Morgunblaðið - 28.12.1982, Side 41

Morgunblaðið - 28.12.1982, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 41 Mál er Haraldur Eggertsson skrifar: „Velvakandi. Okrnndum |»ór, þó aumur só, aldrei (il leggóu háó né spé. I*ú veist ei, hvern þú hittir þar, heldur en þessir (iyAingar. Það er ekki að ófyrirsynju, að síra Hallgrímur telur sérstaka þörf á að vara menn við að viðhafa háð og spé, því engin skeyti eru beinskeyttari, netlíklegri til að valda þeim sárum, sem svíða og seint gróa. Fyrir engu eru menn eins berskjaldaðir og eiturörvum hæðninnar, og ekki hvað síst, ef þeir eru bæði fatlaðir og komnir af fótum fram fyrir elli sakir. Það væri því síst að undra, þótt umkomulausa einfaranum Gísla á Uppsölum hefði súrnað í augum, þegar hann sá í viðlesnasta dag- blaði landsins hina dáralegustu spémynd af sjálfum sér. Samkvæmt svipleiftri því, sem sjónvarpið brá upp í þættinum af Gísla á Uppsölum og vera mun kveikjan að umræddri spémynd, þar sem gamli maðurinn, meira af vilja en mætti, sést vera að safna saman heydrífum í pokaskjatta, sem hann neyðist til að draga á eftir sér, þótt hagkvæmara hefði verið að leggja hann á öxl sér, hefðu kraftarnir leyft. Það er þó meira blóð í kúnni, því þegar öll þjóðin gladdist yfir frá- bærum árangri af fjársöfnun Krabbameinsfélagsins, þá lét sjónvarpið ekki sinn hlut eftir liggja, því milli þess sem því bár- ust tölur frá hinum ýmsu söfnun- arsvæðum, hélt það uppi afþrey- ingarefni og „gamanmálum". Mátti þar meðal annars heyra hina kunnáttusamlegustu skrum- skælingu á málfari Gísla á Upp- sölum. Væri synd að segja, að þar hefði verið ráðist á garðinn, þar sem hann var hæstur. Ætla má með nokkurri vissu, að einmitt málfötlunin hafi orðið hans ör- lagavaldur, eins og á sést, þegar honum, sem ungum manni er synjað um að fara til sjós, eins og tíðkaðist meðal jafnaldra hans. Hefði hann þá getað sýnt um- heiminum, að hann gæti orðið lið- tækur ekki síður en þeir, þrátt fyrir lítilsháttar málfötlun. Með synjun fararleyfisins er ekki ólíklegt, að átt hafi, vafalaust að linni að gefnu tilefni, að forða honum frá því að verða skotspónn óhlut- vandra manna og hins óblíða um- hverfis. Þar með hefur lífsvegur hans verið lagður, og svo rækilega, að síðan hefur hann ekki út af bæ farið, sem eðlilega hefur sett sitt mark á manninn, og víst er, að utan alfaraleiða hefur hann fetað sinn stíg síðan. Það eru því miður fleiri, sem utan vegar lenda, en Gísli á Upp- sölum, og skyldi þeim allra síst gleyma, en þar er átt við þá aumk- unarverðu vesalinga, sem gert hafa sér harmsögu hans að féþúfu og að hlátursefni. Verður ekki bet- ur séð, en þeir hafi lent all snið- hallt við veg velsæmisins. Þar sem óðum styttist nú í hina árvissu uppákomu, sem nefnd er „áramótaskaup", þá er ekki ótrú- legt, að þeir kumpánar séu komnir á kreik, dragandi pokaskjóðuna á eftir sér, freistandi þess að finna einhverjar slæður eða trefjar til að stinga í hana því, sem nota mætti til að hygla einbúanum á Uppsölum um áramótin, því — Auónurínt'ur cnn þá hl.rr, er annar jjra'tur sáran. Mál er að linni.“ Gísli Gíslason á Uppsölum. A einhver vasaklút??? — Leiðrétting leiðrétt Gunnlaugur Rögnvaldsson skrif- ar 23. des.: „Þar sem Morgunblaðið hefur á þessu ári flutt ítarlegar og ná- kvæmar fréttir af rallakstri sum- arsins, finnst undirrituðum rétt að árétta nokkur atriði í sambandi við umsögn Ævars Sigdórssonar í Velvakanda í dag. 1. Skrifað var að Bjarmi Sigur- garðsson hefði ekið „tryllings- lega“. Þetta var skrifað með fullu samþykki hlutaðeiganda sam- kvæmt samtali á mánudegi eftir keppni. 2. Það að umsögn um að hlutir hafi dottið af Cortina-bílnum á öllum leiðum var ekki sagt, heldur „nær öllum leiðum1'. Sagði Birgir Vagnsson ökumaður hans t.d. að- spurðar að loknu ralli í því sam- bandi að bíllinn hefði alltaf orðið léttari og léttari með hverri leið. Var því umtöluð umsögn sögð meir í alvöru en gamni, en Ævari er hinsvegar fullkunnugt um rétt ástand bílsins. 3. Aðrar missagnir voru að hluta til sök keppnisstjórnar og hins vegar sök undirritaðs. Minnist ég ekki annarra meiriháttar mistaka í sambandi við greinaskrif mín á þessu ári. Ættu rallökumenn fremur að vera þakklátir Morgun- blaðinu fyrir áhugann og plássið, a.m.k. er undirritaður það sem öku- og áhugamaður. Betra væri að „deiluaðilar" ræddu saman innbyrðis en að hlaupa sífellt í blöðin; nóga vit- leysuna hefur Bifreiðaíþrótta- klúbbur Reykjavíkur fengið í hausinn í hinum ýmsu lesenda- bréfum og þarflaust að svara þeim, a.m.k. með svipuðum full- yrðingum og í gær. Oftar en ekki hefur undirritaður gert gott úr leiðindamálum tengdum rallakstri og leiðist því mjög ásakanir þær er Velvakandi birtir í gær ... A einhver vasaklút??? Gleðilegt rallár!!" Segir mikinn sannleika J.Kr. skrifar: „Velvakandi. I fréttum fyrir nokkru var frá því sagt, að yfir stæði í Norræna húsinu sýning ungmenna á mál- verkum og teikningum og tilgang- urinn með þessari sýningu væri að fá fram, hvað ungmennin óttuðust mest. I ljós kom, að það var kjarnorka og mengun, sem ollu hvað mestri ógn. Mér kom í hug smásaga sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 20. nóv. sl. og hét Ópið. Sagan kom mér til að hugsa nánar út í þessi mál. Þar er einmitt fjallað um ótta unglinga við kjarnorku og þær hörmulegu afleiðingar, sem sá ótti getur leitt af sér. Þess vegna leyfi ég mér að benda foreldrum og fjölmiðlum, einkum unglingaþáttum fjölmiðl- anna á sögu þessa. Hún segir mik- inn sannleika." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hvorirtveggju skýr’a frá miklu mannfalli í liði hins. Rétt væri: ... í liði hinna. Eða: ... í liði óvina. ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 MORGRtMSSON & CO Volvoeigendur athugið Varahlutaverslanir okkar veröa lok- aöar vegna vörutalningar dagana 29., 30. og 31. des. 1982 og 3. jan. 1983. Veltir hf. Suðurlandsbraut 16. OMRON OMRON búðarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. Verðfrá 9.980 kr. % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % - ^ Hverfisgötu 33 Simi 20560 IH0f0ntiUiibíito MetsöluUadá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.