Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 5 Alþýðubankinn: Jóhannes Siggeirsson aðstoðar- bankastjóri JÓHANNES Siggeirsson hagfræð- ingur hefur verið ráðinn aðstoðar- bankastjóri Alþýðubankans hf. frá 1. aprfl nk., segir í frétt frá Alþýðu- bankanum. Jóhannes er fæddur 27. sept- ember 1947, hann lauk stúdents- prófi frá Kennaraskóla íslands 1969 og prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1973, stundaði um eins árs skeið framhaldsnám í þjóðhagsfræði við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Jóhannes starfaði tvö ár hjá kjararannsóknarnefnd eftir að hann lauk námi, starfaði tvö ár hjá Alþýðubankanum en frá 1978 hefur hann verið hagfræðingur Alþýðusambands íslands. Hugmyndir sem vert er að slást fyrir — segir Ágúst Einarsson um ástæðu inngöngu sinnar í Bandalag jafnaðarmanna „ÉG hef gengið til liðs við Bandalag jafnaðarmanna og tel að þær hug- myndir sem þar koma fram í stefnu- skrá séu virkilega góðar og þess virði að sem flestir kynni sér þær og sláist fyrir þeim“, sagði Ágúst Ein- arsson fyrrverandi gjaldkeri Alþýðu- flokksins i tilefni þess að hann er genginn í Bandalag jafnaðarmanna og er einn af stofnendum fyrsta fé- lags þess. Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins var spurður álits atbrottför Ágústar úr Alþýðu- flokknum. Hann sagðist ekkert hafa um það að segja. Ágúst var einnig spurður hvort hann myndi gefa kost á sér á framboðslista Bandalags jafnað- armanna fyrir komandi Alþing- iskosningar. Hann svaraði: „Ef blaðamönnum dettur ekkert ann- að í hug í sambandi við stjórn- málabaráttu en að íhuga hvort menn séu að fara í framboð ættu þeir að fá sér eitthvað annað að gera. Á þeim grundvelli á umræð- an ekki að vera.“ Leiðrétting MISHERMT var í Morgunblaðinu fimmtudaginn 10. febrúar að Vín- arkonsert Sinfóníuhljómsveitar íslands yrði á sunnudag. Þeir verða laugardaginn 12. febrúar og mánudaginn 17. febrúar. ÚTSÖLUNNI ER LOKIÐ!!! ^ NÝJU VÖRURNAR W ERU W eíommar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.