Morgunblaðið - 02.11.1982, Síða 41

Morgunblaðið - 02.11.1982, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 45 VÉl?akandi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI r TIL FÖSTUDAGS ‘fwi/Mmrto'-UH'u ir Guð sagði, jörðin leiði fram lifandi skepnur hverja eftir sinni tegund og það varð svo.“ Nú er sú fregn farin að skjóta rótum að konan hafi verið sköpuð á undan manninum. Það væri svo sem ekkert athugavert við það, ef Biblían segði ekki hið gagnstæða. Líffræðingar hafa átt að kanna leyndardóma náttúrunnar í smá- sjá, og komist að þessu mishermi sköpunarsögunnar. Ekki ætti maður að vera andvígur rann- sóknum, ef þær eru ekki iðkaðar til þess að ætla að rýra sann- leiksgildi Ritningarinnar. Hvers vegna í ósköpunum má ekki trúa því sem þar stendur eins og ein- hverjum vísdómi sem sprettur upp á öllum mögulegum og ómögu- legum tímum, menguðum efa- semdum og vantrú? Ef Ritningin er lesin með réttu hugarfari til þess að fræðast og nærast and- lega, opnast fyrir manni undur- samleg veröld sem ekki er með höndum gjörð. Tökum sem dæmi fyrsta kafla sköpunarsögunnar. Það þarf neikvæðan kjark til þess að áræða að neita því að sá kafli er sem lýsandi stjarna á himni bók- menntanna, þótt ekki væri um neinn guðlegan innblástur að ræða. Það fyrsta, sem sagt er að Guð hafi talað, stendur þar: „Verði ljós. Og það varð ljós, og Guð greindi ljósið frá myrkrinu. Það varð nótt og það varð dagur.“ Ljós og myrkur eiga ekkert sam- eiginlegt. Guð talar og undrið skeður. Eitt af mestu undrum sköpunarinnar er maðurinn. Hann er stórkostlegt listaverk skapara síns. „Hvernig í ósköpunum stendur á þessari áráttu að vilja endilega vera apakyns?" Bjólfskviða og mannfræðin Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Alltaf þykir mér leiðinlegt að sjá þegar einhver hégómi birtist á prenti eins og varð um daginn, þegar próf. Kevin Kiernan í Kentucky fór að halda því fram að Bjólfskviða, djásn fornenskra bókmennta, væri ekki ort á 8. öld eins og talið hefur verið, heldur á dögum Knúts ríka (um 10301). Þetta er auðvitað stutt með tölvu- og tæknirökum — en miklu síður með sögu-, málfræði- og bragarmálsrökum. Enda hefði próf. Kiernan orðið hált á því svelli, því að þau rök færa kvæðið jafnan aftur á 8. öld. Og hinsvegar er svo margt líkt og sameiginlegt með skáldamáli Bjólfskviðu og skáldamáli Norður- landa, að sameiginlegur uppruni er jafnviss og þar sem tveir trjástofnar koma upp úr moldu hlið við hlið — þar er ein rót undir. Og þessi rót er föst í atburðum sem gerðust um 500 e.Kr., í Danmörku og Suður-Svíþjbð, á sögusviði Hleiðrufeðga, Óttars vendilkráku og annarra kappa, sem stíga fram úr gráma forneskjunnar og minna lifandi sálir á tilveru sína. Ég vona að Bjarni Guðnason og Óskar Halldórsson kveði niður þessa nýjustu tölvuvitleysu um fornar bókmenntir. Með því mundu þeir fylgja vel fordæmi átjándualdar-ís- lendingsins Gríms Thorkelíns, sem uppgötvaði raunar og skildi fyrstur að gagni Bjólfskviðu, á grunni ís- lenzkrar þekkingar, og færði engil- saxneskum þjóðum að gjöf, eins og segja mætti. En þær hafa síðan talið þetta kvæði til sinna mestu dýr- mæta. Vonandi eru tslendingar ekki dauðir úr öllum æðum enn, í miðri velsældinni. „Mikið geta skepnur verið ódáms- legar,“ sagði Þorsteinn Björnsson úr Bæ, guðfræðingur, og átti hann þar við mannskepnur — en þó var ekki laust við velþóknunarblæ á þessum orðum hans, því hann var vinur mannlífsins. „Mikið geta ritskussar verið hroðalegir í orðbragði," hugs- aði ég þegar ég las árásargrein Jör- undar Jóhannssonar í Velvakanda um daginn á hendur „bændum fyrir austan fjall“. Hann segir, með full- um áherzluþunga, að þeir ætli að stofna „helvíti á jörðu“, með tilstyrk „myrkraafla“. Minna mætti nú gagn gera. En skringilegust er þó erfða- fræði hans, byggð á húðarefnunum melanín og karótín, og telur hann allan mun á kynstofnum þjóða byggjast á þessum efnasamböndum. Aðeins liturinn greinir kynstofna að, segir hann, ekkert annað. En ég segi nú eins og maðurinn í strætisvagn- inum: „Viljið þér ekki heyra röddina Iíka?“ Þessa fjölbreyttari stefnu í erfða- fræði hygg ég að „bændur fyrir aust- an fjall“ og fjölmargir aðrir muni viðurkenna. En raunar er dæmið um metanín og karótín dálítið athyglis- vert varðandi það, hve frumstæðum áróðursaðferðum hefur verið beitt gegn þekkingu á mannfræði. Jörund- ur er eitt af fórnarlömbum áróðurs- ins.“ meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480 Músíkinni beitt svip- aÖ og greinarmerkjum Gamall sjóari skrifar 26. október: „Velvakandi góður. Ég get nú ekki lengur orða bundist vegna þess hvimleiða ósiðar sem tekinn hefur verið upp í útvarpinu, þ.e.a.s. að orð- ræða flytjenda er sífellt trufluð og sundur slitin af músík, sem er nú beitt svipað og greinar- merkjum í ritmáli. Það er orðið sama, hvort um er að ræða fréttir eða fræðslu- þætti. Sífellt dynur músík í eyr- um manns, og fremur einlit, oftast popp eða jazz. Og alltaf er stillt á hæsta skala og haft svo þétt að vita vonlaust er að ætla sér að draga niður í þessum ósköpum. Maður hefur bókstaf- lega ekki við. Fyrir skömmu voru fluttir þættir sagnfræðilegs efnis, sem voru áhugaverðir, þó að stiklað væri á stóru, ef ekki hefði verið fyrir músíkina. Ég gafst upp við að hlusta. Eins fór um þáttinn um Marx og Lenin í gærkveldi. Mér hefði þó fundist að þeir sem hafa þá fyrir sinn guð hefðu mátt fá sálmana sína fyrir og eftir prédikun, eins og tíðkast við messu. Annars er ég tiltölulega ánægður með útvarpið, en ég vil hafa talað orð og músík aðskilið, svo að maður geti lokað fyrir það sem manni fellur ekki. Og að síðustu: Látið þið í útvarpinu okkur hlustendur fá hann Pétur aftur og það strax.“ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvadeina, sem hugur þeirra stendur til — eda hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga ti) föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Rétt er að segja: ödru hverju. Þetta er þágufall hvorugkyns af annar hver, sem merkir: sérhver annar; öðru hverju merkir því: sérhverju öðru (sinni), þ.e. annað veifið. Við skulum ekki vera í neinum vafa um hvar úrvalið er mest og hvar best er að versla ÞU ÞARFT EKKI AÐ FARA ANNAÐ BVS6A6N&BÖLLIN atuMHOnM jo • iio mmuAvtK ■ oi-onoo og tuto uvbswomsh Oltkar pakkar og —odtr hvart A land am ar. I atma 91-81410 taarAu upptyalngar um varft, 0aaAJ og afborgunarkjör

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.