Morgunblaðið - 14.12.1982, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.12.1982, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 27 Á sunnudaginn var kveikt á jólatrénu á Austurvelli, hinni árlegu gjöf Oslóborgar til Reykvíkinga. Sendiherra Noregs á íslandi, Annemarie Lorentzen, afhenti tréó fyrir hönd Oslóborgar, en Davíð Oddsson, borgarstjóri, veitti trénu viðtöku. Á myndinni eru þau Annemarie Lorentzen og Davíð Oddsson ásamt konu Davíðs, Ástríði Thorarensen, syni þeirra hjóna, Þorsteini Davíðssyni, og stúlkunni sem kveikti á trénu, Kristbjörgu Kari Sólmundsdóttur. Jólasveinahátíð á þaki Kökuhússins. Myndin er tekin á sunnudaginn eftir að kveikt hafði verið á jólatrénu á Austurvelli. „Ósköp er stutt á þér skeggið, lögga mín góð,“ gæti jólasveinninn á myndinni verið að segja við þennan vörð laganna. Líklega hefur löggan ekki tekið þessa framhleypni jólasveinsins illa upp, enda vita allir að jólasveinar eru bestu menn inn við skeggið þótt þeir láti stundum ófrið- lega. Myndin var auðvitað tekin á jólasveinahátíðinni á Austurvelli á sunnudaginn. „SkI og blessuð dúfan mín, það gleður mig stórlega að kynnast þér. Ég heiti Askasleikir og er leiðtogi jólasveinanna. Þú ert auðvitað byrjuð að setja skóinn út í glugga. En í Grýlu bænum hafðu stóra rifu á glugganum, við erum orðnir svo feitir bræöurnir. Og annað til, þú verður að fara snemma að sofa. Við erum nefnilega í yfirvinnubanni og megunt ekki vinna eftir kl. 12 á nóttunni." Stjórnunarfélag Islands: félagasamtökum,M segir ennfrem- Landsbanki Islands hlaut árs- skýrsluverðlaunin fyrir 1981 — Landsvirkjun hlaut ennfremur viðurkenningu fyrir góða skýrslu LANDSBANKI íslands hlaut árs- skýrsluverðlaun Stjórnunarfélags fs- lands fyrir árið 1981, en á fundi í gærdag afhenti Árni Vilhjálmsson, 9 Ljósmynd Mbl. KÖE Árni Vilhjálmsson, prófessor, formaður ársskýrslunefndar, t.h., afhendir Jón- asi H. Haralz, bankastjóra Landsbanka íslands viðurkenningu fyrir beztu ársskýrsluna. prófessor, formaður ársskýrslu- nefndar, Jónasi H. Haralz, banka- stjóra sérstakan verðlaunagrip fyrir beztu ársskýrsluna. Auk þess var Landsvirkjun afhent viðurkenn- ingarskjal fyrir mjög góða árs- skýrslu. í frétt frá Stjórnunarfélaginu segir, að þetta sé í annað sinn sem efnt sé til samkeppni um beztu ársskýrslu, sem fyrirtæki eða stofnun gefa út á árinu. „Stjórn Stjórnunarfélagsins skipaði þriggja manna dómnefnd sem hef- ur það hlutverk að meta þær skýrslur sem berast í samkeppn- inni og skera úr um hvaða skýrsla skal hljóta viðurkenningu," segir ennfremur í frétt Stjórnunarfé- lagsins. í nefndinni eiga sæti Helgi Bachmann, forstöðumaður hag- deildar Landsbanka íslands, Stef- án Svavarsson, löggiltur endur- skoðandi, og Arni Vilhjálmsson, prófessor, sem jafnframt er for- maður nefndarinnar. „Ársskýrslunefndin hefur að undanförnu skoðað og lagt mat á þær ársskýrslur sem bárust í sam- keppnina nú í ár, en þær voru alls frá 16 fyrirtækjum, stofnunum og Niðurstaða nefndarinnar er sú eins og áður sagði, að veita Lands- - banka Islands viðurkenningu fyrir beztu ársskýrsluna að þessu sinni. Við umfjöllun nefndarinnar um ársskýrslu Landsbankans var samin eftirfarandi umsögn: „Eins og fyrr þykir ársskýrslan í heild vera frábærlega vel unnin. Endur- taka verður, að miður þykir að fjármagnsliðurinn „sjóður vegna ábyrgðarskuldbindinga við eftir- launasjóð starfsmanna" er ekki skýrður með vísun til vandaðs mats á þessum umræddum skuldbindingum.“ Ljósmynd Mbl. KÖE Landsvirkjun hlaut viðurkenningu fyrir góða ársskýrslu. Hér afhendir Hörð- ur Sigurgestsson, t.h., formaður Stjórnunarfélagsins, Halldóri Jónatanssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra Landsvirkjunar, viðurkenningarskjal. Milli þeirra er Árni Vilhjálmsson, prófessor, formaður ársskýrslunefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.