Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 Hafnarfjörður: Nýtt garðhús kirkjugarðsins í notkun Föstudaginn 12. nóvember sl. var kapelia í nýju garðhúsi kirkju- garðsins vígð af prófasti Kjalar- nesprófastsdæmis, séra Braga Friðrikssyni. Vígsluathöfnin hófst með því að formaður kirkjugarðs- stjórnar, prestar safnaðanna í Hafnarfirði og prófastur gengu til kapellunnar undir orgelleik Páls Kr. Pálssonar orgelleikara og báru muni hennar. Þá flutti fyrrver- andi kirkjugarðsvörður, Gestur Gamalielsson, bæn, en söngflokk- ur undir stjórn Páls söng sálminn: „í þennan helga herrans sal“. Síð- an lásu prestar úr heilagri ritn- ingu, en kórinn söng milli þess, sem lesið var. Prófastur flutti síð- an vígsluorð, bæn, Faðir vor og blessun, en Páll Kr. Pálsson lék á orgelið. Þá flutti formaður kirkju- garðsstjórnar, Eggert Isaksson, erindi um undirbúning og bygg- ingu garðhússins og síðan var sunginn sálmurinn „Son Guðs ertu með sanni". Athöfninni lauk með orgelleik Páls Kr. Pálssonar. Það kom fram í ræðu formanns að byrjað hafi verið á fram- kvæmdum sumarið 1977, eftir að uppdrættir arkitektanna Man- freðs Vilhjálmssonar og Þorvaldar S. Þorvaldssonar, sem teiknuðu húsið, höfðu verið samþykktir af bygginganefnd. Húsið er byggt af Stöpli hf., Jóhann Lárusson múr- arameistari annaðist múrverk, Gunnar Auðunn Oddsson raf- virkjameistari sá um raflagnir og Samúel V. Jónsson pípulagn- ingameistari annaðist pípulagnir. Jarðýtan hf. annaðjst jarðvinnu. Húsið, sem er 300 n^ að flatarmáli og rúmlega 1000 m , samanstend- ur af bifreiða- og verkfæra- geymslu, kaffistofu starfsfólks, kældri líkgeymslu og aðstöðu fyrir kistuskreytingar. Þá er í húsinu kapella, sem fyrst og fremst verð- ur notuð fyrir kistulagningar, en hana er hægt að stækka, ef með þarf, t.d. ef útfarir færu fram frá henni. í húsinu er einnig skrif- stofa kirkjugarðsvarðar og her- bergi fyrir presta safnaðanna. Hluti hússins, þ.e. bifreiða- og verkfærageymslan ásamt kaffi- stofu og snyrtingu, var tekinn í notkun árið 1979, en aðrir hlutar hússins verða teknir í notkun um áramótin, enda er allt húsnæðið fullfrágengið, búið húsgögnum og tækjum, sem á þarf að halda. Þótt búið sé að rækta upp og snyrta allvel í kring um húsið, er þó ým- islegt ógert, sem bíður vorsins, svo sem hleðslur ýmiss konar, kross, sem komið verður fyrir miðsvæðis fyrir framan húsið gegnt aðaldyr- um, klukkur verða settar upp við norðausturenda hússins, svo og lýsing utan dyra. Þá er fyrirhugað að hefja í vor blóma- og trjárækt. Aðkeyrslan frá Kaldárselsvegi verður breikkuð og lögð, ásamt bílastæðinu, varanlegu slitlagi. Kom fram í ræðu formanns að stjórnin hefði hug á því, að allt yrði gert, sem unnt væri, til að gera umhverfi hússins sem snyrti- legast úr garði, svo sem hæfði þessum stað hvíldarinnar. Bygg- ingarkostnaður hússins, þar með talin öll húsgögn og áhöld, svo og ræktun, hellulagning og önnur lagfæring umhverfis það, nemur nú 1,2 millj. króna og hefur hann þá ekki verið framreiknaður til núverandi verðlags. Um 60 gestir voru viðstaddir vígsluathöfnina og virtust þeir sammála um að arkitektum hefði vel tekist, enda fellur húsið einkar vel inn í umhverfi sitt. Þá var skýrt frá því að kapellunni hefði borist fyrsta gjöfin, en það er bibl- ía sem Gestur Gamalielsson, fyrrverandi kirkjugarðsvörður, gaf. Jafnhliða þessum framkvæmd- um hefur verið unnið að stækkun kirkjugarðsins, samkvæmt skipu- lagsuppdrætti Reynis Vilhjálms- sonar, skrúðgarðaarkitekts, enda er gamli garðurinn fullnýttur af ófráteknum grafarstæðum. Var fyrsti hluti hans tekinn í notkun sl. sumar og vígður af prófasti með jarðarför Eiríks Guðmunds- sonar frá Nýjabæ, en hann var síðast búsettur að Ölduslóð 7 í Hafnarfirði. Núverandi kirkju- garðsstjórn er skipuð 3 fulltrúum Hafnarfjarðarsóknar, þeim Egg- ert ísakssyni, Friðþjófi Sigurðs- syni og núverandi kirkjugarðs- verði, Sigurði Arnórssyni. Full- trúar Fríkirkjusafnaðarins eru þeir Sigurgeir Guðmundsson og Stefán Stefánsson og fulltrúar Víðistaðasóknar eru Kristján Gunnarsson og Óli G.H. Þórðar- son. Gestur Gamalielsson lét af störfum sem kirkjugarðsvörður si. sumar en Sigurður Arnórsson tók við. (Úr frétlatilkynningu.) Tryggja þarf í tæka tíð rétta þjón- ustu og meðferð fatlaðra barna Frá ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálp Laugardaginn 27. nóvember sl. efndu Landssamtökin Þroskahjálp til ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um hlutverk heilsugæslustöðva í þjónustu fyrir þroskahefta. Ráð- stefnuna sóttu um 70 manns, fé- lagsmenn í Þroskahjálp og starfs- fólk ráðuneyta og stofnana, sem um þessi mál fjalla í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Nokkrar um- ræður urðu í upphafi ráðstefnunn- ar um skilgreiningu orðsins „þroskaheftur", en í erindum manna var átt við börn, sem væru fædd með hamlanir, sem kæmu í veg fyrir eðlilegan þroska án sér- kennslu. Lög um heilbrigðisþjónustu eru frá árinu 1978 og starfa heilsu- gæslustöðvar samkvæmt þeim. í erindum kom fram, að talsvert skortir á, að nægilegt sérmenntað starfsfólk sé fyrir hendi við stöðv- arnar, þannig að þær geti annast frumgreiningu barna og leitað uppi fatlanir á meðal þeirra. Sam- kvæmt áður greindum lögum ber heilsugæslustöðvunum að sinna þörfum íbúa viðkomandi svæðis, og eru þá þroskaheftir ekki und- anskildir. Hlutverk heilsugæslu- stöðvanna er fyrst og fremst frumgreining og er einstaklingum síðan vísað til annarra stofnana, þar sem frekari athugun fer fram. Talið var rétt að svo yrði gert, þótt aðeins væri um grun að ræða. Á göngudeild Landspítalans er eftirlit með svo kölluðum áhættu- hópi barna til tveggja ára aldurs en þaðan er þeim vísað áfram. Þá er fyrst og fremst um að ræða at- hugunar- og greiningardeild Öskjuhlíðarskóla, sem starfar í Kjarvalshúsi eftir grunnskólalög- unum og sérkennslureglugerð frá 1977, en ekki samkvæmt lögum um þroskahefta. Þar fer fram greining og frumþjálfun barna með marg- víslegar fatlanir en síðan taka sérskólar við menntun og meðferð barnanna. Við deildina eru 14 stöðugildi, en biðlisti er til tveggja ára. Er því augljóst, að deildin býr við tilfinnanlegan skort á ýmsum sviðum. Ymsir hafa ruglað þessari deild saman við væntanlega at- hugunar- og greiningarstöð ríkis- ins, sem setja skyldi á fót sam- kvæmt lögum um aðstoð við þroskahefta, en vegna væntan- legra laga um aðstoð við fatlaða, sem hafa nú fyrir skömmu verið lögð fyrir Alþingi, hefur öll upp- bygging samkvæmt áður greind- um lögum verið stöðvuð og hefur það komið mjög niður á allri þjón- ustu við fötluð börn og aðstand- endur þeirra. Vegna áður greindra aðstæðna hefur því það ráð verið tekið að bjóða upp á skammtíma- meðferð barna í Kjarvalshúsi, þannig að flestum eða öllum börn- um, sen leita til deildarinnar, er veitt einhver úrlausn. Frá því at- hugunar- og greiningardeildin var stofnuð árið 1974 hafa um 550 börn fengið þjónustu þar. í Kjarvalshúsi starfar einnig leikfangasafn, þar sem m.a. er veitt uppeldisleg ráðgjöf, og þjón- ar safnið árlega um 100 börnum. í erindi fulltrúa athugunar- og greiningardeildar Öskjuhlíðar- skóla kom fram að ennþá væri samstarf við heilsugæslustöðvar mjög takmarkað, sem sennilega stafar af því, að heilsugæslulækn- ar vísa börnum beint til barna- lækna, ef grunur leikur á um fötl- un. En deildin starfar í nánu sam- bandi við fræðsluyfirvöld enda er talsverður hluti þeirrar þjónustu, sem athugunar- og greiningar- deild Öskjuhlíðarskóla veitir, í því fólginn að veita ráðleggingar um leiðir til þess að tryggja rétta meðferð fatlaðra barna, þegar þau komast á skólaskyldualdur og leita leiða til þess að búa sem best í haginn fyrir þau og byggja upp nauðsynlega þjónustu, þar sem hún er ekki fyrir hendi. Þá er einnig veitt aðstoð þeim stofnun- um, sem taka við börnunum, svo sem dagheimilum, skólum o.s.frv. Sú spurning vaknar, hvort at- hugunar- og greiningardeild Öskjuhlíðarskóla taki við hlut- verki væntanlegrar greiningar- stöðvar ríkisins, en telja má eðli- legt að svo verði þar sem við deild- ina starfar samvirkur hópur reyndra sérfræðinga sem hafa unnið að málefnum fatlaðra barna um nokkurra ára skeið. Þegar um vistun á sólar- hringsstofnunum er að ræða ann- ast göngudeild Kópavogshælis greiningu viðkomandi einstakl- inga og á það jafnt við um börn sem fullorðna. Kópavogshæli og öðrum stofnunum fyrir vangefna hefur verið mjög þröngur stakkur skorinn á undanförnum árum og taldi Jón S. Karlsson, sálfræðing- ur, að stjórnvöld gættu þess ekki að búa sæmilega að þeim stofnun- um sem fyrir hendi eru í landinu um leið og stofnað er til nýrrar þjónustu. AUmiklar umræður urðu um samstarf svæðisstjórna og heilsu- gæslustöðva, en svæðisstjórnum er ætlað að samræma þjónustu fyrir fatlaða og auka félagslegt ör- yggi þeirra á hverju svæði. Sævar Berg Guðbergsson, félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri svæðis- stjórnar Suðurlands, flutti erindi á ráðstefnunni, þar sem hann rakti hugmyndir sínar um þróun svæðisstjórnanna. Taldi hann m.a. að svæðisstjórnirnar ættu að þró- ast í áttina að því að verða eins konar félagsmálaráð fyrir alla íbúa viðkomandi svæðis, enda væri óæskilegt að byggja upp sér- staka þjónustu og umhverfi fyrir fatlaða eingöngu. Fatlaðir eru hluti af samfélaginu og ber því sams konar þjónusta og öðrum. Nokkur umræða varð um upp- lýsingaskyldu heilsugæslustöðva til svæðisstjórna og hvernig bæri að standa að henni, þar sem um trúnaðarmál væri að ræða. Mönnum bar saman um að brýnt væri að slíkri upplýsingaskyldu yrði framfylgt til þess að tryggja í tæka tíð rétta þjónustu og með- ferð fatlaðra barna og fyrirbyggja um leið fötlun, sem stafað getur af ýmsum sjúkdómum. Þá kom fram, að í þeim tilvik- um, sem leitað hefur verið eftir samvinnu við bæjaryfirvöld um málefni þroskaheftra einstakl- inga, hafa þau verið mjög jákvæð og þótti mönnum sem að ýmsu leyti væri auðveldara að vinna með einstaklinga úti á landi en í Reykjavík þar sem einstaklingur- inn hverfur gjarnan í fjöldann. Mikið skortir á að félagsleg þjón- usta fyrir þroskahefta sé fyrir hendi úti á landsbyggðinni, þótt hún sé viðunandi í Reykjavík og á Akureyri. Með skipulegu ungbamaeftirliti er hægt að leita uppi fötluð börn og koma í veg fyrir fötlun í tæka tíð, en slíku eftirliti hefur enn ekki verið komið á um allt land. Ungbarnaeftirlit verður að bein- ast að því að leita uppi hugsanleg- ar fatlanir og æskilegt er að í framtíðinni verði öllum börnum, sem grunur leikur á að búi við ein- hvers konar fötlun, vísað til vænt- anlegrar greiningarstöðvar ríkis- ins þannig að úr greiningu komi jafnt fatlaðir sem ófatlaðir ein- staklingar, þ.e. eftirlitsnetið verði þéttriðnara. I þessu sambandi er skoðun barna við fjögurra ára ald- ur mjög mikilvæg. Menn veltu því fyrir sér, hvort hægt væri að koma á fót grein- ingarstöðvum víðar um land en í Reykjavík og greindi menn nokk- uð á um það. Töldu sumir að rétt væri að veita börnum meðferð sem næst heimilum þeirra en aðrir lögðu áherslu á að greiningarstöð ríkisins eða Kjarvalshús, eins og nú er háttað, sjái um greiningu og meðferð barnanna, enda væri þar saman komið það starfslið sem til þarf. Þó var bent á að á Akureyri sé nú fyrir hendi starfsfólk til þess að aðstoða fjölfötluð börn í mörgum tilvikum, og væri hugs- anleg samvinna við greiningar- deildina í Kjarvalshúsi. Þá var vakin athygli á þeim erf- iðleikum sem ýmsar fjölskyldur vangefinna eða fjölfatlaðra ein- staklinga eiga við að búa. Víða er- lendis hefur verið leitað til svo- kallaðra „stuðningsfjölskyldna", sem annast þessa einstaklinga þegar aðstandenda nýtur ekki við. Er talið að slíkt fyrirkomulag geti sparað heilbrigðiskerfinu stórfé um leið og það eykur félagslegt öryggi. Reyndar hefur viljað brenna við, að þeir einstaklingar, sem eru bæði vangefnir og fatlað- ir, hafi verið látnir sitja á hakan- um hvað alla þjónustu og aðbúnað varðar og er brýn þörf á úrbótum á því sviði. Til þess að tryggja bætta þjón- ustu við þroskahefta verður að koma til aukið samstarf og sam- hæfing stofnana, en í ljós hefur komið að nokkur togstreita ríkir á milli einstakra stofnana og að hver stofnun um sig vill helst greina þá einstaklinga, sem hún fær til meðferðar. Vandamál þroskaheftra eru ekki einstakl- ingsbundin vandamál, heldur er þar um vanda heilla fjölskyldna eða sveitarfélaga að ræða og verð- ur meðferð þroskaheftra að mið- ast við heildarlausn. Þá verður að koma í veg fyrir, að menn þurfi að flytjast búferlum vegna þroska- heftra barna sinna með því móti að flytja þjónustuna til fólksins en í því eru fólgin aukin mannréttindi og meiri hagkvæmni. (Krí i>ro»k»hjáip.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.