Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 47 Þannig lítur hin nýja verslun út, en hún er í Landsímahúsinu við Austurvöll og heitir Póstur og sími — söludeild. Póstur og sími með neytendaþjón- ustu á einum stað PÓSTUR og sími hefur nú opnað sérstaka verslun í Landsímahúsinu við Austurvöll og ber hún nafnið Póstur og sími — söludeild. Er verslunin með aðsetur sitt við Kirkjustræti og verður hún opin á venjulegum verslunartíma. í söludeildinni eru til sýnis og sölu öll símtæki sem Póstur og sími hefur á boðstólum auk telex- tækja, raðsímakerfa, símstöðva fyrir stærri fyrirtæki og ýmissa fylgihluta og hjálpartækja tengd símnotkun. Þar fást einnig Mo- dem-tæki sem notuð eru til tölvu- vinnslu og ýmissa gagnasendinga með tölvutæki. í nýja verslunarhúsnæðinu verður einnig starfrækt sérstök viðgerðarþjónusta. Geta eigendur símtækja nú komið við og fengið allar minniháttar viðgerðir sam- stundis en óbreyttri þjónustu með heimsóknum viðgerðarmanna verður einnig haldið áfram. Með rekstri söludeildarinnar hefur til muna verið bætt úr allri aðstöðu símnotenda til vals og kaupa á nýjum símtækjum um leið og öll ráðgjöf og aðstoð vegna flutnings símtækja er veitt á ein- um stað. Sérstök sýningartæki af hverri gerð eru tengd í versluninni svo unnt sé að reyna tækin og finna út hvað best hentar hverjum og einum. Til frekari glöggvunar hafa síðan verið gefin út litprent- uð blöð með upplýsingum um eig- inleika og litaval hvers tækis. öll símtæki í verslun Pósts og síma eru viðurkennd og þjónustuð af starfsmönnum stofnunarinnar. Þau uppfylla ströngustu kröfur um öryggi, tóngæði og virkni í ís- lenska símakerfinu. Varahlutir eru ávallt fyrirliggjandi í þessi tæki en Póstur og sími hefur hins vegar ekki aðstöðu til þess að ann- ast viðhald þeirra tækja sem ekki eru seld af stofnuninni. Verslunarstjóri söludeildarinn- ar er Þorgeir Isfeld Jónsson. Frá opnun söludeildarinnar á föstudaginn. Frá vinstri: Gunnar Steinn Páls- son hjá Auglýsingaþjónustunni, Jón Skúlason, Póst- og símamálastjóri, Ágúst Geirsson, formaður Félags símamanna, og Bragi Kristjánsson, skrif- stofustjóri, virða fyrir sér telextæki. ísafjörður: HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 8 5411 Óvenjuleg gjöf: Steinblóm Vasar Lampar Ljósker Kertastjakar Sælkerakrúsir Kryddkrúsir Kymur Ofnföst mót ídýfuskálar Sósukönnur Matar- og kaffistell PVOTTAVÉLAR FRÁ USA Húsmæðraskólinn tekinn til starfa HÚSMÆÐRASKÓLINN Ósk á fsa- firði hóf starfsemi sína 20. september síðastliðinn mcð löngum námskeiðum í verklegum greinum, fatasaumi, vefn- aði og matreiðslu. Munu þessi nám- skcið halda áfram til jóla. Einnig eru styttri námskeið í bótasaumi, hnýting- um og myndvefnaöi. Öll eru þessi námskeið fullsetin og fer kennsla fram á kvöldin. Skólinn hefur nú fengið leir- brennsluofn og er verið að koma honum fyrir, þegar því er lokið verða auglýst námskeið í leirmuna- gerð og postulínsmálningu. Einnig er ætlunin að halda seinna í vetur námskeið í leðurvinnu. Eftir áramót byrjar fimm mán- aða hússtjórnarnámskeið með heimavist. Þar verða kenndar allar hefðbundnar hússtjórnarskóla- greinar og lýkur því með prófum. Nemendur víðvegar af landinu sækja þetta námskeið enda góður undirbúningur fyrir ströf á hótel- um og í mötuneytum, auk þess að vera mjög hagkvæm menntun fyrir verðandi húsmæður. Skólastjóri Húsmæðraskólans á ísafirði er Þorbjörg Bjarnadóttir. Helstu kostir: □ Mikid þvottamagn, allt að 8,5 kg. □ Sparnadarkarfa, fyrir allan handþvott □ Tekur inn heitt og kalt vatn, orkusparnaður □ Fljótvirk, hámarks þvottatími 35 mín. □ Topphlaðin, þvotturinn settur í að ofan Enginn efast um gædin frá GENERAL ELECTRIC RAFTÆKJADEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.