Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 Frá hlaAamannafundinum med félagsmálaráðherra. Tillögur starfshóps félagsmálaráðuneytis um húsnæðismál: Lán til fyrstu íbúðar hækki a.m.k. um 25% á næsta ári STARFSHÓPUR sem félagsmálaráðuneytið skipaði sl. sumar hefur skilað tillögum um húsnæðismál og voru þær kynntar á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og síðan á blaðamannafundi. Tillögurnar kveða m.a. á um að lán til þeirra sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð hækki ekki minna en um 25% að raungildi á árinu 1983 og ákvörðun um frekari hækkun skuli tekin árið 1984. A fundinum kom fram að þetta þýddi um 70 milljóna króna útgjaldaaukningu Byggingarsjóðs rikisins. Til að mæta þessum útgjalda- auka verði framlag ríkissjóðs til byggingarsjóðs tvöfaldað frá 1982, en Byggingarsjóður verkamanna haldi óskertum tekjum. Þá segir að öllum lífeyrissjóðum verði gert skylt að kaupa skuldabréf fyrir a.m.k. 45% af ráðstöfunartekjum sínum af nánar tilteknum fjár- festingarsjóðum, sem viðurkennd- ir eru af fjármálaráðuneytinu. Þá geri Seðlabankinn tillögur um fyrirkomulag, sem tryggi betur en nú er aðild lífeyrissjóða að hús- næðislánakerfinu. A fundinum upplýsti Svavar Gestsson, félags- málaráðherra, að reiknað hefði verið með að lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf fyrir 297 milljónir á þessu ári, en einungis hefði verið keypt fyrir 134 milljónir og því vantaði 163 milljónir upp á að áætlun stæðist. í tillögunum kemur fram að settar verði reglur um að lífeyr- issjóðslánum verði aðeins veitt til húsnæðismála og gengið verði frá þeim málum með samningum við lífeyrissjóðina. Ákvörðun vaxta af húsnæðismálalánum verði í hönd- um ríkisstjórnar, en felld verði úr lögum ákvæði, sem kveða á um bindingu útlánsvaxta Bygg- ingarsjóðs ríkisins og Bygg- ingarsjóðs verkamanna. Þá segir í tiliögunum að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir samkomu- Iagi við viðskiptabanka og spari- sjóði um samræmda þátttöku í fjármögnun húsnæðislána og verði í því skyni stofnaðir nýir húsnæðisreikningar í viðskipta- bönkum og sparisjóðum, þar sem innlán í 2—4 ár veiti rétt til 15 ára viðbótarláns við lán frá Bygg- ingarsjóði ríkisins. Slík bankalán verði heimilt að draga frá bindi- skyldu viðkomandi banka við Seðlabankann. Þá eru í tillögunum ákvæði um að Byggingarsjóður greiði nýbyggingarlán til bygg- ingarsamvinnufélaga og viður- kenndra framkvæmdaaðila í tvennu lagi; fyrri hluta mánuði eftir fokheldisstig, en þann síðari 6 mánuðum síðar. Einnig er í tillögunum ákvæði um skyldusparnað, innheimta verði bætt og endurgreiðslureglur hertar og jafnframt verði heimilt að veita viðbótarlán til þeirra sem taka út skyldusparnaðinn til þess að byggja eða kaupa íbúð. Við þá endurgreiðslureglu verði miðað, að verðtrygging afborgana og vaxta húsnæðislána verði ætíð bundin við þá af vísitölunum tveimur, kauplagsvísitölu og lánskjaravísitölu, sem er lægri. Eftirstöðvar láns verði reiknaðar upp eftir lánskjaravísitölu. Þann- ig myndi lán til 26 ára, sem ekki væri að fullu greitt, vegna bind- ingar eftirstöðva við lánskjara- vísitölu, framlengjast með nýju láni. Með því yrði tryggt að af- borganir hækkuðu ekki úr hófi á tímum lífskjarasamdráttar, að því er segir í tillögunum. Þá eru í til- lögunum hugmyndir um lánveit- ingar til sérhannaðra leiguíbúða fyrir aldraða, með hlutafjárþátt- töku leigjenda. Einnig eru hug- myndir um átak í leiguíbúðamál- um námsmanna. Landið þitt, Island, III. bindi komið út BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur og Prentsmiðjan Oddi boðuðu til blaða- mannafundar í tilefni af því að út er komið þriðja bindi bókarinnar Land- ið þitt, ísland, en það er nú i fyrsta skipti prentað hér á landi. Koma þar til nýjar og fullkomnar vélar, sem prentsmiðjan Oddi hefur komið sér upp og er nú þetta þriðja bindi að öllu leyti unnið hér á landi. Þetta þriðja bindi Landsins þíns er 340 síður að stærð og tekur yfir stafina L—R, en sem kunnugt er, er þetta ritverk byggt upp í staf- rófsröð. Sérstakur kafli er um Reykjavík, 120 síður að stærð og er hann byggður upp í stafrófsröð eins og bókin. Auk þess eru fremst í kaflanum um Reykajvík, yfirlits- greinar um tiltekin efni. Bókin er prýdd 295 litmyndum eftir fjölda höfunda og er það aukning frá fyrri bindum. Höfundar verksins eru þeir Þorsteinn Jósefsson og Steindór Steindórsson, en Reykjavíkurkafl- inn er eftir Pál Líndal. Fjöldi gamalla mynda og teikn- ihga er í bókinni, þar á meðal teikningar eftir Jón Helgason biskup. Þær eru í eigu Árbæjar- safns og færði bókaútgáfan Örn og Örlygur safninu fjárupphæð að gjöf við þetta tækifæri, til að bet- ur mætti búa að myndunum. Helgi Magnússon BA og Ög- mundur Helgason sáu um undir- búning handrits til prentunnar, en Helgi hefur einnig séð um það við hin tvö fyrri bindin. Setning, um- brot og filmuvinna var unnin hjá prentstofu Guðmundar Bene- diktssonar og litgreiningar hjá Prentmyndastofunni og Mynda- mótum. Hönnun bókarinnar önn- uðust Örlygur Hálfdánarson og Kristinn Sigurjónsson og hafði Kristinn jafnframt tæknilega um- sjón með höndum. Sigurþór Jakobsson sá um kápugerð. Auk þeirra sem að framan greinir lagði fjöldi manna gerð bókarinnar lið. Ljósmynd Mbl. Kristján Einarsson. Frá blaðamannafundinum. Talið frá vinstri: Nanna Hermannsson, minja- vörður, sem tók við fjárupphæðinni sem bókaútgáfan Örn og Örlygur færði Árbæjarsafni að gjöf, Örlygur Hálfdánarson, bókaútgefandi, Þorgeir Bald- ursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda og Steindór Steindórson, einn höf- unda bókarinnar. Á innfelldu myndinni má sjá forsíðu III. bindis bókarinnar Landið þitt, ísland. |Hor0tmXtTnt«ií' Áskriftarsiminn er 83033 HÁGÆÐA - LJÓSRITUN AR VÉLAR • Vélar sem henta hvaöa Ijósritamagni sem er. • Frá 10 - 120 Ijósrit á mínútu. • Vélar sem taka A3. • Vélar með minnkun.® Vélar með stækkun. • Vélar með matara. • Vélar með raðara o.fl. NÓN HF. Fullkomin viögeröarþjónusta. Síðumúla 6, S:84209 - 84295 RANK XEROX umboðið PHUL HRÆRIVÉLAR Vestur- þýskar úrvals vélar, 2 stæröir. Alvöru- vélar á brosandi verði. Lokuö skál, engar slettur. Hræra þeyta hnoöa mixa sjeika mylja mauka hakka móta mala rifa sneiöa skilja pressa og fara létt meö þaö! jFOmx HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.