Morgunblaðið - 11.02.1983, Page 2

Morgunblaðið - 11.02.1983, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 Vísitölumálið:- Miðstjórn ASÍ varar við skerðingarhótunum og harmar úrræðaleysi MIÐSTJÓRN Alþýðusambands l'slands samþykkti á fundi sínum í dag eftirlif- andi ályktun samhljóða: „Vísitölumál hafa verið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum að undan- förnu. Af því tilefni vill miðstjórn ASÍ að eftirfarandi komi fram. 1. í samingaviðræðum á síðastliðnu sumri lýsti Alþýðusambandið sig reiðubúið til þess að semja um að nýr vísitölugrunnur yrði tekinn í notkun við útreikning yísitölu framfærslukostnaðar. Á því strandaði, að Vinnuveitendasam- bandið hafnaði nýja grunninum nema nýir frádráttarliðir yrðu jafnhliða teknir upp við verð- bótaútreikning. Ekkert bendir til að afstaða verkalýðssamtakanna verði önnur í komandi samning- um. 2. Alþýðusambandið hefur ávallt verið reiðubúið til þess að ræða breytt vísitölufyrirkomulag. Af- staða Alþýðusambandsins hefur mótast af því sjónarmiði að nýtt viðmiðunarkerfi yrði að tryggja kaupmátt ekki síður en núver- andi kerfi. Rétt er að minna á að samkvæmt erindisbréfi og sér- stakri yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar skyldi svonefnd vísitölu- nefnd hafa þetta sjónarmið að meginmarkmiði. Yfirlýsingar einstakra valds- manna að undanförnu ganga þvert á ofangreind sjónarmið. Krafist er aukinnar verðbótaskerðingar með nýjum frádráttarliðum og lengingu verðbótatímabila. Miðstjórn ASl fordæmir þessi viðhorf. Ljóst er að efnahagsvandinn verður ekki leyst- ur með síendurteknum kjaraskerð- ingum. Miðstjórnin bendir á, að frá því í desember hefur verkafólk þol- að verulega kjaraskerðingu til við- bótar almennri tekjurýrnun á árinu 1982. I kjölfar þessarar kjaraskerð- ingar hefur ekki bólað á efnahags- aðgerðum stjórnvalda á öðrum svið- um. Miðstjórn Alþýðusambands fs- lands varar við skerðingarhótunum einstakra ráðamanna og harmar það úrræðaleysi sem í þeim opinber- ast.“ Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Ræddu um að efla lán- tökuheimild sjóðsins HINN 10. febrúar var haldinn í Washington DC í Bandaríkjunum fundur í bráðabirgðastjórnarnefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins undir forsæti Sir Geoffrey Howe, fjármálaráðherra Bretlands. f nefndinni eiga sæti ráðherrar eða fulltrúar þeirra frá aðildarlöndum sjóðsins, segir í fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands. A fundinum voru ræddar efna- hagshorfur í heiminum um þessar mundir, svo og hlutverk Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Ræddar voru tillögur um að efla lántökumögu- leika sjóðsins og þar með tækifæri Rangt nafn f FRÁSÖGN af málflutningi í Hæstarétti, sem birtist á miðsiðu Morgunblaðsins í gær var rangt farið með nafn eins þeirra, sem sækja rétt sinn gagnvart ríkis- valdinu. Nafn hans er Valdimar Olsen. Morgunblaðið harmar þessi mistök og biður hlutaðeigandi af- sökunar. hans til að liðsinna þeim ríkjum, sem eiga við efnahagsörðugleika að etja. Dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, flutti ræðu á fundin- um f.h. Norðurlandanna fimm, en Jóhannes er nú fulltrúi landanna í bráðabirgðastjórninni. Hann ræddi m.a. hið alþjóðlega efna- hagsástand og gerði grein fyrir hugmyndum Norðurlandanna um hvernig vinna mætti bug á þeim efnahagserfiðleikum, sem nú er við að fást. í máli sínu vék dr. Jóhannes Nordal einnig að málefnum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og mælti fyrir hugmyndum Norðurland- anna um möguleika á að auka ráðstöfunarfé sjóðsins. Jón I. Bjarnason ritstjóri JÓN I. Bjarnason, ritstjóri og blaóa- fulltrúi Kaupmannasamtaka ís- lands, er látinn í Reykjavík 61 árs aó aldri, en hann var fæddur 8. júní 1921 á Ingjaldssandi. Jón lauk búfra-óiprófi frá Bænda- skólanum á llvanneyri og stundaói síóan nám vió Samvinnuskólann. I>á stundaói Jón framhaldsnám í bú- fræóum í Svíþjóð. Jón réðst til starfa hjá Kaup- mannasamtökum íslands árið 1963, sem blaðafulltrúi samtak- anna og ritstjóri Verzlunartíð- inda, tímarits samtakanna, og gengdi Jón þessum störfum til dauðadags. Jón hafði áður starfað sem kaupmaður um langt árabil og m.a. verið í fulltrúaráði Kaup- mannasamtaka íslands og rit- nefnd Verzlunartíðinda. Jón er þekktur fyrir störf sín að útivistarmálum, bæði innan látinn Ferðafélags fslands og síðar Ferðafélagsins Útivistar. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Lilja Maríasdóttir og áttu þau hjónin sex börn. Vestmannaeyjum, 10. Tebrúar. ÞESSI bíll tók upp á því um daginn aó bregóa sér mannlaus í heimsókn til nágrannans í Hrauntúninu í Eyjum. Þarna háttar svo til að mikill hæðarmunur er á lóðum og renndi bfllinn sér beinustu leið fram af háum steyptum vegg og stakkst á trýnið inn á lóó. Var eins gott að hann stöóvaðist þarna því stefna bflsins var beint á stofuglugga hússins og má því segja að betur hafi farið en á horfðist. Skemmdir uróu ekki verulegar. — hkj. Borgarstjórn: Keldnasamningurinn samþykktur í gærkveldi — um 1750 íbúðalóðir verða á svæðinu ir sem yrðu byggingarhæfar árin BORGARSTJÓRN samþykkti á auka fundi í gærkveldi samning borgar- stjóra og menntamálaráöherra um málefni Keldna og Keldnaholts, en samningurinn kveöur á um maka- skipti á löndum og um stöðu stofnana ríkisins á svæðinu. Samningurinn var samþykktur að viðhöfðu nafnakalli með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gegn 7 atkvæð- um fulltrúa Alþýðubandalags, Kvennaframboðs og Alþýðuflokks. Annar fulltrúi Framsóknarflokks sat hjá, en hinn var fjarstaddur, en hafði áður boðaö hjásetu sína í bókun. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði við umræðurnar, sem stóðu fram á tólfta tímann í gærkveldi, að með þessu samkomulagi væri verið að tryggja framtíðarbyggð borgarinn- ar á svæðinu meðfram Grafarvogi. Benti hann á að með samkomu- laginu væri í raun verið að ganga frá kaupum borgarinnar á yfir 110 ha lands úr landi Keldna, sem borg- in fengi með hagstæðum hætti. Vakti borgarstjóri athygli á því að með þessum samningi væri sýnt og sannað að raunhæfur möguleiki hafi-verið á að tryggja ijorginni land á þessu svæði, þrátt fyrir málflutning vinstri meirihlutans fyrrverandi, sem engum samning- um hefði ætlað sér að ná. Davíð sagði að miðað við skipulag fyrrverandi meirihluta hefði verið gert ráð fyrir að 104 ha lands yrði varið til íbúðabyggðar á þessu svæði, en núverandi landnotkunar- tillaga gerði ráð fyrir því að íbúða- byggðin verði um 140 ha. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar sagði við umræðurnar, að þetta sam- komulag væri þannig úr garði gert, að bæði ríki og borg gætu vel við unað og væri um jöfn skipti á landi að ræða. Við Grafarvog væri hag- kvæmt og fallegt byggingarsvæði og samkvæmt samkomulaginu væri hægt að hefja þar framkvæmdir nú þegar. Sagði hann að gert yrði ráð fyrir að á svæðinu yrðu um 1.750 íbúðir og í ár yrðu 390 byggingar- hæfar, þar af værí um 250 einbýlis- húsalóðir að ræða. Þá kæmu og til úthlutunar í ár 500 einbýlishúsalóð- 1984 og 1985. Fulltrúar minnihlutans lögðust við umræðurnar gegn samningnum og töldu hann óhagstæðan fyrir borgina. Töldu þeir að borgin hefði samið af sér og langtímahagsmun- um hefði verið fórnað fyrir stund- arhagsmuni. Fulltrúar Framsókn- arflokksins sögðu, að samnig þenn- an mætti einkum þakka mennta- málaráðherra, enda hefði hann beitt sér fyrir því að samningar næðust. 7 ráðherrar og 6 ráðuneytisstjórar á Norðurlandaþingi SJÖ íslenskir ráðherrar og sex ráðuneytisstjórar verða á þingi Norður- landaráðs í Osló dagana 21. febrúar til 25. febrúar næstkomandi. Ráðherrarnir eru Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, Tómas Árnason viðskiptaráð- herra, Svavar Gestsson félags- málaráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra, Frið- jón Þórðarson dómsmálaráð- herra, Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra og ólafur Jóhann- esson utanríkisráðherra. Eigin- konur ráðherranna allra munu einnig fara til Osló, að konu Hjörleifs Guttormssonar undan- skilinni. Ráðuneytisstjórarnir, sem verða í Osló eru Guðmundur Benediktsson, Brynjólfur Ing- ólfsson, Hallgrímur Dalberg, Páll Flygenring, Birgir Thorlac- ius og Ingvi Ingvason. Eiginkon- ur þeirra allra munu einnig fara utan. Ráðherrarnir sem heima verða á meðan á þinginu stendur eru því þeir Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra, Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra og Ragnar Arnalds fj ármálaráðherra. Auk ráðherranna sem fara utan, munu sex alþingismenn sitja þingið, þeir Eiður Guðna- son, Halldór Ásgrímsson, Matthías Á. Mathiesen, Páll Pét- ursson, Stefán Jónsson og Sverr- ir Hermansson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.