Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 7 Verkstjórnarnám- skeið fyrir skip- stjórnarmenn Verkstjónarnámskeiö fyrir skipstjórnarmenn á far- skipum veröur haldiö í tveimur hlutum: Fyrri hluti 17.—22. janúar 1983. Síðari hluti 18.—23. apríl 1983. Helstu kennslugreinar: • Stjórnun • Vinnusálarfræði • Vinnurannsóknir • Skipulagstækni • Lestun og losun Umsóknir þurfa aö hafa borist 10. janúar til löntæknistofnunar íslands. Verkstjórnarfræöslan. Hestamenn Þeir, sem eiga hesta á Ragnheiöarstöðum og hafa gert ráöstafanir að félagiö láti gefa þeim daglega hafi samband viö okkur nú þegar. Annars verður hest- unum ráðstafað sem óskilahrossum. Kjalarnes Nokkrir hestar ósóttir. Tapast hafa hestar frá Ragnheiöarstööum, 2 gráir, einn jarp- ur og ein brún hryssa. Bændur á þessu svæöi láti okkur vita, ef þeir veröa þeirra varir. Tamningastöð tekur til starfa nú eftir áramótin, 3. janúar. Tamn- ingamenn veröa: Hafliöi Halldórsson og Hreinn Þor- kelsson. Skaflaskeifur til sölu. Kr. 200 — gangurinn. Helluskeifur á 240 kr. gangurinn. Nánari upplýsingar á skrifstofu fólagsins kl. 13—18 á mánudag—föstudags. Sími 30178 og 33679. Hestamannafélagið Fákur. <4 KAUPÞING HF VERÐBRÉFASALA Gengi pr. 28. desember 1982. Spariskírteini ríkissjóös 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur Gengi m.v. 5% ávöxtunarkröfu pr. kr. 100 10.094 8.674 8.071 6.471 4.934 4.835 3.107 2.422 1.789 1.603 1.359 1.163 985 776 629 537 402 323 249 213 159 150 Happdriettislán ríkissjóós 1973 — B 1973 — C 1974 — D 1974 — E 1974 — F 1975 — G 1976 — H 1976 — I 1977 — J 1981 — 1. flokkur Gengi mv. 5% ávöxtunarkröfu pr. kr. 100. 3.663 3.115 2.683 1.885 1.885 1.265 1.159 924 824 173 Tökum öll verðbréf í um- boðssölu. Hjá okkur eru fáanleg verðtryggð skulda- bréf ríkissjóðs, 2. fl. 1982. 4i KAUPÞING HF Húsi verzlzunarinnar, 3. hæð, sími 86988. Plnrgi M H t Askriftarsíminn er 83033 00 */ S^gaJmenn óánægja meo Uunabætur ríkisstjornannna J \ rBsWjja 35r---L Dánægjájmeð launabæturnar? |LIt!5 kvartað vll erkalýðsfélöein »# hrfur laK.rri trrUI ^ ■ lil okkar o* kvariað vfU^úf K 9>nifrpctiir Da^brúnar fenguM jvrrj ■ rrikninc lé*iaunabóuiu.a r«a XVSBrilirCS lUr upp»y«n*ar að .volinð hafi venð ■ 'purM fyrir um rinvlAk MriAi *.rB hm|*l Og »punl fym uæ tæiumar j rcnnrÆv 1,1 h. , . V menn hms vegar ntnu.i ekkert vnua 111 1 Ær3 XY ' r ,ð *r °® me(!,nr'glan virðni þvi U 1 æX'Ur ' ver» 'ú lillolulcga fáu virðdsi koma kvortunum á framfæn cndi| þ«ill h*lur hafi *cnð scndar lil S þúvund mann.1 t .n það vkal ilre '•*' k ' nif' 'lur ii aii K i ,n ir um nnvlAk aflriAi *arfl "• “*»' HjOrn RjArnvvxi Mþvfluvam _ Menn hafa mjog furflað vig i þ*i ■ art hafa Ckki fcngið láglaunahwiur |cnda fxSii þcir hufi hafi vf.r 25 þu* Þjóðviljinn á Þorláksmessu! Þaö lá vel á Þjóðviljanum á Þorláks- messu, eins og vera bar. Um þvera for- síöu vóru — aö vanda — sigurfréttir af Hjörleifi Guttormssyni, riddaranum raun- um prýdda, sem var rétt eina feröina að leggja Alusuisse aö velli, og fór létt með sem fyrrum. Þar ofan í kaupiö höföu lág- launabætur stigiö blaöinu til höfuðs, sem sjá má af meðfylgjandi úrklippu. „Óánægja meö launabæturnar?**, spyr blaðiö í undrun — og svarar sjálfu sér í fyrirsögn: „Lítiö kvartaö viö verkalýösfé- lögin“. Var máske ástæöa til? — Ef nán- ar er aö gáð hefst fréttin á þessum orð- um: „Það hefur talsvert veriö hringt til okkar og kvartað yfir útreikningi lág- launabótanna eöa spurst fyrir um einstök atriöi varöandi þær. ..“. Yfir frétt, sem grundvallast á oröinu „talsvert“, setur Þjóöviljinn yfirskriftina „lítiö“, svona til aö tryggja samræmiö í fyrir— og frásögn. „Almenn óánægja“ Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, formaður slarfs- mannafélagsins Sóknar, segir í viðtali við Mbl. á aðfangadag: „Já, þaö er mikil og al- menn óánægja með þessar bætur, það hefur verið mikið kvartað út af þessu. Mér sýnist að þarna sé far- ið eftir þvi sem orðið er að gullvægri reglu í okkar þjóðfélagi, að þess meira sem þú hefur þess meira skaltu fá. Við höfum heyrt mörg dæmi um að fólk, jafnvel með sömu tekjur, fær mjög misjafnlega miklar bætur. Þannig erum við fjórar hér á skrifstofunni og allar með nákvæmlega sömu krónutöluna í tekjur, en engin okkar er með sömu bæturnar og vafasamt að ein fái nokkrar, þar sem hún er ekki á skrá hjá ríkisféhirði. Munar jafnvel helmingi, og þar sem að- stæður okkar eru svipaðar, er þetta dæmi sem ég skil ekki. í hreinskilni sagt, þá virðLst mér þeir fá minnst sem helzt þarfnast bóta“. Jólakveðja til ríkisstjórnar Þjóðviljinn birti á að- fangadag, við hlið leiðara, grein eftir Olaf Gíslason, þar sem m.a. er höggvið að ríkisstjórninni. Þar segir m.a.: „íslenzka ríkisstjórnin hefur með eftirminnilegum hætti lýst afstöðu sinni til þessara mála á alþjóða- vettvangi nýverið. Island var eitt af sex ríkjum ver- aldar, sem voru hlutlaus gagnvarti því, hvort fram- leiðsla kjarnorkuvopna yrði aukin eða stöðvuð. I>etta eru yfirlýst rökþrot gagnvart mesta siðferðis- lega vandamáli okkar tíma. Hvernig getur slík rikisstjórn áskilið sér virð- ingu eða traust þegnanna? Kíkisstjórnin var líka hlut- laus gagnvart því, hvort nifteindasprengjan væri til góðs eða ills. Þessi afstaða er ekki í samræmi við vilja íslenzku þjóðarinnar ... hún er í samræmi við þá pólitísku kreppu, sem ríkir hér á íslandi... íslenzk stjórnmál eru í hnotskurn feluleikur, þar sem flóttinn frá veruleikanum er vin- sælasti leikurinn." Já, hirði nú hver sína jólagjöf: Svav- ar, Hjörleifur, Kagnar og hvað þeir nú heita ráðherr- arnir, sem eru í feluleik, á flótta undan raunveruleik- anum og þjást af siðferð- isbresti að dómi frétta- manns Þjóðviljans, sem að sjálfsögðu er eins jákvæð- ur í þeirra garð og unnt er. Það er engu líkara en þess- ir forystumenn Alþýðu- handalagsins gætu tekið við af Castro, ef hann tæki nú upp á því að hætta að stjórna ofbeldinu á Kúbu. Jafnvel á Þjóðviljanum, þessu höfuðvígi núverandi ríkisstjórnar, þykir við hæfi að hnýta hressilega i hana, og það á sjálfan aðfanga- daginn. Þá er nú fokið í flest skjólin, utan þessa í llólminum að sjálfsögðu. En þar er gamall áttaviti sem stendur á sér, eins og kunnugt er. Um hvað eru ráðherrar sammála? l>egar nýtt ár fer í hönd velta menn fyrir sér, hvort ráðherrar í núverandi ríkis- stjórn séu sammála um nokkurn skapaðan hlut annan en þann að sitja — ósammála og ósamtaka um öll meginatriði viðfangs- efna sinna. Og svo auðvit- að það, að Olafur R. (irímsson verði ekki ráð- herra, enda ekki ástæða til, ef marka má Tímann á Imrláksmessu, en þar er vitnað í ævisögu Steindórs Steindórssonar um Möðru- vallahreyfinguna. Ekki náðist samstaða um gerð né framlagningu lánsfjáráætlunar fyrir ára- mót, þó lög kveði á um, að afgreiða hafi átt samhliða og samtimis fjárlögum. Ekki náðist samstaða um málsmeðferð þings á bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar frá því i ágústmánuði sl. I*essvegna eru þau enn óafgreidd, þó efnisatriði þeirra séu þegar komin til framkvæmda. þ.á m. verðbótaskerðing launa. Ekki hefur náðst sam- staða um nýjan vísitölu- grundvöll, enda þótt fram- sóknarmenn segðu það skilyrði varðandi afgreiðslu fjárlaga og nýrra orlofs- laga, að fyrir lægi samtímis samkomulag um nýja verð- lagsviðmiðun. Ekki liggur fyrir sam- staða stjórnarliða um breytta kjördæmaskipan eða kosningareglur, hvern veg eigi að tryggja sem jafnast vægi atkvæða þegn- anna í þjóðfélaginu, án til- lits til búsetu. EM-unglinga í skák: Elvar með 2Vi vinning og biðskák ELVAR Guðmundsson er í 15.—17. sæti eftir sex umferðir á Evrópumóti unglinga í skák, sem nií fer fram í Gröningen í Hollandi. Hann hefur hlotið 2'2 vinning og á biðskák við sænsku skákkonuna l’iu Cramling. Efstir og jafnir eru Jaan Ehlvest, Sov- étríkjunum, og Curt Hansen, Dan- mörku, með 5 vinninga. Þeir gerðu innbyrðis jafntefli í fimmtu umferð. í 3.—5. sæti eru Condie, Skotlandi, Greenfeld, ísrael, og Stohl, Tékkóslóvakíu, með 4'/2 vinning, Fris- co Nijboer, Hollandi, hefur 4 vinn- inga. Margir íslenzkir skákmenn fara utan á næstunni til þátttöku í skák- mótum. Margeir Pétursson og Sæv- ar Bjarnason tefla á alþjóðlega skákmótinu í Gausdal í Noregi og einnig á Astoria-mótinu ásamt þeim Ágústi Karlssyni og Karli Þor- steins. Þá munu Arnór Björnsson og Björn Sveinn Björnsson tefla í Plymouth, Lárus Jóhannesson teflir í Hallsberg í Svíþjóð og Þorsteinn Þorsteinsson og Hilmar Hansson tefla á alþjóðlegu skákmóti í Karlskrona í Svíþjóð, sem hófst í gær. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Skólavörðustígur Laugavegur 1—33 Flókagata 1—51 Grettisgata 36—98 Úthverfi Gnoöarvogur 44—88 Hjallavegur Vesturbær Tjarnarstígur Garöastræti Faxaskjól Skerjafjörður sunnan flugvallar Granaskjól Miðbær I og II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.