Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 244. tbl. 69. árg. l’RIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 Rrentsmidja Morgunbladsins í fór með Jóhannesi Páli páfa II til Spánar er Josef Glemp erkibiskup í Póllandi. Glemp er lengst til vinstri á myndinni og við hlið hans spánskir kardínálar, en myndin var tekin við messu páfa i Avila i gær. Páfinn á Spáni: 200 þúsund við messu í Avila Alba di* Tormes, I. nóvembvr. Al*. JÓHANNES Páll páfi II söng í dag messu yfir 200 þúsund Spánverjum í Avila, skammt frá Madrid, en hélt siðan til Alba de Tormes til að Ijúka formlega hátíðahöldum þeim í minningu heilagrar Teresu sem hafa staðið yfir í ár. Heilög Teresa, sú kona sem einna mest hefur látið aö sér kveða í sögu kaþólsku kirkjunnar, var uppi á sextándu öld og stofnaði á sinni tíð sautján nunnuklaustur á Spáni. Hún er einn af heldri dýrlingum þar í landi. Spánska konungsfjölskyldan var við messu páfa í Avila og meðtóku Soffia drottning og börn hennar heilagt sakramenti en Juan ('arlos konungur sat hjá. í ræðu sinni sagði páfi m.a. að heilög Teresa hefði gefið kristnum konum um allan heim fagurt for- dæmi með því að lifa dygðugu líf- erni, í fátækt og við andlega iðkan. Legstaður dýrlingsins er í Alba de Tormes og segja tilbiðjendur að líkami hinnar helgu konu hafi varðveitzt án þess að rotna. Um tvær milljónir manna hafa gert sér ferð til Alba de Tormes síðan há- tíð dýrlingsins hófst fyrir réttu ári. Upphaflega var ætlunin að páfi kæmi til Spánr við upphaf hátíð- arinnar en af því gat ekki orðið þar sem hann var ekki orðinn ferðafær eftir banatilræðið sem honum var sýnt í maí í fyrra. Spánska lögreglan mun aldrei fyrr hafa gert svo víðtækar öryggis- ráðstafanir og í sambandi við þessa tíu daga heimsókn sem hófst á sunnudag en eftir því er tekið að hún gerir sér sérstakt far um að láta lítið á sér bera. Sjá ennfremur frásögn á bls. 21. Bandaríkin: Kosið um efnahags- stefnu Reagans í dag Washington, 1. nóvember. Al*. ,LÁTIÐ VON en ekki örvæntingu áóa atkvæðum ykkar,“ var boðskap- ir Reagans forseta til bandarískra ijósenda sem ganga að kjörborðinu í lag til að kjósa nýja fulltrúadeild tingsins, þriðjung öldungadeildar- lingmanna og 36 ríkisstjóra. Demó- iratar reyna að brýna fylgjendur sína með því að lífskjör Bandaríkjamanna muni versna til muna fái repúblikan- ar umhoð til að framfylgja efna- hagsstefnu forsetans. Repúblikanar búast við því að missa tuttugu af þeim 192 þingsætum sem þeir hafa nú í fulltrúadcildinni, en í öldunga- deildinni vonast þeir til að halda sínu Lögregla kom í veg fyrir fréttamannafund friðarhóps Mo.skvu, 1. nóvember. AP. ÓEINKENNISKL/EDDIR lögreglumenn, sennilega úr KGB, hindruðu í dag þátttöku vestrænna fréttamanna í fundi sem eini sjálfstæði friðarhóp- urinn í Mosvku hafði boðað til. „Þið hafið tvær mínútur til að koma ykkur út,“ sagði kraftalegur maður sem ekki vildi segja önnur deili á sér en þau að hann væri „sovétborgari", þegar þrír fréttamenn ætluðu að ganga inn í íbúð þá í austurhverfi borgarinnar þar sem fundurinn átti að vera, „ég veit hvert erindi ykkar er.“ Skömmu síðar stöðvuðu þrír óeinkennisklæddir lögreglumenn tvo fréttaritara, þegar þeir ætluðu inn í húsið, en svartri Volgu-bifreið hafði verið lagt fyrir framan útidyrnar þannig að fréttamennirnir komust ekki inn. Sergei Batourin, sem hefur orð einn mánuð. Þegar honum var fyrir friðarhópnum umrædda, var handtekinn 5. ágúst sl. á þeim forsendum að hann ætti að gegna herþjónustu. Síðan var hann hafður í haldi á geðveikrahæli í sleppt kvaðst hann hafa verið neyddur til að taka inn sljóvgandi lyf, þar sem hann sat innilokaður með geðsjúklingum. og bæta jafnvel tvcimur eða þremur þingsætum við þau 54 sem þeir hafa nú. Það er að heita má ófrávíkjanleg regla að flokkur ríkjandi forseta tapi í þeim kosningum til fulltrúa- deildarinnar sem fram fara þegar kjörtímabil hans er hálfnað, eins og nú er. Efnahagsmálastefna Reagans er helzta kosningamálið og á umræðum um hana hófst og endaði kosningabaráttan. Demó- kratar halda því ákaft fram, að Reagan hafi þegar haft tvö ár til að koma efnahagslífi landsins á rétt- an kjöl og að nú sé kominn tími til að breyta um stefnu að því leyti. Vart er gert ráð fyrir meira en 40% kjörsókn, en kjörsókn er venjulega dræm í kosningum þess- um. Síðast þegar kosið var á miðju kjörtímatili forsetans var hún að- eins 35,5%. AP-símam.vnd. „Áfram á réttri leið“ er slagorð repúblikana fyrir kosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum i dag. í gær var allra heilagra messa sem í ensku- mælandi löndum er haldin með ærslum og miklu hramholti með grasker. Hér hefur slagorð repúblikana verið skorið í grasker til að fagna forsetahjón- unum er þau komu í Hvíta húsið í gær eftir helgardvöl i Camp David. Víðtækar mótmælaaðgerð- ir en engin átök í Póllandi N arsjá, I. nóvember. AP. London: Lögreglumaður alvar- lega særður eftir óeirðir I.undúnum, 1. nóvember. AP. LÖGREGLUMAÐUR særðist alvarlega í átökum sem urðu þcgar um 200 unglingar, flestir dökkir á hörund, kveiktu clda, settu upp vegatálma og köstuðu flöskum og múrsteinum, og reyndu þannig að koma í veg fyrir að fólk sem hafði sezt upp i hreysum sem á að rífa yrði borið þaðan út. Þetta átti sér stað í Brixton-hverfi í Lundúnum, en þar urðu óeirðir hvað mestar sumarið 1981. Auk lögreglumannsins varð blaðaljósmyndari fyrir hníf- stungu, en hann særðist ekki alvarlega. Þrír óeirðarseggir voru handteknir og í kvöld sagði lög- reglan að ró væri að komast á í hverfinu. MILIJONIR Pólverja flykktust í dag í kirkjugarða um allt landið til að minnast látinna á allra heilagra messu, svo sem siður er. Við hlið flestra kirkjugarða var öflugur lögregluvörður með vélbyssur, en enda þótt hvar- vetna mætti sjá fólk sem bar fána Samstöðu, hinnar óháðu verkaíýðshreyf- ingar sem bönnuð var í landinu í byrjun októher, er ekki vitað til þess að nokkurs staðar hafi slegið í brýnu. Þegar á sunnudag var byrjað að koma fyrir blómum og kveikja á kertum í grafreitnum í Powaski í Varsjá, en þar er táknrænn grafreitur hinna 4.500 pólsku herforingja sem myrtir voru í Katyn-skógi í síðari heimsstyrj- öldinni. Katyn-skógur er nú inn- an landamæra Sovétríkjanna og enda þótt Sovétmenn hafi skellt skuldinni á nasista á sínum tíma eru Pólverjar yfirleitt á einu máli um að það hafi verið Sovétmenn sem áttu sök á fjöldamorðunum. Pólsk yfirvöld hafa hvað eftir annað daufheyrst við kröfum um að reisa minnisvarða um fórnar- lömbin í Katyn, en þrír trékross- ar hafa verið reistir á þeim stað þar sem Samstöðumenn hafa vilj- að láta reisa minnisvarða. „Mað- ur, myrtu mig ekki“ stóð á svört- um borða sem hafði verið komið fyrir hjá trékrossunum í dag, en við borðann voru fest merki Sam- stöðu. í Brudno í úthverfi Varsjár, hefur verið komið upp táknrænu leiði með minnismerki þeirra fimmtán sem hafa látið lífið í átökum við lögregluna síðan her- lög voru sett í Póllandi í desem- ber sl. A sunnudagskvöld kom til mótmælaaðgerða um 5 þúsund manna eftir messugjörð í krikju heilags Kostka, en við messuna var minnzt þeirra sem hafa vérið teknir höndum vegna stjórn- málaskoðana. í messunni lásu leikarar, sem hafa neitað að koma fram í pólska sjónvarpinu frá þvi að herlög voru sett, upp úr ritningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.