Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 35 --JBS Fer inn á lang flest heimili landsins! ILJOS Vinsamlega sækið pantanir strax, því birgðir eru takmarkaðar. Rafkaup Suðurlandsbraut 4 - Sími 81518 f tilefni 50 ára afmælis Kevlon-snyrtivörufyrirtækisin.s verða kynntar hér á landi þrjár „nýjar línur", sem bera nöfnin Revlon in Bloom, Colortones og Rosa de Roma. í fréttatilkynningu frá umboðsmönnum segir að Colortones sé bylting i framleiðslu snyrtivara, þar sem sérstöku dufti er pressað í köku, sem séu augn- skuggar, kinnalitir og andlitsfarðar. Er unnt að fá 8 liti af augnskuggum, 5 af kinnalitum og 4 af andlitsfarða. llmboðsaðili fyrir Revlon er Íslensk-Ameríska hf. Myndin er tekin af kynningu á Revlon-snyrtivönim. Svandís Pétursdóttir, formaður svæðisstjórnar um málefni þroskaheftra og öryrkja á Vesturlandl, við grunninn að heimili fyrir þroskahefta sem svæðisstjórn er að láta byggja á Akranesi. MorgunbiaðiA/HBj. Akranes: Hafin bygging heimilis fyrir fjölfatlaða á Vesturlandi Límtréverksmiðja rís við Flúðir Á AKRANESI er hafin bygging heimilis fyrir fjölfatlaða á vegum svæðisstjórnar um málefni þroska- heftra og öryrkja á Vesturlandi. í húsinu, sem verður um- 340 m* 2 að stærð, er ætlunin að hafa heimili fyrir 7 fjölfatlaða einstaklinga af Vesturlandi, 5 til langtímadvalar og 2 til skammtímadvalar. Húsinu var valinn staður að Vesturgötu 102. Þar verður heimilið í næsta nágrenni við sjúkrahúsið, þar sem fyrirhugað er að fólkið sæki endurhæfingu eftir því sem við verður komið, skóla, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir starfsfólk, en vakt verður allan sól- arhringinn. Svæðisstjórnin hefur fengið út- hlutað fé úr Framkvæmdasjóði ör- yrkja og þroskaheftra til byrjun- arframkvæmda en bæjarstjórn Akraness leggur til lóðina og fellir niður öll byggingargjöld. Verk- fræði- og teiknistofa Akraness sf. hefur annast teikningar og hönn- unarvinnu ásamt útboði. Fyrsti áfangi var boðinn út í haust og komu 5 tilboð í verkið. Samið var við lægstbjóðanda, Guðmund Magnússon byggingameistara Akranesi, en tilboð hans var tæp 532 þúsund, sem er 71% af kostn- aðaráætlun. Svandís Pétursdóttir, formaður svæðisstjórnar um málefni þroskaheftra og öryrkja á Vestur- landi sagði í samtali við Mbl. að reynt yrði að taka heimilið í notk- un á næsta ári vegna þeirrar knýj- andi nauðsynjar sem á því væri. „Nú bíða 3 unglingar eftir heimil- inu,“ sagði Svandís, „á síðasta ári var sótt um vistun á 4 stofnunum fyrir 16 ára þroskaheftan pilt frá Akranesi en ekki hefur enn tekist að fá pláss fyrir hann. Hann er nú vistaður á ellideild sjúkrahússins til bráðabirgða en þar á hann alls ekki heima. Piltur úr Borgarnesi, sem einnig bíður eftir plássi á heimilinu, er aðallega heima hjá sér og telpa úr Stykkishólmi er vistuð til bráðabirgða í Reykjavík á þeim forsendum að hún komist á nýja heimilið hér á Akranesi á næsta ári. Svæðisstjórnin á sam- kvæmt lögum að veita ákveðna þjónustu á þessu sviði, nú er búið að reyna utan héraðsins, það gekk ekki og þá verðum við að veita hana heima í héraði með byggingu þessa heimilis." Svæðisstjórn um málefni þroskaheftra og öryrkja á Vestur- landi var skipuð 1980. Svandís sem er formaður og Guðjón Ingvi Stef- ánsson framkvæmdastjóri voru tilnefnd af Samtökum sveitarfé- laga á Vesturlandi. Snorri Þor- steinsson fræðslustjóri og Kristó- fer Þorleifsson læknir eiga fast sæti í stjórninni sem fræðslustjóri og héraðslæknir og Þorsteinn Þor- steinsson bóndi er fulltrúi for- eldra í Svæðisstjórninni. Aðspurð um að hverju stjórnin hefði unnið á þessum tíma, auk undirbúnings heimilisins, sagði Svandís: „Fyrsta árið fór mikið til í að kynna lögin og reglugerðina sem við vinnum eftir, við ferðuð- umst um og héldum fundi með sveitarstjórnarmönnum, skóla- mönnum, læknum og hjúkrunar- konum og fóstrum, svo einhverjir séu nefndir. Fljótlega var farið að athuga með könnun á högum þroskaheftra og öryrkja á svæðinu og fékkst fjárveiting til að byrja á því. Byrjað var á könnuninni sem unnin var á vegum félagsvísinda- deildar Háskóla íslands í samráði við Félagsmálaráðuneytið en hún stöðvaðist vegna fjárskorts. Við höfum því ekki fengið neinar niðurstöður enn til að byggja starf okkar á. Við höfum þó áætlað að a.m.k. 300 féllu undir starfssvið okkar hér á Vesturlandi. í vor var komið upp „legoteki" (leiktækjasafni) í Borgarnesi. Við það starfar þroskaþjálfi og þang- að geta foreldrar leitað bæði til að fá leikföng og eins varðandi ráð- gjöf um notkun þeirra. „Legotek- ið“ var fjármagnað með fé úr Framkvæmdasjóðnum og þjónar öllu Vesturlandi eins og annað sem við höfum verið að vinna að. Auk þessa hefur mikill tími farið í að leysa einstök mál, bréfaskriftir og þess háttar," sagði Svandís Pét- ursdóttir að lokum. HBj. í SVONEFNDUM Torfdal í grcnnd við Flúðir í Hrunamanna- hreppi er nú verið að byggja verk- smiðjuhús, um 2.000 fermetra að flatarmáli. Fyrsta skóflustungan að húsi þessu var tekin 21. ágúst sl. af oddvitum Biskupstungnahrepps, Gnúpverjahrepps, Hrunamanna- hrepps og Skeiðahrepps. Þarna á að framleiða limtré, sem er sam- anlímt timbur til að nota í ýmiss konar byggingar, húsgögn og fleira, segir í fréttatilkynningu frá stjórn Limtrés hf„ sem Morgunblaðinu hefur borizt. í fréttatilkynningunni segir ennfremur: Einkum þykir hent- ugt að nota það í burðarvirki í stór hús. Unnt er að búa til bæði beina bita og boga af ýmsum gerðum. Þegar hafa verið keypt- ar vélar og áhöld í verksmiðjuna, og ef allt gengur samkvæmt áætlun hefst framleiðsla á kom- andi vori. Að byggingu verksmiðjunnar stendur hlutafélagið Límtré hf. Meirihluta í því eiga fyrrnefnd sveitarfélög, enda er megintil- gangur með þessu að efla at- vinnulíf á þessu svæði. Er það von þeirra er fyrir þessu standa að þetta verði upphaf á öflugu samstarfi í þeim tilgangi. Gert er ráð fyrir að ýmsum rekstri sem þessu tengist verði valinn staður eftir því sem unnt er í sveitunum þar sem aðalverksmiðjan er ekki, og fólki úr öllum hreppunum 4 verður gefinn kostur á vinnu í verksmiðjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.