Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 43 Síðast töpuðu Danir með ellefu marka mun DANSKA landsliðið í handknatt- leik kom til landsins í gærdag og mun leika tvo landsleiki hér á landi að þessu sinni. Fyrri lands- leikurinn er í kvöld kl. 20.00 í Laugardalshöllinni en síðari leik- urinn er á morgun og hetst á sama tíma. íslenska landsliöið er að undirbúa sig af miklum krafti fyrir B-keppnina sem fram fer í Hollandi, og eru þessir leikir liður í þeim undirbúningi. Liöiö hefur leikið marga landsleiki aö undan- förnu og kom heim rótt fyrir jóiín úr strangri keppnisferð frá Júgó- slavíu þar sem leiknir voru fimm landsleikir. Landsliðshópurinn ætti því aö vera vel undir átökin búinn. Síöast er þjóöirnar léku saman unnu íslendingar stóran og glæsi- HSÍ býöur fötluðum íþróttamönnum HSÍ mun í kvöld bjóöa 30 félög- um úr íþróttafélagi fatlaðra á landsleikinn, og munu ungir handknattleiksmenn aðstoða þá í höllinni. Þá munu allir sem á leik- inn koma fá afhentan happ- drættismiða við innganginn, en dregiö veröur í leikhléi um vinn- inginn sem er mokkakápa að verömæti 6.600 krónur. Heiðurs- gestur á leiknum í kvöld veröur Erlendur Einarsson fram- kvæmdastjóri SÍS. legan sigur, 32—21, en sá leikur fór fram á Akranesi. Danska landsliöiö sem hingaö kemur er aö mestu skipaö þeim leikmönnum sem náöu þeim frá- bæra árangri að komast í fjóröa sæti í heimsmeistarakeppninni í handknattleik sem fram fór í V-Þýskalandi. Danska landsliöiö er skipaö þessum leikmönnum: Nöfn. Fél. leikir/ mörk Poul SHronson, Kndovre IIK 33/ - Karsten Holm, NNFII 9/- Jens Erik Köepstorff, llelsinger IF 35/ 72 Erik Veje Kasmussen, llelsingor IF 46/ 199 Keld Nielsen, SACÍA 16/30 Niels Mnller, Helsingnr IF 35/ 46 Morten Stig ('hristensen, (íaldsaxe 99/ 214 ('arsten llaurum, GW Dankersen 99/ 205 llans llattesen, Virum 64/ 132 Jurgen (>luver, Kudovre 17/ 10 Nils-Erik, (dadsaxe 15/ 26 Michael Kisbye, Ires de 23/39 Palle Juul, llelsinger 11/17 Per Skaarup, (dadsaxe 78/ 98 Þjálfari liösins hefur látiö hafa eftir sér í dönskum blööum aö leiki þessir reyndu kappar ekki vel gegn íslendingum, muni hann umsvifa- laust setja þá út úr liðinu og velja nýja leikmenn. íslenski landsliðshópurinn sem valinn hefur verið fyrir leikina gegn Dönum er skipaöur þessum leik- mönnum: Markverðir: Kristján Sigmundsson Víkingur * Einar Porvarðarson Valur ' Brynjar Kvaran Stjarnan Aðrir leikmenn: Bjarni (iuðmundsson Nettelst. Steindór (iunnarsson Valur Olafur Jónsson V íkingur Sigurður Sveinsson Nettelst. Alfreð (iíslason KK Páll Ólafsson Próttur Kristján Arason FH (iuðmundur (iuðmundsson Víkingur Sigurður (iunnarsson Víkingur Porgils (). Mathiesen FH Jóhannes Stefánsson KK (iunnar (iíslason KK Haukur (ieirmundsson KK Andrés Kristjánsson (ilJIF Hans (iuðmundsson FH Þetta er sá leikmannakjarni sem mun vera uppistaöan í B-keppn- inni í Hollandi ásamt Þorbergi Aö- alsteinssyni sem nú er meiddur en er óöum aö ná sér af fingur- meiöslum. Hilmar Björnsson sagöi á blaöa- mannafundi aö þrátt fyrir stór töp í síðustu keppnisferö heföu sést jákvæöir punktar og tveir leikir liðsins heföu verið mjög góöir. Þá heföu leikmenn eins og Hans Guö- mundsson og Alfreö Gíslason náð sér vel á strik og sýnt á sér góöar hliöar. Fyrsti leikurinn milli Dana og ís- lendinga fór fram í Kaupmanna- höfn 19. febrúar 1950 og sigruöu Danir í þeim leik meö 20 mörkum gegn 6. Síðan hafa þjóöirnar leikiö 33 leiki eöa samtals 34 09 hafa Danir sigraö 25 sinnum, íslend- ingar 7 sinnum og 2 leikir hafa endaö með jafntefli. Fyrsti heima- sigur íslands var í Laugardalshöll- inni 7. apríl 1968, 15—10, en sigur á danskri grund hlaust 9. janúar 1979 í Randershöllinni á Jótlandi. Oft hafa landsleikir milli þjóöanna ráöist á síðustu mínútum leiksins og jafnan hefur þaö þótt eftirtekt- arveröur viöburöur í íslensku íþróttalífi þegar Danir sækja okkur heim. — ÞR • Steindór Gunnarsson Val leikur sinn 100. landsleik í handknattleik í kvöld gegn Dönum. Hann hefur skorað 118 mörk í landsleikjum sínum, hér er eitt þeirra í uppsiglingu þar sem hann stekkur inn af línunni. /DAG OG A MORGUN ISLAND-DANM0RK LAUGARDALSHÖLL þríðjudaginn 28.des. og miðvikudaginn29.des. k/.20^2 SÍÐAST SIGRUÐUM VIÐ GLÆSILEGA ! Heióursgestur H.S.Í verður Er/endurEinarsson forstjóriSambandsins. Happdrætti vió innganginn. Dregið i /eikh/éinu. Vinningur.MOKKAKAPA frá /ónadardei/d Sambandsins aó verömæti kr.6600— Forsa/a aógöngumiöa íHöHinni frá kl. 1700 báóa dagana. ... HANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS dm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.