Morgunblaðið - 02.11.1982, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.11.1982, Qupperneq 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 Alþjóðaskákkeppni flugfélaga: Flugleiðamenn sigr- uðu með 25,5 vinninga FLUGLEIÐAMENN sigruðu á al- þjóðaskákmóti fluf'félaga, sem hald- ið var í Tampa i Bandaríkjunum i síðustu viku, en alls tóku lið frá 22 flugfélögum þátt í skákmótinu. Flugleiðamenn fengu 25,5 vinn- inga af 32 mögulegum. I öðru sæti var sveit frá brasilíska flugfélag- inu Varig með 22 vinninga og í þriðja sæti kom sveit pakistanska flugfélagsins Pakistan Inter- national með 21 vinning. í sveit Flugleiða voru þeir Elvar Guðmundsson, Björn Theódórs- son, Hörður Jónsson og Hálfdán Hermannsson. Flugleiðamenn sigruðu Aer Lingus 4—0, KLM 4—0, Lufthansa 4—0, British Airways 4—0, Singa- pore Airlines 3—1, Aviaco 3—1. Sveitin gerði jafntefli við Pakist- an International 2—2 og tapaði fyrir Varig með 1 1/2—2 1/2. Jafnhliða sveitakeppninni fór fram einstaklingskeppni farar- stjóra og fleiri aðila. Þar sigraði Flugleiðamaðurinn Andri Hrólfs- son, sem var fararstjóri hópsins. í þriðja sæti í einstaklingskeppn- inni var Frímann Benediktsson. Nýja Akraborgin bundin við bryggju á Akranesi. Hún hefur næstu daga að nýju siglingar á milli Akraness og Reykjavíkur eftir mánaðarstöðvun vegna vélarbilunar. MoreunhiaðiA/ HBj. Nýja Akraborgin aftur í gagnið næstu daga Andri Hrólfsson, t.v., sigurvegari í einstaklingskeppninni, og Björn Theó- dórsson með farandgripinn góða. Akureyri: Eldur í Slippstöðinni Akureyri, I. november. SLÍÍKKVILIÐ Akureyrar var kvatt í járnsmíðaverkstæði Slipp- stöðvarinnar i dag, klukkan 15.45, en þar logaði eldur í plasteinangrun í vegg. Verið var að logsjóða járnbita í veggnum, er neisti fór í einangrun- ina og kveikti í henni. Eldur var nokkuð bráður, en var slökktur á fáeinum mínútum. Skemmdir munu hafa orðið litlar. — Sv.P. NÝJA Akraborgin sem legið hefur við bryggju á Akranesi vegna viðgerðar, hátt í mánuð, verður tekin í notkun að nýju einhvern næstu daga, eða jafnvel í dag, að sögn Helga Ibsen, fram- kvæmdastjóra Skallagríms hf., út- gerðarfélags Akraborgar. Ilelgi sagði að í byrjun síðasta mánaðar hafi við skoðun komið í Ijós að brotnar voru slífar í báðum vélum skipsins og hefði síðan verið unnið að því að skipta um þær. Aðspurður sagði Helgi, að út- gerðarfélagið væri með þetta mál í athugun en þeir hefðu m.a. gert kröf- ur á hendur seljanda skipsins varð- andi þessa bilun svo og ýmislegt ann- að sem í óstandi hefði verið. Gamla Akraborgin hefur verið í förum milli Akraness og Reykjavík- ur á meðan á viðgerð nýju Akra- borgarinnar stóð. Hefur það því komið sér vei að hún er óseld ennþá. Helgi sagði að hún væri til sölu og hefðu komið fyrirspurnir um hana en engin alvara hefði verið í því enn sem komið væri. Aðspurður hvort rætt hefði verið um að selja hana hér innanlands sagði Helgi að þeir Stokkseyri: Allabúð brann til kaldra kola Stokk.seyri, I. nóvember. ALLABÚÐ brann til kaldra kola hér í gærkvöldi og er húsið talið ónýtt, auk þcss sem allur lager verzlunarinnar brann. Fjárhagslegt tjón er því mikið, en þess ber að geta, að bæði hús og lager voru tryggð. Hús það sem verzlunin var til húsa í, var byggt um aldamótin, en síðan var byggt við það og gerðar á þvi ákveðnar endurbætur. Eldsupptök er ennþá ókunn, en unnið er að rannsókn málsins hér um þessar mundir. — Steingrímur. Dettur í hug að bókin skaði verka- lýðsforystuna en styrki hreyfinguna — segir Guðmundur Sæmundsson um nýútkomna bók sína um innviði verkalýðshreyfingarinnar „MÉR dettur það mjög fastlega í hug að þessi bók muni skaða verkalýðs- forystuna, en um leið styrkja verka- lýðshreyfmguna, því núverandi for- ysta hennar stendur raunverulegum hagsmunum hennar fyrir þrifum,“ sagði Guðmundur Sæmundsson á blaðamannafundi i gær, er hann kynnti nýútkomna bók sína. „Ó, það er dýrlegt að drottna" nefnist bókin, og ber undirtítilinn „Kennslubók fyrir verkalýðsformenn — með verk- efnum“. Höfundur gefur bókina út sjálfur, þar eð Bókaútgáfan Örn og Órlygur treysti sér ekki til að standa að útgáfunni eftir að handrit og myndir lágu fyrir frá hendi höfundar. Blaðamannafundurinn í tilefni útkomu bókarinnar var haldinn í iill ll l Miei ti\l liLlunitLil l GUOMUNOUR SÆMUNOSSON rútubíl fyrir utan höfuðstöðvar Al- þýðusambands Islands í gær, og átti fundarstaðurinn að vera táknrænn fyrir það að Guðmundi og öðrum „óbreyttum" launþegum væri þar haldið í hæfilegri fjar- lægð. Bókin er prentuð í 2.100 ein- taka upplagi, hún er sett og filmu- unnin í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar á Akureyri, prentuð hjá G. Ben. í Reykjavík og bundin í Arn- arfelli í Reykjavík. Um bókina segir svo m.a. í frétt- atilkynningu sem dreift var á blaðamannafundinum í gær: „Bókin fjallar um verkalýðs- hreyfinguna, enda er undirtitill hennar „kennslubók fyrir verka- lýðsformenn — með verkefnum". Á meinhæðinn hátt tekur höfundur fyrir ástandið innan hreyfingar- innar, valdasamþjöppunina og lýð- ræðisskortinn. Eða eins og segir í mottói bókarinnar sem eignað er ókunnum verkalýðsformanni: „Ó, það er dýrlegt að drottna draumur sá er mér kær að ráða meiru og meiru meiru í dag en í gær.“ Bókin er byggð upp sem kennslu- bók, þar sem höfundur setur sig inn í hugsanagang og aðferðir for- ystumannanna og veitir áhugasöm- um „nemendum" — metorðasjúk- um upprennandi verkalýðsleiðtog- um — innsýn í málin. Þessum al- menna „kennslutexta" fylgja margs konar ítarlegar upplýsingar og dæmi um einstaka forystumenn og félög sem höfundur telur hafa staðið sig vel í valdasöfnuninni. Titlatog og bitlingafjöldi einstakra foringja er vel tíundaður. Bókinni fylgir geysilegur fjöldi Ijósmynda, samtals hátt á fjórða hundrað. Sumar þessara mynda eru úr raunveruleikanum, aðrar leiknar. En allar eru þær óhjá- kvæmilegur hluti bókarinnar og gefa ýmsar upplýsingar sem text- inn þegir um. Aðalljósmyndari bókarinnar er Kristján Ingi Ein- arsson. I lok hvers kafla eru verkefni ætluð áhugasömum „nemendum". Og til þess að bókin gagnist leið- togum verkalýðsins sem best, er ætiast til að réttar lausnir séu sendar skrifstofu ASÍ. Auk þess að fjalla um verka- lýðsforystuna fjallar bókin einnig um viðsemjendur þeirra, hinar ýmsu tegundir atvinnurekenda — einkaframtakið í Vinnuveitenda- sambandinu — samvinnurekstur- inn í SIS — opinberan rekstur embættismannavaldsins og um umsvif erlendra aðila í íslenskum atvinnurekstri. Stjórnmálaflokk- arnir og armar þeirra eru teknir á beinið og afgreiddir. Öllu þessu viðbótarefni er ætlað að veita áhugasömum „nemendum" þá heildarsýn sem verkalýðsforystan leggur svo mikið upp úr um þessar mundir." hefðu boðið Breiðfirðingum hana, en þeir vildu frekar fá nýtt skip og ekkert virtist ætla verða af því að hún færi þangað. Helgi sagði að ekki væri grundvöllur fyrir því að gera út 2 ferjur á milli Akraness og Reykjavíkur nema yfir hásumarið og borgaði það sig engan veginn að halda skipinu úti fyrir þetta stutt- an tíma. Hbj. ÍSALrdeilan: Ekkert þokaðist SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu fs- lenzka álfélagsins og starfsmanna hjá sáttasemjara stóð yfir i gærdag, án þess að neitt þokaðist í samkomulagsátt, en eins og skýrt hefur verið frá, hafa verkalýðsfélög- in níu í Straumsvík boðað verkfall frá og með 5. nóvember nk., hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tima. Samningar aðila runnu út um síðustu mánaðamót, en viðræður fóru ekki alvarlega af stað fyrr enn fyrir liðlega viku. Málinu var þá fljótlega vísað til Ríkissátta- semjara og er það í fyrsta sinn, sem slíkt er gert. Krafa verkalýðsfélaganna í sameiningu er sú, að fá 18% grunnkaupshækkun, en síðan komi til flokkatilfærslur og aðrar breytingar hjá einstökum félög- um. Næsti samningafundur aðila hefur verið boðaður í dag klukkan 14.00 hjá Ríkissáttasemjara. LJtau.: KrMján Eiun». Guðmundur Sæmundsson með bók sina fyrir utan bílinn þar aem blaðamanna- fundurinn var haldinn i gær; fyrir framan höfuðstöðvar Alþýðusambands íslands.. Hlíf segir upp samning- um frá 1, des. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnar- firði hefur sagt upp kaupliðum kjara- samnings félagsins og vinnu- veitenda frá og með 1. desember nk., að sögn Hallgríms Péturssonar, formanns félagsins. „Við teljum eðlilegt og sjálfsagt, að hafa samninga lausa, þegar ástandið er eins og í dag, mikil óvissa og mikil kjaraskerðing fyrirhuguð um mánaðamótin," sagði Hallgrímur Pétursson ennfremur. Að sögn Hallgríms Péturssonar eru félagar Hlífar hátt í 800 tals- ins, en hluti þeirra starfar hjá ISAL og eru því þegar með lausa samninga og hafa reyndar boðað verkfall frá og með 5. nóvember nk. hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.