Morgunblaðið - 29.01.1983, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983
Runólfur ívarsson sýnir Ijósmyndara kúlugat á rúðu á baðherbergisglugga, en skotið var í gegnum hana á
miðvikudag, eins og sagt var í Morgunblaðinu í gær. Runólfur býr við Stýrimannastíg og hefur athygli
lögreglunnar beinzt að manni í húsi hinum megin við götuna. Morcunbiaóíð/ kee.
Fasteignaskattur elli-
og örorkulífeyrisþega
lækkaður í Reykjavík
FRAMTALSNEFND Reykjavíkur mun eins og undanfarin ár í umboði Borg-
arráðs Reykjavíkur yfirfara skattframtöl elli- og örorkulífeyrisþega og veita
lækkun á álögðum fasteignaskatti skv. ákvæðum laga um tekjustofna sveit-
arfélaga, segir í frétt frá borgarstjóra.
Borgarráð hefur samþykkt eftirfarandi viðmiðunarreglur um lækkun fast-
eignaskatta elli- og örorkulífeyrisþega árið 1983:
1. Niðurfelling: Fella skal niður Sama gildir um hjón, sem höfðu
fasteignaskatt hjá þeim elli- og
örorkulífeyrisþegum, sem á árinu
1982 höfðu ekki aðrar tekjur en
tryggingabætur frá Trygginga-
stofnun ríkisins (þ.e. elli- og
örorkulífeyri, tekjutryggingu og
heimilisuppbót).
2) 80% lækkun: Þeir einstakl-
ingar, sem ekki falla undir lið 1 (fá
niðurfellingu) og höfðu á árinu
1982 kr. 66.000.00 eða lægri tekjur,
fá 80% lækkun fasteignaskatts.
sameiginlega á árinu 1982 kr.
105.000.00 eða lægri tekjur.
3. 50% lækkun: Þeir einstakl-
ingar, sem á árinu 1982 höfðu
tekjur frá kr. 66.000.00-86.000.00
fá 50% lækkun fasteignaskatts.
Sama gildir um hjón, sem sameig-
inlega höfðu á árinu 1982 tekjur
frá 105.000.00-136.000.00.
Vakin er athygli á því, að heim-
ild til lækkunar á fasteignaskatti
nær ekki til annarra gjalda á fast-
eignagjaldaseðlinum en fasteigna-
skattsins.
Tilkynningar um afgreiðslu
framtalsnefndar á lækkun fast-
eignaskattsins verða væntanlega
sendar út til viðkomandi elli- og
örorkulífeyrisþega í mars og apríl
nk.
Bæjarútgerð Reykjavíkur:
Jónas Pálsson.
Jónas Páls-
son kjörinn
rektor við KHÍ
JÓNAS Pálsson var í eær kjörinn rekt-
or Kennaraháskóla lslands og tekur
hann við af Baldri Jónssyni. 35 fast-
ráðnir kennarar og 9 fulltrúar nem-
enda höfðu kosningarétt og greiddu 42
atkvæði. Jónas Pálsson hlaut 24 at-
kvæði, Stefán Bergmann hlaut 17 at-
kvæði og einn seðill var auður.
Baldur Jónsson hefur verið rektor
Kennaraháskólans síðastliðin átta
ár og áður var hann konrektor í átta
ár. Samkvæmt lögum má ekki
endurkjósa rektor nema einu sinni
og getur rektor því ekki setið lengur
en í átta ár samfleytt.
Jónas Pálsson er sextugur að
aldri, fæddur að Beingarði í Skaga-
firði. Hann lauk prófi frá Samvinnu-
skólanum árið 1942 og stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri ár-
ið 1947. Hann stundaði nám í sálar-
fræði við háskóla í Skotlandi,
Bandaríkjunum og Englandi. Jónas
var skólastjóri Æfingaskóla Kenn-
araháskólans 1971—1982. Jónas hóf
stundakennslu við Kennaraskólann
1963 og var skipaður lektor við KHÍ
síðastliðið haust. Jónas hefur verið
prófdómari í uppeldis- og sálarfræð-
um við HÍ frá 1968. Eiginkona Jón-
asar er Ingunn Hermannsdóttir og
eiga þau fimm börn.
Hallinn stefnir í 100 milljónir árin
1982 og 1983 verði ekkert að gert
segir Ragnar Júlíusson, formaður útgerðarráðs
„B/EJARÚTGERÐ Reykjavíkur
er ekki framfærsla og á ekki að
verða það. BÚR er fyrirtæki, sem
á að standa á eigin fótum. Þess
vegna hef ég gert það að tillögu
minni að gerð verði úttekt á
rekstri Bæjarútgerðarinnar,"
sagði Ragnar Júlíusson, formaður
útgerðarráðs BÚR, meðal annars í
samtali við Morgunblaðið.
„Þegar fjárhagsáætlun borg-
arinnar var samþykkt í borgar-
stjórn, flutti ég ræðu um BÚR
og sagði, að það yrði að skera
reksturinn upp frá hinum
lægsta til hins hæsta. Hinu
sama lýsti ég aftur yfir aftur á
næsta útgerðarráðsfundi og
taldi þá að allir BÚR-menn hvar
í flokki sem þeir stæðu, yrðu að
snúa saman bökum og rétta
BÚR við. Því samkvæmt þeirri
fjárhagsáætlun, sem þá lá fyrir,
var áætlað tap áranna 1982 og
1983 um 100 milljónir, yrði ekk-
ert að gert. Á síðasta fundi út-
gerðarráðs flutti ég um það til-
lögu að útgerðarráð léti gera út-
tekt á stjórnsýslu og yfirstjórn
BÚR. Það var samþykkt að
formanni, að höfðu samráði við
framkvæmdastjóra, verði falið
að undirbúa málið fyrir næsta
fund á miðvikudaginn kemur.
Ég hef alla tíð verið á móti
svartolíunni, en hins vegar ber
að geta þess að þegar svartolían
var sett á fyrsta togara BÚR var
hún 40 til 50% lægri í verði en
gasolían, en nú hefur það verð
mjög jafnast og stjórnvöld hafa,
eftir að búið er að troða svart-
olíu um borð í skipin, hækkað
hana örar en gasolíuna, jafnvel
þó verð á erlendum mörkuðum
hafi lækkað. Ég tel því fulla
ástæðu til að endurskoða þetta
mál núna, þar sem í ljós kemur,
að í krónutölu árið 1981 er mjög
svipuð olíueyðsla á úthaldsdag
hjá ÚA og BÚR, þrátt fyrir að
togarar ÚA brenni gasolíu, en
mjög mikill munur á viðhaldi,
eða tæpar 7 milljónir hjá ÚA á
móti 12 hjá BÚR. Það hlýtur að
vera eitthvað svartolíunni að
kenna," sagði Ragnar.
Lýsi og mjöl, Hafnarfirði:
Víkur bjóða fímmtán-
falt í hluta bæjarsjóðs
EINS og fram hefur komið í frétt-
um hefur bæjarsjóður Hafnar-
fjarðar ákveðið að selja hlutabréf
sín, 44%, í fyrirtækinu Lýsi og
mjöl þar í bæ. Alls bárust þrjú
tilboð í þann hluta fyrirtækisins
og var það hæsta frá Skipafélag-
inu Víkum, Saltsölunni hf. og
fleirum, upp á 825.000 krónur og
er það fimmtánfalt nafnvirði
hlutabréfanna. Nafnviði hluta-
bréfanna í heild er rúmar 120.000
krónur, en hlutur bæjarsjóðs er
55.000. Hefur bæjarráð lagt til að
gengið verði að þessu tilboði.
Þá bauð Kópa hf. í Njarðvík
Ef vel tekst til
njótum við góðs af
— segir Ólafur Jóhannesson utanríkisráöherra um
rannsóknir Norðmanna á hafsbotninum við Jan Magen
„NORÐMENN sjá alfarið um
þessar rannsóknir og standa undir
kostnaði af þeim, en ef vel tekst til
þá njótum við góðs af. Við fylgj-
umst að sjálfsögðu með rannsókn-
unum og ef olía finnst, þá tökum
við væntanlega þátt í kostnaði við
boranir miðað við mögulegan vinn-
ing“, sagði Olafur Jóhannesson
utanríkisráðherra, er Mbl. spurði
hann hvort íslendingar væru aðilar
að þeim rannsóknum á hafsbotnin-
um við Jan Mayen sem Norðmenn
eru að hefja, í leit að olíu.
Ólafur sagði rannsóknir þess-
ar fara fram samkvæmt samn-
ingum þjóðanna um hafsbotn-
inn. Samningurinn er á þá leið,
að ef olía finnst á Noregshluta
botnsins, þá eiga Norðmenn 75%
olíunnar en íslendingar 25%, en
ef olía er á íslandshlutanum
verða hlutföllin hin sömu, en ís-
landi í vil. Hann kvað þessar
rannsóknir vera til margra ára,
en ef olía fyndist, tækjum við
væntanlega þátt í borunum og
greiddum þá hlutfallslegan
kostnað af þeim.
660.000 krónur og Hilmar Har-
aldsson og fleiri 487.000 krónur
í þennan hlut fyrirtækisins. Að
sögn Einars Inga Halldórsson-
ar, bæjarstjóra í Hafnarfirði,
eru önnur hlutabréf í eigu Bæj-
arútgerðar Hafnarfjarðar og
ýmmissa annarra rótgróinna
fyrirtækja í Hafnarfirði. Nú
liggja fyrir drög að samkomu-
lagi við Skipafélagið Víkur, sem
afstaða verður væntanlega tek-
in til á bæjarstjórnarfundi
næstkomandi þriðjudag, en
bæjarráð hefur mælt með að
þau verði samþykkt.
Sagði Einar, að upphaf þess,
að hlutur bæjarsjóðs í Lýsi og
mjöli hefði verið auglýstur til
sölu, væri það, að fyrirtækið
hefði verið stopp í nokkurn tíma
vegna rekstrarerfiðleika. Hefðu
nokkrar viðræður farið fram
um það, hvað gera mætti til að
koma fyrirtækinu í gang. Hefði
það meðal annars komið fram
hjá stórn fyrirtækisins, að
fengjust nýir aðilar til þess að
ganga inn í fyrirtækið, gæti það
orðið til þess að fá hjólin til að
snúast að nýju. Hefði þar komið
fram ósk um það að bæjarsjóð-
ur byði þessi hlutabréf sín til
sölu til þess að fá nýja aðila inn
í reksturinn. Hefði það síðan
verið samþykkt af hálfu bæj-
arsjóðs.
Stofngjald
síma hækkar
í 2386 kr.
PÓST- og .símamála.stofnunin
hefur fengið heimild til 14%
gjaldskrárhækkunar og tekur ný
gjaldskrá fyrir símaþjónustu
gildi 1. febrúar, en fyrir póstþjón-
ustu 1. mars nk., segir í frétta-
tilkynningu frá Pósti og síma.
Helstu breytingar á síma-
gjöldum verða sem hér segir:
Stofngjald fyrir síma hækkar
úr kr. 2.093,00 í kr. 2.386,00 og
símnotandi greiðir fyrir tal-
færi og uppsetningu tækja.
Gjald fyrir umframskref
hækkar úr kr. 0,80 í kr. 0,91 og
afnotagjald af heimilissíma á
ársfjórðungi hækkar úr kr.
339,00 í kr. 387,00. Venjulegt
flutningsgjald milli húsa á
sama gjaldsvæði hækkar úr kr.
1.046,50 í kr. 1.193,00.
Við gjöld þessi bætist sölu-
skattur. _______
Friðrik tapaði gegn Ribli
SVÍINN Ulf Anderson heldur enn
forystu sinni á sigurvegaramótinu
í skák, sem staðið hefur yfir í
Ilollandi síðustu daga.
Anderson er með 8% vinning,
Ribli er með 8 vinninga og
Browne er með 7Vi vinning.
Friðrik Ólafsson tefldi í gær við
Ribli og tapaði Friðrik í 42 leikj-
um.