Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 33 TSíL'imatkadutinn MAZDA 626 (2.000) Coupé 1980. Silfurlitaöur, sjálfskiptur. Ekinn 35 þús. km. Kassettutæki o.fl. Verö kr. 120 þús. NYR DIESEL BÍLL CITROEN Cx2500 Diesel 1982. Hvítur ekinn að- eins 10 þús. km. Beinsk. m/öllu. Verö 285 þús. Skipti möguleg á ódýrari bíl. MAZDA 323 1982 Gullsanz, ekinn 5 þús., sjálf- skiptur. Verö 128 þús. Skipti á ódýrari. SAAB 99 GL 1982 Blásanz, ekinn 9 þús., útvarp, segulband. Verö 195 þús. COLT 1200 GL 1981 Gullsanz, ekinn 31 þús., útvarp, segulband, snjó- og sumar- dekk. Verð 120 þús. OLDSMOBILE DELTA 1979 Svartur og Ijós, ekinn 128 þús., upptekin vél og kassi. Sjálf- skiptur, aflstýri, útvarp, segul- band. Diesel-btll. Verö 160 þús. MAZDA 1982 Hvítur, ekinn 5 þús., aflstýri, út- varp, segulband. Verö 178 þús. BMW 518 1981 Blásanz, ekinn 24 þús., útvarp, segulband, litaö gler. Verö 210 þús. (Skipti ath. á ódýrari). CH. MONTE CARCO 1979 Blár, ekinn 32 þús., 8 cyl. (267) sjálfskiptur, aflstýri, útvarp, segulband, snjó- og sumar- dekk. Verð 195 þús. Níræður: Tryggvi Sigfús- son frá Þórshöfn í dag, 2. nóvember 1982, eru lið- in níutíu ár síðan að Tryggvi Sig- fússon frá Þórshöfn á Langanesi leit fyrst dagsins ljós. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Guð- mundsdóttir og Sigfús Jónsson. (Langi Fúsi eins og hann var kall- aður norður þar). Tryggvi ólst upp í stórum systkinahópi, ásamt 5 bræðrum og 1 systur. Þórshöfn var þá uppgangspláss og nokk- urskonar höfuðstaður Langaness, því að þá stóð útgerðin á Skálum líka í bíóma. Þá var það líkt og nú sjávarútvegurinn réði mestu um afkomu íbúanna. Á fyrri hluta aldarinnar fiskaðist vel þarna norðurfrá ef að gaf á sjó og það rétt upp við landsteina. Á þessum árum gerði Sigfús út tvo báta og mannaði þá að nokkrum hluta með Færeyingum sem að þáðu kost og aðsetur á heimili hans. Einnig var í Sigfúsarhúsi tekið á móti öllum ferðalöngum. Það segir sig því sjálft að á æskuheimili Tryggva var alltaf mannmargt og oft glatt á hjalla, spilað á hljóð- færi og sungið. Ekki átti húsbónd- inn minnstan þátt í glaðværðinni því að hann var hrókur alls fagn- aðar og þegar að slegið var í lomb- er þá var nú líf í tuskunum. Að vera virtur útvegsbóndi í sjávarþorpi var líkt og að vera konungur í ríki sínu á þessum ár- um. Menn þurftu að leggja hart að sér, en hvað var það, þeir voru frjálsir eins og Bjartur í Sumar- húsum. Þessi stóru útvegsheimili kröfðust líka mikillrar vinnu af öllum sem að vettlingi gátu valdi. Tryggvi var ekki komin af barns- aldri þegar farið var að láta hann standa við beitningu. Árin liðu, Tryggvi varð glæsilegur ungur maður í hærra lagi líkt og faðir hans og bar sig vel. Það gerir hann reyndar enn í dag og er vart hægt að hugsa sér þegar að maður lítur þennan ljúfa öldung að hann eigi öll þessi ár að baki. Ungur að ár- um kynntist hann konuefni sínu, Stefaníu Kristjánsdóttur frá Vopnafirði, f. 16. nóvember 1893. Þau gengu í hjónaband 19. sept- ember 1919, og voru því búin að vera gilft í 62 ár er hún lést 1. nóvember 1981. Þau byrjuðu bú- skap í Sigfúsarhúsinu og Tryggvi vann við útgerðina hjá föður sín- um. Hann var góður verkmaður og afbragðs skytta bæði á fugl og sel, eins og ég hef heyrt að faðir hans hafi verið. Þegar heimsstyrjöldin síðari barst hingað upp að landsteinum í kjölfar kreppunnar miklu, herti enn að litlum sjávarþorpum. Tundurduflin flutu rétt fyrir utan flæðarmálið svo að illt var að elta þann gula og sjórinn nær upp ur- inn af fiski vegna veiða erlendra fiskiskipa. Haustið 1944, fluttu þau suður á Kópavogsháls og þar hafa þau átt lögheimili lengst af. Það ár var nokkuð atvinnuleysi í Reykjavík og nágrenni, svo að það var komið fram í þorralok 1945, þegar að Tryggvi fékk loksins fyrsta hand- takið á suðurlandi. Það var hjá Jóni í Mörk þeim öndvegis verk- stjóra við höfnina á þeim tíma. Þessi spor í atvinnuleit hafa án efa verið þung fyrir hann sem að alla tíð hafði unnið sjálfum sér. Hafnarverkamaður var hann svo frá þeim degi og stundaði þá vinnu þar til að hann varð fyrir vinnuslysi og varð að hætta störf- um, þá komin yfir sjötugt. Vinnan við höfnina var þá mjög erfið, einkum vinna í sementi, en það þoldi Tryggvi svo illa að hendur hans voru oft sem opin kvika, þó mátti hann ekki heyra það nefnt að sitja heima, heldur vafði rýjum um viðkvæmustu staðina á hönd- unum. Hvað hefði það líka þýtt að sitja heima. Eignalítil komu þau að norðan og það kostaði mikið að koma yfirsig húsi. Þrettán börn höfðu þau eignast og komið átta þeirra til manns, öll eru þau mannvænlegt fólk. Tryggvi dvelur nú hjá yngstu dóttur sinni í Grindavík og nýtur ástúðar og hlýju. Við hjónin óskum honum hjart- anlega til hamingju á afmælis- daginn og vonum að góður guð gefi honum bjart ævikvöld. Hulda Pétursdóttir n í kjallara Kjörgarðs Opnum í dag stórkostlega útsölu Fatnaður á alla fjölskylduna: Úlpur, peysur, buxur, kjólar, skyrtur og margt, margt fleira. Frá Fálkanum Gífurlegt úrval af íslenskum og erlendum hljómplötum og kassettum. Stórar plötur 50 kr. Litlar plötur 10 kr. Barna-, kven- og karlmannaskór. Gjafavörur í miklir úrvali. Handklæöi, sængurfatnaöur o.fl. þess háttar. Leikföng í stórkostlegu úrvali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.