Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 44
TUDOR rafgeymar „já þessir með 9 líf ” SKORRIHF Laugavegi 180, sfmi 84160 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 í—Abb ^\skriftar- síminfi er 830 33 Fimm manns biðu bana í tamferðarslysum um helgina KIMM MANNS bióu bana í umferrtarsly.sum um helgina. Tvö ungmenni létust skömmu eftir mirtnætti á laugardag þegar mótorhjól, sem þau voru á, skall á rafmat'nsstaur í Auðbrekku í Kópavogi. Tvíburabrærtur létust þegar hifreirt fór útaf veginum í Kúhagagili í Olafsfjarrtarmúla um mirtnætti á föstudag og 53 ára gamall martur lést þegar hann varrt fyrir bifreirt í Orindavík. Síðustu vikuna í október biöu sex manns bana í umferðarslysum og alls hafa 22 látist í umferðarslysum i ár. Alls slösuðust 584 manns í um- ferðarslysum fyrstu níu mánuði ársins, þar af hlutu 279 meiri hátt- ar meiðsl og 332 voru lagðir í sjúkrahús. Tvö 18 ára ungmenni, Magnús Öfjörð Valbergsson, til heimilis að Sólgörðum, Haganesvík í Skaga- firði, og Ragna Ólafsdóttir, til heimilis að Hjallabrekku 12 í Kópa- vogi, létust þegar mótorhjól, sem þau voru á, skall á rafmagnsstaur á móts við Auðbrekku 11 í Kópavogi. Mótorhjólinu var ekið vestur Auð- brekku og svo virðist sem pilturinn hafi misst stjórn á hjólinu þegar hann ók af malbikuðum veginum á malarveg. Svo mikið var höggið, að raf- Landsvirkjun ákveður 29% hækkun á raforku STJORN Landsvirkjunar hefur ákvert- irt 29', hækkun á heildsöluverði á raf- orku fyrirtækisins frá og með deginum í gær, en hún hafrti eins og skýrt var frá i Mbl. áður ákvertið 35% hækkun. Art sögn Ilalldórs Jónatanssonar, að- stortarframkvæmdastjóra Landsvirkj- unar, var tekin ákvörðun um þessa breytingu art ósk ríkisstjórnarinnar. Halldór Jónatansson sagði enn- fremur aðspurður, að miðað við þessa hækkun yrði rekstrarhalli Landsvirkjunar á þessu ári í nám- unda við 147,5 milljónir króna, en hefði orðið um 145 milljónir króna, ef 35% hækkun hefði orðið að veru- leika. Ástæðan fyrir þessum mikla rekstrarhalla er fyrst og fremst sú, að áðurfærður stofnkostnaður við Hrauneyjafossvirkjun kemur nú af fullum þunga inn í reksturinn, enda eru fyrstu árin eftir að nýjar virkj- anir eru teknar í notkun yfirleitt erfið í skauti. Áhrif 29% hækkunar á heildsölu- verði raforku frá Landsvirkjun hef- ur í för með sér um 19,5% hækkun á smásöluverði Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en hins vegar hefur enn ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hækkun á smásölu- Avísana- hefti hækka um 118,75% ÁVÍSANAHEFTI hækkuðu ný- lega í verði. Þau kosta nú 35 krón- ur, en kóstuðu áður 16 krónur. Hækkunin er 118,75%. verði hennar. Ákvörðun um það og væntanlega hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur verður væntanlega tekin á ríkisstjórnar- fundi í dag. magnsstaurinn brotnaði 5 metra frá jörðu. Magnús lést samstundis og Ragna lést í slysadeild Borgar- spítalans. Magnús var fæddur 6. október 1964 og Ragna 6. marz Hafsteinn Haraldsson, til heimil- is að Bragagötu 23 í Reykjavík, beið bana þegar hann varð fyrir bifreið á Austurvegi í Grindavík klukkan 18.25 á laugardag. Hafsteinn heit- inn var fótgangandi á leið til Þór- kötlustaðahverfis, sem er um 3 kíló- metra frá kaupstaðnum. Vegurinn er óupplýstur. Hafsteinn varð fyrir Lada-bifreið og ber ökumaðurinn, að vegna myrkurs hafi hann ekki komið auga á Hafstein fyrr en um seinan. Hafsteinn var látinn þegar komið var með hann í sjúkrahús í Keflavík. Hann var fæddur 10. marz 1929. Bræðurnir sem biðu bana í Ólafs- fjarðarmúla hétu Nývarð og Frí- mann Konráðssynir; til heimilis að Burstarbrekku í Ólafsfirði. Þeir voru fæddir 18. ágúst 1966. Efsti hluti rafmagnsstaursins hangir í línunni. Svo mikið var höggið þegar bifhjólið skall á staurnum, að hann brotnaði. MorgunbiaðM/ Júlíu.s Skruðningar, brak og brot- hljóð, svo fékk ég mikið högg Rætt við Hörð Ólafssoiij einn piltanna sem lenti í bílslysi í Ólafsfjarðarmúla „VIÐ ÆTLUÐIJM fyrst til Siglu- fjarðar og fara Lágheiðina, en hún reyndist ófær og þá ákváðum við art fara í startinn inn til Akureyrar. Klukkan mun hafa verirt 23.40 þeg- ar virt fórum yfir brúna í kaupstartn- um. Ég sat í sætinu fyrir aftan öku- manninn. Brátt komum við að Kúhagagili. Beygjan inn í gilirt tókst vel þó að það væri lítils háttar hálka en í beygjunni út úr gilinu tók virt glerháll snjór og þar snerist bíllinn og fór fram af — hægri hlirtin á undan en þeim megin sætu bræð- urnir,“ sagrti Ilörður Olafsson í samtali virt Mbl. Hörrtur er 15 ára gamall og sótti hjálp eftir bílslysið í Olafsfjarðamúla um helgina. Fimm piltar voru í bílnum, þar af höfðu fjórir þeirra gengið átta ár saman í skóla. „Á meðan bíllinn valt var engu líkara en maður væri í handa- hiaupi ofan brekkuna. Það var undarlegt. Ég heyrði ægilega skruðninga, brak og brothljóð, og ég fékk ögn fyrir brjóstið. Svo fékk ég mikið högg á höfuðið, vankaðist og geri mér ekki fulla grein fyrir því hvað gerðist. Allt í einu lá ég í grasinu og horfði upp í svartan himininn — allt var svo hljótt. Svo hrópuðu þeir Árni og Gústi og þá fór ég að átta mig á hvað raunverulega hafði gerst. Það var víst kolniðamyrkur en mér fannst einhver birta koma yfir og fannst ekkert dimmt. Ég held, að það hafi ekki getað verið ljósbjarmi frá kaupstaðnum — við sáum ekki þangað. Okkur Gústa fannst við vera í graslendi, og ég rakst hvergi í stein en björgunarmennirnir sögðu síðar að þarna hefði bara verið grjót og urð. Ég kastaðist út úr bílnum, hér um bil miðja vegu milli veg- arins og þess staðar þar sem bíll- inn stöðvaðist, en tveir félagar mínir voru fyrir ofan mig og tveir fyrir neðan. Sennilega höfum við allir kastast út úr bílnum í velt- unum. Ég stóð upp og hljóp fyrst niður eftir þangað sem strákarnir tveir voru. Gústi vildi þá hlaupa niður í bæ en ég sá að hann var með mikið sár á höfði svo það hefði ekki verið neitt vit í því að hann færi. Ég ákvað þá að fara sjálfur og spurði Árna hvort hann kæmi ekki með mér. Hann reyndi að ganga 2 til 3 metra en gafst þá upp. Hann gat ekki hreyft sig fyrir kvölum í fætin- um. Ég æddi svo af stað hugsunar- laust í átt til kaupstaðarins. Þar hitti ég strax stúlkur sem voru á bíl. Sagði þeim hvað hafði gerst og hvar og bað þær að gera það sem gera þyrfti. Ég gat þá ekki hugsað nógu skýrt eftir það sem á undan var gengið til þess að standa í slíku eins og ástatt var. Það var eins og hugsunin væri hálflömuð, auk þess sem ég fann mikið til, bæði fyrir brjóstinu og í hálsinum. Rétt á eftir hitti ég mann í bíl og sagði honum það sama og bað hann að láta lögregl- una vita. Svo gekk ég heim til mín og sagði foreldrum mínum frá hvernig komið var. Þeir Gústi og Árni sögðu mér seinna að þeim hefði þótt líða óratími meðan þeir biðu eftir hjálp. Mér fannst taka mig ör- stutta stund að hlaupa niður í bæinn. Eftir á að hyggja kemur sú spurning upp í huga mér hvenær við fáum göngin í gegn- um Múlann. Ég veit ekki betur en þau eigi að opnast Ólafsfjarðar- megin í gilinu sem við vorum ný- komnir yfir. Ég vona af heilum hug, að göngin komi áður en fleiri alvarleg slys verða á þessum hættulega vegi,“ sagði Hörður Ólafsson. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.