Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 Bolungarvík: Fyrsta aðgeröarsmá- sjáin á íslenzkri heilsugæzlustöð Holungarvík, 22. desi>mh<‘r. Lionsklúbbur Bolungarvíkur, afhonti heilsugæslustöðinni i Bolungarvik fyrir skömmu fullkomna aðgerðasmásjá. Er hún fyrsta tækið sinnar tegund- ar sem tekið er í notkun á íslenskri heilsugæslustöð. Tæki af þessari gerð hafa mjög rutt sér til rúms á heilsugæslustöðvum erlendis og er enginn vafi talinn á að svo mun einnig verða raunin á hér á landi. Aðgerðasmásjá þessi er einkum notuð við eyrnarskoðanir og mun, að sögn héraðslæknis Bolungar- víkurumdæmis, Péturs Pétursson- ar, gjörbreyta öllum möguleikum við greiningu og meðferð eyrna- sjúkdóma. Auk þess er hægt að nota hina nýju smásjá við augn- slys og húðsjúkdóma. Eins og kunnugt er, er það ekki sjaldgæft að sjúklingar utan af landsbyggðinni hafi orðið að leita til Reykjavíkur, vegna eyrna- kvilla, á undanförnum árum. Er Bolungarvík þar engin undantekn- ing. En með nýju aðgerðasmá- sjánni, má búast við að unnt verði að fækka þeim ferðum verulega, þar sem hið nýja tæki mun gera sjúkdómsgreiningu nákvæmari. Fjár til kaupa á hinu nýja tæki aflaði Lionsklúbburinn með ýmsu móti. Félagar klúbbsins gengust Pétur Pétursson læknir vígir tækið með því aö gera athugun á eyrum Elíasar H. Guðmundssonar, stöðvarstjóra Pósts og síma. MorgiinbiaAiA/Cunnar fyrir sölu jóladagatala, flugelda o.fl. En drýgstar tekjur fengust, með því að Lionsmenn fóru sjó- róðra, bæði á línubát og á rækju- bát. Gáfu sjóróðrarnir drjúgt í aðra hönd, þar sem bátarnir voru lánaðir klúbbnum endurgjalds- laust og Lionsfélagarnir gáfu alla vinnu sína. Vilja Lionsmenn nota tækifærið hér og nú til þess að færa eigendum þessara báta og öðrum þeim er nærri komu, bestu þakkir fyrir þá aðstoð sem þeir veittu og gerði klúbbnum kleift að afla fjár til kaupa á hinni nýju aðgerðasmásjá. Gunnar Hreinn Eggertsson, varaformaður Lionsklúbbs Bolungarvíkur, afhendir Pétri Péturssyni, lækni, aðgerðasmásjána. Mikil kirkjusókn um jólin: Víða varð fólk frá að hverfa vegna fjölmennis Bifreiö stolið .KIKKJUSÓKN var feiknarlega mikil nú um hátíðarnar, og margir prestar sem ég hef rætt við hafa sérstaklega tekið fram að þrátt fyrir fannfergi og ófærð hafi fólk lagt það á sig að koma til messu,“ sagði séra Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Bernharður sagði að hér væri um að ræða framhald þróunar síðustu ára, þar sem kirkjusókn hefði greinilega farið vaxandi. hvatt var til, þá hygg ég að það hafi verið mjög almennt, og hvatt hefur verið til þess að það verði gert að árlegum sið,“ sagði séra Bernharður Guð- mundsson að lokum. Hátíðarsam- koma fyrir eldri borgara i Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef- ur ákveðið að gangast fyrir sam- komu í tilefni af ári aldraðra og öldruðum borgurum í Hafnarfirði til heiðurs í félagsheimili íþrótta- hússins við Strandgötu í Hafnar- firði á morgun, miðvikudaginn 29. desember kl. 15.00. Ýmis skemmti- atriði verða þar á dagskrá svo sem ræðuhöld, upplestur, fjöldasöngur o.fl. Allir eldri borgarar í Hafnar- firði eru boðnir velkomnir á þessa hátíðarsamkomu. Grindavík: Vinningsnúmer Lionsklúbbsins DREGIÐ var í happdrætti Lionsklúbbs Grindavíkur á að- fangadag. Suzuki-bifreið kom á miða númer 3047, ferðavinningur að upphæð 8.000 krónur á miða 3954 og 6.000 króna ferðavinning- ur kom á miða númer 2592. Birt án ábvrgðar. JNNLEINrT KR með flugelda- sölu á 5 stöðum KR VERÐUR í ár með flugeldasölur á 5 stöðum í Reykjavík. Aðalstöðvar verða í KR-heimilinu en auk þess verða sölustaðir í Hafnarstræti 7, Vestur- götu 17, Hverfisgötu 78 og Borgartúni 29. BIFREIÐINNI R-73609, sem er dökkgræn Toyota Corolla, árgerð 1971, var stolið frá Háteigsvegi 12 á jólanótt, aðfaranótt 25. desember. Þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ferðir bílsins eru vinsamlegast beðnir að láta lög- regluna vita. Jazzkvöld á Hótel Borg í KVÖLD, 28. desember, verður jazzkvöld á Hótel Borg og verður það með nokkuð nýstárlegu sniði. Þar koma fram m.a. Steingrímur Guðmundsson, sem leikur á ind- verska ásláttarhljóðfærið tablas. Hann hefur lært að leika á þetta hljóðfæri sl. tvö ár í San Francisco. Björn Thoroddsen leikur á gítar með Steingrími. Fram kemur söngkonan Oktavía Stefánsdóttir, sem dvalið hefur í Danmörku und- anfarin ár og leikið með þarlendum hljóðfæraleikurum. Loks er að nefna Steinþór Steingrímsson, sem betur er þekktur undir nafninu Steini Steingríms. Hann var einn þekktasti jazzpíanistinn hér á landi um 1950 og í kvöld rifjar hann upp nokkur lög frá þeim ár- um. „Nú um jólin kom það sums staðar fyrir að fólk varð frá að hverfa vegna fjölmennis, svo sem í miðnæturmessu á að- fangadagskvöld í Hallgríms- kirkju í Reykjavík, þar sem herra Sigurbjörn Einarsson fyrrum biskup prédikaði," sagði Bernharður. Hann kvaðst einnig vilja benda á það að mikil kirkjustarfsemi væri nú orðin alla aðventuna, messur og góð kirkjusókn væri ekki bundin við helgustu daga jól- anna. Bernharður sagði líklega ekki auðvelt að átta sig á því hvað ylli vaxandi kirkjusókn nú síðustu ár. Þar kæmi vafa- Dregið í happ- drætti Krabba- meinsfélagsins DREGIÐ var á aðfangadag í haust- happdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningarnir, sem voru tíu talsins, komu á eftirtalin númer: Opel Rekord Berlina, árgerð 1983: 52734, Toyota Tercel GL, ár- laust margt til, svo sem það að fólk fyndi og vissi að það gæti jafnan leitað til kirkjunnar, jafnt í gleði sem sorg, og svo að kirkjan hefði verið opnuð mik- ið fyrir listum og annarri starfsemi, sem ekki tengdist alltaf annarri kirkjulegri starfsemi. „En hvað sem veld- ur, þá er þetta ánægjuleg þróun, og eins tala menn um að þeir hafi orðið þess varir nú að kirkjugestir hafi tekið óvenju mikinn þátt í kirkjusöngnum. Enn má nefna að þótt ekki hafi verið gerð nein könnun á því hve margir kveiktu friðarljós við hús sín um jólin eins og gerð 1983: 69036, bifreið að eigin vali fyrir 150.000 krónur: 3170, húsbúnaður að eigin vali 25.000 krónur (hver vinningur): 3984, 72394, 77879, 91739, 121124,131714 og 137512. Tölur birtar án ábyrgð- ar. Krabbameinsfélagið þakkar þeim fjöldamörgu velunnurum sínum sem tóku þátt í happdrætt- inu og óskar öllum landsmönnum árs og friðar. (Krcttatilkynning) Boðið er uppá 4 stærðir af fjöl- skyldupokum, sem kosta frá 200 krónum upp í 950 krónur. Þá er ennfremur boðið uppá mikið úrval af rakettum, allt upp í skiparak- ettur, tívolíbombur, sólir, hand- Opið verður frá klukkan 10 á morgnana til klukkan 22 alla daga fram að gamlársdegi en þá verður opið til klukkan 16. Víkingar verða með flugelda frá Hjálparsveitum blys, stjörnuljós og innibombur. Þeir sem verzla fyrir meira en 300 krónur dagana 27.-29. desem- ber fá 10% afslátt og eru fjöl- skyldupokar þar innifaldir. skáta og selja svokallaða fjöl- skyldupoka í fjórum^stærðum en með kaupum á þeim er veittur 20% afsláttur af upphaflegu verði. Víkingur með flug- eldasölu á 3 stöðum VÍKINGUR verður með flugeldasölur á þremur stöðum í Reykjavík fvrir gamlárskvöld, og bæta því einum sölustað við frá fyrri árum. Víkingar selja í félagsheimilinu við liæðargarð og í Austurveri við Háaleitisbraut. Jafnframt verða flugeldar seldir í Fáksheimilinu. Kirkjur á landsbyggöinni Aramótamessur BORGARNESKIRKJA: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18. Organisti Jón Þ. Björnsson. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. STYKKISHÓLMSKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sóknarprestur. KAPELLA ST. Franciskusspít- ala: Hámessa kl. 18. Nýársdagur: Hámessa kl. 17. Sr. Jan. HJARÐARHOLTSKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Organisti Lilja Sveinsdóttir. Sr. Friörik Hjartar. KVENNABREKKUKIRKJA: Sunnudaginn 2. janúar: Messa kl. 14. Organisti Lilja Sveinsdótt- ir. Sr. Friðrik Hjartar. PATREKSFJARDARKIRK JA: Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 18. Organisti Öivind Solbakk. Sr. Þórarinn Þór. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Gaml- ársdagur: Messa kl. 18. Sókn- arprestur. HNÍFSDALSK APELLA: Nýárs- dagur: Hátíðarmessa kl. 17. Sóknarprestur. STADARKIRKJA í Súgandafirði: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Blysför veröur farin frá Suö- ureyri og lagt af stað kl. 17. Organisti Sveinbjörn Jónsson. Sóknarprestur. SUDUREYRARKIRK JA: Nýárs- dagur: Bænaguösþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti sr. Sveinbjörn Jónsson. Sóknar- prestur. HVAMMSTANGAKIRKJA: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18. Helgistund í sjúkrahúsinu kl. 16. Sóknarprestur. STAÐARKIRKJA: Nýársdagur: Hátíöarmessa kl. 14. Sóknar- prestur. BLONDUÓSKIRKJA: Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 18. Sókn- arprestur. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18. Nýársdagur: Hátíöarguösþjón- usta kl. 17. HÚSAVÍKURKIRKJA: Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 18. Ný- ársdagur: Hátíöarmessa kl. 14. Sóknarprestur. RAUFARHAFNARKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Guömundur Örn Ragn- arsson. EGILSSTAÐAKIRKJA: Nýárs- dagur: Hátíöarmessa kl. 14. Hinn 6. janúar nk. veröa tónleikar í kirkjunni kl. 20.30. Stjórnandi Jón Ólafur Sigurösson. Sókn- arprestur. SEYDISFJARDARKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Magnús Björnsson. ESKIFJARÐARKIRKJA: Gaml- ársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sóknarprestur. REYÐARFJARÐARKIRKJA: Ný- ársdagur: Hátíöarguösþjónusta kl. 17. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA Vestmannaeyj- um: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Nýársdagur: Hátíðar- messa kl. 14. Sóknarprestur. VÍKURKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sóknarprest- ur. SÓLHEIMAKAPELLA: Sunnu- daginn 2. janúar: Messa kl. 14. Organisti Kristín Björnsdóttir. Sóknarprestur. AKUREYJARKIRKJA: Nýárs- dagur. Hátíöarmessa kl. 14. Sóknarprestur. KROSSKIRKJA: Nýársdagur: Hátíðarmessa kl. 16. Sóknar- prestur. ODDAKIRKJA: Gamlársdagur: Áramótaguðsþjónusta kl. 16. Sr. Stefán Lárusson. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Gamlársdagur: Áramótamessa kl. 14. Sr. Stefán Lárusson. SKÁLHOLTSKIRKJA: Torfastaö- akirkja: Hátíðarmessa kl. 13.30. Minnst verður 90 ára afmælis kirkjunnar. Aö messu lokinni veröur samsæti í Aratungu. Sóknarprestur. Sunnudaginn 2. janúar messa í Haukadalskirkju. Sóknarprestur. MARTEINSTUNGUKIRKJA í Holtum: Nýársdagur: Hátíöar- messa kl. 14. Sóknarprestur. STRANDAKIRKJA: Sunnudaginn 2. janúar. Hátíöarmessa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Ný- ársdagur: Hátíöarguösþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Sunnud. 2. janúar: Messa kl. 14. Organisti viö þessar guösþjón- ustur báöar Pálmar Þ. Eyjólfs- son. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.