Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 /(Mú fefb þú sj'd/fsa^t I -fV/lu, a-f fv/ ég vildi ekki gefei þér -frí efhr hddegib!" Svakalega vorum við heppin, pabbi, að maðurinn skyldi ekki at- huga bangsann minn? Með morgnnkaffínu fW CWK Taktu þessa og feldu hana undir pcysunni! HOGNI HREKKVISI * WAkjw ER BÚINN AE> FA hlÓGAF því AÐ HLAUPA A ððlLLt TUNNA .* Maðurinn: Eitt af mestu undrum sköpunarinnar Filippía Kristjánsdóttir skrifar: „Heill og sæll Velvakandi góður. Þar sem þú ert boðinn og búinn til þess að láta gott af þér leiða og greiða fyrir því í þáttum þínum að samferðarfólkið geti komið á framfæri því sem því liggur á hjarta, bið ég þig að vera svo vin- samlegan að birta þetta greinar- korn fyrir mig. Ég hefi oft undrast yfir því hvað blessað sjónvarpið okkar er óvandvirkt í efnisvali. Ég vil þó nota tækifærið og þakka fyrir það jákvæða og skemmtilega. Það er auðvitað aldrei hægt að gera svo öllum líki. Nú er verið að sýna þætti um vísindi, svo kölluð, og aðalefnið virðist mér vera um framþróun mannsins. Það er nú reyndar ekki í fyrsta sinn sem maður verður að sitja undir þessum kenningum, að við séum komin af öpum, eða menn og apar hafi verið sam- stofna í upphafi sköpunar. En það er svo margt áhugavert annað í þáttunum, að maður tímir varla að slökkva á tækinu. Hvernig í ósköpunum stendur á þessari áráttu að vilja endilega vera apakyns? Kannski tekur apa- greyið mönnum stundum fram í hátterni. Flestum er kunnugt, hver er upphafsmaðurinn að þess- ari kenningu, en það er eins og menn vilji strika yfir þann þátt að Darwin iðraðist sárlega aö hafa eytt svona mörgum manndómsár- um sínum í það sem hann komst að síðar að væri unnið fyrir gýg. Boðskapur hans hafði borist víða. Samviska hans sagði honum að erfitt myndi að uppræta hann. Sú hefur líka orðið raunin á. Það er haldið áfram af fullum krafti að kenna þessa þversögn af þeim sem þykjast hafa fundið sannanir með alls konar vísindarannsóknum, beinafundum og fleiru. Hver veit nema sú kenning eigi eftir að skjóta upp kollinum að mennirnir þróist aftur á bak og verði að öp- um í annað sinn? Það væri ekkert heimskulegra. „Vísindin efla alla dáð,“ sagði skáldið og það gera þau vissulega á fjölmörgum sviðum, ef þau vitna ekki á móti þeim boðskap sem flytur mönnunum sannleikann um mátt og almætti skaparans, sem hefur allt í hendi sinni, en hann hefur gefið mönnunum frjálsræð- ið, það er ekki hans sök hvernig þeir misnota þá miklu gjöf. Þeir um það, hann tekur ekki aftur það sem hann gefur. Sköpunarsagan á að vera nægur leiðarvísir fyrir leitandi mannssálir eftir uppruna sínum. Það hefur oft verið spurt: „Hver getur sannað að Biblían segi satt?“ Rétta svarið er: Hún sannar sig sjálf. Skýrasta svarið er að finna í spádómsbókunum. Jafnvel róttækir vantrúarmenn geta ekki borið á móti því, að það sem þar stendur sé að koma fram á okkar dögum og hefur verið að jgerast undanfarin kynslóðabil. I nei- kvæðri merkingu er líka oft talað um, hvað margt ljótt standi á blöðum Biblíunnar. Það er rétt, saga Israelsþjóðarinnar er víða hræðileg. Biblían dregur ekkert undan. Er þetta ekki spegilmynd af sögum margra þjóða í dag, þótt þær séu ekki útvaldar eins og ísra- elsþjóðin, sem Guð var að undir- búa til þess með henni skyldi fæð- ast hann, sem koma átti til frels- unar mannkyninu? Átök ljóss og myrkurs byrjuðu strax með syndafallinu. í fimmta kaflanum í fyrstu bók Móse lesum við: „Þegar Guð skapaði Adam gjörði Guð hann líkan sér. Hann skapaði mann og konu og nefndi þau menn er þau voru sköpuð.“ í öðrum kafla fyrstu Mósebókar segir svo: „Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leir jarðar og blés lífsanda í nasir hans. Þannig varð maðurinn lifandi sál. í fyrsta kafl- anum stendur á þessa leið: „Og Þessir hringdu ... Ber höfuö og herð- ar yfir ölí fyrirtækin llrafn Harhmann í Kjötmiðstöð- inni hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Við verslum við 250— 280 fyrirtæki á mánuði og eitt þeirra ber höfuð og herðar yfir þau öll að því er varðar þjónustu og lipurð. Það er hálfopinbert fyrirtæki sem svona vel gerir, Mjólkursamsalan, og mér finnst að það megi koma fram. Á síðasta áratug hefur orðið geysileg breyt- ing til batnaðar hjá þessu fyrir- tæki og má þar meðal annars nefna sívaxandi fjölbreytni í um- búðum og vöruvali, þar sem stöðug þróun á sér stað. Þá hefur sölu og dreifingu fleygt fram. Má þar nefna samkomulag fyrirtækisins við kaupmenn um þann rekstrar- þátt, sem ég held að hafi orðið til góðs fyrir alla aðila og ýtt á eftir frekari fjölbreytni og vöruvöndun, auk þess sem það hefur tvímæla- laust örvað neyslu varanna. Mér finnst að önnur hálfopinber fyrir- tæki mættu taka Mjólkursamsöl- una sér til fyrirmyndar. Starfs- fólkið þar er alveg sérstaklega lip- urt og vakandi og fyrirtækið fylg- ist mjög vel með ástandinu á markaðnum almennt. Ef sam- dráttur verður yfir heilu línuna, þá er manni gert viðvart og gefinn kostur á að minnka pöntunina fyrir næsta dag og höfð samráð við mann. Þannig er alltaf verið að keppa að því að hafa vöruna sem ferskasta. Nú er verið að býrja á . nýrri mjólkurstöð og dreg ég ekki í efa, að tilkoma hennar á eftir að koma neytendum til góða í enn auknu vöruvali, vöruvöndun og jafnvel Iægra verði og vil ég nota þetta tækifæri til að óska Mjólk- ursamsölunni til hamingju á þess- um tímamótum og velgengni til að koma áformum sínum í fram- kvæmd, um leið og ég þakka góð samskipti. Óheppileg niður- röðun barnaefnis Kristín Þórðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er ákaflega óhress yfir niðurröðun barnaefnis í Sjónvarpinu, finnst það illa tímasett fyrir börnin. Ég á tvö böm, tveggja og fimm ára gömul. Yngra barnið hafði ákaf- lega gaman af Paddington, en gat sjaldnast horft á þáttinn, einfald- lega vegna þess að hún var oftast sofnuð áður en að honum kom í dagskránni. Eldra barnið hefur ákaflega gaman af Prúðu leikur- unum, en fyrst þarf að standa af sér kvöldfréttirnar, síðan veður og auglýsingar; þá kemur Á döfinni og loks þegar vinir hans birtast á skjánum, er hann steinsofnaður og missir af öllu saman. Ég held að þetta sé nokkuð almenn reynsla, að tryggustu aðdáendurn- ir hafi það tæpast af að halda sér vakandi allan þennan tíma. Nú á Húsið á sléttunni að koma aftur á dagskrá. Á milli þeirrar myndar og Stundarinnar okkar kemur svo þáttur sem ég held að börn hafi ekki gaman af. Mætti ekki nota þann tíma betur fyrir þau?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.