjerulf, pabbi ömmu, var mjög hneigður til skáldskapar og orti mörg ljóðin um ævina sem hann tileinkaði börnum sínum og barnabörnum. Amma var næstelst ellefu systkina. Þau eru Eiríkur, búsett- ur á Seyðisfirði, Jóhanna, búsett í Brekkugerði í Fljótsdal, Jón, bú- settur í Holti undir Eyjafjöllum, Droplaug og Herdís, búsettar í Vallholti í Fljótsdal, Sigríður, Regína og Hulda, búsettar í Reykjavík, Una, búsett á Egils- stöðum, og Guðrún og Sigurður úr Reykjavík, en þau eru bæði látin fyrir nokkrum árum. Árið 1931 kom amma ásamt Guðrúnu heitinni systur sinni og móður til Reykjavíkur þar sem móðir hennar þurfti að leita lækn- inga. Amma starfaði síðan nokkur ár á Kleppsspítala en þá kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Ragnari Magnússyni í Dal við Múíaveg. Hófu þau stuttu síðar búskap og eignuðust börn sín tvö, Elísabetu og Magnús. Elísabet er gift Erlingi Sigurðssyni bíla- smíðameistara og eiga þau sex börn. Magnús er giftur Guðrúnu Þorbjörnsdóttur og eiga þau 4 börn. Barnabarnabarnabörnin eru 2. Amma og afi voru mjög ham- ingjusöm í græna grösuga Laug- ardalnum. Þar bjuggu þau bestu ár ævi sinnar með börnum sínum og barnabörnum. Þar var oft margmenni ættingja og nágranna og því oft glatt á hjalla. Við minnumst ömmu í Dalnum sem hæglátrar og ljúfrar konu sem var full af hlýju og góðsemi í garð allra. Alltaf gátum við leitað til hennar þegar eitthvað bjátaði á. Hún gætti okkar stelpnanna líka oft á tíðum. Hún var dul að eðlisfari og hlé- dræg, en ákaflega nægjusöm. Síðustu tuttugu ár ævi sinnar átti hún við sjúkdóm að stríða. En þrátt fyrir heilsubrest og margar spítalalegurnar barmaði hún sér aldrei og bar byrðar sínar í hljóði og af austfirskri þrautseigju, sem einkenndi ætt hennar. Þrátt fyrir veikindi sín þráði amma alltaf að vera heima hjá afa sem hugsaði um hana af mikilli alúð til hinsta dags. Guð gefi afa okkar styrk og styðji hann í sorg sinni og sökn- uði. Og blessuð sé minning ömmu okkar sem farin er á vit feðra sinna. feg fel í forsjá þína, («uð faðir, sálu mína, þ'í nú er komin nóti. (Im Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. Margrét Rós Erlingsdóttir, Jóhanna Gerða Erlingsdóttir, María Elsa Erlingsdóttir. Breiðafjörð. Þau hófu búskap á Bjarnastöðum í ísafirði 1941. En bjuggu þar ekki nema eitt ár, því Gísli réðst sem sauðfjárveikivörð- ur við girðinguna úr ísafirði í Kollafjörð í Barðastrandarsýslu og var við það í tvö ár. Þá hóf hann búskap til frambúðar fyrst á Brekku í Laugardal, sá eftir að fara þaðan, svo var flutt að Þið- riksvöllum í Strandasýslu vorið 1948 og búið þar í 6 ár. Þar undi Gísli sér vel við vaxandi hag. En niðurskurður sauðfjárins og heilsuleysi konunnar sem fór vax- andi, gerði það að verkum að breyta varð um bústað. Þá var flutt að Bakka í Hnífsdal og búið þar í nokkur ár. Síðar keypt hús í Hnífsdal við sjóinn, rekið þar hænsnabú, harðfiskgerð, rauð- magagerð og hákarlsverkun. Reyktur rauðmagi seldist vel og drýgði tekjurnar. Allt þetta bjást- ur gaf Gísla mikla lífsfyllingu. Hann seldi ekki nema góða vöru, var vandaður og orðheldinn í öll- um viðskiptum. Starfið var honum allt. Vanheilsa Sigurborgar, sem var umtalsverð í fleiri ár, lagði á Gísla þyngri byrðar heldur en almennt gerist en hann bar þær vel og reyndist í alla staði hugulsamur heimilisfaðir, reglusamur. Þau ólu upp fjögur börn sín, elst þeirra er Guðrún Kristín Sigurð- ardóttir en hana átti Sigurborg áður en þau Gísli tóku upp sam- búð. Hún býr í Neskaupstað og er gift Sveini Þórarinssyni og er þriggja barna móðir. Brynjólfur Gunnar fæddist á Bjarnastöðum, hann býr í Reykjavík og er kvænt- ur Sigrúnu Sigurðardóttur og er faðir sex barna. Bjarney Jóhanna býr á Tálknafirði með manni sín- um, Ólafi Þórðarsyni, og fimm börnum þeirra. Konráð er ógiftur, hefur haldið heimili með foreldr- um sínum og annast þau með sóma. Bjarney og Konráð eru fædd á Þiðriksvöllum. Með Gísla er genginn góður drengur sem leitaðist við að gera skyldu sína gagnvart öllu því sem honum var fyrir trúað. Hann brást ekki í því. Kynni okkar Gísla hófust sumarið 1945 er ég kom úr fyrstu bændaför okkar Vestfirð- inga norðan úr landi með 10 hesta, mest dráttarhestaefni. Gísli slóst í förina um stund og létti mér ferðalagið. Hann var oft orðhepp- inn og hitti í mark. Aldrei heyrði ég Gísla tala illa um nokkurn mann heldur færði allt til betri vegar og vorkenndi bágstöddum. Það er nú svo þegar vinir kveðja og tómleikinn blasir við þá hrann- ast upp minningar liðinna daga og samverustunda, en allar minn- ingar um Gísla eru þess eðlis að þær vekja hlýju og gamansemi lífsreynds manns, sem vildi landi sínu og þjóð velfarnað í hvívetna. Slíkum mönnum er gott að kynn- ast. Við þökkum Gísla samfylgd- ina og biðjum honum blessunar á ókunnum leiðum. Innilegar samúðarkveðjur send- um við hjónin konu hans, börnum þeirra og mökum. Fagrahvammi, Hjörtur Sturlaugsson. V^terkurog k3 hagkvæmur auglýsingamiöill! Næturgisting á góðu hóteli í London kostar aðeins 287 krónur og helgarfargjaldið er 4.405 krónur! HELGARFARGJÖLD FLUGLEIÐA til áfangastaða þeirra í Evrópu og Ameríku í vetur, gefa óendanlega möguleika til stuttra skemmtiferða í skammdeginu. Þú velur borgina, við aðstoðum við skipulagninguna og útvegum alla þjónustu sem með þarf, s.s. hótel og bílaleigubíla. Tökum London sem dæmi: HÓTEL Y: Þægilegt og gott hótel í miðpunkti verslunarinnar við Oxford- stræti: 3ja nátta helgarferð með gistingu í 2ja manna herbergi á Y kostar aðeins 5.266 kr. og 5 nátta ferð aðeins kr. 5.840. LONDON PENTA: Frábært hótel í miðju Knightsbridge verslunarhverf- Verð er miðað við gengi ís. krónunnar 20/10 "82 og fargjaldahækkun sem verður 1. nóv. n.k. inu, spölkom frá Harrods og Royal Albert Hall. 3ja nátta helgarferð með gistingu þar í 2ja manna herbergi kostar aðeins 5.581 kr. og 5 nátta ferö aðeins 6.365 krónur! BÍLALEIGUBÍLARNIR í London fást líka fyrir lítið eða frá 1300 krónum miðað við 3ja daga leigu, með ótakmörkuðum akstri, VAT-skattinum og tryggingum. Það er 325 kall á mann ef 4 eru um bílinn! EITT GETURÐU BÓKAÐ. Gamla góða London breytist stöðugt með tímanum, en hún heldur samt áfram að vera töfrandi borg, sem býður upp á góð hótel á hagstæðu verði. KANNAÐU MÁLIÐ FYRIR NÆSTU HELGI! FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.