Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 23 Síöasta skeyti Alusuisse og útlegging iðnaðarráðherra Iðnaöarráðherra og Alusuisse hafa skipst á skeytum frá því að siðasta samningafundi um álmálið lauk án árangurs 7. desember sl. Alusuissc svaraði 23. desember skeyti ráðherrans frá 21. desem- ber. Sama dag og svarið barst sendi ráðherrann frá sér fréttatil- kynningu, þar sem nokkur atriði úr skeyti Alusuisse eru rakin. Hér verður lausleg þýðing á skeyti Alu- suisse birt í heild og síðan frétta- tilkynning ráðherrans. Samkvæmt skeytinu lá það fyrir 7. desember, að ekki yrði unnt að halda næsta samningafund fyrr en í byrjun febrúar, ef honum yrði ekki komið á fyrir jól. Almennt verður ekki litið á tilkynningu Hjörleifs Gutt- ormssonar nema sem útleggingu á skeyti Alusuisse án þess þó að öll efnisatriði í skeytinu komi fram. Skeyti Alusuisse til iðnaðarráð- herra frá 23. desember: Vér viðurkennum móttöku á skeyti yðar frá 21. desember 1982, sem hefur að geyma síð- ustu tillögu yðar um „samkomu- lagsgrundvöll". Yður mun ljóst, að auðvitað er nú of seint að koma á fundi fyrir jólahátíðina en báðir aðilar töldu það koma til álita við lok síðasta fundar okkar 7. desem- ber 1982. Skrifstofur Alusuisse verða lokaðar frá 24. desember 1982 til 3. janúar 1983 og eins og yður hefur áður verið skýrt frá mun undirritaður vera á ferðalögum erlendis allan janúarmánuð 1983. Þess vegna er í fyrsta lagi unnt að efna til fundar í byrjun febrúar 1983. Vér þurfum að sjálfsögðu nokkurn tíma til að kanna tillög- ur yðar, sem hafa að geyma nokkur ný atriði, en eftir skjóta yfirferð yfir tillögurnar, hljótum vér að láta í ljós vonbrigði vor. í þessu samhengi viljum vér að nýju vísa til tillögu vorrar um samkomulagsgrundvöll frá 10. nóvember 1982 þar sem (1. skref) óskað var eftir niðurstöðu í deilu um lagaatriði og við svo búið (2. skref) yrði rætt um gildandi samninga. Vér vísum einnig til skeytis sem vér sendum yður 10. desember, þar sem undirritaður býðst til að leggja fyrir stjórn Alusuisse tillögu um hækkun á raforkuverði með ákveðnum skilyrðum. Vér hörmum að enn hafnið þér þessu tilboði með því að krefjast einhliða hækkunar án þess að fallast á skilyrði vor. Vér teljum það órættmæta kröfu á hendur Alusuisse að fyrirtækið gefi einhliða eftir til að sýna samningsvilja sinn í verki. Auk þess viljum vér ekki láta hjá líða að skýra yður frá því, að efna- hagsaðstæður fyrir áliðnað hafa enn versnað að undanförnu og þess vegna er nú þörf á enn frek- ari aðgát. Til þess hins vegar að sýna vilja vorn til að finna sem fyrst lausn á deilunni myndum vér stuðla að fundi sérfræðinga beggja aðila til að ræða einstök atriði er snerta verðlagningu á orku og samkeppnishæfni ís- lands innan áliðnaðarins. Til slíks fundar mætti boða í seinni hluta janúar 1983. Bestu kveðjur, Alusuisse/ dr. P. Múller. Fréttatilkynning iðnaðarráðherra frá 23. desember 1982. Iðnaðarráðuneytinu barst síðla í dag svarskeyti frá dr. P. Múller, formanni framkvæmda- stjórnar Alusuisse, við tilmælum iðnaðarráðherra um fund 28. og 29. desember nk. til að ræða þann samkomulagsgrundvöll sem iðnaðarráðherra sendi Alu- suisse 21. desember sl. í svarskeytinu kemur fram að dr. Múller telur sig ekki geta mætt til fundar í desembermán- uði og ennfremur að hann telji sig bundinn allan janúarmánuð, og geti því ekki komið til fundar fyrr en í febrúarmánuði 1983. í skeytinu er lýst yfir von- brigðum með tiliögu iðnaðarráð- herra um samkomulagsgrund- völl. Þess í stað er minnt á tilboð Alusuisse frá 10. nóvember si. Tekið er fram að því aðeins komi til greina af hálfu Alusuisse að taka upp viðræður um endur- skoðun samninga um álverið, að samkomulag hafi áður verið gert um að setja ágreining um skattgreiðslur ÍSAL í sérstaka gerðardómsmeðferð samkvæmt þeirra tillögum. Er jafnframt tekið fram að byrjunarhækkun á raforkuverði komi ekki til greina, nema gegn ákveðnum viðbótarskilyrðum, og krafa um slíka hækkun af ís- lands hálfu sé óréttmæt. Stungið er upp á að sendir verði sérfræðingar hingað frá Alusuisse síðari hluta janúar 1983 til viðræðna um raforku- verð og samkeppnisaðstöðu ál- iðju hérlendis. Iðnaðarráðherra mun kynna þessi viðbrögð Alusuisse á næsta ríkisstjórnarfundi og jafnframt verða til athugunar næstu skref af íslands hálfu i ljósi hinnar neikvæðu afstöðu Alusuisse. Mikið fjölmenni var á unglingaskemmtuninni að kvöldi annars í jólum í Laugardalshöllinni eins og vel sést á þessari mynd. l.jósm.: G. Ormslev A þriðja þúsund unglinga á jólaskemmtun — En fátt fólk á „Unglingaskemmtunin í Laug- ardalshöll að kvöldi annars jóla- dags gekk mjög vel, samkomuna sóttu á þriðja þúsund manns, og starfsmenn Hallarinnar segja þetta einhverja prúðmannlegustu samkomu sem þar hefur verið haldin,“ sagði Gísli Árni Egg- ertsson hjá Æskulýðsráði Reykja- víkur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. — Æsku- lýðsráð og hljómsveitin Stuð- menn gengust fyrir tveimur sam- komum í Laugardalshöllinni á annan í jólum. Gísli Árni sagði, að fjölskylduhátíðin að deginum hefði gengið mun verr. Fátt fólk hefði lagt leið sína í höll- ina, og hefði það vissulega vald- ið vonbrigðum hve fáir foreldr- ar komu með börn sín. Gísli Árni sagði að margar skýringar væru vafalaust á því hvers vegna svo fáir komu, en ein væri sú að færð hefði verið erf- ið, og hríð hefði gert eftir há- degið, einkum í Breiðholts- hverfum. Það hefði dregið úr aðsókn fjölskyldufólks. „Við urðum því fyrir vonbrigðum með fyrri skemmtunina," sagði Gísli Árni, „en það hve vel tókst til um kvöldið gerði meira en að bæta okkur það upp!“ Frá fjölskyldusamkomu Æskulýðsráðs og Stuðmanna í Laugardalshöllinni á annan í jólum. Bolungarvík: Maraþon- sund fram á gamlársdag Bolungarvík, 27. dosombor. í DAG klukkan 15 leggst bolvíkst sundfólk til sunds í sundlaug Bol- ungarvíkur og er ætlunin að synda maraþonsund, nótt sem nýtan dag fram til klukkan þrjú á gamlársdag, — alls um 96 klukkustundir. Það er sunddeild Ungmennafélags Bolung- arvikur sem stendur fyrir þessu maraþonsundi. Tilgangurinn er að vekja athygli og áhuga almennings á þessari íþrótt, sem talin er sú al- besta íþrótt sem almenningur getur stundað sér til heilsubótar. Sundlaugin í Bolungarvík var tekin í notkun 1977. Hefur súnd- iðkun hér verið með miklum blóma og farið vaxandi. Árangur- inn hefur ekki látið á sér standa, því eins og fram hefur komið í fréttum af sundmótum, hefur bolvíkst sundfólk sífellt látið meir að sér kveða, og er skemmst að minnast síðasta bikarmóts íslands þar sem aðeins munaði sex stigum á sundfólki UMSB og hafnfirska sundfólkinu í keppninni um fyrsta sætið í 2. deild. Jafnframt því að vekja athygli á þessari íþrótt er það ætlun sunddeildarinnar að safna fé til styrktar starfinu. Söfnunin fer þannig fram, að þeir sem áhuga hafa á að styrkja deild- ina, greiða ákveðna peningaupp- hæð fyrir hvern syntan kílómetra. Gunnar Lánskjaravísitala: Um 60,5% hækkun síð- ustu 12 mánuði SEÐLABANKI ÍSLANDS hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir janúarmánuð 1983 og er hún 488 stig. Hún hefur því hækkað um 3,61% frá descmbermánuði sl., þeg- ar hún var 471 stig. Á síðustu tólf mánuðum hefur lánskjaravísitala hækkað um lið- lega 60,5%, en í janúar sl. var hún 304 stig. Árshækkun lánskjaravísitöl- unnar er hins vegar liðlega 53%, en þá er hækkunin milli mánaða framreiknuð um tólf mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.