Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 24
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982
Matthías A. Mathiesen:
Hver er stjórnarstefti-
an í vaxtamálum?
Formaöur Framsóknarflokksins sjávarútvegsráðherra, varaformaður-
inn formaður Seðlabankastjórnar og ritarinn bankamálaráðherra
sem hinum venjulega launa-
manni eru boðin upp á.
Vinnuveitandi, sem fær af-
urðalán með hagstæðum kjör-
um, hefur hinsvegar, sagði
Kjartan, möguleika á að leggja
þá fjármuni, sem hann þannig
fær, inn á vexti og verðtrygg-
ingu, sem færir honum drjúgan
ágóða. Hér ér opnuð leið til
svikamyllu.
Öðru máli gegnir með hinn
almenna húsbyggjanda. Þar
dugar ekki einungis umdeild
lánskjaravísitala, heldur bygg-
ingavísitala, þegar lánakostnað-
ur er út reiknaður, enda óhag-
stæðasta vísitalan fyrir greið-
andann.
Matthías Á. Mathiesen bar
fram í Sameinuðu þingi í gær
fyrirspurnir til þriggja ráð-
herra: viðskiptaráðherra,
fjármálaráðherra og sjávarút-
vegsráðherra, vegna ummæla
þeirra i fjölmiðlum varðandi
vaxtahækkun, sem Seðla-
banki íslands hefur ákveðið í
samráði við bankaráð og rík-
isstjórn. Matthías sagði m.a.,
að tillögur Seðlabanka hefðu
verið fram settar í ágústmán-
uði sl. en það hefði ekki verið
fyrr en í síðustu viku sem rík-
isstjórnin hafði tíma til að
fjalla um þær og láta í Ijósi
skoðun sína með eftirmálum
ráðherra í fjölmiðlum, sem
væru einsdæmi við afgreiðslu
vaxtabreytinga.
Formaður og
varaformaður
Framsóknarflokks
Matthias Á. Mathiesen (S)
vitnaði til ummæla Steingríms
Hermannssonar sjávarútvegs-
ráðherra í sjónvarpi, þess efnis,
að stefna Seðlabanka í vaxta-
málum myndi leiða til greiðslu-
þrots fjölda einstaklinga og
fyrirtækja. Ráðherra hefði
skýrt svo frá, að bæði Lands-
banki og Útvegsbanki greiddu
Seðlabanka 265% refsivexti á
ári og að vaxtabreytingin þýddi
200—250 m.kr. viðbótarútgjöld
fyrir útflutningsatvinnuvegina.
Þessi útgjaldaaukning þýddi, að
dómi Þjóðhagsstofnunar, 10%
gengissig. Formaður Framsókn-
arflokksins lýsti sig andvígan
þessari vaxtahækkun, en það er
einmitt Halldór Ásgrímsson
varaformaður Framsóknar-
flokksins sem er formaður
bankaráðs Seðlabankans og rit-
ari flokksins, Tómas Árnason,
sem fer með bankamál í ríkis-
stjórninni, og ákvörðun Seðla-
bankans var að lokum skv. til-
lögu hans frá ríkisstjórnar-
fundi, eins og fram kom í út-
varpsviðtali við hann sl. föstu-
dag“.
Spurningar til
þriggja ráðherra
Hvað er að gerast, spurði
Matthías, þegar ráðherrar og
bankastjórn Seðlabanka skipt-
ast á orðsendingum í ríkis-
fjölmiðlum um vaxtastefnuna, á
meðan við blasir stöðvun at-
vinnuveganna og ríkisstjórnin
heldur að sér höndum í stað
þess að tryggja rekstrargrund-
völl þeirra. Síðan lagði hann
svohljóðandi spurningar fyrir
ráðherra:
• Spurningar til viðskiptaráð-
herra: 1) Ber að skilja breyt-
ingatillögu viðskiptaráðherra
sem tillögu ríkisstjórnarinnar í
vaxtamálum? 2) Vóru allir ráð-
herrar ríkisstjórnarinnar sam-
mála þeim breytingartillögum
sem viðskiptaráðherra lagði til
við Seðlabanka íslands? 3)
MslthíaN
Tóma.s
Kagnar Steingrímur Svavar Vilmundur
Kjarlan
Hvers vegna dróst svo mjög hjá
ríkisstjórninni að taka afstöðu
til tillagna Seðlabankans frá
því í ágústmánuði? 4) Hvenær
má búast við afgreiðslu ríkis-
stjórnarinnar og afstöðu Seðla-
bankans varðandi afurðalána-
vexti?
• Spurningar til sjávarútvegs-
ráðherra: 1) Telur sjávarútvegs-
ráðherra að vaxtahækkun sú
sem áformuð hefur verið í sam-
ráði við ríkisstjórnina muni
valda svo miklum útgjaldaauka
hjá fiskveiðiflotanum og fisk-
vinnslunni, að hætta sé á
rekstrarstöðvun? 2) Hver er af-
staða sjávarútvegsráðherra til
tillagna Seðlabanka íslands um
hækkun vaxta á endurkeyptum
afurðalánum útflutningsat-
vinnuveganna? 3) Er sjávarút-
vegsráðherra kunnugt um að
við siðustu fiskverðsákvörðun
hafi verið gert ráð fyrir þeim
vaxtakjörum sem nú hafa verið
ákveðin, eða telur hann að með
því gengissigi, sem verið hefur
að undanförnu, sé fyrir þeim
viðbótarútgjöldum séð, sem út-
flutningsatvinnuvegirnir verða
fyrir?
• Spurningar til fjármálaráð-
herra: 1) Má skilja ummæli í
ríkisútvarpinu frá því á laug-
ardag á þann veg, að hann sé
ekki sammála vaxtabreytingum
þeim sem Seðlabankinn hefur
ákveðið í samráði við ríkis-
stjórnina? 2) Hver er afstaða
fjármálaráðherra til þeirra til-
lagna Seðlabankans, sem fyrir
ríkisstjórn liggja um hækkun
vaxta á endurkeyptum afurða-
lánum?
Svör Tómasar
Arnasonar
Tómas Árnason bankaráðh-
erra hóf mál sitt með því að lesa
þau ákvæði laga, sem varða
vexti, og lagaákvæði um verð-
tryggingu sparifjár og innlána.
Mátti á máli ráðherra skilja, að
Seðlabanki hefði ákvörðunar-
vald um almenna innláns- og
útlánsvexti með samráði en
ekki endilega samþykki ríkis-
stjórnar, en í lögum nr. 13 frá
1979, en gæfi hinsvegar út,
„hvaða reglur skuli gilda um
rekstrar- og afurðalán atvinnu-
veganna, að fengnu samþykki
ríkisstjórnarinnar".
Það er ekkert leyndarmál,
sagði ráðherra, að tregða var í
ríkisstjórninni gagnvart vaxta-
hækkun, sem er skýringin á því,
hvaða tíma málin hafa tekið. Ég
óskaði eftir könnun á því, sagði
ráðherra, sem fram fór á vegum
Seðlabankans, hvort ná mæt.ti
Steingrímur
Hermannsson:
Seðlabankinn
ákvarðar afurða-
lánavexti, án laga-
heimildar.
Tek málið upp
í ríkisstjórn
þeim markmiðum, sem að er
stefnt með vaxtahækkun, eftir
öðrum leiðum, verðtryggingar-
leiðum, en svo reyndist ekki
vera. Sl. fimmtudag var málið
rætt seinast í ríkisstjórninni.
Ég gerði þá ekki tillögu um mál-
ið, heldur lét bóka, að það væri
nauðsynlegt að ræða nánar um
afurðalán til atvinnuveganna,
áður en frekari ákvarðanir
væru teknar, að ríkisstjórnin
beindi þeim tilmælum til Seðla-
banka, að vægilega verði farið í
hækkun vaxta, að rækilega verði
athugaðar allar tiltækar leiðir
til að draga úr viðskiptahalla.
Það er stefna ríkisstjórnar-
innar, sagði ráðherra, að fara
varlega í vaxtahækkanir, en
gæta þess þó að ekki skapaðist
of mikið misræmi í vaxta- og
verðtryggingarmálum.
Svör Ragnars Arnalds
Ragnar Arnalds fjármála-
ráðherra sagðist alls ekki sáttur
við vaxtahækkun Seðlabankans,
hvorki að efni né formi til. Mér
komu þessar ákvarðanir á
óvart, enda hafði ráðherra-
nefnd, sem fjallaði um málið,
ekki lokið störfum. Ég vefengi
ekki lagalegan rétt banka-
stjórnar til ákvörðunarinnar og
vissulega má til sanns vegar
færa, að samráð hafi verið haft
við ríkisstjórnina, þótt augljóst
sé að ríkisstjórnin hafði ekki
sagt sitt síðasta orð þegar
ákvörðun var tekin.
Hvað varðar spurningu MÁM,
hvort ég sé því samþykkur, að
afurðalán verði verulega hækk-
uð, í samræmi við tillögur
bankaráðsins, þá er því til að
svara, að ég er ekki reiðubúinn
til þess að taka afstöðu til þeirr-
ar spurningar á þessu sigi, en
tel nauðsynlegt að kanna, hver
kostnaðaraukinn sé og hvernig
ætlunin sé að mæta honum.
Ráðherrann fjallaði síðan um
mismun á þróun lánskjaravísi-
tölu og launaþróun og vitnaði til
ályktunar þingflokks Alþýðu-
bandalagsins um það efni.
Svör Steingríms
Hermannssonar
Steingrímur Hermannsson
sjávarútvegsráðherra sagði
m.a. að bankaráð Seðlabanka
hefði tekið ákvörðun um af-
urðalánavexti, án lagaheimildar
að hans mati, og myndi hann
taka það mál upp í ríkisstjórn á
þriðjudag.
Ráðherra sagði lánastöðu
sjávarútvegsins í september
hafa verið 2.432 m. kr., þar af
afurðalán u.þ.b. 1.500 m. kr., en
líkur bendi til 200 m. kr. út-
gjaldaaukningu í sjávarútvegi
vegna þessara breytinga, en
300—350 m. kr. hjá útflutnings-
atvinnuvegum sem heild. Hvort
þetta leiðir til rekstrarstöðv-
unar, eins og um er spurt, fer að
sjálfsögðu jafnframt eftir þeim
útlánareglum sem koma við
sögu, en ég hygg þó, að fram-
kvæmd þessarar stefnu hljóti
að leiða til þrots hjá ýmsum
fyrirtækjum. Ráðherra fjallaði
og um refsivexti Seðlabanka
gagnvart viðskiptabönkum,
sem, þegar allt væri reiknað,
vextir ofan á vexti, næmu 269 af
hundraði á 12 mánuðum, en
bæði Landsbanki og Útvegs-
banki væru mjög nálægt þessu
efsta þrepi refsivaxta nú.
Mér er Ijóst að ekki er rétt,
sagði ráðherra, að hafa of mik-
inn mun á afurðalánum og öðr-
um útlánum. Lágir vextir á af-
urðalánum þýða tilfærslu á
fjármunum til atvinnuveganna,
en slík tilfærsla kann þó að vera
nauðsynleg á stundum, og flest-
ar þjóðir, sem ég þekki til, eru
með einhverja slíka tilfærslu.
Þegar fiskverð var síðast ákveð-
ið var ekki tekið mið af vaxta-
hækkunum, sem nú er um rætt,
heldur 29 af hundraði af afurða-
lánum.
Steingrímur taldi rétt að
endurskoða nú þegar útreikn-
ingsreglur á lánskjaravísitölu,
sem væri byggð á framfærslu-
vísitölu og byggingavísitölu, 3
mánuði aftur í tímann og 3
mánuði fram í tímann, sem ekki
gilti um aðrar vísitölur, enda
stæðust þessar reglur ekki til
frambúðar.
Hundrað krónur
verða að áttatíu
á 12 mánuðum
Kjartan Jóhannsson (A) sagði
m.a., að 100 krónur, sem launa-
maður legði til vörzlu í banka-
kerfið í upphafi árs, yrðu að 80
krónum í lok þess, eins og vöxt-
un fjármagns og verðlagsþróun
hefði orðið. Þetta eru þau kjör
Það er siðferðileg skylda
bankakerfisins, að skila spari-
fjáreigandum, sagði Kjartan,
sömu verðmætum og það tekur
við til vörzlu.
Ef atvinnuvegirnir fara í
strand, án þess að sparifjáreig-
endur séu hlunnfarnir, ber það
aðeins vott um ranga efnahags-
stefnu ríkisstjórnarinnar.
Raunvaxtastefna
Alþýðuflokksins
sprungin
Svavar Gestsson félagsmála-
ráðherra sagði m.a. að raun-
vaxtastefnan, sem Alþýðuflokk-
urinn hefði knúið í gegn á sín-
um tíma, væri gengin sér til
húðar. Alþýðubandalagið vill
binda vaxtaákvarðanir við
þróun launa í landinu.
Félagsmálaráðherra sagðist
eindregið vilja láta fara fram
endurskoðun allra laga um pen-
ingamál og breyta þeim laga-
ákvæðum, sem varða vald
Seðlabankans til að ákvarða
vexti. Þá þyrfti og að endur-
skoða ákvæði Ólafslaga um
vexti. Vonandi kemur stjórnar-
frumvarp um þessi efni áður en
langt um líður, sagði ráðherr-
ann. Mesta hættan felst þó e.t.v.
í hinum nýju útlánareglum
Seðlabankans, sagði Svavar að
lokum.
Ríkisstjórn
sem er strönduð
Vilmundur Gylfason (A) sagði
m.a. að það væri ríkisstjórnin,
ekki raunvaxtastefnan, sem
væri strönduð. Raunvaxtastefn-
an hefur einfaldlega aldrei ver-
ið framkvæmd, sagði hann. Það
er ekki pólitískt eða efnahags-
legt, heldur siðferðilegt atriði,
sem gerir það nauðsynlegt, að
bankakerfi skili sparifjáreig-
endum sömu verðmætum, er
þeir taka sparifé sitt út, og þá
er þeir lögðu það inn. Vilmund-
ur sagði að Tómasar Árnasonar
yrði helzt minnst sem banka-
ráðherra varðandi Ólafslög,
sem ráðherra er ekki hefði farið
að þeim lögum.
(Er hér var komið fór raf-
magnið af þinghúsinu. Eihver
spurði, á léttari nótunum, hvort
formaður Landsvirkjunar-
stjórnar kæmi þar við sögu.
Umræðu var því frestað, enda
komið að fundatíma þingflokka.
Vilmundur gerði því hlé á ræðu
sinni, unz forseti Sþ tekur fyrir-
spurnir MÁM til framhaldsum-
ræðu.)