Morgunblaðið - 29.01.1983, Page 9

Morgunblaðið - 29.01.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 9 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 180. Feginn vil ég vera með í leiknum, þegar fjallað er um hættu þá sem að máli okkar steðjar vegna breytinga á framburði. Ég hef nokkrum sinnum í þessum þáttum, og áður í útvarpi, einmitt metið það svo, að máli okkar staf- aði mestur háski af röngum áherslum, hrynjandi og hreimi. Ágætir áhugamenn um ís- lenskt mál hafa mörgum sinnum tekið fast í þennan streng. Með þökk minnist ég margra greina eftir Ævar R. Kvaran, nýlegrar ádrepu Jóns Óskar, þess hljómvísa skálds, í lesbók þessa blaðs og hvassrar umvöndunar Sigurðar Þórarinssonar prófessors í bréfi til Árna Böðvarssonar í morgunút- varpinu. Furðu oft leggja nafntog- aðir stjórnmálamenn og jafnvel fræðimenn kolrangar áherslur á orð sín, sældarar (poppistar) söngla með ein- hverskonar amerískum upp- boðshaldaratóni, svo og þulir og fréttamenn, og veður- fregnir hafa jafnvel ekki far- ið varhluta af röngum áherslum, suðaustan sex, hef ég heyrt, og er þá ekki gætt þeirrar einföldu frumreglu, að hafa aðaláherslu á fyrsta atkvæði. Stundum verður þetta enn afkáralegra: Verð- bólgan hef ég heyrt úr munni stjórnmálamanns og annað eftir þessu. Erfiðast er fyrir mig að lýsa þeirri óeðlilegu hrynjandi málsins sem ég hef leyft mér að skíra í hvat- vísi minni amerískan Upp- boðshaldaratón. Þyrftu helst að koma til nákvæmar fram- burðarrannsóknir, hliðstæð- ar þeim sem Björn Guð- finnsson stóð fyrir og fram- kvæmdi á sínum tíma af ein- stakri elju og frábærri vís- indalegri nákvæmni. En hvað skal þá til varnar verða vorum sóma? Hvað geri ég dags daglega til úr- bóta annað en nöldra í fjöl- miðlum? Jú, ég kenni. Er þá komið að skólunum. Ég hef ekki þekkingu til þess að dæma um lestrarkennslu í barnaskólum. Þar er þó grunnurinn lagður, og lengi býr að fyrstu gerð. „Smekk- urinn, sem kemst í ker, keim- inn lengi eftir ber.“ Hitt veit ég af reynslu að nemendur koma upp úr grunnskóla með ótrúlega litla þjálfun í fram- sögn og tali (ræðu, mæltu máli). Eg hygg þó að í lífinu tali flestir sýnu meira en þeir skrifa, svo að ekki ættu menn að vanrækja þátt hins talaða máls. Við íslenskukennarar Menntaskólans á Akureyri höfum um árabil reynt að bæta úr þessu, þó að ekki sé nema að litlu leyti. Hjá sum- um kennurum hefst hver ein- asta kennslustund á upp- lestri nemenda eftir eigin vali. Á sumum önnum eru menn ekki síður þjálfaðir í framsögn og ræðugerð en ritgerðasmíð. Ég hef orðið þess var, að nemendur taka þessari litlu þjálfun með mikilli þökk. Þeir taka þetta alvarlega, vanda sig og hafa gaman af. Þeir segja sem svo að þarna hafi verið reynt að troða í löngu opið skarð hins íslenska skólakerfis. Á önninni, sem nú er að ljúka, skráðu sig allmargir þáttur nemendur á námskeið sem skólinn hélt í framsögn, fundarsköpum og ræðugerð. Áhugi nemenda var mjög mikill og sumir lásu og töl- uðu „betur en páfinn“. í bili get ég ekki annað en mælt með því að lestrar- kennsla barna verði vönduð sem allra best og nemendum síðan haldið við með stöðugri þjálfun og tilsögn í töluðu máli. Ég held menn geri sér nú flestir ljóst að megin vandi steðjar að talmáli okkar og þar þarf heldur en ekki að snúa vörn í sókn. Vendi ég nú kvæði mínu í kross og svara spurningu um kvenmannsnafnið Matthild- ur. Er þar þá fyrst til að taka, að þetta er þýskt nafn að uppruna og barst til okkar, að því er talið er, með viðkomu á norðurlöndum öðrum. Ég hef ekki öruggar heimildir um nafnið hér á landi eldri en frá 17. öld og í manntalinu mikla 1703 eru sextán Matthildar á íslandi, flestar á Mið-Norðurlandi. En hvað merkir svo Matthildur? Hildur er al- þekkt orð sem bæði táknar valkyrju og orustu og þarf ekki um það að fjölyrða. Fyrri hlutinn getur varla táknað annað en hið sama og íslenska orðið máttur, þýska Macht, skylt mega, magn, megin og öllu því. Merking nafnsins virðist því vera mjög góð: hin máttuga val- kyrja. í manntalinu 1910 báru 114 íslenskar konur Matt- hildar nafn, og á tímabilinu 1921—’50 var 131 mær svo skírð, og sýnist dreifing þess jöfn um allt land. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS L0GM J0H ÞOROARSON HDL Tii sölu og sýnis auk annarra eigna: Einbýlishús við Langagerði Vel meö fariö hlaöiö steinhús, hæö og rishæö meö 5—6 herb. íbúö. Nokkuö endurnýjaö. Teikning á skrifstofunni. Timburhús í Skerjafiröi Húsiö er meö 4ra herb. íbúö á hæö og í risi. Eignarlóö. Trjágaröur. Laust strax. Verö aðeins kr. 1,3 millj. Útb. kr. 900 þúa. Nánari uppl. á skrif- stofunni. 3ja herb. íbúðir við: Jörfabakka, 2. hæö um 75 fm. Mjög góö. 1. fl. sameign. Njálsgötu, á efri hæö og i rlsi um 70 fm. Endurnýjuö. Verö kr. 750 þús. Furugrund, 2. hæö, 80 fm. Nýleg mjög góö. Herb. í kj. fylgir. Nýbýlaveg, 2. hæö, 80 fm í enda. Nýleg og góö. Sér hiti. Góöur bílskúr fylgir. 4ra herb. íbúðir við: Eyjabakka, 2. hæö 100 fm. Bílskúr. Útsýni. Básenda, aöalhæð, þríbýli um 85 fm. Ný eldhúsinnrétting o.fl. Bílskúrs- réttur. Útsýni. Nökkvavog, 110 fm aöalhæö, reisulegt steinhús, þríbýli. Sér hitaveita. Nýir gluggar og gler. Nýr stór bílskúr, 40 fm (verkstæöi). Skólageröi — Kóp., efri hæö 90 fm tvíbýli. Sér hiti. Stór frágengin lóö. Einbýlishús í austurborginni Góö 3ja herb. efri hæö í tvíbýli Mikiö endurnýjuö. Allt sér. Stór bílskúr. Glæsileg lóö. Mikiö útsýni. Verö aöeins 1250 þús. Verslunarhúsnæði — iðnaðarhúsnæði Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Til sölu 81066 Leitiö ekki langt yfir skammt Opið 1—3 2ja herb. Kríuhólar 2ja herb. falleg ca. 52 fm íbúö á 4. hæö. Ibúö í toppstandi. Útb. ca. 560 þús. Hraunstígur — Hafn. Góö 2ja herb. 56 fm íbúð á jaröhæð í tvíbýlishúsi. Verö 790 þús. 3ja herb. Grettisgata 3ja herb. mjög falleg 85 fm íb. á 2. hæö. Ný endurnýjaö eldhús og baöherb. Falleg sameign. Bein sala. Hraunbær 3ja herb. ca. 85 fm ibúö á 3. hæö i enda. Góð íbúö. Verö 1 millj. Sæviðarsund Mjög falleg 3ja—4ra herb. ca. 100 fm ibúö á 1. hæö í nýlegu fjórbýlishúsi. Góð sameign. Til- valin eign fyrir eldra fólk. Verð 1350—1400 þús. 4ra herb. Þverbrekka Mjög góö 4ra—5 herb. 117 fm íb. á 2. hæö. Sér þvottaherb. Laus 15. febr. Verð 1250— 1300 þús. Engihjalli 4ra herb. falleg 106 fm íbúö á 8. hæö. Verö 1200 þús. Sér hæðir Barmahlíð 4ra herb. ca. 115 fm íbúð á 2. hæö í fjórbýlishúsí. Mikið endurnýjuö eign. Nýtt gler. Laus 1. okt. Verö 1500 þús. Álfhólsvegur Kóp. Góð 120 fm 6 herb. sórhæö á 1. hæð í þríbýli. Sér inngangur. Sér hiti. Bílskúrsréttur. Verö 1600 þús. Eiöistorg — Seltjarnarnesi Stórglæsileg ca. 190 fm pent- house-ibúð á 3 hæöum sem nýst getur bæði sem ein eöa tvær íbúöir. fbúöin er 2 eldhús og 2 snyrtingar. Fullkláraö bílskýli. Skipti möguleg á minni eign. Útb. 1540 þús. Sórhæð Höfum til sölu 160 fm nýja topp-sérhæö á góðum stað í Austurborginni. Ibúöin er full- frágengin og til afhendingar nú þegar. Stærri eignir Helgaland Mosf. Vorum aö fá i einkasölu glæsi- legt parhús á 2 hæöum ásamt bílskúr. Húsið er laust nú þegar. Útþorgun ca. 850 þús. Húsafell FASTEtGNASALA Langholtsveg, 115 (BæiarteAahusinu) simi 81066 Adalsteinn Pétursson BergurGubnason httt Þurfum aö útvega gott verslunarhúsnæöi 500—1000 fm, viö verslunar- götu i borginni á 1. hæð. Ennfremur iönaöarhusnæði stórt og rúmgott aö svipaöri stærö. Allar uppl trúnaðarmál. Opið í dag laugardag kl. 1 til 5. Lokaö á morgun sunnudag. AtMENNA FAST El GNASAL AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ptior0tml H 2 Askriftcirsiminn er 83033 Eskihlíð 5 herbergja íbúö á jaröhæö. Er rúmir 130 fm. Björt íbúö meö góöum gluggum. Hefur veriö mikiö endurnýjuö. Rólegur staöur. Kaldasel Einbýlishús í smíöum, oröiö íbúöarhæft. Á aðalhæö eru: stofur, 1 herbergi, eldhús með borökrók o.fl. í rishæö eru: 4 góö svefnher- bergi, baö, stórt sjónvarpsherbergi o.fl. í kjallara er hægt aö gera íbúö. Barmahlíð 4ra—5 herbergja efri aöal-hæö í húsi við Barmahlíö. Hefur veriö mikiö endurnýjuö og er því í góðu ástandi. Auglýsingunni veröur svarað á laugardegi í síma 34231. Árni Stefánsson hrl. Málflutningur. Fasteignasala. Suöurgötu 4. Sími: 14314. ' Bústoðir a FASTEIGNASALA ^ ^28911^ WTiLaugavegi 22 mng fra Klapparstig ■ ' ; Johann Davíðsson Ágúst Guömundsson Helgi H. Jónsson viöskfr. Opið 1—4 í dag Hjallabraut 2ja herb. 70 fm íbúö á 3. hæö. Þvottahús og búr inn af eldhúsi. Suöur svalir. Eign í sér flokki. Verö 900—950 þús. Einkasala. Furugrund 3ja herb. 90 fm íbúð á 6. hæö. Verð 1050 þús. Einkasala. Kaplaskjólsvegur 3ja herb. 90 fm ibúö á 3. hæö. Suður svalir. Verö 1100 þús. Langholtsvegur 3ja herb. 80 fm íbúð í kjallara. Sér inng. Verö 900—950 þús. Snyrtileg íbúð. Ákv. sala. Suðurgata Hf. 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Þvotta- hús og búr inn af eldhúsi. Verö 1100 þús. Ákv. sala. Flúðasel 4ra herb. 110 fm íbúð á 3. hæð. Bílskýli. Verö 1400 þús. Fífusel 140 fm raöhús á tveimur hæö- um. Verö 1900 þús. Miðvangur Hf. 190 fm raöhús á tveimur hæð- um. Bílskúr. Verð 2,3 millj. Ákv. sala. Arnartangi Mosfellssveit 145 fm einbýlishús á einni hæð. 40 fm bílskúr. Bein sala. Verö 2,1 millj. Fjöldi annarra eigna á sölu- skrá. Jóhann, sími 34619. Ágúst, sími 41102. Helgi H. Jónsson viöskfr. 29555 Opið í dag kl. 1—3 Skoðum og verðmetum eignir samdægurs KÓNGSBAKKI 2ja herb. 67 fm íbúö á 2. hæö. Verö 830 þús. BOÐAGRANDI 2ja herb. 65 fm íbúö á 2. hæð. Verö 880 þús. GAUKSHÓLAR 2ja herb. 64 fm íbúð á 3. hæö. 25 fm bílskúr. Verð 920 þús. HAGAMELUR 3ja herb. 90 fm á 2. hæð. Verö 950 þús. BREIÐVANGUR 3ja herb. 98 fm íbúö á 3. hæð. Verö 1150 þús. K APLASK JÓLSVEGUR 3ja herb. 90 fm á 1. hæð. Verö 920 þús. LAUGARNESVEGUR 94 fm íbúö á 4. hæð. Verð 920 þús. SÓLHEIMAR 4ra herb. 115 fm á 8. hæð. Skipti á 3ja herb. íbúö. Verð 1300 þús. KAPLASKJÓLSVEGUR 4ra herb. 100 fm á 1. hæö. Verö 1200 þús. HRAUNBÆR 4ra herb. 100 fm á 3. hæð. Verð 1250 þús. MÁVAHLÍÐ 5 herb. 120 fm í risi. Bílskúr. Verð 1900 þús. ÁSGARÐUR 150 fm raðhús. Verö 1450 þús. ENGJASEL 150 fm raöhús. Verö 1900 þús. HJARÐARLAND MOSF. 240 fm einbýlishús. Verö 2.150 þús. MIDVANGUR 145 fm raöhús með 45 fm bílskúr. Hugsanlegt að taka 4ra—5 herb. íbúö uppí eöa bein sala. Verö 2,3 millj. Eignanaust Skipholti 5. Símar 29555 og 29558. Þorvaldur Lúðvíksson hrl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.