Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 t Sonur minn og faöir okkar, JÓN EÐVARÐSSON, múrari, lést í Landspítalanum 23. desember. Guöbjörg Hjartardóttir, Harpa og Andrea Jónsdætur. t Eiginkona mín og móöir okkar, SIGRÍÐUR SIGTRYGGSDÓTTIR BRIEM, lést í Landspítalanum 25. desember. Steindór Briem, Valgeröur Briem, Sigtryggur Maríusson t Elsku systir okkar, systir MARÍA FLAVIA, andaöist 23. desember í Landakotsspítala. Jaröarför fer fram miövikudag 29. desember kl. 10.30 frá Krists- kirkju í Reykjavík. St. Jósefssystur. Faöir minn og afi/ GUDMUNDUR EYÞÓRSSON frá Brúarhlíð, andaöist á Hóraöshælinu Blönduósi 27. desember. Ingibjörg Guómundsdóttir, Guömunda Guómundsdóttir. Eiginkona mín. + ANNA MAGNÚSDÓTTIR, lést í Landakotsspítala aö morgni 27. desember. Njóll Gudmundsson. t Eiginmaöur minn og sonur, SVERRIR SIGURDUR ÁGÚSTSSON, lést aöfaranótt 25. þessa mánaöar. Ágústína Guórún Ágústsdóttir, Rannveig Einarsdóttir. t Systir mín, HLÍF PÁLSDÓTTIR frá Kirkjubóli, Korpudal, Önundarfiröi, lést í Hrafnistu 23. desember. Fyrir hönd vandamanna, Skúli Pálsson. t Sonur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HAFSTEINN AXELSSON, Holtsgötu 18, Njarövík, lést 24. desember. Ingunn Ingvarsdóttir, Baldur Matthíasson, Hilmar Hafsteinsson, Guörún Hafsteinsdóttir, Elsa Hafsteinsdóttir, Ingunn Hafsteinsdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Sigurjón Hafsteinsson, Matthildur Hafsteinsdóttir, og barnabörn. Margrét Bergsdóttir, Svala Sveinsdóttir, Edward G. Moore, Gunnar Sigurðsson, Hreinn Guömundsson, Kveðjuorð: Emilía Friöriks- dóttir Fagrahvammi Fædd 3. október 1906 Iláin 16. desember 1982 Við sem búum á norðurhveli jarðar finnum það best hvað birta og ylur eru okkur mikilvæg, þegar skammdegið leggst að okkur, sól- argangur verður styttri, en dimmi tími sólarhringsins þeim mun lengri. Það var einn af þessum dimmu skammdegisdögum að okkur barst sú fregn að Emilía í Fagrahvammi væri dáin. Hún varð bráðkvödd að heimili sínu þann 16. dag desem- bermánaðar sl., langri og giftu- drjúgri starfsæfi var lokið. Vissu- lega er það gott hverjum þeim er fær að kveðja þennan heim með slikum hætti,en alltaf veldur slíkt nánustu ástvinum óvæntri sorg og sársauka. Emilía var fædd 3. dag októ- bermánaðar árið 1906 í Súðavík, Norður-ísafjarðarsýslu. Hún var komin af hinni mannmörgu Arn- ardalsætt, foreldrar hennar voru Daðína Hjaltadóttir og Friðrik Guðjónsson barnakennari í Súða- vík. Hjá þeim hjónum var símstöð staðarins til húsa sem þau sáu um í áraraðir. Systkini Emilú voru þrjú, sem öll eru nú látin. Hún ólst ' upp hjá foreldrum sínum í Súða- vík og vandist snemma að taka til höndunum. Emilía stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1924—1925 og þaðan lá leiðin til Reykjavíkur til að öðlast meiri þekkingu í vefnaði og saumum. í Reykjavík kynntist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Ingimari Sigurðssyni, garðyrkjufræðingi, og vann Emilía um tíma í blóma- búðinni Flóru, sem Ingimar átti ásamt Rögnu systur sinni. Þau Emilía og Ingimar giftu sig þann 14. dag maímánaðar árið 1935. Flutti Emilía nú í Fagrahvamm þar sem Ingimar ásamt föður sín- um, Sigurði Sigurðssyni fyrrv. búnaðarmálastjóra, höfðu reist garðyrkjubýli á bökkum Varmár í Ölfusi, voru það reyndar fyrstu byggingar sem reistar voru á þeim stað, sem nú heitir Hveragerði. Fyrsta gróðurhúsið þar byggði faðir Ingimars árið 1930 og var það 45 fm að stærð. I dag er gróðrarstöðin í Fagra- hvammi með um 5 þúsund fm und- ir gleri og með stærstu gróðr- arstöðvum landsins. Uppbygg- ingarstarfið hefur haldið áfram í gegnum árin. Hefur Sigurður son- ur þeirra Emilíu og Ingimars lagt þar gjörva hönd að nú síðari ár. Það hefur því verið nóg að starfa hjá húsfreyjunni í Fagrahvammi því oft var mannmargt heimilið, + Eiginmaöur minn, JÓN RAGNAR FINNBOGASON múrarameistari, Kírkjuteigi 33, andaöist 26. desember. Fyrir hönd vandamanna, Júnía Stefénsdóttir. Sonur minn, bróöir og tengdasonur, GUOMUNDUR KARLSSON, andaöist 26. desember í Kaliforníu. Hansína Jónsdóttir, Ingadóra Karlsdóttir, Jósafína Jóhannsdóttir. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, JÓN BJARNI SIGURÐSSON, Garöabraut 13, Akranesi, andaöist á jóladag. Vilhelmína Elísdóttir og börn. Eiginkona mín, JÓNA SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, Berghyl, Hrunamannahreppi, veröur jarösunqin frá Hrunakirkju, miövikudaginn 29. desember kl. 14.00. Bílferö veröur frá Umferðarmiöstöðinni kl. Fyrir hönd vandamanna, 11. Eiríkur Jónsson. + Móöir okkar, GUDRÚN ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR fró bykkvabæjarklaustri, er lést aö Elliheimilinu Grund 15. desember, veröur jarösungin miðvikudaginn 29. desember kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Rannveig Oddsdóttir, Kjartan Friöriksson, Jón Rafn Oddsson, Sigþrúöur Gunnarsdóttir, Þuríöur Oddsdóttir, Kristófer Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. bæði garðyrkjufólk og smiðir auk stækkandi fjölskyldu. Kom sér því vel hve húsmóðirin var vel verki farin og frábærlega vel að sér í matargerð og hússtjórn allri. Þau Emilía og Ingimar voru samhent í lífinu og lánsöm, þau byggðu upp fagurt heimili. Var öllum er þang- að komu, en það er orðinn stór hópur, tekið af alúð og veittar höfðinglegar móttökur, veit ég að margir minnast nú með þakklæti góðra og glaðra stunda með þeim í Fagrahvammi frá liðnum árum. Emilía var sérstaklega skapgóð og jafnlynd kona, sá ég hana aldrei skipta skapi, alltaf jafn glaðleg í viðmóti, en þó var alvara lífsins henni aldrei mjög fjarri. Hún var hreinskilin í besta lagi og sagði jafnan hug sinn, söngelsk var hún og las nótur, enda hafði hún hljóð- færi á heimili sínu. Hún var sér- staklega barngóð kona og mátu barnabörnin hana mikið og hænd- ust að henni, sem allt vildi fyrir þau gera. Veit ég að þau eiga nú og varðveita í hjörtum sínum ógleymanlegar og bjartar minn- ingar og þakklæti til ömmu sinnar frá fyrstu tíð. Ekki má ég gleyma að geta þess hvað Emilía var mik- ill dýravinur og höfðu þau hjón ávallt húsdýr á heimili sínu sem hún annaöist eins og börnin sín. Hún hafði mikið yndi af ferðalög- um, enda ferðuðust þau hjón mik- ið, bæði innanlands og utan. Þau Emilía og Ingimar eignuð- ust fjögur börn, sem hér verða tal- in upp í aldursröð. Þau eru: Þóra, fædd 21. mars 1936, búsett á Gróf- argili, Skagafirði, gift undirrituð- um og eiga þau 5 börn. Sigrún Auður, fædd 24. nóvember 1937, búsett í Reykjavík, gift Magnúsi Sigurjónssyni, húsgagnabóistrara og kaupmanni og eiga þau 5 börn. Einn son átti Sigrún áður en hún giftist, Daða Tómasson, fæddur 5. febrúar 1957, hann var alinn upp hjá afa sínum og ömmu í Fagra- hvammi sem þeirra sonur, hann er nú við garðyrkjunám í Danmörku. Sigurður, fæddur 3. ágúst 1941, garðyrkjufræðingur, búsettur í Brúarhvammi, giftur Guðrúnu Jó- hannesdóttur og eiga þau 3 börn. Gerður, fædd 15. maí 1945, búsett í Sandgerði, gift Bergþóri Frið- þjófssyni, starfsmanni á Keflavík- urflugvelli og eiga þau 3 börn. Lífi okkar hér á jörð hefur stundum verið líkt við ferðalag, sem heldur áfram þó hérvist ljúki, ekki er ég í vafa um að Emilía í Fagrahvammi var ferðbúin þegar kallið kom og ég er þess fullviss að breytingin hefur orðið henni auð- veld. En lífið hefur sinn gang, það er alltaf jafn þungt þegar dauðann ber að höndum. En góður orðstír deyr aldrei segir í Hávamálum, það á hér við. Ég hef hér aðeins skrifað örfá ófullkomin minningarorð um þessa góðu konu, og kveð hana nú með innilegu þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu, minningin um hana mun lifa og lýsa okkur öllum um ókomin ár. Öllum hennar ástvin- um votta ég innilega samúðar. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Útför hennar var gerð frá Fossvogskirkju á vetrarsólhvörf- um, miðvikudaginn 22. desember sl., þegar sólargangur var skemmstur en með nýjum degi fer dimman að víkja fyrir birtunni. Sigurður Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.