Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 15 Breyta þarf stefnunni í hús- næðismálum — eftir Birgi ísl. Gunnarsson í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur komið upp á yfirborðið í fyrsta skipti í langan tíma grundvallarágreiningur um stefnu í húsnæðismálum. Alþýðubanda- lagið hefur farið með þennan mik- ilvæga málaflokk og sýnt svo að ekki verður um villst, hvert stefna Svavars Gestssonar og flokks hans leiðir. Að búa í eigin húsnæði Grundvallarstefna Sjálfstæðis- flokksins í húsnæðismálum hefur verið sú að sérhverri fjölskyldu verði gert kleift að eignast og búa í eigin húsnæði. í sveitarstjórnum og á vettvangi ríkisins hafa allar aðgerðir flokksins miðað að því að framkvæma þetta stefnumark. Nú hefur þessi stefna orðið að víkja undir forystu Alþýðubandalags- ins. Svokallaðar félagslegar fram- kvæmdir í húsnæðismálum hafa haft algjöran forgang hjá þeim ráðherra, sem með þessi mál fer. Félagslegar framkvæmdir í hús- næðismálum eiga rétt á sér að vissu marki, en að láta þær ryðja burt framkvæmdum þeirra, sem vilja byggja, kaupa og eiga sitt eigið húsnæði, eins og nú hefur gerst, er fráleitt. Það er mikilsvirði fyrir marga að fá umráðarétt yfir íþúð í verka- mannabústöðum. Þeim íbúðum „Það er mikils virði fyrir marga að fá umráðarétt yfir íbúð í verkamanna- bústöðum. Þeim íbúðum fylgja hinsvegar kvaðir á umráða- og eignarétti, sem er mönnum fjötur um fót og þess vegna er frá- leitt að opna ekki aðra möguleika fyrir ungt fólk til að leysa sín mál.“ fylgja hinsvegar kvaðir á umráða- og eignarétti, sem er mönnum fjötur um fót og þess vegna er fráleitt að opna ekki aðra mögu- leika fyrir ungt fólk til að leysa sín mál. Auk þess fylgir verka- mannabústaðakerfinu kostnaðars- amt og vaxandi bákn, sem ætti að vera óþarft — og pólitísk nefnd ræður, hverjir fá íbúð og hverjir ekki. Samdráttur í íbúðarbyggingum Stefna Alþýðubandalagsins hef- ur leitt til þess að mikill sam- dráttur hefur orðið í byggingu íbúðarhúsnæðis undir stjórn þess. Hinn almenni húsbyggjandi hefur vísvitandi verið látinn sitja á hak- anum, reynt hefur verið að slæva frumkvæði einstaklinga, sem Ein af teikningum Ásgrfms, „Margt býr í þokunni", smalinn og tröllin í fjöllunum. Myndin er gerð 1957—58. Skólasýning Ás- grímssafns opnuð HIN ÁRLEGA skólasýning Ás- grímssafns hefur verið opnuð og stendur yfir til aprílloka. Þriðju bekkjum grunnskóla er boðin leið- sögn safnkennara í vetur. Heim- sóknartímar fyrir þá hópa eru mánu- dags- og miðvikudagsmorgna og þriðjudaga eftir hádegi, auk þess verður tekið á móti öðrum hópum á opnunartíma safnsins á fimmtudög- um eftir hádegi. Á sýningunni er að þessu sinni fjölbreytt yfirlit verka sem sýna flest þeirra viðfangsefna sem Ás- grímur Jónsson grímdi við. Þá geta nemendur kynnst ýmiss kon- ar tækni myndlistarmannsins og séð þær breytingar sem verða á list hans á löngum ferli. Heimsóknartíma skal panta með a.m.k. viku fyrirvara hjá Sól- veigu Georgsdóttur, safnakennara á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, mánud. kl. 13.30—16.00 í síma 28544. Þá verður undirbúningsefni sent um hæl. Grunnskólar Reykja- víkur eiga þess kost að fá hópferðabifreið til safnferðarinn- ar sér að kostnaðarlausu. Ráðstefna um orkunotkun og orkusparnað í fiskmjölsiðnaði í GÆR og í dag er haldin ráðstefna í Reykjavík um orkunotkun og orku- sparnað í fiskmjölsiðnaði. Þeir sem boða til ráðstefnunnar eru Félag íslenskra fiskimjölsfram- leiðenda, Orkusparnaðarnefnd iðn- aðarráðuneytisins, Orkustofnun og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, og verður hún haldin að Borgartúni 6. Á ráðstefnunni er fjallað um orkunotkun og orkusparnað í bræðslunum, fjármögnun og fram- kvæmd endurbóta sem spara orku, ýmsar nyjar framleiðsluaðferðir, ástand fiskistofna sem nýttir hafa verið til bræðslu o.fl. o.fl. Erindin sem flutt eru á ráðstefn- unni verða gefin út í tengslum við hana. byggja yfir sig — og íbúðarverð þýtur upp úr öllu valdi vegna hús- næðisskorts. Til að reyna að vísa veginn út úr þessum mikla vanda, sem Alþýðu- bandalagið hefur sett þennan mál- efnaflokk í, hafa þingmenn Sjálf- stæðisflokksins lagt fram tillögur til þingsályktunar um ítarlega stefnumörkun í húsnæðismálum. Sú tillaga felur í sér gjörbreytingu á þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið. Hér skal greint frá nokkr- um meginatriðum hennar. Þingsályktunartillaga sjálfstæðismanna Stefnt verði að því á næstu 5 árum að 80% af byggingarkostn- aði þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn, fáist að láni. Lánstími verði lengdur í 42 ár. Þessi hækk- un lána verði í áföngum og á þessu ári verði lánin hækkuð þannig að þau nemi 25% af byggingarkostn- aði staðalíbúðar, en þetta mark er nú um 17%. Ljóst er að aukið fjármagn þarf til að ná fram þessu markmiði. Gert er ráð fyrir að leitað verði eftir frjáisu samstarfi við lífeyr- issjóði um fjármögnun þessa nýja kerfis. Þá má minna á, að árið 1964 var ákveðið í samráði við verkalýðshreyfinguna og vinnu- veitendur í tengslum við lausn á vinnudeilu að 1% launaskattur skyldi renna til Byggingarsjóðs ríkisins. Síðar var launaskattur hækkaður upp í 2% og naut Bygg- ingarsjóður þess að hluta fram til 1980. Þá beitti Alþýðubandalagið sér fyrir því að svipta Bygg- ingarsjóð þessum fasta tekju- stofni, en ætla honum í staðinn beint framlag úr ríkissjóði. Það hefur leitt til verulegrar lækkunar á framlagi til Byggingarsjóðs, en á síðasta ári var framlag ríkissjóðs minna en xk% af launaskatti. Þetta þarf að sjálfsögðu að leið- rétta og hafa sjálfstæðismenn lagt til að framlög ríkissjóðs verði ekki minni en sem svarar einu launa- skattsstigi. Birgir ísl. Gunnarsson Þá er lagt til að tekið verði upp frjálst sparnaðarform, þ.e. að í bönkum verði opnaðir sérstakir verðtryggðir reikningar, sem veittu rétt til sama skattfrádrátt- ar og skyldusparnaðurinn. Slíkir innleggjendur fengju sjálfkrafa rétt til 15 ára láns til íbúðarbygg- inga eftir þriggja til 5 ára sparn- að, sem nemi allt að 15% af tekj- um. Snúa þarf við blaðinu Þingsályktunartillaga sjálf- stæðismanna grípur á fleiri mikil- vægum atriðum varðandi húsnæð- ismálin. Þar má nefna íbúðir fyrir aldraða og fatlaða, lán til endur- nýjunar og viðgerða, endurskoðun á lánsreglum um félagslegar íbúð- arbyggingar og að leggja niður tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins auk þess sem starfsemi stofnunarinnar verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar. Ungt fólk á nú æ erfiðara með að eignast þak yfir höfuðið. Al- þýðubandalagið hefur sýnt að það vill beina sem flestum inn á braut hinna félagslegu byggingafram- kvæmda, þar sem pólitísk úthlut- unarnefnd ákveður hverjir fái íbúð. Brýna nauðsyn ber til að snúa af þeirri braut og styðja að nýju það unga fólk, sem vill finna kröftum sínum viðnám við bygg- ingu framtíðarhúsnæðis fyrir sig og sína fjölskyldur. Að því marki miða tillögur sjálfstæðismanna á þingi. 20 menn á námskeiði í siglingafræðum Stykkishólmi, 23. janúar. FRÁ því í nóv. sl. hefir staðið hér í Stykkishólmi, námskeið í sigl- ingafræðum, svokallað námskeið til að sjómenn geti fengið skip- stjórnarréttindi á 30 lesta skipum. Námskeið þetta hafa sótt yfir 20 manns hér úr kauptúninu og hefir það verið kvöldnámskeið. For- stöðumaður fyrir þessu námskeiði hefir verið Lúðvíg Halldórsson skólastjóri og hefir hann kennt nemendum fræðin. Aðstandendur námskeiðsins hafa með því viljað hvetja unga og dugandi sjómenn til að afla sér frekari menntunar í sjómennsku og skipstjórn, og virðist áhugí hafa verið mikill og má búast við meiri árangri í framtíðinni. Námskeiðinu lauk nú um þessa helgi með prófum. Prófdómari var Þorleifur Kr. Valdimarsson frá Reykjavík. Var hann mjög ánægð- ur með árangur og stóðust allir prófið. — Fréturiuri Bílmotlur sem halda þurru og hreinu :;:íí > , 9®»- »í p * ** iK Eigum nú fjölbreytt úrval af bílmottum. Grófmunstraðar og fínmunstraðar, margar geröir. Einnig sniðmottur, sem auðveldlega má sníöa í allar tegundir bíla. Bílmottur henta einnig sem venjulegar dyramottur. Kynnið ykkur úrvaliö. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.