Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 5 Flugleiðin Innanlands- flug gekk vel INNANLANDSFLUG gekk ágæt- lega um jólin, og að sögn Sæmundar Guðvinssonar fréttafulltrúa Flug- leiða var flogið til allra áætlunar- staða FLugleiða, sem átjti að fljúga til, á annan í jólum. Að sögn Sæ- mundar voru nokkrar tafir framan af, meðan beðið var eftir að flug- brautir væru mokaðar, sem gekk vel, og eftir það gekk vel að flytja farþega milli landshluta. I gær gekk innanlandsflug einn- ig vel sagði Sæmundur, en í gærkvöldi var þó óljóst um flug á nokkra staði vegna dimmviðris. Engar tafir kvað Sæmundur hafa orðið á millilandaflugi Flugleiða. Jólaóratorfa Bach í Lang- holtskirkju KOR LangholLskirkju flytur í kvöld og annað kvöld kl. 20.30 Jólaóratoríu J.S. Bachs í Lang- holLskirkju. Einsöngvarar með kórnum eru Ólöf K. Harðardótt- ir, Solveig M. Björling, Michael Golthorpe og Halldór Vilhelms- son. Hljóðfæraleik annast 28 manna hljómsveit. Konsertmeist- ari er Michael Shelton. Stjórn- andi er Jón Stefánsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Jólaóratorían er flutt í heild hér á landi og vegna þess hve verkið er langt er flutningi þess skipt niður á þessi tvö kvöld, en þetta eru þannig einir tónleikar á tveimur kvöldum. Brezki tenórsöngvarinn Micha- el Golthorpe kemur sérstak- lega til landsins til þess að syngja á þessum tónleikum. Vegir og færð: Flestir veg- ir mokaðir í dag ÁGÆT færð er nú í nágrenni Reykjavíkur, svo sem um Hvalfjörð, yfír Hellisheiði og um Suðurnes, samkvæmt upplýsingum er blaðamaður IVIorgunblaðsins fékk hjá vegaeftirliti Vegagerðar rikisins í gær. I uppsveitum Suöurlands er sums staðar lausamjöll á vegum, en þar var ætlunin að moka í gær og í dag, þriðjudag. Færð er annars góð á Suöurlandi. I dag verður siðan unnið að því að moka fjallvegi og heiðar sem lokaðar eru vegna snjóa, svo sem á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, einnig verður Holtavörðuheiði mokuð í dag, Vatnsskarð og Öxna- dalsheiði, og leiðin milli Akureyr- ar og Húsavíkur, sem og fjallvegir á Austurlandi. Að sögn vegaeftir- litsmanna er því stefnt að því að allir helstu vegir verði færir orð- nir síðla dags í dag og í fyrramál- ið, en það fer þó eftir veðri hvern- ig til tekst og hvort vegirnir hald- ast eitthvað opnir. Um hátíðarnar var byrjað að moka þegar á annan í jólum og á jóladag var veginum milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar haldið opnum, sem og leiðinni upp í þéttbýliskjarnann í Mosfellssveit. Ljósm.: Morgunbladió/ l’lfar Ein af Fokker-vélum Flugleiða á ísafjarðarflugvelli nú um jólin. FaxaflóasvæðiÖ: 23—30 sm jafnfall- inn snjór á jóladag — Búist við slyddu og rigningu í dag MIKIL snjókoma varð við Faxaflóa aðfaranótt jóladags, og mældist úrkom- an milli 23 og 30 sm jafnfallinn snjór, samkvæmt upplýsingum er Morgun- blaðið fékk i gær hjá Veðurstofu Islands. Því fer þó fjarri að hér sé um met að ræða, því 43ja sm jafnfallinn snjór féll veturinn 1978 og snjókoma mældist 51 sm árið 1937, svo dæmi sé tekið. Snjókoman núna er þó hin mesta allrasíðustu ár. ast í sunnan- og síðar suðaustan- átt með snjókomu fyrst, síðan slyddu og loks rigningu, ef áttin helst nægilega lengi. Veðrinu fylg- ir hvassviðri, hugsanlega allt að 10 til 11 vindstig, og búist er við að veðrið taki til landsins alls. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofunnar var snjókoman mest við Faxaflóa, en þó snjóaði mikið víða um land, og hélt enn áfram að snjóa í gær. Nú síðla í nótt sem leið var svo spáð suðvestanátt, sem á að breyt- í Milano starfar Eimskip með stærstu vörumóttöku- stöð Ítalíu, Eurodocks. Þar sjá þrautreyndir menn um að sækja vöruna til seljanda og setja hana í gáma áður en hún er send af stað til Rotterdam þar sem áætlunarskip Eimskips taka við. Nú er flókið mál orðið einfalt - Eimskip annast flutninginn alla leið. Umboðsmaður í Milano: Thomas Carr & Son SPA c/o Eurodocks Via Dante 132 20090 Limito Pioltello Milano Sími: 02-6701451 Telex: 334857 carrmi Beintsamband við MÍLANO á Ítalíu Með nýrri þjónustuhöfn fyrir Eimskip á Ítalíu tengjum við nýtt land við vikulegarsiglingar frá meginlandi Evrópu. Árangurinn er styttri flutningstími, lægri flutnings- kostnaður.betri vörumeðferð og áreiðanlegt upplýsinga- streymi frá fyrsta til síðasta hlekks í flutningakeðjunni. *kaáu — ~ Alla leið(með _ ■■ EIMSKIP ffl . Sími 27100 ------ UJ % *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.