Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 21 Spánn: Páfa fagnað af þúsundum manna Avil*, Spáni, 1. nóvember. AP. JÓHANNES Páll páfí II kom í gær, sunnudag, til Spánar, „lands dýr- linganna", og tók Juan Carlos kon- ungur á móti honum á flugvellin- um. Páfí mun koma til 16 borga í feró sinni en í dag flutti hann jr I hungur- verkfalli Moskva, 1. nóvemhcr. Al*. ANNA Akhsarumrova, eiginkona sovéska skákstórmeistarans Boris Gulko, og sjálf fyrrum Sovétmeistari í skák, lýsti yfír í gær að hún væri i þann mund að hefja hungurverkfall til stuðnings eiginmanni sínum sem sjálfur greip til slíkra ráða 20. októ- ber til þess að mótmæla því að hann fengi ekki leyfí til að flytjast úr landi. Gulko fór fyrst fram á að fá brottfararleyfí árið 1979, ætlaði til ísrael. Frú Akhsarumrova sagði frétta- mönnum að þau hjónin myndu ekki aflétta aðgerðum sínum fyrr en yfirvöld leyfðu þeim að flytjast úr landi. Sagði hún jafnframt að hún hafði ritað mörgum háttsett- um embættismönnum Sovétríkj- anna bænarbréf, m.a. sjálfum for- setanum Leonid Breshnev, en eng- inn hefði virt hana svars. Þriðji skákmaðurinn í hungur- verkfalli er Anatoli Volovich, sem er reyndar efnafræðingur að at- vinnu, en var áður sterkur skák- maður. Hann hóf hungurverkfall 23. október. messu í borginni Avila til minn- ingar um dýrlinginn heilaga Ter- esu. Annað hundrað þúsund manns voru þar saman komnin. Tugir þúsunda fögnuðu páfa við komuna til Madrid í gær og var atburðinum sjónvarpað um landið allt. í ræðu, sem hann flutti á flugvellinum, sagði hann að heimsóknin væri utan og ofan við pólitísk dægurmál en aðeins nokkrum klukkustundum síðar hvatti hann spánska biskupa til að snúast gegn því, að leyfðir yrðu hjónaskilnaðir á Spáni og fóstureyðingar og að dregið yrði úr styrk rikisins við skóla kirkj- unnar. Jafnaðarmenn, sem unnu mikinn sigur í þingkosningunum á Spáni á dögunum, hafa heitið því að heimila fóstureyðingar þegar líf móðurinnar er í hættu og einnig vilja þeir minnka nokk- uð styrkinn við kirkjuskólana. í dag fór páfi til borgarinnar Avila og minntist þar heilagrar Teresu, sem er mikill dýrlingur í kaþólskum sið og stofnandi 17 Karmelíta-klaustra á Spáni. Mikið fjölmenni var þar saman komið, hátt á annað hundrað þúsund manns. Páfi sagði við nunnurnar, að þær væru „brjóst- vörn kirkjunnar“ og hefðu gefið gott fordæmi með því snúa baki við neyslusamfélaginu. Nunnun- um líkuðu orð páfa vel og klöpp- uðu svo oft og innilega fyrir hon- um, að honum gekk ekkert með ræðuna. Varð honum þá að orði: „Það er augljóst, að hér á þögnin ekki upp á pallborðið.“ Hófust fjöldamorðin fyrr en áður var talið? Jerúsalem, 1. nóvemlM-r. AP. RANNSÓKNARNEFNDIN, sem kannar bátt ísraela í fjöldamorðunum í Beirút, komst að því við vitnaleiðslur í morgun að hugsanlegt sé að þau hafi hafíst fyrr en áður hafði verið talið. Tveir breskir læknar og banda- rísk hjúkrunarkona sögðu nefnd- inni að þau hafi byrjað meðhöndl- un særðra á þessum svæðijm að morgni 16. september, þ.e. átta klukkustundum áður en ísraelar segja að hinir kristnu falangistar hafi farið inn í flóttamannabúð- irnar í leit að skæruliðum. Læknarnir Paul Morris og Suee Chai Ang og hjúkrunarkonan Ell- en Segal voru fyrstu útlend- ingarnir er kallaðir voru fyrir rannsóknarnefndina, en vitna- leiðslur hennar hafa nú staðið í tvær vikur. Þau eru starfandi Gaza-sjúkrahúsið í flóttamanna- búðunum Sabra. Ekkert þeirra kvaðst hafa orðið vitni að neinum morðum og gátu ekki bent á neinar fullnægjandi sannanir þess efnis að ísraelar hefðu komið nálægt þessum fjöidamorðum er stóðu í tvo daga. Sakharov skorar á páfa að hjálpa Shcharansky Sakar KGB-menn ui Moskvu, I. nóvember. AP. NÓBELS-verðlaunahafínn Andrei Sakharov hefur skorað á Pál páfa og nokkra frammámenn á Vestur- löndum að beita áhrifum sínum til hjálpar Anatoly Shcharansky, sov- éska andófsmanninum, sem nú er i hungurverfalli í sovésku fangelsi. Sakharov hefur einnig sakað rúss- nesku öryggislögregluna, KGB, um að hafa stolið frá sér handrit- um, skjölum og öðrum eignum. Shcharansky, sem dæmdur var árið 1979 í 13 ára fangelsi fyrir njósnir, hóf hungurverkfall í fangelsinu 27. september sl. til að leggja áherslu á þá beiðni sína, að móður hans og bróður verði leyft að heimsækja hann og skrifa honum bréf. Móðir hans, Ida Milgrom, segist ekkert hafa frétt af syni sínum í marg- ar vikur og hefur hún miklar áhyggjur af heilsu hans. í dag kom hún þeim fréttum á fram- færi, að hún hefði ritað Brezh- nev forseta bréf og beðið hann um að fá að hitta son sinn og reyna að telja hann á að hætta hungurverkfallinu. I bréfi sínu, sem Sakharov sendi m.a. til Mitterrands, Frakklandsforseta, og Enrico Berlinguer, leiðtoga ítalskra kommúnista, auk páfa, segir hann, að um líf eða dauða Shcharanskys sé að tefla og skorar á þá að gera það sem í að hafa svæft sig og Andrei Sakharov þeirra valdi stendur til að bjarga honum. Bréfið skrifaði Sakharov 26. október sl. í borginni Gorky þar sem hann hefur verið í út- legð síðan í janúar 1980. Vestrænum fréttamönnum í Moskvu hefur borist í hendur af- rit af bréfi, sem Sakharov hefur skrifað Vitaly Fedorchuk, yfir- manni KGB, en í því sakar hann öryggislögreglumenn um að hafa svæft sig og rænt um hábjartan dag í Gorky. Segist honum svo frá, að 11. október sl. hafi hann setið einn í kyrrstæðum bíl sín- um þegar maður nokkur kom að honum og spurði hann einhvers, sem Sakharov man ekki hvað rænt á götu í Gorky Anatoly Shcharansky var því að í sömu mund leið hann út af. Þegar hann raknaði við sér aftur var búið að stela frá hon- um öllu, sem hann hafði með sér í bilnum. Mörg hundruð blað- síðna handriti, skjölum, mynda- vél, útvarpi, bankabók hans og reiðufé. Sakharov segist ekki fara 'í neinar grafgötur um hverjir hafi verið að verki enda sé hann und- ir eftirliti KGB-manna allan sól- arhringinn. Hann segir líka í bréfinu, að þessi atburður geri hann enn staðráðnari í að koma á prent endurminningum sínum, sem hann hóf að rita fyrir fjór- um og hálfu ári. KENWOOD í ELDHÚSIÐ Eigum fyrirliggjandi: Kæli- og frystiskápa í ýmsum stæröum HF LAUGAVEGI 170- 172 SIMAR 11687 - 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.