Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 32
85 43
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982
NÓATÚNI 17 - SÍMAR 1-72-60 & 1-72-61
Hálfir nautaskrokkar
1. flokkur 72 kr. kg.
Hálfir svínaskrokkar
79 kr. kg.
Innifalið: Skurður,
hökkun, pökkun og
merking.
I_____.NÓATÚN___________I
SIEMENS
Einvala lið:
Siemens- heimilistækin
Úrval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem
hvert tæki leggur þér liö viö heimilisstörfin.
Öll tæki á heimiliö frá sama aöila er trygging þín
fyrir góöri þjónustu og samræmdu útliti.
SMITH & NORLAND HF.
NÓATÚNI 4, SÍMI 28300.
Blaöburöarfólk
óskast!
yyV$
I
Austurbær
Lindargata 39—63.
Laugavegur 1—33.
Þingholtsstræti
Freyjugata 28—49
Úthverfi
Klapparás
Vaka gefur út 14 bækur
... og þrír kunnir
Vaka gefur líka út bækur eftir
þrjá rithöfunda, sem löngu eru
landskunnir fyrir bækur sínar.
Gunnar M. Magnúss hefur tekið
saman bók með þjóðlegum fróð-
leik. Bókin heitir Ingimundur
fiðla og fleira fólk og eru í henni
fimm heimildaþættir um þjóðlíf
og mannleg örlög. Ég læt það
bara flakka heitir bók eftir
Hugrúnu Filippíu Kristjánsdótt-.
ur — og geymir bókin minningar
frá uppvaxtarárum höfundar í
Svarfaðardal. Óskasteinninn er
svo aukin og endurskoðuð útgáfa
Ármanns Kr. Einarssonar af
bókinni Óskasteinninn hans Óla,
sem kom fyrst út fyrir röskum
tuttugu árum.
Skopsögur og
tómstundabækur
Vaka byrjar nú útgáfu á ís-
lenzkum skopsögum með bók,
sem heitir Krydd í tilveruna og
ber undirtitilinn íslenzkar skop-
sögur og annað spé. Þeir Axel
Ammendrup og Ólafur Ragnars-
son hafa tekið efnið saman.
Þrjár nýjar tómstundabækur
koma út hjá Vöku. Leikir fyrir
alla heitir bók sem Sigurður
Helgason hefur þýtt og staðfært.
Þrautir fyrir börn heitir önnur,
sem Guðni Kolbeinsson hefur
Úrval af greinum, ræðum og erind-
um dr. Gunnars Thoroddsen, for-
sætisráðherra, kemur nú út til
framhalds á viötalsbók þeirri, sem
Vaka gaf út í fyrra.
Gunnar M. Magnúss hefur tekið
saman bók með fimm heimilda-
þáttum um íslenzkt þjóðlíf og
mannleg örlög.
þýtt og staðfært. Þriðja tóm-
stundabókin er svo 555 gátur,
sem Sigurveig Jónsdóttir hefur
þýtt og staðfært.
Tvær þýddar
Vaka gefur út bókina Ráðherr-
ann og dauöinn eftir Bo Balder-
son í þýðingu Guðna Kolbeins-
sonar. Höfundurinn er sænskur,
en Balderson er höfundarnafn og
hafa böndin m.a. borizt að Olof
Palme, forsætisráðherra, um að
hann sé höfundur bókarinnar.
Valkyrjuáætlunin heitir bók
eftir bandaríska blaðamanninn
Michael Kilian og gerist sagan
að mestu leyti á íslandi. Axel
Ammendrup þýddi bókina.
BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur sent
Morgunblaðinu fréttatilkynningu
um útgáfubækur sínar nú fyrir jól-
in, sem eru fjórtán talsins, og eru
níu þeirra eftir íslenzka höfunda.
Bréfin hans Þórbergs heitir bók
með áður óbirtum bréfum Þór-
bergs Þórðarsonar, sem hann
skrifaði tveimur vinkonum sín-
um; þeim Lillu Heggu og Biddu
systur, sem komu við sögu í
Sálminum um blómið. Hjörtur
Pálsson, dagskrárstjóri, hefur
tengt bréfin saman með ýmsum
upplýsingum og skýringum og
hann hefur einnig ritað inngang
að bókinni. „Hér er ekki um að
ræða nein venjuleg sendibréf,"
segir í fréttatilkynningu útgef-
anda, „heldur fjallar Þórbergur í
þeim um allt milli himins og
jarðar, sálfan sig og aðra, póli-
tík, þjóðfélagsmál og framlífið,
svo nokkuð sé nefnt."
Frelsi að leiðarljósi nefnist bók
með úrvali úr greinum, ræðum
og erindum dr. Gunnars Thor-
oddsen, forsætisráðherra, og
hefur Ólafur Ragnarsson valið
efnið í samráði við Gunnar. I
fyrra gaf Vaka út viðtalsbók
Ólafs við Dr. Gunnar Thor-
oddsen og segir í fréttatilkynn-
ingunni, að þessi bók sé eins
konar framhald af hinni.
Áður óbirt bréf Þórbergs Þórðar-
sonar koma út hjá Vöku fyrir jólin,
en bréfin skrifaði Þórbergur til
Lillu Heggu og Biddu systur.
I*rír nýir rithöfundar
Vaka gefur út bókur eftir þrjá
nýja rithöfunda. Jón Ormur
Halldórsson, aðstoðarmaður for-
sætisráðherra, sendir frá sér
skáldsögu, sem nefnist; Spámað-
ur i föðurlandi. Eftir Sæmund
Guðvinsson, fréttafulltrúa,
koma út eins konar dagbókar-
brot, sem nefnast; Við skráargatið
og þriðji nýi höfundur Vöku er
Guðni Kolbeinsson, en hans bók
heitir Mömmustrákur og er saga
fyrir börn á öllum aldri.
Guðni Kolbeinsson er höfundur
einnar bókar Vöku og hann hefur
einnig þýtt tvær.
Norrænir verktakar þinga í Reykjavík
NÝLEGA héldu verktakar á Norður-
löndum fund í Reykjavík en verk-
takasambönd á Norðurlöndum hafa
með sér óformlegan félagsskap sem
heldur jafnaðarlega fundi einu sinni
á ári, segir í fréttatilkynningu frá
Verktakasambandi íslands.
Til fundarins mættu 25 erlendir
þátttakendur ásamt mökum.
Helstu umræðuefni voru: vinnu-
vernd, rannsóknir á sviði verk-
takaiðnaðar, laun verkstjóra og
stjórnanda með hliðsjón af fram-
leiðslu, verktakastarfsemi ein-
stakra verktaka á hinum Norður-
löndunum og atvinnuleysi í verk-
takaiðnaði, — Hvað gera pólitík-
usarnir? — Hvað geta verktakarn-
ir gert?
Mjög gagnlegar umræður voru
um þessi málefni og hafa verktak-
ar skipst á skoðunum á hreinskil-
inn hátt meðal annars um starf-
semi verktaka á öðrum Norður-
löndum en nú starfa t.d. í Norður-
Noregi sænskir og finnskir verk-
takar en Norðmenn eru mótfallnir
þeirri starfsemi m.a. vegna undir-
boða.
Fulltrúi sænska verktakasam-
bandsins hélt erindi um vinnu-
vernd í Svíþjóð þ.e. „Bygghálsan".
Atvinnurekendur þar taka veru-
legan þátt í stjórnun og starfsemi
þessara stofnana.
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, bauð þátttakendum í
heimsókn til Bessastaða meðan á
fundinum stóð. Er óhætt að segja
að forsetinn hafi haft veruleg
áhrif á gestina og kynnt land og
þjóð betur en»jiokkur annar gerði
meðan á fundinum stóð. Erlendu
gestirnir afhentu forsetanum for-
láta gjöf í móttökunni.
Norrænir verktakar afhenda forseta íslands gjöfina, sem getið er um í
meðfylgjandi frétt.