Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982
21
Olíumálaráðherra Samtaka olíuútflutningsríkjanna (OPEC) luku í síðustu viku seinasta fundi sínum á þessu ári
með loforðum um að auka útflutning aðildarrikja samtakanna á olíu. Eftir að fundinum lauk, var haldinn fundur
með fréttamönnum, þar sem nokkrir af ráðamönnum OPEC komu fram, en þeir sjást hér frá vinstri: Ahmed
Zaheri, talsmaður OPEC, Mallam Tataya frá Nígeríu og Marc L. Nan Nguema, aðalritari OPEC.
Jólaveðrið:
Moskvubúar dyttuðu að görðum
slnum — flóð í Frakklandi — mik-
il snjókoma í Bandaríkjunum
Time velur „mann ársinsu:
Tölvan hafði
betur en ET!
New Vork, 27. desember. Al*.
BANDARÍSKA vikuritið virta,
Time, valdi um helgina mann
ársins að venju, en það hafa að-
standendur blaðsins gert allar
götur síðan árið 1927. í fyrsta
skiptið var maður ársins ekki
maöur, hann var ekki einu sinni
mennskur, Time valdi tölvu sem
mann ársins 1982!
Tölvan hafði betur en margir
frægir, svo sem Menachem Begin,
forsætisráðherra ísraels, Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, og ET, kvikmyndafyrirbrigð-
ið Extra terrestrial, sem unnið hef-
ur hug og hjörtu Bandaríkjamanna
á þessu ári.
„Ástarsambönd Bandaríkja-
manna við bíla sína og sjón-
varpstæki hafa dvínað að undan-
förnu, en þess í stað hneigjast
Bandaríkjamenn nú til tölvanna
sinna, en þeim hefur rignt niður og
þær hafa gerbreytt skrifstofu,
skóla- og heimilismálum Banda-
ríkjamanna.
Á árinu hafa 2,8 milljónir tölva
verið seldar til einstaklinga," segir
Time um útnefningu sína.
ET ... kom til greina sem maður
ársins hjá Time.
Lewis á batavegi
La.s \ i‘ga.s, 27. desembcr. Al*.
JERRV LEWIS, hinn kunni bandaríski
leikari og grínisti, er á örum batavegi,
eftir að hafa gengist undir hjartaupp-
skurð í Las Vegas í siðustu viku. Að-
gerðin tókst vonum framar og í gær
var Lewis klæddur og kominn á ról.
Hann verður þó á sjúkrahúsinu til
föstudags.
Moskva, New York, HarU o.v. 27. des. AP.
Jólaveðrið var eins breytilegt og búast mátti við frá einum stað til annars.
Moskvubúar, sem vanir eru vetrarkuldum, hafa spókað sig tiltölulega
léttklæddir um stræti og sveitir það sem af er vetri og desember hefur verið sá
mildasti í sögu Sovétríkjanna. Elstu menn muna ekki annað eins og 12.
desember síðastliðinn var hitinn i Moskvu 7 stig. Sárasjaldan hefur hitastigið
farið niður fyrir 0, en meðalhitti desember er að öllu jöfnu langt fyrir neðan
frostmark.
Moskvubúar hafa yfirleitt dundað sér við skíðagöngu og skautaiðkun á
þessum tíma árs, en hlúa þess i stað að görðum sinum þar sem gróður hefur
verið að vakna til lífsins. Ekki er til klaki á stóru ánum og aðeins smáskarís á
þeim minni. í Siberíu og austurhéruðum Rússlands hefur veðurfar hins vegar
verið eftir uppskriftinni. í hafnarborginni Magdan i Síberíu mældist til dæmis
47 stiga frost á laugardaginn, en sama dag var á hinn bóginn 17 stiga hiti i
suður-Georgíu og 16 stig víða nærri landamærum Rússlands, írans og Afgan-
istan.
Blásýra finnst
í verkjatöflum
Los Angelcs, 27. descmbcr. AP.
í Bandaríkjunum snjóaði víða
mjög mikið, til dæmis í Kólórado,
New Mexíkó og í vesturhluta Texas.
í Kólórado voru allt að 1,3 metrar af
jafnföllnum snjó, miklir kuldar
fylgdu og að minnsta kosti tveir
frusu í hel. Heldur minna snjóaði í
New Mexíkó, „aðeins" 30 sentimetr-
ar af jafnföllnum snjó mældust.
Neitað um
leyfi til að
hitta veikan
son sinn
( 'anton, MassachusetLs, 27. de.sember. AP.
PÓLSK yfirvöld hafa neitaö
pólskum vélvirkja í Lodz að
heimsækja eiginkönu sína og
barn, sem dveljast nú i Bos-
ton. Barnið er að veslast upp,
ncitar að nærast og hefur
hrakað mjög að undanförnu.
Er pilturinn ungi í þunglynd-
iskasti vegna þess hve langt
er síðan hann sá föður sinn.
Strákurinn Mariuz og móðir
hans Jadviga voru í heimsókn
hjá ættingjum í Bandaríkjun-
um er herlög voru sett á í
Póllandi. Þá ákváðu mæðginin
að fara ekki aftur til Póllands.
Er drengurinn veiktist, sótti
faðirinn um brottfararleyfi,
en fékk synjun hjá yfirvöldum
á þeirri forsendu að kona hans
og sonur hefðu aldrei fengið
leyfi þeirra til að flytja úr
landi. „Við bíðum og vonum,
að yfirvöld í Póllandi geri sér
grein fyrir því að um neyðar-
tilvik er að ræða,“ sagði einn
ættingja umræddrar fjöl-
skyldu í samtali við frétta-
menn.
Missouri fór ekki varhluta af lægð-
arsveipnum mikla sem olli snjókom-
unni, þar rigndi mikið og Mississ-
ippi-fljótið óx gífurlega. Flóðin
höfðu í för með sér margs konar
vanda fyrir Louisiana-búa og flytja
þurfti þúsundir á brott af heimilum
sínum. Lægðin hélt rakleiðis áfram
til Kanada og þar snjóaði víða mik-
ið, en mesti krafturinn var þó farinn
úr henni þegar þangað kom.
Mikil flóð hafa herjað á Frakka
og 40 af 95 sýslum landsins hafa
fundið meira eða minna fyrir vatns-
elgnum. Vitað er að fimm manns
hafa látið lífið í flóðunum, sem hóf-
ust rétt fyrir jól, en voru í rénun í
gær. Stjórnvöld komu saman í gær
eftir jólafrí og er unnið að tjónmati
um þessar mundir. í einni borg, Sa-
intes, tilkynntu skóbúðir formlega,
að stígvél öll væru fyrir löngu upp-
seld. Allmikill vatnselgur var enn á
götum Saintes í gær. Verst úti varð
þó borgin Macon, en þar var næst-
um metra djúpt vatn á götum í
marga daga. Tjón þar var mikið og
jólahald allt í molum þar sem þús-
undir gátu ekki hafst við í híbýlum
sínum vegna vatns.
BANDARÍSK lyfjaverslunarkeðja
tók úr umferð Anacin-3-verkjalyf í
verslunum sínum í fimm ríkjum eftir
að rannsókn hafði leitt í Ijós að 10 af
20 töflum í einu glasi voru mengaðar
hættulegu magni af blásýru.
Umrætt mál er það nýjasta af
mörgum sem skotið hafa upp koll-
inum í Bandaríkjunum síðustu
misserin og hófust er sjö manns
létu lífið í Chicago eftir að hafa
tekið inn tylenol, sem mengað var
blásýru. Anacin-3-hylkin, sem hér
um ræðir, voru í töfluglasi sem
þannig er úr garði gert að ómögu-
legt á að vera að fikta við innihald-
ið áður en það kemst til neytenda.
Þetta er sama lyf og ónefnd hús-
móðir í San Jose tók inn í nóvem-
ber og veiktist síðan hastarlega af.
Lá hún í tvær vikur á sjúkrahúsi og
hlaut m.a. varanlegan heilaskaða.
í hverju hylki reyndust vera 20
milligrömm af blásýru. Að sögn
lækna er það ekki banvænt sé að-
eins eitt hylki gleypt, en séu fleiri
tekin inn er voðinn vís. Síðast er
fréttist var rannsókn á hinum tíu
hylkjum glassins ólokið.
Hérna kaupírþú miða
Athugaðu að vinningum hefur nú verið f jölgað í Happdrætti
SÍBS. Hver miði kostar 50 kr. en kaupirðu ársmiða sparar þú
ómælda fyrirhöfn.
Snúðu þértil þessara aðila:
ÍREYKjAVÍK
OG NÁGRENNI
Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130.
Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665.
Sjóbúðin, Grandagarði 7, sími 16814
Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632.
Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800.
S. í. B. S.-deildin, Reykjalundi, Mosfellssveit.
Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180.
Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18,
Garðabæ, sími 42720.
Vilborg Sigurjónsdóttir c/o Bókabúð,
Olivers Steins, Strandgötu 31,
Hafnarfirði, sími 50045.
Lilja Sörladóttir, Túngötu 13,
Bessastaðahreppi,
sími 54163.
HAPPDRÆTT1SÍBS
Meira en fjórði hver miði hlýtur vinning.