Morgunblaðið - 02.11.1982, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982
39
Hallgrímur Oddsson
- Minningarorð
Hallgrímur vinur minn Oddsson
var skyndilega kallaður til nýrra
heima þann 21. október sl. Mánuði
fyrr sátum við að tafli og börð-
umst vægðarlaust í skákinni.
Hann var svo fljótur að leika, að
hann notaði sjaldan allan sinn
tíma. Hve oft tapaði ég ekki fyrir
honum á klukkunni!
Ég kynntist ekki Hallgrími fyrr
en hann fór að vera langdvölum á
Kanarí-eyjum á veturna. Enginn
íslendingur var eins þekktur á
eyjunum þeim sem Hallgrímur
Oddsson. Hann var oft á flugvell-
inum, þegar ferðahóparnir komu.
Hann leiðbeindi ferðafólkinu, ók
því milli staða, sýndi því landið og
hjálpaði því i verzlunarerindum.
Allir þekktu Hallgrím Oddsson og
áttu í honum hjálparmann og fé-
laga.
I mörg ár bjó hann á veturna í
húsvagni sínum á suðurströnd
Gran Canaria, síðar bjó hann í
sínum glæsilega lystibát, og tók
stundum ferðamenn í sjóferðir á
honum. Hallgrímur var hluti af
ferðamannanýlendu íslendinga á
Gran Canaria.
Eins og margir aðrir, kynnt-
umst ég og kona mín Hallgrími
þarna suður frá. Hann keyrði
okkur um alla eyjuna, fór með
okkur í kaupstaðarferðir og var
okkur hinn ljúfasti félagi. Við
tefldum, gengum saman og rædd-
um margt. Hallgrímur var víða
heima og greindur maður. Hann
var mannglöggur, þekkti ógrynni
af fólki, var minnugur, orðvar,
umtalsgóður og fastur fyrir í máli
og skoðunum. Hann var íþrótta-
maður og bar það með sér, þekkt-
ur glímumaður meðan beljaka-
glíman var ekki allsráðandi, hann
var kvikur í öllum hreyfingum,
vaskur og vel á sig kominn. Hann
var harðfylginn verkmaður,
kappsamur og drenglyndur. Svona
sá ég hann.
Mörgum kann að hafa þótt und-
arlegt, að Hallgrímur skyldi mán-
uðum saman una sér á Suður-
Spáni eða Kanarí-eyjum á vet-
urna, og vissulega er það aðeins á
færi sérstakra og sjálfstæðra
manna, að búa stundum einn og
fjarri heimahögum eins og hann
gerði. En Hallgrímur Oddsson var
enginn einsetumaður. Hann var
félagslyndur, allir vildu hafa Hall-
grím nálægt sér, hann var við-
kvæmur, háttvís og vinsæll mað-
ur.
Þegar vorfuglarnir flugu norður
í apríl kom Hallgrímur til íslands,
og hann hlakkaði til þess að koma
heim. Þegar fuglarnir fóru að
hópa sig og æfa sig fyrir flugið
yfir hafið suður, þá fór Hallgrím-
ur að ókyrrast, og hann hlakkaði
til þess að komast suður í bátinn
sinn og sólina. Hann ætlaði að
taka bátinn upp í „slipp", þegar
hann kæmi suður núna, sagði
hann mér. Það var hugur í honum,
það var margt að gera.
Þannig var Hallgrímur
Oddsson, einarður og traustur og
frjálsari en margur annar, það var
mér töluverður lífsauki að kynn-
ast þessum ágæta manni.
Hallgrímur var 77 ára að aldri,
en ungur þó. Þess vegna hrekkur
maður meira við að heyra hann
allan. En enginn má sköpum
renna. Astvinum hans öllum vott-
um við hjónin samúð okkar. Allir
þeir mörgu, sem kynntust honum,
geyma um hann fegurstu minn-
ingar, og góðhugur okkar allra
fylgir honum.
Hörður Ásgeirs-
son - Kveðjuorð
Fæddur 27. desember 1915
Dáinn 23. október 1982
Það var fyrir tæpum tuttugu ár-
um, að fundum okkar Harðar Ás-
geirssonar bar fyrst saman. Þá
var hann nýfluttur að Kleppsvegi
28 hér í borg ásamt eiginkonu
sinni Guðmundu Guðmundsdóttur
og einkadótturinni Áshildi.
Fljótlega kom í ljós hlýja hans
og kærleikur, sem allir í sambýl-
inu fengu notið, sérstaklega þó
börnin og þeir sem minna máttu
sín. Varð ég þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eignast þau hjón að vin-
um, og hefur sú vinátta styrkst
með árunum. Tel ég þau hjón með
mínum tryggustu vinum, sem allt-
af hefur verið jafn gott að koma
til: Alltaf tilbúin til þess að leysa
hvers manns vanda. Margar
ánægjustundir áttum við saman,
bæði heima og ferðalögum.
Það var föstudagskvöldið 22.
f.m. að ég sá Hörð vin minn í síð-
asta sinn. Ég var á förum úr bæn-
um, og var nú sem fyrr sjálfsagt
að koma við og kveðja, þótt aðeins
ætti að dveljast að heiman yfir
helgina. Ekki datt mér þá í hug, að
það yrðu okkar síðustu fundir.
Jafnvel þótt ég hafi verið búinn
að fylgjast með veikindum hans í
gegnum árin og vitað að einmitt
þannig gætu okkar síðustu fundir
orðið. Þrátt fyrir það setti mig
hljóða, er síminn hringdi á laug-
ardagskvöldið og mér var tilkynnt
lát Harðar vinar míns. Kom frétt-
in sem reiðarslag. Hvernig gat
þetta hent, einmitt nú? Eiginkon-
an sjúk á sjúkrahúsi og dóttirin
ein með föður sínum bjargarlaus.
Nú, þegar við horfumst í augu
við þá staðreynd, að Hörður er
ekki lengur á meðal okkar, er efst
í huga mér þakklæti. Þakklæti til
hans, sem gaf svo mikið af sjálfum
sér og var okkur slíkur, að skarð
hans verður aldrei fyllt.
Það er gott að geta beðið um
blessun og styrk, þegar við sjáum
á eftir góðum vini. Því bið ég góð-
an Guð að blessa ykkur og styrkja,
elsku Guðmunda mín og Ása.
Söknuðurinn er sár, en gott er að
geta ornað sér við góðar minn-
ingar um heilsteyptan og mætan
mann.
„Far þú í friúi
friAur (jiuAs þig blessi.
Hafrtu þökk fyrir allt og allt.“
Sigurbjörg Ingimundardóttir
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grcin, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með grcinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Ég hafði í huga að dvelja á
Kanarí-eyjum nokkurn tíma í vet-
ur, og kannski fer ég ef Guð lofar,
þó að ég viti að Hallgrímur mæti
mér ekki á flugvellinum, en því er
ekki að leyna að ég hefi nú dálítið
minna erindi þangað, og mér
finnst einhvern veginn að eyjarn-
ar verði mér aldrei samar, aldrei
alveg samar, þegar Hallgrímur er
farinn.
Ég bið hann vel fara, og ég mun
líta eftir honum á flugvellinum
mikla, þegar þar að kemur.
Hjörtur Jónsson
Þegar aldur færist yfir, þá fara
fleiri og fleiri að hverfa héðan
burt af þessari jörð og flytjast til
annars og vonandi betri heims, en
oft er erfitt að sjá af góðum vinum
hverfa.
21. október lést einn af okkar
helstu vinum, mín og konu minn-
ar, Hallgrímur Oddsson. Ég á
mjög erfitt með að skrifa um Hall-
grím, því ég á ekki nægilega mörg
orð til að tjá mig um „Halla" eins
og við hjónin kölluðum hann. Við
höfum ekki oft kynnst fólki með
svo góða eiginleika sem Halli
hafði til að bera. Vinarþelið, gæð-
in og hjálpsemin voru alltaf í
fyrirrúmi hjá honum og aldrei var
hægt að launa honum það. Þegar á
það var minnst þá brosti Halli og
sagði: „Vináttan er ekki keypt
fyrir peninga."
Við hjónin komum hér áður í
september til Costa del Sol og oft
lasin og stundum veik og alltaf var
Halli fyrsti maður að taka á móti
okkur með útbreiddan faðminn að
bjóða okkur velkomin. Og ekki var
að tala um annað en að hann sæi
um allan farangur og að koma
okkur fyrir í íbúð þeirri er okkur
var ætluð og eins var eftir að við
fórum að koma til Kanaríeyja í
febrúar og hann fluttur þangað.
Var hann alla tíð til taks að taka á
móti okkur og aðstoða á allan hátt
og bjóða okkur út í lystisnekkjuna
er hann átti þar og bjó í og alltaf
var viðkvæðið hjá honum að við
færum alla tíð hjartanlega vel-
komin að dvelja í skipi hans eins
lengi og við vildum. Halli kom
alltaf af og til, til að aðgæta hvort
allt væri í lagi hjá okkur og hvort
við værum frísk, eða hvort hann
gæti eitthvað fyrir okkur gert.
Eitt sinn slasaðist danskur
skipstjóri er var með okkur, það
hafði skorist aðaltaugin í hendi og
þurfti hann að komast á sjúkra-
hús undir eins og vissi ég hvar
Halli var svo ég hljóp og sagði
honum hvað hefði skeð. Hann brá
fljótt við og keyrði sjúklinginn á
sjúkrahús og við fórum með hann
inn og ég hjálpaði honum að halda
við handlegginn meðan læknirinn
hreinsaði og saumaði allt saman,
en Halli beið tilbúinn með bilinn £
meðan.
Hallgrímur var öll þau mörgu
ár stakur bindindismaður á tóbak
og vín og lifði afar heilbrigðu lífi,
neyslugrannur og sjálfum sér nóg-
ur. Margir sóttust eftir vinskap
hans en hann valdi sjálfur sína
vini. Halli var mjög vinmargur
enda glaðlyndur og hjálpsamur.
Ég veit að Hallgrímur myndi ekki
vilja láta þylja yfir sér lof svo ég
læt staðar numið.
Við hjónin kveðjum Hallgrím,
kæran vin, núna, en við eigum eft-
ir að hittast aftur við aðrar að-
stæður og annars staðar. Minning
um góðan vin mun seint gleymast.
Guð fylgi honum á leiðarenda.
Sigríður og Paul V. Michelsen
Trausti Eyjólfsson
London1948
4 x 100 m. boðhlaup.
Pétur Friðrik
Helsinki 1952,100 m hlaup
4 x 100 m. boðhlaup
Magnús Jónsson
London 1948,
4 x 400 m. boðhlaup.
Haukur Clausen
London 1948,
100m. og200m hlaup
öm Clausen
London 1948,
Tugþraut
Valbjörn
Porláksson
Róm1960,
Stangarstökk.
Tokyo 1964,
Stangarstökk,
tugþraut.
Mexíkó 1968,
tugþraut.
„Undirbúningur fyrir Ólympíuleikana er kostnaðar-
samt fvrirtæki. Ekki síður í dag en hér áður fyrr.
Við hvetjum alla til að kaupa miða í fjáröflunarhapp-
drætti Ölympíunefndar. - Styðja þannig íslenska
íþróttaæsku til þátttöku í leikunum. Cefa henni kost á
þjálfun sem gefur árangur".
2BMW315 2 BUICK SKYLARK 3 ESCORTGL 2SAAB900GL 3 SUZUKIFOX
HAPPDRÆTTI ÓLYMPÍUNEFNDAR ÍSLANDS