Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982
33
Jónína Hermannsdóttir
frá Flatey - Minning
Fædd 25. júní 1889
Dáin 19. desember 1982
Elskuleg frænka mín.
Þannig byrjuðu alltaf bréfin á
milli okkar frænknanna, föður-
systur minnar Jónínu IJermanns-
dóttur og mín. En hún er kvödd er
hinstu kveðju í dag frá Stykkis-
hólmskirkju. Af miklu er að taka
þegar svo öldruð kona er kvödd og
margs er að minnast. Hún lifði
tímana tvenna og miðlaði mér
miklu af sínum fróðleik, því hún
var með afbrigðum fróð og vel gef-
in kona.
Frænka mín var fædd í Flatey á
Breiðafirði, dóttir hjónanna Þor-
bjargar Jensdóttur, ættaðrar fjj^
ísafirði, og Hermanns S. Jónsæi^
ar, skipstjóra frá Fiatey. Börn
þeirra voru fjögur og var Jónína
þriðja í röðinni. Fram að fermingu
ólst hún meira og minna upp í
Skáleyjum hjá þeim sæmdarhjón-
um Jóhannesi og Maríu og ömm-
unni á heimilinu, Kristínu Pét-
ursdóttur, sem hún elskaði og virti
alla tíð og kallaði fóstru sína. Um
fermingu kemur hún svo alkomin
til foreldra sinna í Flatey. Árið
1911 missir hún móður sína og býr
með föður sínum, sem þá er hætt-
ur sjómennsku, en setur á stofn
litla verslun sem hann starfrækir
til dauðadags. Hann lést árið 1943.
Þá tekur Jónína við versluninni og
rekur hana allt fram til ársins
1973. Flatey var eins og mörgum
er kunnugt mikil menningar-
miðstöð og hika ég ekki við að
segja að með Jónínu sé fallin í val-
inn ein af mætustu konum þess
byggðarlags.
Árið 1929 giftist Jónína Friðriki
Salómonssyni, ættuðum úr Helga-
fellssveit, miklum sæmdarmanni
sem ég á góðar minningar um.
Hann rak um árabil bókasölu í
versluninni. Þeim varð ekki barna
auðið, en um 1914 hafði Jónína
tekið í fóstur systurdóttur sína,
Þorbjörgu Guðmundsdóttur, og
gekk henni í móðurstað og hefði
ekki elskað hana meira þótt hún
hefði verið hennar eigin dóttir.
Þorbjörg giftist Arngrími
Björnssyni lækni og áttu þau tvo
syni, Bjarna, lækni í Svíþjóð, og
Jón Hermann, rafvirkja í Ólafs-
vík. Arngrímur var um skeið
læknir í Flatey, en síðast var hann
læknir í Ólafsvík, þar til hann lést
árið 1972. Því var það að árið 1967,
þegar aldurinn færist yfir, flytja
þau Jónína og Friðrik til Ólafsvík-
ur og eignuðust þar þægilegt og
gott heimili, en alltaf var farið út
í eyjuna á hverju vori og verslað
og á margur Flateyingurinn góðar
minningar frá þeim árum, bæði að
koma í búðina hennar Jónínu, og
þiggja góðgerðir í hlýja húsinu
hennar, sem á sér langa og merka
sögu, þar sem það er elsta húsið í
Flatey.
Þetta hús hefur hún nú gefið
okkur ættingjum sínum og er ver-
ið að byggja það upp í sitt upp-
runalega form. Þess vegna eigum
við oft eftir að minnast frænku og
hún að lifa í hugum okkar um
ókomin ár.
Fyrir tæpum þremur árum
fluttist hún á Dvalarheimili aldr-
aðra í Stykkishólmi og gat hún
ekki nógsamlega lofað dvöl sína
þar, enda aðhlynning forstöðu-
konu og starfsfólks með eindæm-
um góð, og þar eignaðist hún
marga góða vini sem áreiðanlega
minnast hennar ,með söknuði og
þökk, en allt síðastliðið ár hefur
hún legið sjúk á Stykkishólmsspít-
ala og naut þar dásamlegrar um-
hyggju sem hér skal þökkuð af
hjarta.
Nú að ieiðarlokum skulu henni
fluttar alúðarkveðjur frá móður
minni sem var mágkona hennar
svo og systkinum mínum fyrir alla
góðvild við okkur.
Veri svo elskuleg frænka mín
kært kvödd og guð geymi hana.
Þorbjörg Jensdóttir
Jón Guðmundsson
— Minningarorð
Fæddur 17. ágúst 1896
Dáinn 18. desember 1982
í dag fer fram útför afa okkar
Jóns Guðmundssonar. Þegar
barnabörnin eru fá skapast oft
meiri og dýpri tengsl við afa og
ömmu en ella. Þannig var því farið
með okkur systkinin. Einhvern
veginn stóðu afi og amma okkur
nær en aðrir. Til þeirra var alltaf
hægt að leita með hvað sem var.
Ef til vill gerðum við meira af því
en ella vegna þess hve augljóst var
í fari þeirra beggja að jafnan
fylgdi hugur máli þegar rétt var
hjálparhönd. Hjónaband þeirra
stóð í sextíu og eitt ár og í minn-
ingunni eru þau sem órjúfanleg
heild, sem dauðinn einn gat sundr-
að. í þau rúmlega tuttugu ár sem
við systkinin bárum gæfu til að
þekkja afa féll aldrei styggðaryrði
milli hans og ömmu. Við kynnt-
umst afa heldur ekki sem þannig
manni að honum kæmi til hugar
að segja nokkuð slæmt eða niðr-
andi um nokkurn mann, jafnvel þó
hinn sami hefði gert margt á hans
hlut. Það var einhvern veginn
sjálfsagður hluti af skapgerð afa
að gera vandalausum greiða sem
hann gat verið viss um að fá aldrei
endurgreiddan.
Sú hlið afa sem við kynntumst
einna fyrst og best var hve ein-
læglega hann gat glaðst yfir vel-
gengni annarra. Við minnumst
þess hve gaman var að segja hon-
um frá einhverju sem vel gekk.
Hvort sem um var að ræða námið,
vinnuna eða lífið yfirleitt var afi
fullur áhuga og hann gladdist oft
meira en við sjálf yfir velgengni
okkar. Samt minnumst við þess
f
ekki að hann gerði neinar kröfur
til okkar né annarra.
Þegar við vorum lítil og áttum
heima austur á Ljósafossi var það
okkur alltaf jafn mikið tilhlökk-
unarefni þegar von var á afa og
ömmu í heimsókn. Það var eins og
alltaf yrðu jól þegar þau komu.
Ekki var síðra að heimsækja
þau í Reykjavík. Ekkert var sjálf-
sagðara en að öllu væri snúið við á
heimili þeirra til þess að við gæt-
um leikið okkur að vild. Afi hafði
mikið yndi af tafli og spilum og
var hreint ótrúlegt hversu viljug-
ur hann var að sitja með okkur að
spilum eða tafli eftir að við fórum
að hafa vit á slíku. Hann bjó yfir
þeim eiginleika að laða að sér
bæði börn og fullorðna. Við minn-
umst þess hve gestkvæmt var á
Bræðraborgarstígnum hjá afa og
ömmu. Það var ekki venja að
banka á dyrnar og bíða þess að
opnað væri. I mesta lagi var lamið
eitt létt högg og síðan gekk við-
komandi inn. Það var eins og fólk
fyndi í gegnum hurðina að það
væri velkomið.
Nú síðustu árin bjuggu afi og
amma í Furugerði 1. Þrátt fyrir að
bæði væru komin vel yfir áttrætt
tókst þeim að skapa sér nýtt heim-
ili sem hafði jafnvel enn meira að-
dráttarafl en gamla heimilið.
Þó að við höfum að sönnu misst
góðan afa og stóran vin er missir
ömmu þó mestur. Eftir rúmlega
sextíu ára sambúð horfir amma
eftir góðum félaga. Af honum
mátti margt gott læra.
Nonni og Vala.
t
Eiginmaöur minn,
HELGI S. JÓNSSON,
Austurgötu 10, Kaflavík,
veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju, miövikudaginn 29. des-
ember kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aöstandenda,
Þórunn Ólafsdóttir.
t
Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
KRISTENSU MÖRTU STEINSEN,
Hjálmholti 3, Reykjavik,
fer fram í dag þriöjudaginn 28. desember kl. 13.30 frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu
minnast hennar, er bent á Minningarsjóö Valgeröar, Guörúnar og
Önnu Steinsen.
Minningarspjöld fást í Skóverslun Þóröar Póturssonar, Kirkju-
stræti 8, Reykjavík.
Vilhelm Steinsen,
Garöar Steinsen, Ásthíldur G. Steinsen,
Örn Steinsen, Erna Franklín,
börn og barnabarn.
t
Kveöjuathöfn um fööur okkar,
ERLENDÞÓRDARSON
fyrrv. prest í Odda,
fer fram í Dómkirkjunni, miövikudaginn 29. desember kl. 10.30.
Jarðsett verður í Odda kl. 14.00 sama dag.
Bílferö austur aö lokinni kveöjuathöfn.
Anna Erlendsdóttir,
Jakobína Erlendsdóttir.
t
Útför fööur mins, ,s
SVERRIS JÓNSSONAR,
Sundlaugavegi 12,
fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 28. desember kl.
15.00.
Jón Þórarinn Sverrisson.
t
Útför konu minnar, móður okkar, tenpdamóöur og ömmu,
KRISTJÖNU KRISTJANSDÓTTUR,
Skúlagötu 82,
fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 29. desember kl.
13.30.
Björgvin Ágústsson,
Guöbjartur A. Björgvinsson, Erna Einarsdóttir,
Ágúst Björgvinsson, Margrét Halla Guömundsdóttir,
Guðmundur Ingi Björgvinsson, Margrét Andrésdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og jaröar-
för
FREYJU HALLGRÍMSDÓTTUR,
Fróðasundi 4, Akureyri.
Erla Aöalsteinsdóttir,
Elías Sveinsson,
Aðalsteinn Sveinsson,
Árni Freyr Eliasson.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginkonu minnar, fósturmóöur, tengdamóöur og ömmu,
GUÐLAUGAR KATRÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Reynihvammi 13, Kópavogi.
Stefán Gíslason, Helga Jóhannsdóttir,
Þorsteinn Steingrímsson,
börn og barnabarn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og
jaröarför, eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa,
ARTHURS GUDMUNDSSONAR,
Akureyri.
Ragnheiöur Bjarnadóttir,
Þórdís Guórún Arthursdóttir, Hannes Þorsteinsson,
Bjarni Benedikt Arthursson, Jónina Jósafatsdóttir,
Guðmundur Garóar Arthursson, Katrín Ástvaldsdóttir,
og barnabörn.
Afmœlis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minningar-
greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara.
I’annig veröur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að
berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt
með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marg-
gefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt
á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa
að vera vélrituð og með góðu línubili.