Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 \ \ Sjónvarpsuppfærsl an á Stundarfriði Leiklist Ólafur M. Jóhannesson Höfundur: Guðmundur Steinsson. Myndataka: Ómar Magnússon. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Yngvi Hjörleifsson. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Tónlist og leikhljóð: Gunnar Reynir Sveinsson. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Upptökustjóri: Kristín Pálsdóttir. Þá fer nú jóladoðinn að rjátl- ast af mönnum, í það minnsta af fjölmiðlunum sem mér finnst persónulega að hafi verið ansi daufir í dálkinn þessa há- tíð eins og fagnaðarerindið beri að skilja í þá veru að okkur beri skylda til að láta okkur leiðast á helgum stundum. Annars var gaman að Litlu stúlkunni með eldspýturnar sem flutt var á jóladag við lög Magnúsar Pét- urssonar og sá partur af Svana- vatninu sem ég sá sama kveld í útfærslu Konunglega breska ballettfélagsins gleymist seint. Natalía Makarova í aðalkven- rullunni er næsta fullkomin frá toppi til táar — sérstaklega vöktu athygli mína handa- hreyfingarnar, engu líkar. Annars koma svo margir við þessa sýningu, meðal annars ekki minni menn en Sir Freder- ick Ashton og Nureyev að mál er að linni lofi. Þá er ég eigin- Höfundurinn, Guðmundur Steinsson. lega kominn að efninu en það er þriðji dagskrárliður Sjónvarps- ins um hátíðina sem mér fannst lífga uppá jólahaldið — fyrir utan teiknimyndirnar — nefnilega Stundarfriður Guð- mundar Steinssonar. Ég ætla ekki að leggja hér mat á leikrit Guðmundar þar sem þegar hefir birst hér í blaðinu dómur um verkið er það var sýnt á sínum tíma í Þjóðleikhúsinu. Mér finnst sem almennum blaðalesanda dálítið óþægilegt að lesa í sama blaði fleiri en einn dóm um ákveðið listaverk — stundum eru þessir dómar ósamhljóða og maður veit ekki hverju ber að trúa — en ég treysti mér þó til að bera saman í örfáum orðum þá upp- lifun, sem ég minnist að hafa orðið fyrir í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma er ég fyrst sá Stundarfrið, við þá er ég varð fyrir heima í stofu síðastliðinn sunnudag. í fyrsta lagi kom mér á óvart hversu safaríkur texti verksins er. Er ég horfði á verkið í fyrsta sinn náði textinn lítt til mín, fremur það sem var að gerast á sviðinu, sú mikla firring sem hafði gripið blessað fólkið í leiknum og kom fram í atferli þess. Nærmyndir sjón- varpsuppfærslunnar skiluðu einhvernveginn betur textan- um. Maður gat fylgst með svipbrigðum einstakra leikara og einbeitt sér að því sem var að gerast innra með þeim um leið og textinn hraut af vörum þeirra. Þá kem ég að öðru atriði sem tengist að vísu nærmyndatök- unni en það er hversu sviðs- myndin naut sín betur í Þjóð- leikhúsinu. Hið nútímalega fúnkís-stíls-heimili sem var umgjörð firringarinnar var all- an tímann mjög nákomið áhorfandanum í Þjóðleikhúsinu og hann átti gott með að lifa sig inní baráttu fólksins — sér- staklega gamla fólksins — við að finna sér stað í þessu mann- fjandsamlega umhverfi. Nær- myndatakan kemur að sjálf- sögðu í veg fyrir að áhorfand- inn geti ætíð haft fyrir augun- um sviðsmyndina. Sjónhorn myndatökunnar ráða þannig að nokkru yfir sviðsmyndinni, búta hana niður og hagræða á ýmsa lund. Vissulega hefur þetta þann kost eins og áður sagði — að leikstjórinn getur beint athyglinni að einstökum leikurum í ríkara mæli en á sviði — en um leið tapast nokk- uð sú stemmning sem ríkir á heimilinu og smitar svo mjög heimilismenn. Guðmundur Steinsson er held ég í þessu verki fremur að sýna fólk sem verður fangar ákveðinna þjóð- félagsaðstæðna en manneskjur sem vegna sálarkrafta móta umhverfi sitt. Sjónvarpsupp- færslan á Stundarfriði var í sjálfu sér fyrsta flokks en við skynjum ekki á skjánum af jafn miklum þunga og á leiksviðinu þau þjóðfélagslegu lögmál sem eru að verki í lífi einstakl- inganna. Slíkt næst aðeins í leikhúsi þar sem áhorfandinn hefur allan tímann yfirsýn yfir sviðið. PtHJKBSWIK — 'Éfr LÍT R ÞETTfl SEM STflí- FE5TI06U miHBMNfl íl ÞVÍ no ÞtlH flNNúT KflUPIfl RLLT OF HÓTT. Sft EINI 5EM FÉKK LR6LRUNRBÆT0R HÉR R STÖfllNNI VflR Éfr" Gríptu nú tækifærið og tryggðu þér Daihatsu á frábæru verði Allir vita aö framundan eru gífurlegar hækkanir og þrengingar á flestum sviö- um. Viö eigum nú fyrirliggjandi til af- greiöslu strax nokkra Daihatsu bíla á veröi sem ekki býöst aftur. Komið og kynnió ykkur sveigjanleg kjör og fyrirgreiðslu Daihatsu Charmant Verö aöeins frá kr 173.200.- Allf innifalið. Daihatsu Charade Verö frá aöeins kr. 140.000.r Allt innifaliö. Við tökum þinn Daihatsu uppí nýjan Taft 4x4 Deluxe Verö aöeins frá kr. 248.900.- Allt ÍQnifaliö. (Oll verð eru mlöuð við tollgengi Yen 0.06515) DAIHATSUUMBODID, Ármúla 23, sími 85870 og 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.