Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 19

Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 19 Luxemborgarhátíð: Luxemborg eitt besta ferðamanna- land í Evrópu — segir Valgeir Sigurðsson veitingamaður ÞESSA dagana stendur yfír hér á landi Luxemborgarhátíð á vegum Flug- leiða, Ferðaskrifstofunnar Úrval, Hótel Esju og Broadway. Markmið hátíðar- innar er ekki síst það að kynna íslendingum ferðamöguleika til Luxemborg- ar, og þá kosti sem prýða Luxemborg sem ferðamannaland. Valgeir Sigurðs- son, veitingamaður á The Cockpit Inn í Luxemborg.er staddur hér á landi í tengslum við hátíðina, og notaði Morgunblaðið tækifærið til að spjalla við hann um ágæti Luxemborgar sem ferðamannalands. „Það er eftirtektarvert,“ sagði Valgeir „að á síðustu tveimur árum hefur ferðum íslendinga til Luxemborgar stórfjölgað. Árið 1980 ferðuð- ust 650 íslendingar til Lux- emborgar, en ’81 voru þeir komnir upp í 3600 og 4800 ’82. Þetta er gífurleg fjölgun, og hún er alls ekki til komin fyrir tilviljun. Menn eru í vaxandi mæli farnir að gera sér grein fyrir því að Luxemborg er eitt albesta ferðamannaland í Evrópu. Kemur þar margt til. í fyrsta lagi er mjög ódýrt að lifa þarna, í Luxemborg er nánast allt ódýrara en í lönd- unum um í kring, ef undan er skilinn fatnaður. í öðru lagi er staðurinn í hjarta Evrópu og því er kjörið fyrir þá sem ætla sér að ferðast um á megin- landinu að fljúga til Luxem- borgar og taka þar bílaleigu- bíl. í þriðja lagi má nefna það að landið er fagurt þótt lítið é. Og svo má ekki gleyma því að í Luxemburg búa í kringum 400 íslendingar, og það er allt- af gott að vita af landanum í nánd þegar menn eru fjarri heimaslóðum." — Þú segir að það sé ódýrt að lifa í Luxemborg. Geturðu nefnt einhver dæmi því til staðfestingar? „Fjölmörg. Mjólkurlítrinn kostar t.d. 7 krónur þar en 9,70 hér. Pakkinn af vindling- um kostar 12 krónur, en 28,90 hér, og um 24 krónur í Þýska- landi t.d. Bensínlítrinn er á 8 krónur í Luxemborg en á ís- landi kostar lítrinn 15,50. Filmur og myndavélar eru jafnvel ódýrari en í Hong Kong, og plötur eru þrisvar sinnum ódýrari en hér. Nú, þá er áfengi mjög ódýrt í Lux- emborg. Það er hægt að lítra- flösku af koníaki fyrir 10 doll- ara, en slík flaska kostar 22 dollara í fríhöfninni. Reyndar sýna tölur að það er gífurlega mikið keypt af áfengi í Lux- emborg, og sumir kynnu að draga af því þá ályktun að hvert mannsbarn á staðnum sé dauðadrukkið allan ársins hring. En þannig liggur ekki í málunum, heldur er mjög al- gengt að fólk úr nálægum löndum komi reglulega í verslunarleiðangur til Lux- emborgar. Og úr því ég er að minnast á vín get ég ekki stillt mig um að hneykslast á því að ekki skuli vera hægt að flytja inn þjóðarvín Luxemborgar, sem er þurrt hvítvín og heitir El- bling. Þetta er hinn mesti heilsudrykkur, og læknar í Luxemborg ráðleggja mönnum sem búa við brengl- aðan blóðþrýsting að fá sér glas af Elbling við og við. Þá geta sykursjúkir drukkið þetta vín sér að skaðlausu vegna þess hve lítið það er sykrað." — Nú hefur orðið þessi snögga fjölgun á ferðum ís- lendinga til Luxemborgar sem þú nefndir; heldurðu að þetta sé tímabundið eða býstu við áframhaldandi þróun í sömu átt? „Ég hef enga trú á öðru en að íslendingar komi til með að heimsækja Luxemborg í vax- andi mæli á komandi árum. Hins vegar finnst mér að Flugleiðir mættu gera meira af því að beina sjónum manna að þessu landi. Nú er t.d. verið að auglýsa beint flug á milli Akureyrar og Kaupmanna- hafnar. Ég held að það sé mis- skilningur að líta á Kaupmannahöfn sem nafla heimsins. Það er miklu hent- ugra fyrir fólk sem ætlar að Valgeir Sigurðsson veitingamaður á The Cockpit Inn í Luxemborg. ferðast um Evrópu að fljúga til Luxemborgar en Kaup- mannahafnar, og því álít ég að það kæmi Akureyringum að ólíkt meiri notum að eiga kost á beinu flugi til Luxem- borgar. Annað sem ég er ekki sáttur við er það hvað íslensk stjórn- völd leggja litla rækt við það að auka viðskipti við Luxem- borg. Ég tel að við ættum að stórauka þessi viðskipti. Bæði hafa Luxemborgarar upp á margt að bjóða, svo sem vín, grænmeti, tækniþjónustu o.fl., og eins finnst mér að við ætt- um að sýna þessari litlu þjóð ræktarsemi, en hún hefur lagt íslendingum til gífurlega fjár- muni í gegnum Flugleiðir, og á því allt gott skilið af okkur íslendingum. Annars var ég að kanna það hvað viðskipti íslendinga og Luxemborgara voru mikil undanfarin þrjú ár, og það kom í ljós að á árunum ’79, ’80 og ’81 fluttu íslend- ingar inn frá Luxemburg fyrir 1.467 millj. ’79, 5.484 millj. ’80 og 2.597 millj. ’81. Útflutning- ur var hinsvegar fyrir 1.156 millj. árið ’79. 3.019 millj. ’80 og 3.381 millj. ’81. Svo eitt- hvað eru viðskiptin að glæð- ast.“ Skákþing Reykjavíkur: Margir berjast um efsta sætið BARÁTTAN um Reykjavík- urmeistaratitilinn í skák jafnaðist til muna á miðviku- dagskvöldið þegar Dan Hansson vann Elvar Guð- mundsson í áttundu umferð, en Elvar hafði unnið allar skákir sínar fram að því. Þar með náði Dan Elvari að vinn- ingum og eru þeir tveir nú efstir með sjö vinninga þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu. Fleiri úrslit vöktu at- hygli í áttundu umferðinni; Halldór G. Einarsson frá Bolungarvík vann Hauk Angantýsson, alþjóðlegan meistara, og Guðlaug Þor- steinsdóttir vann Ingimar Halldórsson. Á mótinu tefla 93 skákmenn, allir í einum flokki, og verða tefldar ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi. Níundu umferð- ina átti að tefla í gærkvöld, tí- undu umferðina sunnudaginn 30. janúar kl. 14 og síðasta umferðin fer fram á miðvikudagskvöldið kl. 19.30. Lokabaráttan kemur vafa- laust til með að verða mjög spennandi, þó allar líkur séu á að keppnin um efsta sætið standi á milli þeirra Elvars og Dan. Haukur Angantýsson hefur ekki náð sér á strik á mótinu og er nú líklega úr leik. Þá verður fróð- legt að fylgjast með þeim Hall- dóri og Guðlaugu á endasprett- inum en þau hafa bæði komið mjög á óvart. Guðlaug vann snemma peð af Ingimar Halldórssyni í áttundu umferðinni og stýrði endataflinu síðan til sigurs af miklu öryggi eins og hennar er von og vísa. Halldór tefldi byrjunina mjög djarft gegn Hauki og fórnaði manni fyrir tvö peð og sókn. Haukur svaraði með því að láta skiptamun af hendi og skipti síð- an upp í endatafl, en það hefði hann átt að láta ógert. Hvítt: Halldór G. Einarsson Svart: Haukur Angantýsson Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — Rc6, 6. Rdb5 — d6, 7. Bf4 — e5, 8. Bg5 — a6, 9. Ra3 — b5. Þessi leikmáti var mjög vin- sæll á síðasta áratug, en vin- sældir hans hafa minnkað til muna síðan og nú er oftast leikið 9. - Be6. 10. Bxf6 — gxf6, 11. Rd5 — f5, 12. Bxb5!? Eitt allra hvassasta svarið við Lasker-afbrigðinu. Hér er einnig stundum leikið 12. Rxb5!? 12. — axb5, 13. Rxb5 — Ha7?! Svartur blíðkar goðin með skiptamunsfórn, en í seinni tíð hefur 13. — Ha4, eða 13. — Dg5!? þótt vænlegra til árangurs. 14. Rxa7 — Rxa7, 15. c3 Hótar 16. Da4+, en 15. exf5 — Bxf5,16. Df3 kemur einnig vel til greina. 15. — Bg7, 16. exf5 — Bxf5, 17. Da4+ - Dd7, 18. Dh4 — Db7 18. — Rc6 kom til álita, því hvítur má ekki leika 19. Rf6+ — Bxf6, 20. Dxf6 vegna Hg8, 21. 0-0 - Bh3. 19. Hdl — Be6, 20. De4 — Bxd5? Nú lendir svartur í endatafli þar sem hann hefur ekkert mót- spil. Nauðsynlegt var 20. — Rc6 og staðan er enn tvísýn, t.d. 21. Rb4 - Rd8 eða 21. 0-0 - f5. 21. Dxd5 — I)xd5, 22. Hxd5 — Kd7, 23. 0—0! Það er sjaldan gott að hróka í endatafli, en hér hefur svartur náð gagnfærum eftir 23. Ke2 — Hb8, 24. b3 - Rb5. 23. — Hb8, 24. Hfdl — Rc8, 25. b3 — Kc6, 26. c4 — f5, 27. g3 — Hb7, 28. Kfl - Hf7, 29. a4 - Hb7. Svartur teflir án áætlunar. 30. Hb5 — Hd7, 31. a5 — Re7, 32. b4 — e4, 33. Hb6+ — Kc7, 34. b5 — Bc3 35. c5! Tryggir hvítum sigur, því eftir 35. - dxc5?, 36. Hxd7+ - Kxd7, 37. Hb7+ — Kd6, 38. Hxe7 - Kxe7, 39. a6 rennur peðið upp. 35. — d5, 36. c6 — Hd8, 37. Hb7+ — Kd6, 38. a6 — Ha8, 39. Hd7+ — Ke6, 40. a7 — Ba5, 41. Hal — Bb6, 42. Hb7 - Bd4, 43. Ha6 - Rc8, 44. Hb8 og svartur gafst upp. Notaðir r sérf lokki Aðrir bílar: Skoda 120 L árg 77 Skoda 120 L árg. 78 Skoda 120 GLS árg. '80 Skoda 120 L árg. '80 Skoda 105 S árg. '81 Skoda 120 LS árg. '82 Chevy Nova V8 árg. 74 Alfetta 2,0 árg. 77 Le Baron árg. '78 Le Baron T/C árg. '79 120 GLS árg. ’81 Mjög snyrtilegur Skoda-bíll af dýrustu týpu. Eklnn aöeins 21.000 km. Alfa Romeo Sprint 1,5 árg. ’81 Svartur „spes“ gæöingur í toppklassa, ekinn aöeins 23.000 km. Vetrar- og sumardekk, full- komin Pioneer hljómtæki. AHa Romeo Alfsud 1,3 árg. 78 Gullfallegt eintak á góöum vetr- ardekkjum. Sumardekk fylgja. SK®DA Skoda 120 L árg. 79 Þrælhuggulegur bíll, enda veriö fariö um hann mjúkum kven- mannshöndum. JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.