Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 27 Tröllið verður ástfangið af pfanó- leikara úr fslensku hljómsveitinni í látbragðsleiknum, sem Leikbrúðuland sýnir á tónleikun- Hljómsveitin verður staðsett f sviðsgryfju og þjóna þaðan með tónlistinni hinum listunum. Mvnd Mbl./ Emilía. Ólíkar listir — við undirleik Islensku hljómsveitarinnar ÍSLENSKA hljómsveitin heldur fjórðu tónleika sína f Gamla Bíói nú um helgina og eru þeir óvenju- lcgir að því leyti, að undir yfir- skriftinni „Tónlist, þjónn list- anna“, verður farið inn á þau svið listar, þar sem tónlistin þjónar öðr- um listum svo sem söng, látbragði, framsögn og dansi. Sýnd verður gömul kvikmynd sem gerð var við tónverk eftir Arthur Honegger og mun ís- lenska hljómsveitin leika undir í hljómsveitargryfjunni. Þá mun íslenski dansflokkurinn sýna frumsaminn ballett við ball- ettsvítu eftir Skúla Halldórsson, Sieglind Kahmann mun syngja aríur úr óperunni Madame Butt- erfly og Leikbrúðuland mun sýna látbragösbrúðuleik eftir Helgu Steffensen. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmund- ur Emilsson. Uppselt er þegar á tónleikana á laugardaginn en á mánudaginn 31. janúar verður aukasýning kl. 20.30. Kristniboðsvika í Keflavík: Hefst á sunnudaginn HIN ÁRLEGA kristniboðsvika f Keflavík hefst kl. 20.30 sunnudaginn 30. janúar með samkomu í Keflavík- urkirkju. Kæðumenn það kvöld verða sr. Ólafur Oddur Jónsson, Halidóra Ottósdóttir og Helgi Hróbjartsson. Einnig mun Helgi syngja einsöng. Að þessu sinni verða tvær sam- komur kristniboðsvikunnar haldnar í Njarðvíkurkirkju, þ.e. mánudaginn 31. janúar og föstudaginn 4. febrúar. Margir munu taka til máls, þar á Nýja Bíó frum- sýnir „The Wall“ NÝJA Bíó tekur í dag til sýningar myndina „The Wall“, sem gerð er eft- ir samnefndri plötu rokkhljómsveitar- innar Pink Floyd. IVIynd þessi hefur hvarvetna verið sýnd við geysilega að- sókn og var í fyrra ein af tíu best sóttu myndum ársins. Söguþráðurinn gengur í stuttu máli út á að lýsa ævi rokkarans Pink, sem fæddist á meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð. Myndin hefst á þvf að Pink situr á hótel- herbergi sínu í Los Angeles, vægast sagt á barmi sturlunar. Myndin byggist síðan upp á æviminningum hans. Leikstjóri myndarinnar er Alan Parker, en handrit gerði Roger Walters, höfuðpaur Pink Floyd. Á meðal leikara myndarinnar má nefna Bob Geldorf úr Boomtown Rats og hefur hann hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. meðal fimm manns sem dvalist hafa lengur eða skemur á kristniboðsökr- um íslendinga í Afríku. Um þessar mundir eru ein íslensk hjón að starfi í Konsó og Eþíópíu, og önnur hjón að starfi meðal Pókotmanna í Vestur-Kenýa, á stað sem heitir Cheparería. Ung hjón eru á förum héðan til Kenýa, til málanáms og kristniboðsstarfa. Kristniboðið mun verða kynnt að venju á samkomum kristniboðsvik- unnar og fluttar hugvekjur, einnig verður einsöngur, kórsöngur o.fl. Tekið verður við gjöfum til kristni- boðsstarfsins. — Ræðumenn á mánudagskvöld í Njarðvík verða þeir sr. Þorvaldur Karl Helgason og Benedikt Arnkelsson. Eins og fyrr segir hefjast sam- komurnar kl. 20.30, og verða á hverju kvöldi fram á sunnudaginn 6. febrúar. Allir eru velkomnir. FIR með skemmtifund FÉLAG íslenzkra rithöfunda heldur skemmtifund að Hótel Esju, Skála- felli 9. hæð, sunnudaginn 30. janúar 1983 kl. tvö. Eftirfarandi höfundar lesa úr verkum sínum: Baldur Óskarsson, Guðrún Jac- obsen, Gunnar Dal, Indriði G. Þorsteinsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jónas Guðmundsson og Óskar Aðalsteinsson. Austurbæjarbíó sýnir Windwalker AUSTURBÆJARBÍÓ hefur byrjað sýningar á bandarísku kvikmynd- inni Windwalker með Trevor How- ard í aðalhlutverki. Leikstjóri er Keith Merrill. Mynd þessi gerist á slóðum indí- ána í Ameríku um 1800, eða nánar tiltekið í Klettafjöllum. Myndin fjallar um erjur ættflokka og bar- áttu tveggja indíánahöfðingja um ástir sömu konunnar. Margir ör- lagaatburðir gerast áður en tjald- ið fellur. Kvenréttindafélag íslands: Afmælisvaka á Kjarvalsstöðum Sýnir í anddyri Háskólabíós AFMÆLISVAKA Kvenréttindafé- lags íslands 1983, verður haldin að Kjarvalsstöðum sunnudaginn 20. janúar og hefst kl. 13.30. Dagskráin verður sem hér segir: Lesið verður úr nýjum bókum eftir konur. Kynntar verða eftir- taldir höfundar: Nína Björk Árna- dóttir, les úr nýútkominni ljóða- bók sinni „Svartur hestur í myrkr- inu“; Geirlaug Þorvaldsdóttir leik- ari, les úr bók Álfrúnar Gunn- arsdóttur „Af mannavöldum"; Hrafnhildur Schram mun segja frá rannsóknum sínum á listasögu kvenna og les úr bók sinni um Nínu Tryggvadóttur; Guðrún Svava Svavarsdóttir les úr nýútkominni ljóðabók sinni „Þegar þú ert ekki“. Þá munu tvær stúlkur, þær Ásdís Gísladóttir og Elsa Waage, sem stunda söngnám hjá Elísabetu Erlingsdottur söngvara, við Tón- listarskólann í Reykjavík, syngja nokkur lög við píanóleik Selmu Guðmundsdóttur. Sýndur verður fatnaður hann- aður af tveimur íslenskum konum, þeim Huldu Jósepsdóttur og Evu Vilhelmsdóttur, fatahönnuðum. Þá mun ung stúlka, sem í vor lýkur einleikaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík, Sigur- laug Eðvaldsdóttir, leika á fiðlu. í anddyri Kjarvalssalar verður sýndur vefnaður eftir Sigríði Jó- hannsdóttur vefara, og vióla, smíðuð af Erlu Björk Jónsdóttur hljóðfærasmiði. Þá verða sýndar bækur eftir konur, sem félaginu hafa borist frá bókaútgefendum. NÚ STENDUR yfir sýning á 27 olíu- málverkum eftir Eggert Magnússon frá Bjargi í anddyri Háskólabíós. Eggert hefur haldið 2 mál- verkasýningar áður, í Lindarbæ 1965 og í Djúpinu 1982. Auk þess hefur hann tekið þátt í 2 samsýn- ingum FÍM og samsýningu aldr- aðra að Kjarvalsstöðum í ágúst 1982. Sýningin er opin daglega frá kl. 16.30—22.00 og stendur til loka febrúar. Um sjálfan sig segir Eggert: „Ég er fæddur í Reykjavík að Njálsgötu 17 árið 1915 og var móð- ir mín Hrefna Eggertsdóttir Norðdhal frá Hólmi og faðir minn Magnús Jónsson frá Breiðholti og Engjabæ í Reykjavík. Kona Egg- erts Norðdhal á Hólmi var Val- gerður Guðmundsdóttir, móður- amma mín, dóttir Guðmundar Einarssonar bónda og hreppstjóra í Miðdal. Þaðan er margt ágætt listafólk komið. Vigdís Finnboga- dóttir forseti, frænka mín, hefur nafn af langömmu minni, Vigdísi Eiríksdóttúr í Miðdal, sem varð eitthundrað og eins árs. Ég er til heimilis að Bjargi 1 v/Nesveg og hef málað í frístund- um mínum, var fyrrum sjómaður, eins og Kjarval, og hef verið vél- stjóri síðan 1938 á línuveiðurum, bátum og togurum." Leiðrétting RANGT var hermt í grein um þorrablót, sem birtist í viðauka Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag, að þorrablót hefði lagst niður um og eftir aldamótin. Það rétta er að þau hefjast seint á 19. öld og aukast jafnt og þétt alla 20. öldina en taka nýjan fjörkipp árið 1958. Svo má bæta því við, að í fyrsta skipti sem getið er um þorrablót er í fundargerðarbók Kvöldfélagsins í Reykjavík árið 1868. Opið laugardag kl. 10—7 EURQCAnO Og nú geturðu verslað út á kreditkortið þitt Verksmiðjuútsalan Blossahúsinu — Ármúla 15. Sími 86101.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.