Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 44
ns
juglýsinga-
síminn er 2 24 80
ircgttttltffitfrtfr
_ ^skriftar-
síminn er 830 33
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982
Ingimar Gudmundsson ásamt dætrum sínum, Auði Osk og Guðrúnu Valdísi.
Ólafur Ingimarsson á gjörgæzludeild Landakotsspítala á innfelldu myndinni.
Fjölskyldufaðirinn í Fjarðaseli 18:
Ólafur barg lífi okkar með
ofurkrafti, sem yfir hann kom
„SYSTUK mínar vöktu mig og
sögðu að kviknað væri í húsinu.
Mín eina hugsun var að gera for-
eldrum okkar viðvart. Þau sváfu
uppi á lofti, en húsið er á þremur
hæðum. Þær reyndu að stöðva
mig, vissu sem var að það var óðs
manns æði að fara upp. Hitinn var
yfirþyrmandi og reykurinn kæf-
andi, allt svart svo ekki sá út úr
augum. Kn ég reif mig lausan og
hljóp upp, þó ekki sæi ég út úr
augum, sparkaði í hurðina þar sem
foreldrar mínir sváfu og hljóp síð-
an niður aftur," sagði Olafur Ingi-
marsson, 19 ára gamall piltur, en
fullvíst má telja, að með því að
vaða eld og reyk hafi hann bjargað
lífi foreldra sinna þegar eldur kom
upp í húsi þeirra í Fjarðarseli 18 í
Breiðholti.
Ólafur komst niður við illan
leik, hrasaði hvað eftir annað en
náði jafnharðan að rísa á fætur.
Hann komst inn í herbergi sitt í
kjallara hússins og féll þar
niður, meðvitundarlaus. Systur
hans komu honum út í hús ná-
granna. Þar byrjaði Ólafur að
blána upp og var hafið hjarta-
hnoð, sem stanslaust var haldið
áfram á leið i sjúkrahús. „Ég
komst til meðvitundar í morgun
og líður bærilega utan hvað ég er
helaumur eftir hjartahnoðið,"
sagði Ólafur í gærkvöldi, þar
sem hann lá á gjörgæzludeild-
inni á Landakoti.
„Ég vaknaði við sparkið, var
þá orðinn mjög þungur, opnaði
og ætlaði niður til barna okkar,
en fékk á mig gífurlegt hitahögg
og hrökklaðist inn. Sá þá að eina
von okkar hjóna var að komast
út á svalir. Mér gekk illa að
vekja konu mína en tókst það og
braut okkur leið út. Þaðan var
okkur bjargað. Fullvíst má telja,
að Ólafur hafi með þeim ofur-
krafti, sem yfir hann kom,
bjargað lífi okkar," sagði Ingi-
mar Guðmundsson, faðir Ólafs, í
samtali við Mbl.
Slökkviliðinu í Reykjavík
barst tilkynning um eldsvoðann
kl. 3.28 í fyrrinótt. Mikill reykur
var í húsinu og stóð stofan í ljós-
um logum. Greiðlega gekk að
slökkva eldinn eftir að slökkvilið
kom á vettvang en miklar
skemmdir urðu á húsinu. Elds-
upptök eru ókunn. Ingimar bað
Mbl. um að koma á framfæri
kæru þakklæti til nágranna
sinna, sem reynst hefðu frábær-
lega í raunum fjölskyldunnar.
Almálið á ríkisstjórnarfundi í dag:
Hjörleifi virðist Framsóknar-
menn „leiki tveim skjöldum“
3Vi árs fangelsi:
Þyngsti
fíkniefna-
dómur
til þessa
ÞYNGSTI dómur sem upp
hefur verið kveðinn í fíkni-
efnamáli hér á landi var ný-
lega kveðinn upp í Sakadómi
í ávana og fikniefnamálum.
Sigurður Þór Sigurðsson, þrí-
tugur Reykvíkingur, var
dæmdur í 3'/z árs fangelsi og
20 þúsund króna sekt fyrir
stórfellt fíkniefnamisferli.
Þá varð gerð upptökukrafa á
fé, sem lagt var hald á, þegar
Sigurður Þór var handtekinn í
gistihúsinu „De fem Svaner" í
Kaupmannahöfn í marz 1979,
en það voru 139 þúsund krónur
danskar, 79.900 sænskar krónur
og 20 þúsund norskar krónur.
Um er að ræða ágóða sem Sig-
urður Þór, ásamt fleirum, hafði
af sölu fíkniefna, einkum í
Skandinavíu.
Þetta mun hæsta upptöku-
krafa sem gerð hefur verið hér
á landi, en danska lögreglan
hefur varðveitt féð frá því Sig-
urður Þór var handtekinn. Auk
fjárins, sem fyllti skjalatösku,
var lagt hald á um 20 grömm af
kókaíni, 30 grömm af hassi og
byssu, auk fleiri muna. Sigurð-
ur var dæmdur fyrir dreifingu
og smygl á rúmlega 20 kg af
kannabisefnum, auk auk 200
gramma af kókaíni.
Sigurður Þór var hafður í
haldi í Vestre-fangelsinu í Dan-
mörku, sem mun hið ramm-
gerðasta þar í landi. Hann
strauk á ævintýralegan hátt úr
fangelsinu, réttum 177 dögum
eftir handtökuna. Hann fór
lengi huldu höfði víðs vegar um
heim, en gaf sig fram og kom
hingað til lands síðla árs 1981.
Hann sat nokkra mánuði á
Litla Hrauni og afplánaði eldri
dóma.
IÐNAÐARRÁÐHERRA mun á ríkis-
sljórnarfundi fyrir hádegi í dag kynna
viðbrögð AIunuíns(' við skeyti þvi sem
hann sendi fyrirtækinu, eiganda ál-
versins í Straumsvík, eftir síðasta rík-
isstjórnarfund sem haldinn var 21.
desember siðastliðinn. Þá ákvað rikis-
stjórnin að hittast næst í dag, þriðju-
dag, og í fréttatilkynningu sem Hjör-
leifur Guttormsson iðnaðarráðherra
sendi frá sér síðdegis á Þorláksmessu,
23. desember, segist hann á þessum
fundi ætla að kynna ríkisstjórninni
viðbrögð Alusuisse og jafnframt verði
á fundinum „til athugunar næstu
skref af íslands hálfu i Ijósi hinnar
neikvæðu afstöðu Alusuisse", eins og
segir í fréttatilkynningunni. Iðn-
aðarráðherra lýsti því yfir í Þjóðviljan-
um á aðfangadag að svo virtist sem
Steingrimur llermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, „vilji leika
tveim skjöldum i málinu".
Hjörleifur Guttormsson greindi
frá því á blaðamannafundi að
morgni miðvikudagsins 22. desem-
ber, að hann hefði daginn áður sent
Alusuisse skeyti með tillögum að
„samkomulagsgrundvelli" í álmál-
inu, en aðilar hafa hist að minnsta
kosti fjórum sinnum á þessu ári til
formlegra viðræðna án árangurs,
síðast hér í Reykjavík 6. og 7. des-
ember. Eftir blaðamannafund iðn-
aðarráðherra lýsti Steingrímur
Hermannsson, sjávarútvegsráð-
herra, því yfir að það kæmi sér „á
óvart að búið sé að halda blaða-
mannafund um þetta mál áður en
Alusuisse og íslensk stjórnvöld hafa
kynnt sér tillögur Hjörleifs gaum-
gæfilega." Og Steingrímur komst
jafnframt svo að orði í Tímanum
fimmtudaginn 23. desember: „Ég
hélt nú satt að segja að við í ríkis-
stjórn fengjum að hafa þessar til-
lögur Hjörleifs til næsta fundar rík-
isstjórnarinnar til skoðunar og að
gera athugasemdir á næsta fundi."
Þessi „næsti fundur" er sem sé í dag
og þá vill Hjörleifur að ríkisstjórnin
ræði svar Alusuisse við þeim tillög-
um, sem Steingrímur vildi ræða
nánar á þessum sama fundi í dag. I
tilefni af ummælum Steingríms í
Tímanum sagði Hjörleifur Gutt-
ormsson í Þjóðviljanum á aðfanga-
dag: „Það kom mér á óvart að sjá
ummæli Steingríms Hermanns-
sonar um málið í flokksmálgagni
hans í gær, og virðist sem hann og
fleiri forystumenn Framsóknar-
flokksins vilji leika tveim skjöldum
í málinu."
Morgunblaðið birtir á bls. 23 í dag
skeyti Alusuisse til iðnaðarráðherra
og fréttatilkynningu ráðherrans frá
23. desember. Samanburður á þess-
um tveimur skjölum er fróðlegur
fyrir þá, sem vilja leggja hlutlægt
mat á vinnubrögð Hjörleifs Gutt-
ormssonar iðnaðarráðherra í sam-
skiptum hans við Alusuisse.
Ok á mann
ÖKUMAÐUK Blazer—jeppa stakk af
frá slysstað eftir aó hafa ekið á mann í
Skipholti um klukkan þrjú i fyrrinótt.
Kr hann beygði suður Nóatún á flóttan-
um rakst hann utan í bifreið, en hélt
engu að síður áfram fdr sinni. Vegfar-
endur komu manninum, sem varð fyrir
jeppanum til aðstoðar og var hann
fluttur í slysadeild. Meiðsli hans
reyndust ekki alvarleg.
Kvikmyndin E.T. sýnd í „Villa-vídeói“ í Ólafsvík um jólin:
Málshöfðun í undirbúningi og nem-
ur krafan hundruðum þúsunda kr.
KVIKMYNDIN E.T. (The Extra Terrestrial) sem nú er sýnd í Laugarás-
bíói í Reykjavík, var sýnd í myndbandakerfinu „Villa-vídeó“ sem starf-
rækt er í Olafsvík, á jóladag. Nú er i undirbúningi málshöfðun á hendur
„Villa-videó“ af hálfu framleiðanda kvikmyndarinnar, Universal, og
dreifingaraðilanna og er talið að skaðabótakrafa þessara aðila muni
nema nokkur hundruð þúsundum króna.
Talið er að um 80% íbúa stað-
arins hafi séð myndina, en í
Olafsvík búa um 1200 míinns.
Grétar Hjartarson, fors.tjóri
Laugarásbíós, sagði í samtali við
Mbl. að framleiðandi my idar-
innar hefði enn ekki gefið leyfi
sitt til þess að gefa myndina út á
myndbandi og því sé ljcst að
myndinni hafi verið stobð er-
lendis frá og hún flutt hingað til
lands. Sagði Grétar að dómsmál
yrði höfðað á hendur þeim sem
tengdir væru myndbandakerfinu
og forsvarsmönnum þess og ef
fréttist um fleiri dæmi um ólög-
legar sýningar, yrði farið í mál
við þá aðila sem að þeim stæðu.
Gunnar Guðmundsson, lög-
fræðingur Universal og samein-
uðu dreifingarfyrirtækjanna,
Motion Picture Export Assotiat-
ion, sagði að skaðabótakrafa
væri enn ekki til staðar, en
hennar væri skammt að bíða og
taldi Gunnar að krafan myndi
nema hundruðum þúsunda
króna. Sagði hann að umrædd
mynd væri ein sú dýrasta sem
framleidd hefði verið í heimin-
um og þar af leiðandi væri rétt-
urinn gífurlega dýr og því mik-
ilvægt fyrir rétthafa og fram-
leiðendur, að aðrir en rétthafar
færu ekki að dreifa myndinni án
endurgjalds.
Vilhelm Árnason, stjórnarfor-
maður „Villa-vídeó", sagði að
E.T. hefði verið sýnd um jólin í
myndbandakerfi þeirra og sagð-
ist lítið geta sagt enn um fyrir-
hugaða málshöfðun á hendur
fyrirtækinu. Ekki kvaðst hann
vita hvernig myndin hefði kom-
ist í hendur fyrirtækisins og
hann sagði að menn hefðu ekki
gert sér grein fyrir því fyrir-
fram, hverjar afleiðingar sýn-
ingarinnar yrðu.