Morgunblaðið - 14.12.1982, Side 36
PRISMA
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982
Gjöfin
sem gefur aro
Sodastream tækið er tilvalin
jólagjöf fyrir alla fjölskylduna
Gerið sjálf gosdrykkina og
sparið meira en helming.
Sól hf.
Þverholti19, sími 91-26300
KENWOOD CHEF
8ESJ/
HJALPARKOKKUR/NN
KENWOOD CHEF fylgir þeytari, hrærari, hnoðari, grænmetis-
og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál.
KENWOOD CHEF er til í þremur mism. litum. Ennfremur er
ávalit fyrirliggjandi úrval aukahluta, svo sem, hakkavél,
grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöflu-
afhýðari, dósahnífur ofl.
UMBOÐSMENN:
J L-húsið, Hringbraut 121, Reykjavík
Rafha hf., Austurveri, Reykjavík.
Rafþjónusta Sigurd. Skagabraut 6, Akranesi
Húsprýði, Borgarnesi.
Húsið, Stykkishóimi.
Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal.
Kaupfélag Saurbæinga, Skriðulandi, Dal.
Póllinn h/f, ísafirði.
Verslun Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík.
Verslun Sigurðar Pálmasonar, Hvammstanga
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi.
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki.
Radío- og sjónvarpsþjónustan, Sauðárkróki.
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri.
Grímur og Árni, Húsavík.
Verslun Sveins Guðmundssonar, Egilsstöðum.
Mosfell, Hellu.
Kaupfélag Árnesinga, Selfossi.
Radío- og sjónvarpsþjónustan, Selfossi.
Kjarni, Vestmannaeyjum.
Rafvörur, Þorlákshöfn.
Verslunin Bára, Grindavík.
Stapafell h/f, Keflavík.
RAFTÆKJADEILD
IhIHEKLAHF
J LAUGAVEGI 170-172 SÍMAR 11687 • 21240
Ingimundur fiðla
Svar til Einars G. Ólafssonar
— eftir Gunnar M.
Magnúss
Ég skrifaði þátt um tónmeistar-
ann Ingimund Sveinsson fiðlu,
sem mér fannst liggja óbættur hjá
garði. Nýútkomin bók mín, Ingi-
mundur fiðla, er kennd við hann. I
bókinni eru fimm heimildaþættir:
Tónmeistarinn Ingimundur fiðla
og fleira fólk — Tunnustafurinn
og alþýðufræðarinn — Karlmenn-
ið Guðný og skáldið á Þröm —
Framandi gestir á Isafirði —
Guðaveigar lífga sálaryl.
Þátturinn um Ingimund fiðlu er
skrifaður jákvæður á allan hátt,
hvergi er hallað á Ingimund,
hvergi er hallað á nokkurn mann,
sem nefndur er til sögunnar,
hvergi reynt að gera hlut fólks
niðurlægjandi, öðru nær.
Nú kemur fram á sjónarsviðið
Einar G. Ólafsson og ritar grein í
Morgunblaðið 9. desember sl., þar
sem hann ber mér á brýn að ég
„halli réttu máli“ í þættinum um
Ingimund fiðlu og nefnir dæmi
máli sínu til staðfestingar. En þar
fer Einar út á hálan ís og hefur
skreikað fótur.
Grein hans snýst að miklu leyti
í níð og falsanir um Ingimund
fiðlu. Hann talar um óreiðu hans
og amlóðahátt, að hann hafi
kvænst ekkjunni Guðbjörgu á
Bakkanum, til þess að hrifsa eigur
hennar, en hún hafi tekið þennan
„lánlitla" mann upp á arma sína.
Auðfundið er, að Einar ber kala
til Ingimundar. Úr penna Einars
drýpur óvæginn dómur um látinn
mann og heldur óvenjuleg eftir-
mæli.
Mér þykir leitt Einars vegna, að
hann skyldi lenda í þessari slysni.
Einar lætur að því liggja, að Ingi-
mundur hafi lifað gálauslega eftir
að hann „lenti á ekkjunni". Þetta
hef ég ekki sagt. Þessi orð eru úr
ævisögu Þorsteins Kjarvals, bróð-
ur Ingimundar, enda eru þau hér í
gæsalöppum.
Einar hefur farið í Húsvitjun-
arbækur Stokkseyrarsóknar, til
þess að sýna fram á að Ingimund-
ur hafi ekki haft heimilisfang á
Bakkanum þessi missiri. Vel má
svo vera. En allt í einu er Ingi-
mundur kominn á Bakkann 1901
og kvæntist Guðbjörgu það ár.
Þetta sagði Einar mér sjálfur í
síma fyrir nokkru. Annars hefði
ég ekki sett giftingarár þeirra í
þáttinn. Það skipti engu máli í
frásögn minni, hvort þau gengu í
hjónaband þetta árið eða hitt. Ég
skrifaði þáttinn um Ingimund sem
tónlistarmann, þurfti hvorki ártöl
né efnahagsskýrslur. En um þetta
æviskeið Ingimundar þurfti að
geta þess, að hann gekk í hjóna-
band með ekkjunni, að þau bjuggu
á Bakkanum, seldu húsið, keyptu
hús á Skólavörðustígnum, bjuggu
þar í basli, þar til yfir lauk og þau
slitu samvistum.
í Lesbók Morgunblaðsins 3.
október sl. birtist kafli úr þættin-
um um Ingimund fiðlu. Þar er tek-
in frásögn Þorsteins Kjarvals um
Ingimund, bróður hans, m.a. eru
þar ártöl og frásögn um Ingimund,
þegar hann settist að hjá Guð-
björgu Sigurðardóttur á Eyrar-
bakka. Þessi orð Þorsteins voru
ekki að öllu leyti rétt. Ekki veit ég,
hvort þessi missögn Þorsteins hef-
ur verið leiðrétt.
Þetta las Einar G. Ólafsson í
Bók sem uppfyll
ir brýna
— eftir Úlf Ragn-
arsson lœkni
FRÁ KONU TIL KONU, Kvenna-
læknir svarar spurningum um konur
og kvenlíkamann.
Höfundur: Lucienne Lanson M.D.
F.A.C.O.G.
Stærd bókar: 412 blaðsíður.
Útgefandi: Skjaldborg, Akureyri.
Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson.
Brynleifur H. Steingrímsson, læknir,
ritar formálsorð.
Kynningarorð á bókarkápu: Bókin
fjallar um skýrt markað efni, kyn-
færi og kyneðli konunnar. Einnig
um þá sjúkdóma, sem þessi líffæri
og þetta lífeðli geta átt við að stríða.
í meira en 30 ára læknisstarfi
hefur sá er þetta ritar komist að
raun um, að fjöldi kvenna er svo
fáfróður um eigið eðli og jafnvel
eigið sköpulag að furðu sætir.
þörf
Úlfur Ragnarsson, læknir
Svo virðist sem ótrúlega margt
fólk líti enn á það, sem bók þessi
fjallar um, sem feimnismál. Sum-
um finnst áreiðanlega jaðra við
brot gegn almennri háttvísi að
nefna kynfæri og kyneðli opin-
skátt á bókarkápu og fá ósjálfráða
sektarkennd af því einu að taka
sér slíka bók í hönd og játa á sig
áhuga á efni hennar. Slíkt hátta-
lag þvert ofan í heilbrigða skyn-
semi sannar það, hversu sterk ítök
ævagömul bannhelgi eða TABU
getur átt í vitundinni. Bannhelgin
sækir afl sitt til óttans. Þannig er
hver, sem lætur stjórnast af
bannhelgi eða TABU, raunveru-
lega ófrjáls mannvera á valdi
óttans. Öttablandið laumuspil í
kringum fordómafulla bannhelgi á
sér líka stað í sambandi við elli og
dauða, krabbamein, þvagfærasýk-
ingar og fleira.
Af þessu hefur hlotist og hlýst
enn ómælt tjón, langtum meira en
flesta grunar. Samt hefur gerst sú
sólskinssaga, að fjölda kvenna
hefur verið bjargað, sem ella hefði
dáið úr krabbameini, og er því að
þakka, að læknar mátu meira
hlutlæga þekkingu en tryggð við
gamla fordóma. Eins og sjá má í
þeirri bók, sem hér er um að ræða,
er margt óunnið enn á vettvangi
kvenlækninga, sem stuðlað getur
að hamingjusamara lífi og betri
endingu heilbrigðrar lífsorku til
líkama og sálar.
Brynleifur H. Steingrímsson,
læknir, lýkur formálsorðum með
þessum ummælum: „Því ber að
fagna, að bók Lucienne Lanson er
nú komin út á íslensku og breiðir
þar með út þekkingu og skilning
til íslenskra kvenna og karla um
konuna og kveneðlið." Sannarlega
orð í tíma töluð. Karlmönnum er
heldur ekki vanþörf á að átta sig á
kveneðlinu samkvæmt trúverðugri
heimildum en óhroðanum, sem
fiæðir yfir löndin hindrunarlítið.
Þegar þagnarmúr aldinna for-