Morgunblaðið - 29.01.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.01.1983, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 + Utför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, GUÐNÝJAR FRÍMANNSDÓTTUR, sem lést 22. janúar, veröur gerö frá Dómkirkjunni, mánudaginn 31. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Sjálfsbjörgu, fólag fatlaöra. Guöjón Kristinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær móöir okkar, ÞORBJÖRG ELÍSABET JÓHANNESDÓTTIR, Brekkustíg 14, Njarövík, lést á heimili dóttur sinnar, fimmtudaginn 27. janúar. Jaröarförin ákveöin siöar. Arnoddur Tyrfingsson, Jóhanna Tyrfingsdóttir, Árný Tyrfingsdóttir, Garöar Tyrfingsson, Þorsteinn Tyrfingsson. t Alúöarþakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, TORFA MAGNÚSSONAR, Hvammi, Hvítársíöu. Blessun Guös fylgi ykkur öllum. Jóhanna Egilsdóttir, Svanlaug Torfadóttir, Ásgeir Þ. Óskarsson, Guölaugur Torfason, Steinunn A. Guömundsdóttir, Magnús Á. Torfason, Steinunn Thorsteinson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall móö- ur okkar, tengdamóöur og ömmu, UNU EINARSDÓTTUR. Sórstakar þakkir eru færöar starfsfólki hjúkrunardeildar Heilsu- verndarstöðvarinnar fyrir frábæra umönnun. Ásta Magnúsdóttir, Einar Einarsson, Einar Magnússon, Sigrún Guölaugsdóttir, Inga Marie Magnúsdóttir, Eberg Elefsen, Ingibjörg Pélsdóttir, og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför elglnmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÞORLEIFS JÚLÍUSAR EGGERTSSONAR, fré Haukadal í Dýrafiröi, Selbraut 30, Seltjarnarneai. Sérstakar þakkir til starfsfólks Reykjalundar. Jóhanna Guöjónsdóttir, Þórdís Þorleifsdóttir, Jón Snorri Þorleifsson Guðmunda Þorleifsdóttir, Jónas Jóhannsson, og barnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir innilega samúö viö andlát og jaröarför eig- inkonu minnar og systur okkar, MARÍU GUDMUNDSDÓTTUR, fré Villingadal, Ingjaldssandi. Sérstakar þakkir eru færöar til alls starfsfólks á deild 14 G, Land- spítalanum. Thorberg Einarsson, Guörún Guömundsdóttir, Ingólfur Guömundsson. + Þökkum af alhug auösýnda samúö vegna andláts og jaröarfarar, AGNARS LÍNDAL HANNESSONAR. Sórstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landakotsspítala sem önnuöust hann í veikindum hans. Mikala J. Hannesson, Sigurrós Jóhannsdóttir, Karl Óskar Agnarsson, Gísli Líndal Agnarsson, Guörún Aöalsteinsdóttir, Sigurður Agnarsson, Sigurrós Agnarsdóttir, Daníel Agnarsson, barnabörn og systkini. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, PÁLÍNU EIRÍKSDÓTTUR, fré Varmahlíö, Vestmannaeyjum. Sórstaklega sendum viö þakkir til lækna og starfsfólks á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Rut Ágústsdóttir, Óskar Ólafsson, Marta Ágústsdóttir, Erlendur Jónsson, Hafsteinn Ágústsson, l'ris Siguröardóttir, Lérús Ágústsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Arnar Ágústsson, Elín Aöalsteinsdóttir, Markús Jónsson, Steindór Hjartarson. Arni Helgason í Tungu - Minning Fæddur 12. október 1895 Dáinn 21. janúar 1982 Árni Helgason f.v. bóndi í Tungu í Svínadal Hvalfjarðar- strandarhreppi, lést í Borgarspít- alanum í Reykjavík föstudaginn 21. janúar sl. Árni var fæddur tví- buri móti Guðjóni sem dó 8 daga gamall. Faðir hans var Helgi Helgason bóndi á Hlíðarfæti og síðar í Tungu, Sveinbjarnarson, Svein- bjarnarsonar prests á Staðar- hrauni. Kona Helga Sveinbjörns- sonar var Steinunn Gísladóttir, áður en hún giftist Helga var hún bústýra og barnsmóðir Magnúsar Gíslasonar sýslumanns í Vogi i Hraunhreppi. Móðir Árna og kona Helga í Tungu var Guðrún Árnadóttir, Jónssonar stúdents á Leirá og konu hans Höllu Kristínar Jóns- dóttur. En kona Árna Jónssonar var Þorbjörg, foreldrar: Gunnar stúdent Þorsteinssonar á Hlíðar- fæti og k.h. Ragnhildur Ólafsdótt- ir. Árni Jónsson bjó að Höfn í Melasveit og síðar á Hlíðarfæti, eignarjörð konunnar, hann var hreppstjóri í Strandarhrepp. Börn þeirra Helga og Guðrúnar í Tungu voru 8 fædd. Guðmundína ógift í Reykjavík, Gunnar ógiftur og bl. Þorbjörg, maður hennar er Sigurður Þor- steinsson bóndi á Brúarreykjum, Ragnhildur, dó 1903, Guðjón, dó barn, Árni, hér minnst, Jóhannes bílstjóri, kona hans var Ólöf Magnúsdóttir, og Ingibjörg ljós- móðir, búsett í Reykjavík, sem nú lifir ein þeirra systkina, góð kona og hjartahlý. Árni ólst upp í sín- um föðurgarði, vandist sveitalíf- inu frá frumbernsku og undirbjó sig í bóndastarfið, sem varð hans æfistarf. Hann starfaði mikið að félagsmálum Ungmennafélaganna á yngri árum og var allstaðar vel hlutgengur maður, sem gott var að leita til. Hann tekur við búi foreldra sinna að Tungu árið 1932 og býr þar samfellt í tæplega hálfa öld, vantar hluta úr ári. Hann selur jörð sína seint á árinu 1981. Þann 11. júní 1933 gengur hann í hjóna- band með Jónínu Ólafsdóttur, Ólafssonar bónda á Eyri í sömu sveit, móðir hennar og kona Ólafs var Þuríður Gísladóttir, sem þar lifði til hárrar elli. Það má segja að ættstofn Árna hafi lengi búið að Hlíðarfæti og ættfeður konu hans á næsta bæ, Eyri, langa tíð. Þetta fólk hélt svo sannarlega tryggð við dalinn sinn, honum fórnaði það ævistarfinu og þaðan eru minningarnar kærar. Hvergi festir tryggðin dýpri rætur en í fallegri íslenskri sveit. Ég minnist að hafa heyrt á mínum yngri árum að Árni í Tungu bæri vel heitið sjálfseignabóndi, því hann væri fyrstur bænda í sinni sveit búinn að borga jörð sína og væri skuldlaus maður. Það þótti nokkrum tíðindum sæta í heims- kreppunni frægu. Já, hjónin í Tungu höfðu lag á því að búa við góðan efnahag alla tíð, þó öðrum gengi það upp og ofan og hætt er við að þannig verði það eitthvað lengur. Ég held það hafi ekkert farið á milli mála að hjónin í Tungu voru hyggið fólk og búhöld- ar góðir, þar var vel fyrir öllu séð. Hyggindi, ráðdeild, samviskusemi og góð umhirða réð þar ríkjum. Óþarfa bruðl, sóun og óreiða með verðmæti þekktist ekki á þeim bæ. Til bústofns var vel vandað í Tungu, þar voru góðar arðsamar kýr og fallegt afurða gott fé. Bóndinn var glöggur og búmaður góður, fóðraði vel og um- hirðan öll eins og bezt gerist, arð- urinn því góður af búinu. Þar var það ekki fjöldinn sem réði heldur góður stofn og vel með farinn, þar voru sannarlega tvö höfuð á hverri skepnu. Árni var hestamaður góð- ur, átti lengst af reiðhest til að tylla sér á þegar tækifæri gafst. Áður fyrr á árunum var það tómstundagaman fólksins í sveit- inni að taka hest sinn og hnakk og fara í útreiðartúr með kunningj- unum, þegar frí stund gafst, það veitti sanna gleði og ánægju. Þetta er allt orðið öðruvísi núna á þess- ari bílaöld, þó margir stundi hestamennsku, þá helst kaup- staðabúar. Það kom fyrir að Árni í Tungu veitti okkur á Eystra- Miðfelli þá ánægju að koma ríð- andi í heimsókn, þó ekki væri nema einu sinni á sumri. Það leyndi sér ekki að hann hafði gam- an af hestum og nærveru við þá. Árni fann sig áreiðanlega í bónda- starfinu, hann umgengst búfé sitt af natni og nærgætni og allt lán- aðist vel og gaf honum arð og ánægju. En Árni var ekki einn í sínu búsýsli, hann átti mikla búkonu, hrausta og duglega. Hún setti ekk- ert fyrir sig hún Jóna að skreppa útí fjós og mjólka ein 10—12 kýr, sumar í hárri nyt, þó hún væri komin á efri ár. Eftir að dæturnar giftust og gerðust kaupstaðakonur voru þau gömlu hjónin mest ein í búskapn- um, nema sumarhjálpin sem þau fengu. Hins ber að geta að dætur og tengdasynir réttu oft hjálpar- hönd og voru alltaf boðin og búin til að hjálpa og var það ómetan- legt. Þetta var samrýmd fjöl- skylda og samhent. Árni gaf nýju tækninni í búskapnum glöggt auga og keypti sér vélar til að létta störfin, þar réði festa og ráðdeild, sígandi lukka var þar í góðu gildi. Þó var tún ræktað og bætt við töðuvöllinn, en engar stórframkvæmdir í byggingum. En öllu vel við haldið og ekkert látið drabbast niður. Seinustu ár- in bjuggu þau hjón eingöngu með sauðfé, hæfilegan ærstofn, sér til arðs og ánægju. Þau voru orðin fullorðin og vinnulúin og heilsan fari að gefa sig, sérstaklega hjá honum. Jónína var heilsuhraust þar til hún veiktist skyndilega og bæði voru flutt á Sjúkrahúss Akraness. Þar með lauk búskapn- um og allt var selt. Þau voru búin að standa langa vakt og dygga. Þessi heiðurshjón + Innilegar þakklr fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför konu minnar og móöur okkar, JÓNU ÁRNÝARJÓHANNSDÓTTUR, Fossheiði 17, Selfossi. Gunnar Hallgrímsson og börn. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, HELGA G. BENEDIKTSSONAR, Húnabraut 6. Guö blessi ykkur öll. „ . . Kristin Jónsdóttir, Guðrún H. Helgadóttir, Þréinn Traustason og barnabörn. koma mér oft í hug þegar þekk- ingarlausir lýðsskrumarar eru að senda sveitafólkinu tóninn, t.d. telja það ónytjunga og landbúnað- inn dragbýt á þjóðarbúinu. Þessu er þveröfugt farið, þetta eru traustustu máttarstólpar þjóðfé- lagsins. Þetta fólk gerir engar kröfur fyrir sjálft sig, lifir spar- sömu lífi, því fellur aldrei verk úr hendi, er allar stundir að skapa verðmæti, sem skapa þjóðar heill og eflir þjóðarauð. Þarna er aldrei svikist um, allt gert af manndóm og góðum hug. Þetta fólk skuldar engum neitt, gerir engar kröfur, en tekur þakklátt við því lítilræði sem öldr- uðum er úthlutað í ellinni. Svona fólk er þakklátt fyrir allt sem því er vel gert, það á svo sannarlega skilið að fá að lifa óáreitt í friði. Þjóðin stendur í þakkarskuld við þetta blessaða gamla fólk, það vita allir siðaðir menn á íslandi. Hún er hlý vináttan sem streymir frá þessu fólki, það hefir ég sjálfur reynt. Það var mann- kærleikur í orðum þeirra hjóna, sem þau bera okkur sem litum til þeirra á sjúkrahúsið. Ekki var okkar greiði stór, þó við litum inn til gamalla og góðra granna og sveitunga úr sveitinni okkar kæru. Vissulega voru okkur samfundir við þau kærir. En þakklætið fyrir innlitið frá þeim var lofsvert og ógleymanlegt. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, var eitt sinn sagt. Það sanna okkur líka dætur þeirra. Guðrún sýndi okkur þann sóma og nærgætni að hringja strax og láta vita af láti gamla mannsins, eigi hún þökk fyrir. Þau hjón áttu tvær dætur, Guð- rún gift Tómasi Sigurþórssyni, þau eiga tvö börn og búa á Akra- nesi og Gréta gift Gilbert Sigurðs- syni, þau eru barnlaus og búa í Reykjavík. Ég heimsótti Árna hér á sjúkrahúsið í sumar leið, en þar var hann um tíma. Hann kom með mér fram á setustofu og spjallaði við mig furðu hress og hreint ekki farinn að tapa andlega. En hann var útslitinn og illa kominn af óstyrkleika, sérstaklega í hand- leggjunum. En hann var æðrulaus, rólegur og prúður eins og venjulega, gat jafnvel gert að gamni sínu, eins og honum var svo lagið. Hann var alltaf viðmótshlýr og glaður, stilltur maður, prúður, orðvar og vandaður. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum, en stóð vel fyrir sínu hvar sem var, vel virtur af öllum sem til hans þekktu. Árni mun mér efstur í huga þegar ég heyri góðs bónda getið frá liðinni tíð. Hafi hann hjartans þökk fyrir samfylgdina og góð kynni. Þetta var kærkomin lausn úr því sem komið var. Það var sælt að mega sofna svona þjáninga- laust svefninum langa, sáttur og sæll við allt og alla. Við Jónínu vinkonu mína vil ég segja það, að ég ber hlýjan hug til hennar og þá móðursystur hennar, sem var sem mín amma, því hún ól móður mína upp sem sitt barn. Þakkir mínar á hún kærar í brjósti geymdar. Það er vegsauki og vinningur að eiga samleið með slíku fólki, traustu og trygglyndu. Megi Guðs friður umvefja ykkur alla stundir. Aðstandendum öllum sendum við hjónin hugheilar samúðarkveðjur. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.